C-vítamín og barnabólusetningar

Læknirinn C. Alan B. Clemetson ræðir í Journal of Orthomolecular Medcine um barnabólusetningar og  hvort megi e.t.v. koma í veg fyrir vandamál sem stundum koma fyrir í sambandi við þær með því að gefa börnunum C-vítamín á undan og eftir bólusetningunni. Hann segir að þessi vandamál séu að vísu ekki al- geng en veit þó um dauðsföll og alvarleg eftirköst sem rekja má til þannig bólusetninga. Yfirleitt, segir hann fá börnin nægilega mikið af C-vítamíni og þá veldur bólusetningin oftast engum slæmum eftirköstum. Í nokkrum tilfellum hafa börnin þó ekki fengið nægilega mikið af þessu vítamíni.

Það getur t.d. stafað af því að barnið sé með kvef eða sé nýstaðið upp úr einhverri sýkingu. Þá eyðist upp varaforði líkamans af C-vítamíni og við það að bólusetja gegn mörgum sjúkdómum í einu skapast oft alvarlegur skortur á því. Þessi skortur getur komið fram með ýmsu móti. T.d. verður oft mikil losun á histamíni, sem getur m.a. valdið flogum, sem hugsanlega geta leitt til skyndilegs dauða.

Sýnt hefur verið fram á að þetta gerist í dýratilraun- um á naggrísum (sem ekki mynda sjálfir C-vítamín). Sé nægjanlegt C-vítamín gefið losnar miklu minna histamín og dýrin lifa, en annars deyr um helmingur þeirra. Sannanir eru taldar fyrir því að börn með lág- marks C-vítamín í blóði hafa minna viðnám gegn aukaverkunum af bólusetningum. Fyrst var bent á þetta árið 1971 af A. Kalokerinos og G.C. Dettman 1973.

Í bók sinni „Every Second Child“ (Annaðhvort barn) skrifar Kalokerinos um reynslu sína meðal frumbyggja Ástralíu og hvítra manna þar. Hann varð vitni að vo mörgum dauðsföllum sem fylgdu í kjölfar bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta og stífkrampa að hann var kominn á fremsta hlunn með að hætta lækningum, þar til að hann uppgötvaði ástæðuna.

Flest börnin sem bólusett voru hjá honum komu þangað vegna einhverra veikinda, t.d. sýkinga í öndunarfærum. Hann bólusetti þau svo vegna þess að hann óttaðist að hann fengi ekki annað tækifæri til að gera það. Þessi börn skorti öll C-vítamín, sem var afleiðing af sýkingunni. Þegar þau svo voru einnig bólusett minnkaði C-víta- mínið ennþá meira og það þoldu þau ekki. Þegar hann fór að gefa þeim C-vítamín dóu ekki fleiri börn en því miður voru aðeins fáir læknar sem vissu af þessari uppgötvun.

Minniháttar sýking eins og kvef minnkar C-vítamínið í hvítum blóðfrumum um helming á innan við sólar-hring segja R. Hume og E. Weyers (Scot. Med. Journal, 1973) og jafnvel örlítið af kopar í drykkjar- vatni eða að taka járnpillur við blóðleysi getur valdið því að C-vítamín glatist. Sumir kunna að ímynda sér að C-vítamínskortur sé aðeins til meðal frumbyggja Ástralíu. Þetta er þó alger fásinna að halda og þessvegna þurfi aðrir ekki að hafa áhyggjur af að bólusetja börn sín.

Félagsskapur er starfandi í Bretlandi, Banda- ríkjunum og víðar, sem aðstoðar og fræðir fólk sem telur sig hafa orðið fyrir skaða á börnum sínum vegna bólusetningar. Bók hefur verið gefin út af H.L. Coulter og B.L. Fischer: A Shot in the Dark. New York. Avery Publishing Group. Inc. 1991. Þessi bók segir frá miklum fjölda barna sem talið er að hlotið hafi  heilaskaða sem afleiðingu bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, rauðum hundum, misling- um eða hettusótt. Ég hef áður rætt um barnabólusetningar og ætla ekki aftur að endurtaka það sem nýlega hefur verið birt í Heilsuhringnum um þær.

Höfundur þeirrar greinar sem hér er verið að vitnað til, leggur þunga áherslu á að grundvallaratriði sé að gefa börnunum C-vítamín, bæði fyrir og eftir bólusetninguna, og bólusetja aldrei börn sem ekki eru vel frísk og helst ekki að bólusetja gegn mörgum sjúkdómum í einu.

Heimild: C. Alan B. Clemetson, Journal of Orthomolecular Medicine, 14. árg. 3. ársfj. 1999.

Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 2000Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: