Hormóninn Melatonin

Benda rannsóknir til að þessi hormón vísi okkur leiðina að æskulindinni?

Inngangur
Að undan förnu hefur mikið verið rætt og ritað um hormóninn Melatonin. Greinarhöfundur hefur reynt eftir föngum að fylgjast með þeim skrifum, sem flest hafa verið í tímaritum, þar til fyrir skömmu að út kom bók  um melatonin, eftir tvo þekkta vísindamenn. Þeir hafa m.a. sjálfir verið í fararbroddi í rannsóknum á melatonin og því má telja full-víst að bókin sé skrifuð af yfirgripsmikilli þekkingu og að rétt sé farið með ýmsar merkilegar upplýsingar sem bókin skýrir frá.

Eftir að hafa lesið bókina fannst greinarhöfundi ekki lengur stætt á öðru en gefa lesendum Heilsuhringsins kost á að fá að heyra um þennan merki-lega hormón og einnig að gera fólki ljóst að melatonin tryggir ekki „eilífa æsku“, eins og einhverjir hafa látið hafa eftir sér.   Þó  að melatonin geri okkur ekki eilíf, má þó með nokkrum rétti halda því fram að melatonin megi líkja við vörðu á leiðinni að æskulindinni. Hvort fleiri vörður eiga eftir að finnast á þeirri leið verður framtíðin að skera úr um.

Hvað er melatonin ?
Melatonin er hormón, sem myndast fyrst og fremst í litlum kirtli neðst í heilanum, framan við litla heilann. Þessi kirtill er nefndur „heilaköngull“ (pineal gland). Nafnið hefur hann hlotið af því að í útliti minnir hann dálítið á köngul á furutré (pine = fura). Melatonin myndast aðeins í myrkri eða lélegri birtu. Því er talið að samband sé á milli sjónhimnu augans og heilaköngulsins og jafnvel að eitthvað af melatonin myndist í sjónhimnunni í myrkri. Í heilakönglinum myndast auk melatonins fleiri hormónar, t.d. hormón sem nefndur er „epithalamin“, sem í ýmsu virðist hafa líkar verkanir og melatonin, m.a. lækka kólesteról, minnka krabbameinsæxli og auka þol tilraunadýra gegn röntgengeislum.

Ennþá er þó lítið vitað um verkanir flestra þessara efna og því mun ég í þessari grein aðeins fjalla um melatonin. Vel má vera að síðar meir komi í ljós að þessi efni séu ekki síður áhugaverð en melatonin. Þekking vísindamanna á þeim er þó ennþá of lítil til að hægt sé að segja neitt afgerandi um verkanir þeirra. Starfsemi heilaköngulsins hefur oft verið sveipuð dulúð og í austurlenskum fræðum er hann stundum kallaður „þriðja augað“ og jafnvel talinn aðsetur sálarinnar, eða starfstæki sálarinnar í efnislíkamanum. Í þessari grein læt ég slíkar vangaveltur liggja milli hluta en ætla fyrst og fremst að ræða um atriði sem hægt er að sýna fram á eða prófa með vísindalegum aðferðum.

Fremur stutt er síðan farið var að rannsaka melatonin af gaumgæfni. Áður var jafnvel álitið að þessi hormón skipti litlu máli eða væri óþarfur, að minnsta kosti fyrir fullorðið fólk. Nú er komið í ljós að trúlega er melatonin mikilvægasti hormón líkamans og stjórnar sennilega öllum öðrum hormónum og starfsemi ónæmiskerfisins. Einnig stjórnar hann „líkamsklukkunni“ og sennilega „æviklukkunni“, þ.e. hversu gömul okkur er áskapað að verða. Hér á eftir mun ég segja dálítið nánar frá þessum og fleiri atriðum og hvernig álitið er að melatonin hafi þessi víðtæku  áhrif.

Melatonin og svefn
Melatonin er frábært til að bæta svefn á náttúrlegan hátt. Vegna þess að hann endurstillir líkamsklukkuna á þann svefntíma sem hentar í hverju tilviki er oftast komist að rótum vandans, t.d. ef fólk ferðast milli landa með miklum tímamun eða ef vaktavinnufólk skiptir um vaktir. Þannig breytingar valda mörgum svefnörðugleikum með tilheyrandi vanlíðan. Sé melatonin tekið inn um það bil hálftíma áður en gengið er til náða sofnar fólk venjulega eðlilegum svefni fljótlega og vaknar næsta morgunn útsofið.  Hversu mikið  melatonin þarf að nota er einstaklingsbundið. Til að byrja með má prófa að taka 1mg. Sofni einstaklingurinn ekki innan 30 mínútna má bæta öðru mg við.

Dugi það ekki er þriðja mg tekið og fjórða og fimmta mg, dugi minni skammtur ekki, sem er mjög sjaldgæft. Eftir nokkur kvöld er líkamsklukkan venjulega búin að endurstilla sig. Þá má hætta að nota melatonin, ef um ungt fólk er að ræða. Þjáist fólk af svefnleysi tekur oft lengri tíma að koma svefninum í lag og fullorðið fólk getur þurft að taka melatonin inn það sem eftir er ævinnar, en um það verður betur fjallað síðar í  kafla um melatonin og elli. Skammtur sá sem oftast er notaður við svefnörðugleikum er venjulega frá 1-5 mg, tekið 30 mín. fyrir svefn. Engar aukaverkanir eða ávanaáhætta fylgir því að nota melatonin í staðinn fyrir svefnlyf og svefninn verður betri og fólk vaknar oftast vel hvílt og endurnært næsta morgun.

Melatonin hefur svo stórkostlega yfirburði framyfir svefnlyf að enginn ætd að láta sér detta í hug að nota svefnlyf fyrr en þrautreynt er hvort melatonin nægir, sem það gerir í flestum tilfellum. Sé melatonin notað til að bæta svefn á ætíð að nota minnsta skammt sem  nægir, því að enda þótt melatonin sé algerlega hættulaust, jafnvel í risaskömmtum, geta alltof stórir skammtar valdið því að fólk er hálf syfjað frameftir næsta degi. Það eru einu aukaverkanirnar sem vitað er um að stórir skammtar af melatonin valdi. Í þeim tilfellum, þegar fólk vaknar eldsnemma á morgnana og getur ekki sofnað aftur, er best að nota melatonintöflur sem leysast hægt upp í meltingarfærunum svo að áhrifin vari lengur.

Melatonin og ellihrörnun
Þeir sem rannsakað hafa melatonin mest á undanförnum árum og áratugum eru komnir á þá skoðun að heilaköngullinn og hormónar sem myndast í honum, sér í lagi melatonin, stjórni ekki aðeins líkamsklukkunni (ýmsum ferlum sem eru háð daglegum sveiflum), heldur einnig „æviklukkunni“, eða þeim ferlum sem verða í líkama okkar frá vöggu til grafar og ákvarða líkamsþroska, kynþroska, hrörnun og dauða. Sama gerist hjá flestum dýrum en vegna þess að ævilengd margra þeirra er miklu styttri en manna er mögulegt fyrir vísindamenn að fylgjast með þessu ferli t.d. hjá músum á að eins fáum árum.

Athuganir sýna að þetta „lífsferli“ er í öllum aðalatriðum það sama hjá æðri dýrum eins og hjá mönnum. Ung dýr, upp að kynþroskaaldri, framleiða  mikið melatonin í heilakönglinum. Við kynþroskaaldur dregur verulega úr melatonin-framleiðslunni. Hún helst þó nokkuð stöðug,  en fer þó aðeins minnkandi upp að aldri sem gæti samsvarað 40 árum hjá fólki. Þá minnkar hún snögglega og fer síðan minnkandi þar til dýrið deyr við aldur sem samsvarar 70-80 árum hjá fólki. Á sama tíma verða breytingar á heilakönglinum, hann rýmar og stundum sest í hann kalk.

Á þessu tímaskeiði deyja flest dýrin úr einhverjum hrörnunarsjúkdómi. Vísindamennirnir tóku nú mýs, sem allar voru erfðafræðilega nauðalíkar og skiptu þeim tvo jafnstóra hópa.  Annar hópurinn fékk melatonin, blönduðu í drykkjarvatnið á hverju kvöldi. Hinn hópurinn fékk aðeins hreint vatn. Báðir hóparnir fengu sama fóður og voru látnir dvelja við sömu ytri skilyrði. Svo að löng saga sé gerð stutt, þá lifðu mýsnar sem fengu melatonin 20-30% lengur en hinar, og það sem meira var, þær virtust lifa við miklu betri heilsu.

Athygli vakti sérstaklega að þær fengu ekki krabbamein, sem varð mörgum úr hinum hópnum, sem ekki fékk melatonin að bana. Einnig fengu þær ekki starblindu (cataract) sem margar úr hinum hópnum fengu. Önnur tilraun sem vísindamennirnir gerðu var að taka hóp af gömlum músum og græða í þær heilaköngul úr ungum músum. Gömlu mýsnar virtust yngjast upp við þetta og lifðu  miklu lengur en búast mátti við eða álíka lengi og mýsnar sem fengu melatonin í drykkjarvatninu. Þriðja músatilraunin var á þá leið, að tveir hópar músa voru teknir og skipt um heilaköngul í þeim, þannig að heilakönglar úr öðrum hópnum voru græddir í mýs úr hinum hópnum og öfugt. Í öðrum hópnum voru ungar mýs en í hinum „rosknar“.

Eftir að búið var að sigrast á vandamálum við skurðaðgerðina á músunum, sem var mjög vandasöm, var svo fylgst með báðum hópunum þar til allar mýsnar úr báðum hópunum voru dauðar. Til samanburðar voru hafðar mýs á sama aldri og gerð á þeim samskonar aðgerð, en ekki skipt um heilaköngul. Að nokkrum tíma liðnum fóru gömlu mýsnar með heilaköngul úr ungum músum að sýnast unglegri í útliti en aldur þeirra gaf tilefni til. Þær fóru einnig að hegða sér líkt og ungar mýs t.d. gagnvart hinu kyninu.

Þegar aldur þeirra var orðinn svo hár að flestar mýsnar á sama aldri úr samanburðarhópnum voru dauðar voru þær enn í fullu fjöri. Þegar þær að lokum drápust voru þær orðnar miklu eldri en mýs af þessu kyni eiga að geta orðið. Sama er ekki hægt að segja um ungu mýsnar með heilaköngulinn úr gömlu músunum. Áður en langur tími leið fóru þær að sýna ellimörk og síðan fóru þær að gefa upp öndina hver af annarri, löngu fyrir þann aldur sem þetta músakyn á að geta náð.

Vísindamennirnir drógu þá ályktun af þessum tilraunum að efni sem heilaköngullinn framleiðir, sérstaklega melatonin, séu ákvarðandi um hvernig dýr (og sennilega fólk einnig) eldist. Með öðrum orðum, heilaköngullinn stjórnar með melatonin (og e.t.v. öðrum hormónum), ekki aðeins líkamsklukkunni sem stjórnar dægursveiflum, s.s. svefni og vöku, heldur einnig æviklukkunni, og þar með líkamsþroska, kynþroska, hrörnun og að lokum dauða, eins og áður var sagt.

Músatilraunirnar sýna einnig að með því að gefa melatonin í réttum skömmtum á réttum tíma sólarhrings (í flestum tilfellum fyrir svefn), má færa æviklukkuna afturábak, sennilega um nokkra áratugi, sé um fólk að ræða. Eins og áður segir dregur verulega úr melatoninframleiðslu heilaköngulsins, þegar dýr eða fólk fer að eldast. Hjá fólki gerist þetta oftast upp úr fertugu, þó að þessi aldur sé dálítið breytilegur. Sá aldur fellur nokkuð vel saman við breytingaskeið kvenna og sennilega er beint samband þar á milli. Einnig er það trúlega heldur ekki tilviljun að flestir fara að finna fyrir því að þeir eru ekki lengur ungir einmitt á þessu skeiði ævinnar.

Dýratilraunir benda til að sé byrjað að gefa melatonin á þessu aldursskeiði, megi stórlega draga úr flestum hrörnunarsjúkdómum sem einkum hrjá fólk á efri árum. Dýratilraunir benda einnig til að væri fólki gefið melatonin frá fertugsaldri mætti búast við að meðalaldur hækkaði fljótlega í meira en hundrað ár. Það sem þó er e.t.v. meira virði en hækkaður meðalaldur er, að dýratilraunir benda til að þetta aldraða fólk yrði við góða heilsu og sennilega með fullt vinnuþrek, jafnvel þó að það væri orðið meira en hundrað ára gamalt.

Þetta eru að vísu vangaveltur, grundvallaðar á dýratilraunum, og sumir kunna að segja að ekki sé hægt að fullyrða eitt eða annað fyrr en hliðstæðar prófanir á fólk liggi á borðinu. Það er að vísu rétt en sambærilegar prófanir á fólki, Þær fóru einnig að hegða sér líkt og ungar mýs t.d. gagnvart hinu kyninu. Þegar aldur þeirra var orðinn svo hár að flestar mýsnar á sama aldri úr samanburðarhópnum voru dauðar voru þær enn í fullu fjöri. Þegar þær að lokum drápust voru þær orðnar miklu eldri en mýs af þessu kyni eiga að geta orðið. Sama er ekki hægt að segja um ungu mýsnar með heilaköngulinn úr gömlu músunum.

Áður en langur tími leið fóru þær að sýna ellimörk og síðan fóru þær að gefa upp öndina hver af annarri, löngu fyrir þann aldur sem þetta músakyn á að geta náð. Vísindamennirnir drógu þá ályktun af þessum tilraunum að efni sem heilaköngullinn framleiðir, sérstaklega melatonin, séu ákvarðandi um hvernig dýr (og sennilega fólk einnig) eldist. Með öðrum orðum, heilaköngullinn stjórnar með melatonin (og e.t.v. öðrum hormónum), ekki aðeins líkamsklukkunni sem stjórnar dægursveiflum, s.s. svefni og vöku, heldur einnig æviklukkunni, og þar með líkamsþroska, kynþroska, hrörnun og að lokum dauða, eins og áður var sagt.

Músatilraunirnar sýna einnig að með því að gefa melatonin í réttum skömmtum á réttum tíma sólarhrings (í flestum tilfellum fyrir svefn), má færa æviklukkuna afturábak, sennilega um nokkra áratugi, sé um fólk að ræða. Eins og áður segir dregur verulega úr melatoninframleiðslu heilaköngulsins, þegar dýr eða fólk fer að eldast. Hjá fólki gerist þetta oftast upp úr fertugu, þó að þessi aldur sé dálítið breytilegur. Sá aldur fellur nokkuð vel  saman við breytingaskeið kvenna og sennilega er beint samband þar á milli. Einnig er það trúlega heldur ekki tilviljun að flestir fara að finna fyrir því að þeir eru ekki lengur ungir einmitt á þessu skeiði ævinnar.

Dýratilraunir benda til að sé byrjað að gefa melatonin á þessu aldursskeiði, megi stórlega draga úr flestum hrörnunarsjúkdómum sem einkum hrjá fólk á efri árum. Dýratilraunir benda einnig til að væri fólki gefið melatonin frá fertugsaldri mætti búast við að meðalaldur hækkaði fljótlega í meira en hundrað ár. Það sem þó er e.t.v. meira virði en hækkaður meðalaldur er, að dýratilraunir benda til að þetta aldraða fólk yrði við góða heilsu og sennilega með fullt vinnuþrek, jafnvel þó að það væri orðið meira en hundrað ára gamalt. Þetta eru að vísu vangaveltur, grundvallaðar á dýratilraunum, og sumir kunna að segja að ekki sé hægt að fullyrða eitt eða annað fyrr en hliðstæðar prófanir á fólk liggi á borðinu.

Það er að vísu rétt en sambærilegar prófanir á fólki, eins og gerðar hafa verið á músum, tækju e.t.v. næstum heila öld. Við sem nú erum komin á fullorðinsár höfum einfaldlega ekki tíma til að bíða svo lengi eftir niðurstöðum hættulaust Þetta á við jafnvel þó að teknir séu  allt upp í 1000 mg á dag. er bent á að taka melatonin alltaf skömmu fyrir svefn en ekki að morgni dags. Ekki er talið ráðlegt að aka bíl í nokkrar klst.eftir að melatonins hefur verið neytt, vegna hugsanlegrar hættu á að sofna við stýrið. Þetta er þó alls óskylt  áhrifum  áfengis  eða annarra vímuefna. Hér kemur tafla Pierpaolis og Regelsons:

<!– /* Font Definitions */ @font-face {font-family:“Cambria Math“; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:““; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:“Times New Roman“,“serif“; mso-fareast-font-family:“Times New Roman“; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; font-size:10.0pt; mso-ansi-font-size:10.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} –>

Hödundur: Ævar Jóhannesson

Slóðin á seinni greinina er: https://heilsuhringurinn.is/1997/04/19/hormoninn-melatonin/?fbclid=IwAR1j-mYa1IZ56tzJiRi-TBOKkBE4mXxx97t6KFiy1oIq-gprelardJ4c_xk



Flokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: