Rafsegulsvið og hvítblæði

Rannsóknarhópur í háskólanum í Toronto og Hospital for Sick Children tilkynntu að rannsóknir hefðu sýnt að börn sem búa við há gildi rafsegulsviðs áttu meira á hættu að fá hvítblæði en börn sem ekki bjuggu við slík skilyrði. Þeir gerðu mælingar á heimahögum veikra barna og komust að því að tvisvar til fjórum sinnum meiri líkur væri á að börn með hvítblæði hefðu búið við há gildi rafsegulsviðs. Heimildir: University of Toronto magazine (haust 1999 Vol. XXVII).

Örbylgjur hafa áhrif á heilann
Vísindamenn hjá DERA, Defence Evaluation Research Agency, Porton Down. Hefur tekist að sýna fram á að örbylgjur geta haft áhrif á starfsemi ákveðins hluta heilans. Sýnt var fram á að örbylgurnar höfðu áhrif á taugaboðskipti í hippocampus. Að sögn Dr. Tattershall þá gegnir þetta svæði heilans mikilvægu hlutverki t.d. gagnvart lærdómi og skammtímaminni en kemur einnig við sögu í flogaveiki. Ekki er vitað hvort þessi áhrif eru jákvæð eða neikvæð. Það sem er mikilvægast í þessu er sú staðreynd að styrkur örbylgna, sem var notaður, var mun lægri en svo að hann gæti hitað vefinn sem tilraunin var gerð á. Þetta þýðir, þvert ofaní það sem svo margir vísindamenn hafa haldið fram, að áhrif örbylgna er ekki hitaháð. Þessi tilraun var framkvæmd með 700MHz örbylgju en það er ekki langt frá 94 MHz bylgjum GSM síma. Heimild: Horizons haust ´99 bls. 11.

Ný rannsókn sýnir neikvæð áhrif farsíma.
Þann 15 sept. s.l. birti sænska blaðið Svenska Dagbladet rannsóknarniðurstöður Háskólans í Lundi á áhrifum farsíma á heilann. Dr. Leif Salford greindi frá því að rannsóknarhópurinn hefði verið að rannsaka áhrif farsímageislunar á rottur. Heilinn í rottum er mjög hliðstæður heila mannsins og því oft notaður við slíkar athuganir. Rannsóknirnar leiddu í ljós að svokallaður blóðþröskuldur heilans (Blood Brain Barrier) virðist verða fyrir áhrifum frá farsímageislun. Blóðþröskuldur heilans er mjög öflugt kerfi sem síar blóðið áður en það fer til heilans. Það er til að hindra að ýmiss efni komist inn í heilann og valdi þar skaða. Efni sem þó eru líkamanum eðlileg.

Vísindamennirnir notuðu prótínið albumin í tilrauninni. Þeir komust að því að próteinið lak í gegnum þetta kerfi heilans á meðan á geislun stóð. Lekinn hélt áfram töluvert lengi eftir að slökkt var á geisluninni. Í tilrauninni voru rotturnar geislaðar í 2 stundir. Tilraunir með að sprauta örltíð meira magni af albumin beint inn í heila dýranna olli skemmdum á heilafrumum. Ef hreinsikerfi heilans opnast á annað borð geta ýmiss önnur efni komist þar inn og valdið jafnvel mun meiri skaða en albumin. Þeir óttast að þetta geti leitt til sjúkdóma á við MS (Multible Sclerosis), Parkinsonveiki, demens (heilahrörnun) og Alzheimer.

Það sem þykir alvarlegast í þessu er sú staðreynd að það er nóg að verða fyrir farsímageislun í stutta stund, áhrifin vara lengi. Jafnframt komu í ljós gluggáhrif, þ.e. lágur styrkur örbylgjugeislunar, niður að vissu marki, hafði meiri áhrif en hár styrkur. Þetta þýðir að jafnvel það að standa nálægt farsímanotanda geti verið varasamt. Áhrif voru rannsökuð á bæði 900 MHz kerfinu og 1800MHz og voru niðurstöður eins. Rannsókninni var stjórnað af prófessor Bertil Persson. Telur hann og félagar hans að brýnt sé að taka þessar niðurstöður alvarlega. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar.Heimilidir: Svenska Dagbladet 15.09.1999.



Flokkar:Rafmagn

%d bloggers like this: