Kóensím Q10

Erindi flutt af Ævari Jóhannessyni á haustfundi Heilsuhringsins 1994

Hvað er kóensím Q-10?
Eins og nafnið bendir til er þetta efni kóensím. Það var fyrst uppgötvað af nokkrum vísinda-mönnum við Háskólann í Minnesota fyrir meira en hálfum fjórða áratug. Kóensím Q-10 heitir einnig „Úbíkínon“ (ubiquinon) og það er líka stundum nefnt Q-10 vítamín. Fyrst var Q-10 mjög dýrt og erfitt að fá það, jafnvel svo að ekki var hægt að gera á því nauðsynlegar tilraunir vegna kostnaðar. Nú er búið að þróa nýjar og betri framleiðsluaðferðir, sem gera mögulegt að framleiða efnið að vild á viðráðanlegu verði.

Nafnið úbíkínon er komið úr latínu af orðinu ,,ubique“ sem þýðir „alls staðar“. Q-10 finnst nefnilega í hverri frumu líkamans og er því alls staðar í lifandi efni. Efnið finnst aðallega inni í frumunum í svokölluðum ,,,mítokondríum“, en í þeim fer orkuvinnsla frumunnar fram. Þar gegnir það lykilhlutverki í svokallaðri ,,rafeindaflutnings-keðju“ sem kalla mætti aflgjafann, sem fruman notar við að binda orku frá  næringarefnum, í sameindir sem nefndar eru ATP (adenosin trífosfat). ATP er svo  orkugjafinn  sem  nánast  öll  starfsemi frumunnar byggist á. Augljóst er því að Q-10 gegnir mjög þýðingarmiklu  hlutverki  í orkubúskap frumanna.

Margt bendir til að stundum vinni frumurnar ekki á fullum afköstum, þ.e. að orkuvinnsla þeirra sé ekki eins mikil og hún ætti að vera. Þetta stafar oft af því að raf-eindaflutningskeðjan er of hægvirk. Það gerist t.d. sé skortur á Q-10. Með því að bæta úr því er fruman fljótari að mynda ATP og orka hennar vex. Úbíkínon-sameindin grundvallast á hring-laga sameind (oft teiknuð sem benzenhringur), byggð upp úr kolefnis-, vetnis- og súrefnis-atómum.

Á þennan hring er svo hengd hliðarkeðja sem einnig er samsett úr samskonar atómum og hringurinn. Lengd hliðarkeðjunnar segir til um hvort við höfum t.d. Q-2 eða Q-10. Því lengri sem hliðarkeðjan er, þeim mun hærra er Q númerið. Maðurinn notar aðeins Q-10 en sumar aðrar lífverur nota önnur Q númer, t.d. er Q-6 í gersveppum og Q-8 í ristilbakteríum. Þó að við notum aðeins Q-10, sem viss ensím í lifrinni sem breytt geta öðrum kóensímum Q í Q-10 með því að losa hliðarkeðjuna frá og búa til aðra nýja með réttri lengd.

Hér skal bent á að viss lyf, sem notuð eru til að lækka kólesteról í blóði, t.d. „Lovastatin“  (Mevacor)  og  skyld  lyf, hindra þessi ensím og lækka þannig Q-10 í  þeim einstaklingum sem nota þau. Erlendar rannsóknir sýna líka að þeir, sem nota þessi lyf, lifa skemur en þeir sem ekki nota þau, enda þótt kólesterólmagnið í blóði þeirra sé  minna en í hinum. Sé hinsvegar Q-10 notað með þessum lyfjum valda þau ekki samsvarandi skaða. Ég vil því nota tækifærið og vara eindregið við að nota Lovastatin og skyld lyf nema nota samhliða þeim kóensím Q-10. Kóensím Q-10 finnst í fjölmargri fæðu en bestu fæðutegundirnar eru sennilega:
Sojaolía                9,2 mg í  100 g
Feitur fiskur         4-7,0 mg í 100 g
Heilkornsvörur     2,5 mg í  100 g
Kjöt                    2-3,5 mg í 100 g
Spínat                    l.0 mg í  100 g

Á liðnum árum hefur komið í ljós að fjölmarga sjúkdóma og vanheilsu má bæta með Q-10. Hér á eftir mun ég stikla á stóru og segja frá því markverðasta sem ég veit í þeim efnum.

Q-10 er oxunarvari
Þó að súrefni sé lífsnauðsynlegt og við getum ekki lifað án þess nema í nokkrar mínútur, þá getur súrefni einnig verið skaðvaldur og átt þátt í fjölda ólíkra sjúkdóma. Súrefni getur nefnilega myndað svonefndar stakeindir eða staklinga, stundum nefnd sindurefni (free radicals). Stakeindirnar eru, eins og nafnið ber með sér, stök súrefnisatóm eða sameindahlutar sem leitast við  að bindast öðrum nærliggjandi atómum, sem oftast eru hlutar í einhverri sameind.

Við það skaðast eða eyðileggst oftast sú sameind og það sem verra er, oft myndast ný stakeind sem heldur eyði-leggingarstarfinu áfram í einskonar keðjuverkun. Séu engir oxunarvarar til staðar, heldur eyði-leggingin áfram nánast í það óendanlega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkomandi lífveru. Margt getur valdið því að stakeindir verði til, t.d. geislun, sólarljós, ýmis efnasambönd, reykingar, áfengi og sum lyf, svo að eitthvað sé nefnt. Sem betur fer, erum við útbúin með ýmis- konar varnir gegn þessu. Líkami okkar myndar t.d. ensím sem ætluð eru til að gera stakeindir óskaðlegar.

Mörg efni í fæðunni gera slíkt hið sama. Þar má t.d. telja vítamínin A, C og E, auk þess að sum vítamín úr B-flokknum, t.d. B6 og B15, eru náttúrulegir oxunarvarar. Einnig snefil-efnin zink, selen, germaníum o.fl og t.d. efnaflokkur sem nefndur er bioflavonoid, svo að eitthvað sé nefnt. Þrátt  fyrir  þetta  verða  þó  stöðugt skemmdir á líkama okkar vegna stakeinda og að áliti ýmissa vísindamanna er hrörnun líkamans, þegar árin færast yfir okkur, afleiðing óbætan-legra skemmda sem stakeindir valda á hinum ýmsu líffærum. Sjúkdómar, sem taldir eru tengjast skemmdum sem stakeindir valda, eru fjölmargir og hér verða nokkrir þeirra nefndir: Sjálfsónæmissjúkdómar, bólgu- og gigtarsjúkdómar, riskirtilsbólga, elliglöp, ótímabær öldrun, blóðtappar í hjarta eða annars staðar, æðakölkun, sjúkdómar í sjónhimnu augans parkinsonssjúkdómur, krabbamein.

Þessi listi er engan veginn tæmandi en sýnir þó að þessir sjúkdómar teljast flestir til hrörnunar-sjúkdóma. Þarna kemur Q-10 inn í mynd-ina. Það hefur nefnilega komið í ljós að Q-10 er öflugur oxunarvari. Talið er að það sé sérstaklega virkt inni í frumunum til að hindra skemmdir á við-kvæmum innri líffærum þeirra, t.d. mítokondríunum áðurnefndu. Einnig er það talið varna oxun á LDL (lágþéttni-) kolesteroli, sem stundum er nefnt oxysterol eftir að það hefur oxast, og er sú tegund kolesterols sem einkum sest innan í æðar (sjá grein í Heilsuhringnum, 2. tbl. 1991). Ef til vill er það m.a. þetta sem veldur því hversu vel Q-10 hefur reynst gegn hjarta- og æðasjúkdóm-um. Best njóta oxunarvarnareigin-leikar Q-10 sín ef samhliða því er notuð fæða sem er auðug af öðrum andoxunarefnum, t.d. C- og E-vítamínum, eða þessi vítamín notuð sem fæðubótarefni.

Getur Q-10 seinkað öldrun? Þegar eiginleikar Q-10 urðu ljósir vísindamönnum, fóru þeir að láta sér detta í hug að e.t.v. mætti nota þetta efni til að hægja á líffræðilegum breytingum sem óhjákvæmilega eru fylgifiskar ellinnar. Tilraunir til að prófa þetta á fólki eru því miður of seinvirkar og þungar í vöfum til að hægt sé að gera þær í fyrstu atrennu. Því var byrjað á dýratilraunum og urðu mýs fyrir valinu vegna þess hve skammlífar þær eru, en ein vika í lífi músar samsvarar nálægt ári í mannsævi. 100 músum var gefið kóensím Q-9, en mýs og rottur nota Q-9, sem gegnir hjá þeim sama hlutverki og Q- 10 hjá fólki. Þær voru síðan bornar saman við jafnstóran hóp samskonar músa sem ekki fengu efnið.

Þær mýs, sem fengu Q-10, lifðu að meðaltali 156% lengur en hinar, þ.e.a.s. hlutfallið var 100:156. Sagt var frá þessari tilraun á 4. alþjóða- þingi ónæmisfræðinga í París 1980. Þetta eru þó aðeins bollaleggingar sem taka verður með fullri varúð, því að enginn veit ennþá með neinni vissu hvort yfirfæra má músatilraunina á fólk, þó að vissulega sé ýmislegt sem bendir til að Q-10 geti lengt mannsævína umtalsvert. Vitað er af rannsóknum að Q-10 í líkamanum minnkar, þegar aldur færist yfir viðkomandi einstakling. Kenning er til, sem gerir ráð fyrir að lífveran deyi, þegar Q-10 magnið er komið niður fyrir visst mark. Með því að taka það inn mætti samkvæmt því seinka dauðanum um ótilgreindan tíma.

Q-10 og hjartasjúkdómar
Hér verður aðeins rætt um tvo hjartasjúkdóma: kardíómýópatí og kransæðasjúkdóma. Kardómýpatí stafar af því að af einhverjum óþekktum ástæðum missir hjartavöðvinn afl svo að hjartað hættir að geta dælt nægu blóði um líkamann. Þessu fylgir oft lungnabjúgur með andnauð sem gerir ástandið enn verra. Í byrjun koma einkennin aðeins fram við áreynslu en síðar eru þau einnig til staðar í hvíld. Ástandið getur leitt til dauða eða að skipta þurfi um hjarta.

Engin lækning er enn þekkt við þessum sjúkdómi en reynt er að gefa þvagræsilyf og lyf gegn hjartsláttaróreglu til að bæta úr verstu einkennunum. Einu raunverulegu framfarirnar við þessu ástandi og það, sem mestar vonir eru bundnar við, er að nota Q-10. Vefjasýni úr hjartavöðva fólks með þennan sjúkdóm sýna að mítokondríurnar í frumum hjartavöðvans sem óeðlilegar. Rannsóknir við Ríkis-spítalann í Kaupmannahöfn sýndu að Q-10 magnið í hjartavöðvanum var í verstu tilfellunum aðeins um þriðjungur þess sem er í heilbrigðu olíuupplausn af efninu.

Án þess að farið sé út í smáatriði virðist líkaminn eiga misjafnlega auðvelt með að nýta sér mismunandi form efnisins. Best reyndust belgir úr mjúku gelatíni með Q-10 uppleystu í sojaolíu. Að minnsta kosti tvær óháðar rannsóknir gáfu líkar niðurstöður. Lakastar reyndust sykurhúðaðar töflur. Svo virtist sem líkaminn gæti alls ekki nýtt sér efnið úr þeim. Undrun mína vakti að belgir með Q-10 í lesitín upplausn komu heldur verr út úr prófun en belgir án lesitíns. Flestar aðrar Q-10 gerðir voru með nýtni frá u.þ.b. 56-67% miðað við að sojaolíuupplausnin væri 100%. Sennilega verða í fram-tíðinni á markaðinum belgir með blöndu af Q-10 og lýsi, kvöldvorrósarolíu og e.t.v. hákarlalýsi, því að svo virðist sem Q-10 nýtist best í olíuupplausn. Þangað til verðum við að nota þessi efni hvert í sínu lagi.

Við samningu þessa erindis voru hafðar til hliðsjónar bækurnar Q-10, Din krops brændstof, eftir Dr.Knut T. Flytlie og Energy and Defends eftir Gian Pasto Littarm, auk nokkurra tímaritsgreina.

Höfundur Ævar Jóhnnesson árið 1995



Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: