Speltbrauð
4 dl speltimjöl (fint)
3 tesk lyftiduft(vínsteins)
1 dl sólblómafræ
1 dl vatn
1 dl mjólk
1 egg
smá salt
smá sykur(eða xylitol)
1 dl haframjöl (lífrænt)
Allt sett í skál og blandið vel saman ekki hræra mikið. Setjið í form og látið 2 tesk. olífuolíu yfir, smá sesamfræ og ost ef vill. Gott er að setja sólþurkaða tómata eða niðursoðin hvítlauk eða olífur smátt saxað og krydda eftir smekk. Bakað við 200º gr hita í 30-40 mín. neðarlega í ofni.
Fljótlegt og gott
Mér finnst að kökur eigi að gera fólk hamingjusamt og það eigi að geta notið þeirra með góðri samvisku. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift af hollri og góðri eplaköku sem ég vona að muni gæla við bragðlaukana ykkar. Hún er mjög einföld og fljótleg og svo er hún ekki bökuð heldur „göldruð“. Í henni er ekkert hveiti eða annað malað mjöl, engin egg, ekkert lyftiefni, enginn hvítur sykur. Ég hvet ykkur til að taka fram matvinnsluvélina og prófa að galdra.
EPLAKAKA og KASJÚKREM
BOTN:
4 dl döðlur
4 dl möndlur
smá sjávarsalt.
Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman og þrýst í kökubotn
FYLLING:
1-2 dl döðlur
2-3 msk kanill
safi úr 1 appelsínu
smá vatn ef með þarf
4 lífræn epli, skorin í þunnar sneiðar
1 – 2 dl ljósar rúsínur
2 msk rifið appelsínuhýði.
Setjið döðlur, kanil og appelsínusafa í matvinnsluvél og búið til döðlumauk sem eplasneiðunum er velt upp úr ásamt rúsínum, kanil og appelsínuhýði.Þetta er sett ofaná botninn og borið fram með kasjúkremi.
KASJÚKREM
1 dl kasjúhnetur – lagðar í bleyti í 4-8 klst
1/2 dl agavesýróp eða hlynsýróp eða smátt saxaðar
döðlur
1/2 dl vatn
1/4 tsk vanilluduft
nokkur saltkorn
Allt sett í blandara og blandað þar til það er silkimjúkt – ef þið viljið hafa kremið þykkara þá setjið meiri kasjúhnetur útí og ef þið viljið hafa það þynnra þá setjið meiri vökva útí. Borið fram með kökunni eins og rjómi.
Af hverju græna litinn?
Grænmeti er oftast sett allt undir einn hatt. Hvort sem það er rótargrænmeti (kartöflur, gulrætur, rófur, o.fl) eða blóm (blómkál, spergilkál o.fl.) eða ósætir ávextir (tómatar, kúrbítur, agúrka, paprika o.fl) eða belgjurtir (snjóbaunir, sykurertur o.fl) eða grænt kál og grænar jurtir (villtar eða ræktaðar). Það sem er athyglisvert er að þessir flokkar innihalda mjög mismunandi næringarefni. Tökum sem dæmi gulrót og grænkál.
Á dæminu hér að neðan sést að ekki er allt grænmeti eins og kannski er kominn tími til að setja grænt kál og jurtir í sér flokk. Með því að setja allt grænmeti undir sama hatt erum við búin að draga þá ályktun að grænmeti sé m.a. protein-, kalk- og járnsnautt miðað við afurðir úr dýraríkinu. Í græna litnum (græni liturinn samanstendur af grænu og dökkgrænu káli, ferskum grænum kryddjurtum, illgresi og villtum grænum jurtum.) er yfirleitt miklu meira af þessum næringarefnum en í öðru grænmeti. Græni liturinn sker sig einnig frá öðru grænmeti vegna þess hve ríkur hann er af blaðgrænu (klórófýl; grænt litarefni í plöntum sem bindur ljósorku til ljóstillífurnar).
Þar sem við fáum mikið súrefni með blaðgrænunni hjálpar hún góðu bakteríunum í meltingarveginum (sem þurfa súrefni til að lifa) til að vaxa og dafna og styrkja sig. Jafnframt heldur hún sjúkdómsvaldandi bakteríum í skefjum, sem þola ekki súrefnið. Blaðgrænan er í raun allra meina bót, hreinsar blóðið og kemur jafnvægi á blóðsykurinn, hún hjálpar til við að hreinsa lifrina og losar líkamann við eiturefni. Blaðgrænan er einnig góð fyrir húðina, styrkir góminn og ver gegn tannskemmdum, svo eitthvað sé nefnt. Græni liturinn er basískur. Frumur líkamans þrífast best í basísku umhverfi til að viðhalda heilbrigði.
Sýrumyndandi eru: dýraafurðir, unnið hveiti og korn, (t.d. pasta og brauð) óspíruð fræ og hnetur (þær verða súrari því meira sem þær eru hitaðar eða ristaðar) og ruslfæði. Basamyndandi eru: græni liturinn, flestir ávextir, grænmeti og spírur, möndlur, kastaníur og young coconut (ungar og óunnar kókoshnetur). Þess vegna er mikilvægt að borða mikið af græna litnum ásamt öðru grænmeti og ávöxtum. Grænir safar og grænir hristingar innihalda mikið af góðum trefjum. Uppleysanlegu trefjarnar í safanum, binda kólestról í þörmunum og losa líkamann við það, hjálpa og örva hægðir og stabilísera blóðsykurinn.
Það sem grænu hristingarnir hafa fram yfir safana er að þeir innihalda bæði uppleysanlegar og óuppleysanlegar trefjar. Óuppleysanlegu trefjunum má líkja við svamp, þær geta dregið í sig margfalda stærð sína af eiturefnum sem þær taka með sér útúr líkamanum. Með grænum hristingum getum við innbyrt mjög mikið magn af græna litnum ásamt öðru grænmeti og ávöxtum. Með því að nota blandarann erum við að brjóta hráefnið niður til þess að auðvelda meltinguna (formelta) og gefa líkamanum greiðari aðgang að næringunni. Ef við erum dugleg að auka græna litinn í fæðunni gerir það okkur kleift að þola betur þann mat sem við erum að borða dags daglega hver svo sem hann er.
Grænir hristingar og safar grænn safi
300g spínat lífrænt (eða annað dökkgrænt t.d. klettasalat eða grænkál
4-5 sellerístilkar
2-3 græn epli
1 lime
2 cm engiferrót
Allt sett í gegnum safapressu – gott að drekka með klaka útí
Möndlumjólk
1 dl möndlur
4 dl vatn
Allt sett í blandara og blandað vel saman – sigtað og tilbúið, – hægt að setja 1/4 tsk vanilluduft og 4 döðlur útí
Berjahristingur með grænu tedufti
1 dl vatn
4 dl frosin hindber eða jarðaber
1-2 bananar
1/2 – 1 bréf af original green tea powder
Setjið allt í blandara og blandið þar til silkimjúkt
Sætur vínberjasafi og spínat
400 g græn
steinalaus vínber
4 sellerístilkar, skornir
í litla bita
100 g spínat lífrænt
1/4 stk lime, afhýtt og steinhreinsað
Setjið vínberin í blandarann og blandið vel setjið selleríið og spínatið útí og blandið, bætið avókadóinu útí og blandið vel.
Grænn og suðrænn
1 dl vatn eða möndlumjólk
150 g ferskur ananas eða papaja, afhýtt og steinhreinsað
8-10 jarðaber
100 g frosið eða ferskt mangó
1 banani – ferskur eða frosinn – afhýddur og skorinn í bita
150 g spínat lífrænt
5 myntulauf
Allt sett í blandara og blandað vel saman.
Grænn tedrykkur
1 bréf grænt teduft – Original Green Tea Powder
1/2 – 1 1/2 ltr. vatn eða sódavatn (t.d. með sítrónubragði)
lime eða sítrónusneið
Setjið teduftið út í vatn eða sódavatn og kreistið smá lime eða sítrónu útí njótið.
Grænn mangó
3 dl vatn eða möndlumjólk
100 gr babyleaf blanda frá himneskri hollustu
1 stk eða 200 g mangó, afhýtt og skorið frá steininum
1/2 banani, afhýddur og skorinn í bita
1/2 avókadó, afhýtt steinhreinsað og skorið í bita
1 lime, afhýtt og steinhreinsað
10 blöð sítrónumelissa
Allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman. Hægt að nota 1 banana og sleppa avókadóinu eða 1 avókadó og sleppa banananum.
Græn og bláberja bomba
3 dl möndlumjólk (eða vatn)
100 gr spínat lífrænt
4 dl frosin eða fersk bláber
1 banani
1 cm engiferrót, afhýdd
Allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað saman.
Grænn epla og sellerí senuþjófur
3 dl vatn eða vatnið innan úr young coconut eða
möndlumjólk
50 g klettasalat lífrænt
2 græn epli, lífræn
80 g sellerírót, í litlum bitum
1 banani, afhýddur og skorinn í bita
Allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman.
Grænn og kryddaður
4 dl vatn innan úr young coconut eða venjulegt vatn
1/2 – 1 lime, afhýdd og steinhreinsað
100 g spínat
25 g ferskur kóríander
100 g agúrka
50 g spírur
1 grænt epli
1 hvítlauksrif
5 g eða smá bútur ferskur engifer
1 limelauf
1 daðla
ofurlítið sjávarsalt
Allt sett í blandara í uppgefinni röð og blandað vel saman.
Flokkar:Uppskriftir