Lengi hefur verið vitað að Japanir verða eldri en flestar aðrar þjóðir og þjást síður af kransæðasjúkdómum og blóðtöppum í æðum en flestir aðrir. Vafalaust eru margar ástæður fyrir þessu t.d. mikil fiskneysla og minni neysla á margskonar vafasamri ruslfæðu, heldur en á Vesturlöndum. Sérstaklega hefur vakið athygli hversu kransæðasjúkdómar og blóðtappar í æðum eru fátíðari í Japan en í flestum öðrum þróuðum iðnaðarlöndum. Sumt í mataræði og lífsvenjum Japana er þó flestum á Vesturlöndum lítið kunnugt um fram að þessu og hér ætla ég að segja frá einu þessháttar sem vel gæti átt töluverðan þátt í góðu heilsufari hjá öldruðu fólki í Japan og stuðlað að langlífiþess. Natto er fæðutegund sem búin er til úr gerjuðum sojabaunum og stundum kölluð ,,grænmetis- eða jurtaostur“.
Sagt er að áður fyrr hafi stríðsmenn ekki aðeins haft natto til matar sjálfir, heldur hafi þeir einnig gefið hestum sínum það til að auka hraða þeirra og þol. Þessi matvara hefur verið notuð í Japan í meira en 1000 ár og er ennþá vinsæl, því að nú er áætlað að árlega noti hver Japani í kring um tvö kíló af natto. Um 1980 gerði japanskur læknir í Bandaríkjunum, Hiroyuki Sumi við læknaháskóla Chicagoborgar prófanir á 173 fæðutegundum til að sjá hvort einhver fæða hefði afgerandi áhrif til að bæta heilbrigði blóðrásarinnar. Þá fann hann áður óþekkt ensím sem hann nefndi ,,nattokinasa“ í ,,grænmetisostinum“ sem kall aður var ,,natto“. Þetta ensím hafði betri áhrif á blóðrásina en nokkurt annað efni sem hann prófaði og er nú talið mest spennandi allra hliðstæðra efna sem vitað er um. Dr. Sumi fann að nattokinasi ekki aðeins gat hindrað að blóðtappar mynduðust, heldur gat hann einnig leyst upp blóðtappa sem þegar höfðu myndast.
Natto dró úr myndun á fibrin, sem er prótein sem m.a. getur safnast saman inni í æðum og lokað þeim. Þá getur Natto hjálpað til við að viðhalda eðlilegu blóðflæði í skemmdum æðum. Áður en nattokinasi var uppgötvaður þekktu læknar enga náttúrlega aðferð til að leysa upp blóðtappa eða fibrin sem lokað hafði eða var að loka æðum. Nattokinasi er nú fáanlegur að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Ekki er alveg víst að allt sem kallað er Nattokinasi sé alveg það sama eða eins og það sem dr. Sumi gerði sínar tilraunir með. Það er kallað NSK-SD og er örugglega nákvæmlega eins og það sem dr. Sumi notaði og er búið er að gera á tvíblinda prófun og verið notað á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum. ,,Sem lyfjafræðingur og náttúrulæknir tel ég að uppgötvun nattokinasa sé tímamótaskref í meðferð blóðrásarsjúkóma og til að bæta almennt heilsufar“- segir Dave Forman, þekktur útvarpsmaður fyrir þætti sína ,,Herbal Pharmacist“ (Jurtalyfjafræðingurinn).
Hann segir einnig: Ef þú hefur í huga lífeðlisfræði líkamans og skilur hvernig nattokinasi verkar, áttu einnig auðvelt með að skilja að jafnvel fullkomlega heilbrigt fólk vill gjarna nota nattokinasa. Ein leið til þess er að nota natto á hefðbundinn hátt, eins og Japanir hafa gert um aldir. En vegna þess að bragðið fellur ekki að smekk margra vesturlandabúa hafa ýmsir gripið til þess ráðs að nota ensímið NSKSD sem áður var getið til að hreinsa í sér æðakerfið, en það má fá í Bandaríkjunum sem fæðubótarefni eða náttúrumeðal. ,,Nattokinasi er sennilega auðveldasta leiðin til að hreinsa æðakerfið og ég mæli með að fólk noti það“, segir Dave Forman sem áður er getið, en fjölskylda hans hefur orðið fyrir barðinu á hjarta og æðasjúkdómum og hann segir að nattokinasi sé vafalítið hagkvæmasta leiðin sem vitað er um til að gera æðakerfið hreint á nýjan leik, hafi óheppilegt mataræði eða erfðir valdið því að æðarnar séu smátt og smátt að lokast. Lausleg þýðing úr Townsend Letter for Doctors and Patients, okt. 2005
Æ.J
Flokkar:Greinar