Holtasóley -,,Dryas octopetala“ – rósaætt

Útbreiðsla og kjörlendi: Vex á þurrum melum og móum,mjög algeng um allt land. Nýttir plöntuhlutar: Öll jurtin, að rótinni undanskilinni. Söfnun: Fyrri hluta sumars. Virk efni: Barksýrur, kísilsýra og ýmis steinefni. Áhrif: Barkandi, styrkjandi og lítið eitt örvandi fyrir meltinguna. Notkun: Holtasóley má nota við sárum í maga og öðrum hlutum meltingarvegar, einkum þó ef um er að ræða blæðingar. Einnig er jurtin góð til að stilla hægðir og óhóflega slímmyndun í meltingarfærum. Holtasóley er einnig talin styrkja veilt hjarta. Holtasóley er góð í skol við bólgum og sárum í tannholdi, munni og hálsi. Te af holtasóley er gott í skol gegn útferð og særindum í leggöngum. Skammtar:Urtaveig 1:5,25% vínandi,1-5 ml þrisvar á dag Te:1:10,1 dl þrisvar á dag eða 1 tsk: 1 bolli af vatni drukkið þrisvar á dag. Te og þynnt urtaveig til notkunar í skol. Ath: Börn þurfa minni skammta. Íslenskar lækningajurtir: Bir með leifi höfunda Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttir.

Sigrún Oddgeirsdóttir 2006Flokkar:Jurtir

%d bloggers like this: