GSM-örbylgjuvörn

Undanfarin 10 ár hafa birst margar rannsóknarskýrslur sem fjalla um heilsufarslega hættu af völdum örbylgna. Tíðni þeirra örbylgna er þó mun lægri en sú tíðni sem þarf til að hægt sé að hafa samband sín á milli með GSM símum og ágreiningur um skaðsemi snýst m.a. um hvort aukinni tíðni fylgi aukin heilsufarsleg hætta. Eftirtalin atriði eru talin geta tengst GSMsíma örbylgjum. Höfuðverkur • Svefntruflanir • Heilaæxli • Æxlisvöxtur á heyrnartaug • Alzheimers • Parskinsons • Áhrif á minni, einbeitingu og rýmisskynjun • Ýmsar krabbameinstegundir

Þeir sem vara við GSM-síma örbylgjum benda sérstaklega á, að varasamt sé fyrir börn að nota GSM síma þar sem höfuðkúpa þeirra er þynnri en hinna eldri og ennþá að vaxa. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af þessum málum eru nokkrar lausnir. Auðvitað væri einfaldast að afgreiða málin með því að segja fólki bara að hætta að nota GSM símana sína og þar með stíga eitt skref afturábak í tíma og fjarskiptaþróunarsögunni. Þetta er hins vegar ekki raunhæfur kostur og því er næsta lausn að reyna að finna leiðir til að minnka eða koma í veg fyrir þau neikvæðu áhrif sem símarnir kunna að hafa.

Hér á eftir koma nokkur ráð til að minnka þær örbylgjur sem fólk verður fyrir við notkun GSM síma:
• Öruggast er að nota símann með hljóðnema. Þetta er besta lausnin en hentar ekki allstaðar og því vert að athuga aðra möguleika.
• Hafðu símann alltaf eins langt frá líkamanum og mögulegt er. Versti staðurinn til að hafa símann á er við höfuðið en langvarandi geislun getur haft áhrif hvar sem er á líkamann.
• Fáðu þér handfrjálsan búnað með loftpípu. Það er sennilega öruggasti handfrjálsi búnaðurinn á markaðnum. Annar handfrjáls búnaður getur hugsanlega aukið GSM geislunina með því að leiða bylgjurnar ennþá nær heilanum en ef hann væri ekki notaður.
• Dragðu eins og hægt er úr notkun GSM-símans og slökktu á honum þegar hans er ekki þörf.

GSM síminn er stöðugt að leita að merkjum meðan kveikt er á honum og sendir örbylgjur á þig  sért þú nálægt honum. Ef þú verður að hafa kveikt á honum, hafðu hann þá í öðru herbergi. Aldrei sofa með GSM-síma í gangi í herberginu.

Margt misjafnt hefur verið fáanlegt sem hindra hefur átt úr GSM geislun og skaðsemi hennar, en fæst af því staðið undir væntingum þegar nánar hefur verið skoðað. Það er því ánægjulegt að geta bent á að nú eru komin á markað einföld tæki til að draga enn frekar úr þeirri hættu sem stafa kann af GSM-símum. Um er að ræða annars vegar nýja gerð af handfrjálsum búnaði svokallað RF-3 og hins vegar ferrít kjarna sem er truflanasía eða hátíðnisía. (Slíkar síur eru t.d. á snúrum sem liggja á millu tölvu og skjás og er ætlað að koma í veg fyrir að talvan trufli önnur rafmagnstæki í nánasta umhverfi). Snúran sem liggur í handfrjálsa búnaðinn er hringvafin um ferrít kjarnann og hjálpar það til að stöðva hátíðniöldur.

Prófanir sem gerðar hafa verið á RF-3 búnaðinum sýna að hann dregur úr þeirri geislun sem nær til höfuðsins um 98%. Sé ferrít kjarninn notaður með RF-3 búnaðinum verður geislunin nánast engin. Frekari upplýsingar um hvoru tveggja er að finna á vefslóðinni http://www.mercola. com/ forms/rf3_headsets.htm og http://www.mercola. com/forms/ferrite_beads. htm Þar er einnig hægt að panta umrædda vöru á sanngjörnu verði.

Höfundur Sigríður Ævarsdóttir árið 2005



Flokkar:Rafmagn

%d bloggers like this: