Úr einu í annað – Haust 1999

Meira um AMAS
Í haustblaði Heilsuhringsins 1996 sagði ég frá nýju krabbameinsprófi sem nefnt er AMAS-próf (Anti Malignin Antibody in Serum). Malignin er mótefnisvaki sem myndast í krabbameinsfrumum og er algerlega bundinn við meinfrumur og myndast aðeins í þeim. Malignin hvetur líkamann til að mynda IgM sjálfsmótefni, anti malignin antibody in serum (AMAS) sem hægt er að nota sem krabbameinspróf til að finna krabbamein á algeru byrjunarstigi, löngu áður en það mundi finnast með öðrum aðferðum. AMAS má einnig nota sem krabbameinslyf og sennilega er það hin náttúrlega vörn líkamans gegn krabbameini. Í októberblaði Townsend Letter for Doctors and Patients 1999 er sagt frá tveimur skýrslum frá dr. Bogoch, þeim sem fann upp AMAS prófið. Þessar skýrslur voru kynntar á fundi sem haldinn var í borginni Nice í Frakklandi hjá Alþjóðlegu félagi í fyrirbyggjandi krabbameinsfræðum (International Society for Preventive Oncology) í október 1988.

Önnur skýrslan sýndi að niðurstöður úr AMAS prófinu hækkuðu aðeins við krabbamein en alls ekki við góðkynja æxli eða bólgur en hækkaði frá tvöfalt til fimmfalt við virkt krabbamein. Mælingarnar voru gerðar á 4 rannsóknarstofum á 20 ára tímabili á 8.090 sjúklingum sem valdir voru tilviljanakennt. Hin skýrslan sýndi að bæði ,,náttúrlegt“ malignin og einnig ,,tilbúið gervi-malignin“ var jafnvirkt við að gefa ónæmissvörun, þ.e.a.s. það gaf hækkaða svörum á AMAS. Niðurstaðan var því sú að tekist hafi að búa til krabbameinsbóluefni gegn öllum tegundum krabbameins. Fyrirbyggjandi og lækninsfræðileg prófun með þetta ,,gervi“ eða ,,tilbúna“ bóluefni mun nú verða gerð. Einnig sanna skýrslurnar að AMAS-próf er öruggt til að finna öll krabbamein á byrjunarstigi, löngu fyrr en nokkur önnur þekkt aðferð. Þeir sem óska eftir að vita meira um AMAS ættu að lesa aftur greinin í Heilsuhringnum í haustblaðinu 1996 en sennilega fréttum við meira um þetta á næstu árum.

Tamoxifen hættir að virka
Rannsókn gerð af Duke University Medical Center sýnir að virkni krabbameinslyfsins Tamoxifens dvínar með tímanum og snýst síðan við. Lyfið hættir að virka gegn krabbameini eftir tveggja til fimm ára notkun og getur þá orðið sem hvati á krabbameinið. Virkni Tamoxifens byggist á því að hindra virkni hormónsins estrogens en það hefur sýnt sig að estrogen er hvati að a.m.k. helmingi brjóstakrabbameina.

Heimildir: (AP) Washington Paul Recer Science Writer.

Höfundur: Ævar Jóhannsson haust 1999



Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: