Vaxtarhormón í hómópatalausn

Undanfarið hefur töluvert verið skrifað um ,,mannlegan vaxtarhormón“ (Human Growth Hormone). Þessi hormón, sem myndast í heiladinglinum, hefur aðeins 20 mínútna helmingunartíma og er álitinn hvetja myndun annars efnis sem nefnt er „insúlínlíkur vaxtarþáttur“ (IGF-1) eða ,,somatomedin C“, sem talinn er hafa 20 klst. helmingunartíma. Þetta efni og reyndar fleiri, er álitið að segi nokkuð til um hversu mikið verður til af ,,mannlegum vaxtarhormóni“ hér eftir aðeins nefndur ,,vaxtarhormón“, í heiladinglinum.

Vaxtarhormóninn hefur mjög áhugaverðar verkanir í líkamanum, sennilega margar vegna IGF-1 og aðrar á annan hátt. Talið hefur verið af sumum, að e.t.v. örvi IGF-1 nokkrar tegundir krabbameins t.d. í blöðruhálskirtli, en aðrir draga það þó í efa og benda á að könnun sem náði til 749 blöðruhálskirtilssjúklinga sýndi ekki hækkun á PSA, þrátt fyrir að þeir notuðu vaxtarhormón (L.C.Terry, M.D. PH. Pharm D.), en PSA sýnir virkni krabbameins í blöðruhálskirtlinum.

Dr Terry segir líka að engin aukning hafi orðið á krabbameinum hjá 3000 einstaklingum sem notuðu vaxtarhormón í langan tíma. Dr. L. E. Dorman, sem er annar höfundur að bókinni „Growth Hormone: Reversing Human Aging Naturally“, segir að IGF-1 myndist einnig í krabbameinsfrumum og frumum ónæmiskerfisins, sem séu örvaðar af krabbameini. Flest bendir til, segir hann, að IGF-1 styrki ónæmiskerfið og hann hefur fylgst með sjúklingum og séð að PSA gildi þeirra fór smátt og smátt lækkandi við að nota vaxtahormóninn. Vaxtahormóninn virðist bæta líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem nota hann á ýmsa vegu, t.d. auka vöðvastyrk, eyða hrukkum og skýra hugsunina.

Allt þetta er svo áhugavert að það er efni í langa grein, sem vel má vera að ég eigi einhvern tíma eftir að skrifa, þegar ég hef kynnt mér þetta mál miklu betur. Nú ætla ég þó aðeins að segja frá því að tekist hefur að búa til hómópatalyf úr vaxtarhormóninum. Hómópatalyfið virðist, samkvæmt heimildum mínum, jafnvel hafa öflugari verkanir en vaxtarhormóninn sjálfur. Um þetta hómópatalyf ætla ég að ræða hér lítils háttar.

Hómópatalyf úr vaxtarhormóni
Áður fyrr þurfti að fá vaxtarhormóninn úr heiladinglinum á dýrum. Þannig vaxtarhormón var ekki nákvæmlega eins og vaxtarhormón úr mönnum, auk þess að vera mjög dýr. Síðar tókst að búa til með líftæknilegum aðferðum, sem ég ætla ekki að ræða frekar um í þessari grein, vaxtarhormón sem var nákvæmlega eins og vaxtarhormón úr mönnum (Recombinant Human Growth Hormone, rhGH). Hann má búa til í ótakmörkuðu magni á til þess að gera viðráðanlegu verði. Flestir eða allir sem notaðhafa vaxtarhormón á undanförnum árum hafa notað þessa gerð hans. Nú hefur verið búið til hómópatalyf úr þessum vaxtarhormóni. Það er gert með því að taka tilbúinn vaxtarhormón (rhGH) og blanda 100 falt með sérlega hreinsuðu vatni og hrista vandlega saman með því að slá hendinni með glasinu í hinn lófann og hrista ca 100 sinnum. Sú blanda er nefnd 1-C.

Síðan er tekinn einn hluti af 1-C lausninni og blandað í 100 hluta af vatni og hristur á sama hátt og 1-C lausnin. Þessi blanda er nefnd 2-C. Svona er haldið áfram eins lengi og þurfa þykir en við hverja blöndun hækkar talan fyrir framan C um einn. Þessi tala er nefnd efli (potency). Vaxtar- hormóninn er notaður með efli frá 2-C – 30-C. Lægsta eflið er notað við líkamlega vanheilsu en hærri gildin meira við tilfinninga- og sálræn vandamál. Augljóst er á þessu að þarna erum við að tala um mjög miklar þynningar því að jafnvel 2-C er þynnt 100 x 100 = 1:10.000 og hærri efli þaðan af meira.

Aðeins eru notaðir fáir dropar í senn, einu sinni til þrisvar sinnum á dag. Því getur ekki undir neinum kringumstæðum verið um efnafræðilegar verkanir að ræða, heldur eitthvað annað. Einhverjir munu segja að hómópatalyf flytji upplýsingar, sem líkaminn síðan noti sér til að breyta lífefnafræðilegum ferlum. Þessi skýring er ekki verri en hver önnur, því að flestir sem hafa kynnt sér hómópatalækningar munu viðurkenna að þær verka. Til þess að hindra að hómópatalyf skemmist við geymslu er vatnið í þeim oftast blandað spíritus, 25- 40%. Hómópatalyf blönduð þannig má geyma næstum óendanlega í vel þéttum glösum.

Miklu máli skiptir að hómópatalyf séu vandlega hrist saman, þegar þau eru búin til. Sé það ekki gert nægilega vel geta þau orðið gagnslítil eða gagnslaus. Best er að handhrista þau eins og hér var lýst, en oft er þetta gert í vélum, sem þykir ekki eins gott. Hómópatalyf  úr vaxtarhormóni eru alltaf handhrist. Ég segi þetta hér svo að ef einhver lesandi gæti náð í vaxtarhormón sem hómópatalyf erlendis væri best að fá hann með efli (potency) 1-C eða 2-C. Hærri efli má svo búa til eftir þörfum úr þessum 1-C eða 2-C blöndum.

Færir sjúklinginn afturábak í tíma
Strax frá 20-30 ára aldri fer að draga úr myndun vaxtarhormónsins í heiladinglinum og minnkar um 14% á áratug eftir það, segir Ronald M. Klatz, læknir, forseti Bandarísku akademíunnar sem fæst við læknisdóma gegn öldrun (American Academy of Anty-Aging Medicine). Samkvæmt öðrum heimildum hefur dagleg myndun hormónsins minnkað um helming um sextugt og fer hraðminnkandi úr því. Mælt í tölum myndum við um 500 mcg um tvítugt, 200 mcg um fertugt og 25 mcg um áttrætt. Þegar notuð er hómópatalausn af vaxtarhormóni virðist það smáfæra líffræðilegan aldur aftur á bak, þannig að líkamsstarfsemin verður líkari því sem einstaklingurinn væri yngri en hann raunverulega er.

Þetta kemur fram á ýmsan hátt, t.d. sem aukið þrek og sterkari vöðvar, minnkuð líkamsfita, sérstaklega á kviðnum, sterkari bein og örari beinmyndum en beina niðurbrot, meira HDL kolesterol í blóði, lækkun á lægri mörkum blóðþrýstings, aukin orka, bæði líkamleg og sálræn og bætt minni. Þetta er aðeins hluti þeirra jákvæðu breytinga sem haldið er fram að fylgi því að nota hómópatalausn af vaxtarhormóni. Þá hefur verið sagt frá að slys eða sjúkdómar sem fólk hefur orðið fyrir einhvern tíma fyrr á ævinni komi fram í öfugri röð, eins og líkaminn endurnýi sig aftur smátt og smátt og verði að gangast undir sjúkdóma og vanlíðan í smækkaðri mynd, samtímis og endurnýjun hans verður.

Þetta er raunar sama og sagt hefur verið frá um ýmis önnur hómópatalyf. Margir hafa talað um bætt kynlíf, bæði karlar og konur. Þá hefur verið rætt um aukna frjósemi, t.d. hjá hjónum sem ekki höfðu eignast börn. Karlmenn sem orðnir voru getulitlir eða getulausir segjast hafa lagast aftur fljótlega eftir að þeir fóru að nota hómópatalyfið. Sumir þessir menn höfðu notað getuleysislyfið Viagra án árangurs.

Nokkrar frásagnir
Hal Mead er 83 ára og starfar ennþá við jurtalyfjafyrirtækið Herbaceuticals, Inc. í Napa, Kaliforníu, byrjaði að taka hómópatalyf úr vaxtarhormóni í desember 1998 undir tunguna tvisvar á dag, eins og venjulega er mælt með. Hann segir: ,,Áhrifin sem ég varð fyrir komu smátt og smátt, en voru greinilegust á liðunum. Ég hafði verið með einhverskonar liðagigt í höndunum og það var mjög óþægilegt, því að ég hef gaman af að spila á trommur mér til ánægju. En eftir að ég byrjaði að nota hómópatalyfið tók ég eftir að fingurnir voru orðnir liðugri“ fullyrðir Mead. ,,Ég var ekki lengur með sömu verkina og þrautirnar eins og ég var vanur.

Einnig hafði mér aukist kraftur og styrkleikinn í fótunum var meiri. Enda þótt þessar breytingar séu mildar eru þær þó nægilega miklar til þess að ég get heiðarlega sagt að hómópatalyfið hefur gert heilmikið gott fyrir mig.“ Mead er áhugaflugmaður og flýgur oftast nokkra tíma á viku. Hann segir að hómópatalyfið geri ér þetta mögulegt. Dr. John Voerhees hringdi í höfund greinarinnar sem ég hef þessar upplýsingar úr. Hann er 55 ára gamall og atvinnu sinnar vegna þarf hann að ferðast mikið og segist þess vegna eiginlega ekki hafa neitt fast heimili. ,,Ég hafði notað hómópatalausnina úr vaxtarhormóninum í þrjá mánuði og fundið margar jákvæðar breytingar á mér, t.d. aukna löngun til líkamsæfinga og meira þrek.

Nú, þegar aðrir þrír mánuðir eru liðnir er ég farinn að ráðleggja öðrum að nota hómópatavaxtarhormóninn. Eftir að ég hafði sett fáeina dropa undir tunguna daglega í nokkrar vikur, varð ég þess var að sjón mín hafði batnað og verkir og eymsli sem fylgja því að eldast höfðu horfið. Einnig hafði hlutfallið á líkamsfitu og vöðvum batnað um að minnsta kosti 5%, þar sem ég hafði losnað við 15 pund (ca 7kg) af fitu en fengið í staðinn 10 pund (ca 4kg) af fitulausum vöðvum. Ég varð að þrengja beltið um tvö göt, eftir því sem ég grenntist. Tilfinning mín er sú að því eldri sem einhver er, þeim mun áhrifaríkari verða þessar breytingar. Miðaldra og eldri einstaklingar verða t.d. sterkari og virkari í ástarlífinu og hafa meira úthald“ segir dr. John Voorhees. ,,Hjá mér, hefur t.d. þreytan látið undan síga nema ég vinni alveg sérstaklega mikið. Styrkur minn og þrek hafa vaxið ótrúlega mikið. Ég ætla að halda áfram að nota þetta efni í það óendalega,“ segir hann svo að lokum.

,,Aðalkosturinn við hómópata-vaxtarhormóninn fyrir mig er að mér finnst líkami minn hafa yngst á ótal vegu,“ segir Jerzy A. Benderzewsky, sem er starfandi arkitekt frá Tarzana í Kaliforníu, 63 ára gamall. Hann hefur ánægju af að leika tennis og segir að hómópatalyfið hafi mjög hjálpað sér við að halda sér liðugum og segist nú geta beygt sig niður og snúið sér eins hratt og hann gerði fyrir tíu árum. „Lofið mér að útskýra hvað ég hef lagast mikið eftir að ég byrjaði að nota hómópataefnið að eigin frumkvæði 28. maí 1998,“ segir hann. ,,Í fyrsta lagi sé ég betur, og mér finnst ég ekki vera eins nærsýnn og ég var fyrir tveimur árum. Ég heyri betur og lyktarskynið hefur einnig batnað.

Svo sef ég miklu betur alla nóttina og þarf aldrei að vakna til að kasta af mér þvagi. Orka mín hefur aukist heilmikið og ég hef lést um sex pund (ca 2,5kg) af fitu, kynorka mín hefur vaxið, og hárið sýnist dekkra, þykkara og sterkara. Meiriháttar breyting hefur orðið á húðinni til bóta, hún er þjálli, mýkri og hrukkur í andlitinu hafa einnig horfið.“ Hann hefur ráðlagt mörgum að nota hómópatavaxtarhormóninn, sem hann segir að sé til þess að gera ódýr og enn sem komið er hafi hann ekki orðið var við neinar óþægilegar hliðarverkanir af að nota hann.

Heimild úr tveim greinum í Townsend Letter for Doctors and Patients, desember 1998 og október 1999.

Hörundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar

%d bloggers like this: