Ristilhreinsun

Jurtatvenna sem hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil
Ristilhvati 1; Hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil.
Ristilorka 2; Viðheldur bættri ristilheilsu og gefur nýja kröftuga orku.

Heilsubúðin Góð heilsa gulli betri Njálsgötu 1 hefur undanfarin ár selt hina vinsælu ristiltvennu sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn meðal viðskiptavina en hún er íslensk framleiðsla sem framleidd er í Hveragerði. Ristiltvennan samanstendur af Ristilhvata 1 sem er 10 daga ristil- og þarmahreinsun. En hún inniheldur margvíslegar jurtir sem leysa upp gamlar matarleifar í ristli og þörmum, ásamt því að innihalda leir og viðarkol sem draga í sig matarleifarnar sem losna og skila því svo niður.

Seinni hluti tvennunnar er Ristilorka 2 sem er 20 daga uppbygging á ristli og þörmum sem gefur nýja og kröftuga orku en hún inniheldur sérvaldar jurtir og mjólkursýrugerla. Almennt má segja að heilsufar og almenn líðan stórbatni þegar fólk hugar vel að meltingarvegi og hreinsun þeirra mikilvægu líffæra sem vinna næringu úr fæðunni. Einnig er álitið að ristilhreinsun geti dregið úr líkum á sjúkdómum, bætt líðan og útlit, stórbætt meltingu, auðveldað að halda kjörþyngd, aukið orku, minnkað lystarþörf eftir óhollustufæði, dregið úr líkum á ofnæmi, hægt á öldrunareinkennumen jafnframt skerpt á hugsun og bætt minni.

Fjölmargir viðskiptavinir heilsubúðarinnar hafa komið og sagt frá mjög jákvæðri reynslu af ristilkúrnum. Til að mynda prófaði Jóhanna Ársælsdóttir sem komin er á miðjan aldur ristiltvennuna eftir að hafa barist í mörg ár við hægðatregðu, lélega meltingu og mikla magaverki sérstaklega á kvöldin. Fyrir þann tíma hafði hún fengið fjölmörg lyf hjá læknum sem dugðu skammt, en þar sem sú lyfjaneysla hafði ekki dugað þá sögðu læknar henni að næsta mál væri að fjarlægja ristilinn. Sem betur fer notaðist hún við ristiltvennuna áður en að því var komið enda fann hún mikinn mun á sér þar sem hún fór að hafa eðlilegar hægðir, sársaukafullu magaverkirnir voru horfnir en auk þess fann hún fyrir meiri orku.

Jóhanna átti erfitt með að trúa því hvað þessi ristiltvenna virkaði vel á hana í samanburði við öll þau lyf sem hún prófaði. Langfestir þeirra sem prófa ristilkúrinn finna mikinn mun á sér og upplifa mikla hreinsun en því miður eru alltaf einn og einn sem kvarta yfir því að ristilkúrinn virki ekki á þá og svo eru sumir sem kvarta undan stöðugum niðurgangi. En í raun er það eðlilegt því líkami okkar svarar mismunandi þeim efnum sem við tökum inn. Flestir, sem hafa borðað að staðaldri nútímafæðu og skyndibitamat og eru að nálgast miðjan aldur, eru mjög líklega með m.k. 3-5 aukakíló af hörðu ,,jukki“, sem hefur sest að í ristlinum.

Höfundur: Víðir Sigurðsson skrifað árið 2007



Flokkar:Annað, Kynningar

%d bloggers like this: