Árstíð hinna himnesku hristinga

Með hækkandi sól finn ég hvernig mataræði mitt breytist. Alls konar salat-tegundir fara að fylla innkaupakörfuna ásamt nýjum íslenskum tómötum, agúrkum, spergilkáli, kletta-salati, gulrótum með græna káli sem ilmar og basil. Ég verð líka sólgnari í ávexti, vatns-melónurnar sem flytja inn í eldhúsið mitt eins og nýir leigjendur, Eldunaraðferðirnar breytast. Núna fær blandarinn að leika aðalhlutverkið. Hann er eitthvað svo snöggur að reiða fram fullkomnar máltíðir á örskottíma. Þetta tímabil ársins kallast:

Árstíð hinna himnesku hristinga
Og vitið þið, þetta er sko svolítið smart. Jú, það tekur svo lítinn tíma að setja allskyns safaríka ávexti í blandarann og kveikja. Útkoman er ótrúlega svalandi og nærandi. Því ávextir eru stútfullir af vítamínum og ensímum og líkaminn hlakkar til að fá þá í heim-sókn. Svo er hægt að lauma smá spírum, avocado, möndlum, möndlusmjöri og tahini (sesamsmjör) og öðru góðgæti með. Aðal kosturinn er að fá sem mesta næringu úr sem
minnstu með sem allra minnstri fyrirhöfn. Ég hvet ykkur til að prófa. Notið hugmynda-flugið og það sem ykkur finnst gott. Þróið ykkar eigin uppáhalds hristinga. Ekki gráta elskan mín, þó þig vanti vítamín, þú færð í magann þinn mjóa, melónur og vínber fín, sögðu bræðurnir Jónas og Jón Múli. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.

Vatnsmelónuhristingur. Miðað er við að hver hristingur sé fyrir eina svanga manneskju
1 væn sneið af vatnsmelónu og hýðið með 2-3 klakar. Þvoið vatnsmelónuna með góðri sápu og skolið, við ætlum að nota hýðið og það verður að vera hreint. Skerið hýðið frá ef þið eigið safapressu er best að pressa það í henni. Ef ekki er það skorið litla bita og sett í blandarann og síðan sigtið þið safann frá og geymið hann. Steinhreinsið melónuna, setjið kjötið af melónunni í blandarann ásamt hýðissafanum og blandið vel, bætið 2-3 ísmolum útí ef þið viljið. Þetta er mjög hreinsandi hristingur, hann er sérstaklega vatnslosandog mörg fín heilsuhæli víða um heim byrja meðferðina á 3ja daga vatnsmelónuhristinga kúr. Þess vegna hentar hann okkur vel á vorin til að hreinsa út veturinn.

Avókadóhristingur
1 appelsína, 1 banani, 1/4 – 1/2 avókadó. Afhýðið appelsínuna og steinhreinsið hana, skerið í bita og  setjið í blanda og maukið. Bananinn er afhýddur, skorinn í bita og bætt út í. Avókadóið er afhýtt, steinhreinsað, skorið í bita og bætt í. Ef ykkur finnst hristingurinn of þykkur er gott að þynna hann með smá vatni. Líka gott að setja nokkra klaka.

Ananas og eplahristingur
1 epli, 1 banani í bitum, 1/2 b sojamjólk eða hrísgrjónamjólk eða kókosmjólk eða kornsafi (uppskrift af honum á síðunni http://www.graennkostur.is). Aafhýðið og kjarnhreinsið eplið, skerið í bita og setjið í blandarann, Ef þið eruð með ferskan ananas þá afhýðið þið hann og skerið í bita, ef þið eruð með ananas úr dós – passið að hann sé einungis í eigin safa og það sé enginn viðbættur sykur – bætið ananasinum út í – setjið vökvann út í, ég kýs að nota kornsafa en þið notið það sem ykkur finnst best. Þið getið bætt nokkrum klökum út í ef þið viljið til að fá hristinginn meira svalandi. Þessi hristingur er stútfullur af meltingarensímum, bæði úr ananasinum og kornsafanum.

Hindberjahristingur
1 b frosin hindber, 1 banani, 1/4 b kornsafi eða sojamjólk eða mangó/eplasafi (úr Heilsu- búð) eða annar vökvi eftir smekk. Setjið berin í blandarann og  blandið, afhýðið bananann og skerið hann í bita og bætið útí. Loksins er vökvinn settur út í. Magnið fer eftir því hvað þið viljið hafa hann þykkan. Í þennan hristing er gott að setja bananana frosna og er þetta þá orðinn „ekta sjeik“

Vanillu og tahinihristingur
2 msk ljóst tahini, 3/4 b vatn eða kornsafi eða eitthvað djús sem ykkur finnst gott, 1stór eða 2 litlir frosnir bananar, smá vanilluduft. Setjið tahini í blandarann ásamt vatninu og
blandið, bætið frosnu bananabitunum út í og vanilluduftinu. Blandið þetta þangað til er passlega þykkt. Ef þið viljið hafa hristinginn þykkari er bætt smá tahini út í, en ef þið viljið hafa hann þynnri þá bætið þið vatni út í hann. Þessi hristingur er stútfullur af kalki, og járni og er frábær byrjun á deginum.

Kókos og ananashristingur
6 döðlur, 1 b ananas, 1/4 b kókosmjöl, 1/2 b kókosmjólk eða kornsafi. Gott er að láta döðlurnar liggja í bleyti í klst áður en þær eru settar í blandarann, Ananasinn er skorinn í bita og settur út í blandarann ásamt döðlunum og blandað. Kókosmjölinu og kókosmjólk-inni /kornsafanum er bætt út í og allt er blandað þar til hristingurinn er orðinn kekkjalaus.

Mangóhristingur
1 b mangó/eplasafi (fæst í heilsubúð), líka hægt að nota appelsínusafa, 2 b mangóbitar
3 ísmolar. Safinn er settur í blandarann, mangóið er afhýtt og skorið í bita og bætt út í og
blandað vel. Ísmolunum er bætt út í og klárað að blanda. Þessi hristingur er sérstaklega svalandi á heitum sumardegi.

Papaya hristingur – ensýmabomba
1 papaya ávöxtur, 1 b ananassafi, nokkrir ísmolar ef vill. Papayaávöxturinn er afhýddur og steinhreinsaður, skorinn í bita, settur í blandarann. Ananassafanum er hellt út í ásamt ísmolunum og blandað. Papaya og ananas eru þeir ávextir sem innihalda hvað mest ensím/meltingarhvata svo þessi er alveg stútfullur af ensímum.

Mjólkurhristingur
1 b möndlu eða hrísgrjóna eða hafra eða sojamjólk, 1 frosinn banana í bitum, 2 frosin jarðaber eða 1/2 frosin pera í bitum. Hér er bæði hægt að búa til sína eigin mjólk eða
nota úr fernu. Mjólkin sett í blandarann, bananinn er skorinn í bita og settur út í ásamt
jarðaberjunum/perunni, öllu er blandað vel saman.

Höfundur: Sólveig Eyríksdóttir 2002Flokkar:Uppskriftir

%d