Heilsufæði hefur oft haft það leiða orðspor á sér að vera seineldað. Hefur það verið ýmsum góð afsökun fyrir því að halda áfram í pylsunum og franskbrauðinu. Það sem fólk ekki kann /eða þekkir getur vafist fyrir því, en æfingin skapar jú meistarann. Mér finnst skipta sköpum, þegar búið er að ákveða hvað skal elda, að lesa yfir uppskriftirnar og búa til verkáætlun. Hvað tekur lengstan tíma? Á hverju þarf að byrja? Þarf að kveikja á ofninum? Spyrja sig slíkra spurninga og skrifa hjá sér verkáætlun. Fyrir uppskriftirnar sem fylgja hér á eftir gæti þetta litið svona út:? Setja hrísgrjónin yfir. ? Koma aðalréttinum á pönnuna. ? Hræra saman köldu sósuna. ? Útbúa salatið ? Klára aðalréttinn. ? Leggja á borð, ? Tilbúið. Ég er viss um að þegar hrísgrjónin eru soðin, eruð þið búin að tæma listann!
Eggaldinréttur
Olía til steikingar
5 hvítlauksrif, pressuð
¼ fennikel, smátt skorið
¼ púrra, fínt skorin
2½ tsk ítölsk kryddblanda (t.d. frá Pottagöldrum)
½ tsk salt
cayenne pipar af hnífsoddi
1 eggaldin, skorið í litla teninga
6 tómatar, skornir í litla bita
4 dl nacos chips (þetta eru flögur úr maísmjöli
og fást alveg aukaefnalausar)
1 gul paprika, skorin í þunna strimla
10 svartar olífur, skornar í tvennt
Aðferð:
Olían hituð á pönnu Hvítlaukur, fennikel og púrra mýkt á pönnu í 3-5 mín. Kryddað. Eggaldin og tómötum bætt út í og látið krauma í 10-15 mín. Nacosið er mulið og sett útí ásamt paprikunni og olífunum og látið malla við vægan hita í 3-5 mín. Borið fram með Basmati hýðishrísgrjónum (eða lífrænt ræktuðum hýðishrísgrjónum), salati og kaldri sósu.
Salat
¼ iceberghaus, rifinn
¼ agúrka, skorin í tvennt, kjarnahreinsuð og skorin í ¼ cm þykkar sneiðar
2 sellerístilkar, skornir í langa þunna strimla
100 g pecan hnetur, þurristaðar á pönnu
¼ búnt steinselja
Öllu blandað saman í skál.
Köld sósa
2 dl ab-mjólk
¼ dl tahini
¼ dl nýkreistur appelsínusafi
¼ dl smátt saxaður ferskur kóríander eða annað ferskt krydd, t.d. graslaukur, basil, mynta eða sítrónumelissa. Einnig er hægt að nota kóríander úr dós sem fæst í heilsubúðum og stórmörkuðum 1 msk sesamfræ, þurristuð á pönnu Öllu hrært saman í skál.
Basmati hýðishrísgrjón
275 g Basmati hýðishrísgrjón
550 ml vatn
½ tsk salt
1 tsk Garam masala (má sleppa)
Þvoið hrísgrjónin og setjið þau í pott með vatninu og saltinu, suðan er látin koma upp og hrísgrjónin soðin við lægsta hita sem viðheldur suðu, í u.þ.b. 40 mín. Hægt er að klippa smá steinselju eða kóríander yfir grjónin áður en þau eru borin fram. Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel.
Höfundur: Sólveig Eyríksdóttir 1997
Flokkar:Uppskriftir