Nýjar leiðir í krabbameinslækningum vor 1994

Jurtalyfið Essiac.   ( grein frá árinu 1994)
Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók með nafninu „Calling of an Angel“, eftir dr. Gary L. Glum, sem er kírópraktor frá Kalifomíu. Bókin segir frá kanadískri hjúkrunarkonu, Rene Caisse, og jurtalyfi, Essiac, sem hún notaði í Kanada og víðar í hartnœr hálfa öld. Essiac er nafn Caisse skrifað afturábak. Þetta jurtalyf var einkum notað til /að hjálpa krabbameinssjúklingum, þó að einnig mætti nota það við ýmsu öðru.

Upphaf Essiac
Sagan hófst árið 1922, en þá var Rene Caisse hjúkrunarkona í Ontario í Kanada. Þar komst hún í kynni við sjúkling sem hafði verið með krabbamein en læknast. Sjúklingurinn hafði notað jurtalyf sem fengið var frá Ojibwa indíána sem fékkst við lækningar þar í nágrenninu. Caisse fékk áhuga á þessari lækningu og fór sjálf að gera tilraunir með uppskrift sem hún er talin hafa fengið frá indíánanum. Árangurinn var ótrúlega góður og árið 1922, en það ár var Rene Caisse þrjátíu og þriggja ára gömul, fluttist hún til Bracebridge í Ontario og fór að búa tiljurtaseyðið fyrir alla krabbameinssjúklinga sem leituðu til hennar.

Meiri hluti þeirra sem komu til hennar voru með vottorð frá lækni sínum að vera haldnir „ólæknandi“ krabbameini og að gefist hefði verið upp á frekari lækningatilraunum af hálfu læknanna. Þessa sjúklinga fékk Caisse til meðferðar. Seyðið sem hún sauð í eldhúsinu heima hjá sér, gaf hún sjúklingunum og tók aldrei greiðslu fyrir. Stundum voru sjúklingarnir látnir taka það inn en í sumum tilfellum fengu þeir það í sprautuformi. Allir sem fengu Essiac töldu sig hafa af því eitthvert gagn. Sumir læknuðust fullkomlega og lifðu í marga áratugi á eftir heilbrigðu lífi.

Aðrir hlutu nokkurn bata, lifðu lengur og leið til muna betur en búist hafði verið við. Þriðji hópurinn var einkum fólk þar sem sjúkdómurinn og læknismeðferð sem notuð hafði verið, höfðu unnið óbætanlegt tjón á líkamanum. Þessu fólki var ekki hægt að bjarga en þrátt fyrir það bætti jurtaseyðið líðan þessa fólks og gerði því kleyft að heyja dauðastríðið þjáningalítið.Caisse fékk fjölmörg bréf frá þakklátum aðstandendum sem kunnu að meta þessa hlið á gagnsemi Essiac. Caisse hélt áfram að sjóða jurtalyf sitt næstu áratugina eða allt til þess að hún lést níræð að aldri í des. 1978. Þá hafði hún í meira en hálfa öld búið til og gefið mörg þúsund einstaklingum jurtalyf sitt. Enginn veit hversu mörgum mannslífum hún hefur bjargað eða hversu miklar þjáningar hún hefur linað. Þegar hún lést fylgdu henni til grafar mörg hundruð þakklátir einstaklingar. Enn-þá má finna í Kanada fjölda fólks sem telur sig eiga henni líf sitt að launa.

Rannsóknir á Essiac
Nokkrar læknisfræðilegar rannsóknir voru gerðar á Essiac á meðan Caisse lifði. Dr. Frederich Banting, sá er með öðrum, uppgötvaði insúlínið, frétti af konu sem læknaðist af innvortiskrabbameini. Sú kona hafði einnig haft sykursýki sem læknaðist um leið og krabbameinið. Dr. Banting varð mjög spenntur þegar hann frétti þetta og taldi að Essiac hlyti að innihalda eitthvert efni sem örvaði frumumar í brisinu. Væri þetta rétt ættijurtaseyðið að vera gagnlegt til að lækna sykursýki. Níu kanadískir læknar rannsökuðu Essiac 1926.

Í undirritaðri umsókn um leyfi til að rannsaka það vottuðu þeir að Essiac “ minnkaði“ æxli, lengdi líf í vonlausum tilfellum og að árangur af að nota það væri marktækur til gagns, jafnvel þó að „allt annað hefði brugðist“. Í stað þess að sýna málinu áhuga og stuðla að frekari rannsóknum sendi kanadíska Heilbrigðis- og velferðarmálaráðuneytið tvo lækna til að kæra Caisse fyrir að stunda lækningar án leyfis. Þegar Caisse útskýrði fyrir þeim að hún meðhöndlaði aðeins dauðvona sjúklinga og einungis að þeirra eigin beiðni var hætt við að kær hana.

Meira að segja annar þeirra dr. W.C. Arnold varð svo hrifinn er hann sá skýrslur Caisse að hann hvatti hana til að gera til- raunir á músum við Christie Street Hospital í Toronto, sem síðar var gerð.  1 röð tilrauna á músum, sem grædd höfðu verið í krabbamein úr mönnum, sýndi það sig að Essiac sem sprautað var í þær, lengdi líf þeirra og minnkaði æxlin. Er árangur af lækningum Caisse spurðist til Bandaríkjanna var henni boðið til Chicago til dr. John Wolder, forstöðumanns við krabbameinsdeild Læknaskóla Northwestem University.

Árið 1937 fékk Wolder Caisse til að koma yfir landamærin og meðhöndla 30 „dauðvona“ sjúklinga undir handarjaðri fimm lækna. Eftir hálft annað ár gáfu læknamir út þá yfirlýsingu að Essiac lengdi lífið, minnkaði æxli og dragi úr kvölum. Árið 1935 leigði bæjarráð Bracebridge bæjar henni gamalt hótel (Old Lion Hotel) til að nota sem krabbameins-lækningastöð fyrir einn dollara á mánuði. Í næstu sjö ár meðhöndlaði hún þar þúsundir sjúklinga. Þetta gerðist eftir að Caisse tókst að bjarga dauðveikum manni sem dr. A.F. Bastedo, læknir í Bracebridge, sendi til hennar.

Dr.Bastedo varð svo hrifinn af þessari lækningu að hann fékk bæjarráðið til að lána henni hótelið. Dr. Emma Carson, læknir frá Los Angeles, eyddi 24 dögum í að skoða lækningastöðina í Bracebridge árið 1937. Hún var gagnrýninn rannsóknarmaður og ætlaði upphaflega að dvelja þar aðeins í fáa daga. Hún skoðaði læknaskýrslur og athugaði yfir 400 sjúklinga. Í nákvæmri skýrslu sem hún gerði segir m.a.: ,,Nokkrir læknar og skurðlæknar sem eru málinu nákunnugir og þeim óvefengjanlegu niðurstöðum sem fengist hafa af meðhöndlun með Essiac, tjá mér, að Essiac-meðhöndlun Caisse, sé sú mannúðlegasta, þægilegasta og oft árangursríkasta læknismeðferð við krabbameini sem þeir viti um.“

Á öðrum stað segir hún: ,,Ég heimsótti  einnig og fékk upplýsingar hjá sjúklingum, þar sem þeir bjuggu og stunduðu vinnu sína eins og þeir hefðu aldrei sýkst af krabbameini. Þeir tjáðu mér að ástæðan fyrir bata  sínum væri óvefengjanlega að þakka Essiac jurtaseyði fröken Caisse. Þeir lögðu áherslu á að hefði jurtalyf hennar ekki komið til, þá væru þeir farnir héðan.“ Enn segir dr. Carson: “ Meiri hluti sjúklinga frk. Caisse koma þangað eftir hefðbundna læknismeðferð (sem þá var geislameðferð og skurðlækningar) sem ekki bar árangur og sjúklingarnir því dæmdir ólæknandi. Batinn hjá ýmsum var hreint ótrúlegur og hversu fljótt hann kom.“

Annar rannsakandi var dr. Benjamin Guiyatt frá Háskólanum í Toronto. Hann gerði tugi athugana. Niðurstöður sínar dró hann saman í eftirfylgjandi yfirlýsingu: „Linun þjáninga er eftirtektarverð, því að í þannig tilfellum er mjög erfitt að halda þeim niðri. Opin sár á vör og brjósti svöruðu meðferð. Krabbamein í leghálsi, endaþarmi og þvagblöðru hvarf. Sjúklingar með magakrabbamein, greindir af læknum og skurðlæknum hafa fengið heilsu á ný. Fjölda sjúklinga hefur batnað að öllu eða að einhverju leyti. Ég veit ekki hversu margir það eru en ég veit það sem ég hef orðið vitni að hér á sjúkradeildinni.“ Stuðningsmenn Caisse lögðu fram bænaskjal í kanadíska þinginu árið 1938, þar sem farið var fram á að hún fengi leyfi til að nota jurtalyfið  fyrir krabbameinssjúklinga, án þess að eiga stöðugt yfir höfði sér ákæru fyrir ólögmætar skottulækningar.

Meira en 55 þúsund undirskriftir fylgdu með bænaskjalinu. Meðal nafna á því voru sjúklingar og aðstandendur þeirra og margir læknar. Beiðnin hlaut ekki náð fyrir augum þingmanna og var felld. Árið 1942 neyddist Rene Caisse til að loka lækningastöð sinni í Bracebridge af ótta við opinbera málssókn fyrir ólöglegar lækningar en þrátt fyrir það hélt hún áfram að sjóða grasalyfið og gefa sjúklingum næstu 30 árin. Þegar hún var sjötug árið 1959, var henni boðið til Brusch lækningamiðstöðvarinnar í Massachusett í Bandaríkjunum þar sem hún meðhöndlaði „ólæknandi“ krabbameinssjúklinga og einnig til raunadýr (mýs) með Essiac í umsjá 18 lækna.

Forstöðumaður lækningamiðstöðvarinnar dr. Charles Bmsch og yfirmaður rannsóknanna dr. Charles McChire ályktuðu að Essiac hefði sýnt að það „minnkaði æxli og ylli sýnilegum breytingum á æxlisfrumum í músum og að hjá sjúklingum með læknisfræðilega staðfest krabbamein dragi það úr þjáningum og minnkaði æxlisvöxt. Sjúklingarnir þyngdust og almennt heilsufar þeirra batnaði. Jafnvel hjá sjúklingum sem komnir voru að dauða, þá lengdi Essiac líf þeirra og gerði líðan þeirra bærilegri.

Læknarnir segja ekki að Essiac lækni en þeir segja að það hjálpi. ,,Sloan Kettering stofnunin prófaði eina jurtina í Essiac, hundasúru, á árunum milli 1973 og 1976. Caisse sendi þeim gnægð af jurtinni, ásamt leiðbeiningum um hvernig ætti nota hana í upplausn sem gefa mætti sem sprautulyf. Þrátt fyrir að ekkert væri farið eftir leiðbeiningum hennar kom fram minnkun á sarkmeinum í músum sem voru meðhöndlaðar með jurtinni. Árið 1977 seldi Caisse félagsskap sem nefndur er Resperin Corporation uppskriftina að jurtalyfinu. Enda þótt prófanir þeirra á Essiac lofuðu góðu dróst í nokkur ár að þeir gerðu neitt í málinu.

Til að fá Essiac þurfti fyrst að fá leyfi stjórnvalda og einhvern lækni til að fylla út umsókn. Margir læknar voru ófúsir að fylla út slíka umsókn af ótta við að það væri notað gegn þeim. Yfirlýsing sem árið 1982 var gefin út af kanadísku „Health and Welfare Department“ (sennilega Heilbrigðis og velferðarmálaráðuneytið) ályktaði að engar læknisfræðilegar sannanir lægju fyrir sem styddu þær fullyrðingar að Essiac væri gagnlegt við krabbameini. Þessi yfirlýsing stangast á við 50 ára reynslu mikils fjölda sjúklinga, ásamt vísindarannsóknum á nokkrum stöðum eins og áður hefur verið sagt frá.

Baráttan við kerfíð
Rene Caisse átti í stöðugri baráttu við heilbrigðisyfirvöld allt frá því að hún fór að búajurtalyfið til um 1922 og þar til hún lést í hárri elliárið l978. Hún átti stöðugt yfir höfði sér ákærur fyrir ólögmætar lækningatilraunir, skottulækningar og jafnvel sviksamlegt athæfi og blekkingar. Vegna þess að hún tók aldrei greiðslu fyrir jurtalyfið var ekki hægt að ákæra hana fyrir að selja svikna vöru eða gabba peninga útúr auðtrúa fólki en lögin um skottulækningar mátti nota til að hindra að hún gæti jafnvel gefið fólki Essiac jurtalyfið. Hún varð því að starfa meira og minna leynilega og án vitundar heilbrigðisyfirvalda, sem unnu leynt og ljóst gegn henni lengst af, enda sauð húnjurtalyfið á eldavél inni heima hjá sér.

Dr. Charles Bmsch, sem áður er getið og rannsakaði verkanir Essaic í Bandaríkjunum, sagði um Essaic m.a. „Essaic læknar krabbamein. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Kanada styðja þá niðurstöðu.“ Honum voru þá gefnir tveir kostir af yfirvöldum. Annar var að þegja um þetta. Hinn var að vera lokaður inni í fangelsi svo að rödd hans heyrðist ekki oftar. Þetta er tekið úr viðtali við dr. Gary  Glum, sem ritaði ævisögu Rene Caisse, Calling ofan Angel  Bók dr. Glum var um tíma gerð upptæk í Kanada en síðar leyfð eftir að þúsundir eintaka höfðu verið eyðilögð. Kanadíska Heilbrigðis og velferðarmálaráðuneytið bannaði dreifingu og sölu á einni lykiljurtinni í Essiac, hundasúru, eftir að það fékk vitneskju um að hún var notuð í jurtalyfið. Sumum kann að finnast þetta ótrúlegar sögur og bera keim af galdrabrennum miðalda. Samt held ég að þær séu sannar en þær eru teknar beint úr viðtali við dr. Gary Glum eftir Elisabeth Robinson sem birtist í tímaritinu Wildfire 6. árg. nr. 1.

Samsetning Essaic
Dr. Gary Glum er lærður kiropraktor frá Kalifomíu. Í bók sinni Calling ofanAngel gefur hann upp formúluna að Essiac og hvemig á að búajurtalyfið til. Nokkur gagnrýni hefur komið fram um að uppskriftin sé ekki rétt, ónákvæm og geti jafnvel verið skaðleg. Glum neitar því staðfastlega og segist hafa gengið úr skugga um að uppskriftin sé rétt og m.a. fengið staðfestingu á því hjá Mary Mc.Pherson sem var náin vinkona Caisse. Aðrir segja að Essaic hafið tekið all miklum breytingum þann tíma sem Caisse bjó það til og að uppskrift Glums sé afbrigði sem notað var á ámnum milli 1930-’40, sem sé í ýmsu öðruvísi en það Essiac sem notað var síðar. Einnig mun Caisse hafa notað dálítið mismunandi blöndur, eftir því hvernig krabbamein hún var að fást við. Því má gera ráð fyrir að formúla Glums sé að einhverju leyti öðruvísi en það Essiac sem Caisse notaði í sumum tilfellum.

Hér kemur uppskrift Glums, umreiknuð í lítra og grömm:
Hundasúra (mmex acitosella)………….  200 g   (ekki túnsúra, rumex acitosa)
Burdock rót (arctium lappa) ……………  365 g
Slippery elm (Ulmus fulva) börkur … .51 g
Rót af kínverskum rabarbara)…………  10 g .   ( Rheum oficinale
Vatn til að laga úr …………………………. 10 lítra

Jurtirnar eru þurrkaðar og malaðar nema burdock rótin sem er fínkurluð. Notaður er pottur úr ryðfríu stáli og með góðu loki. Hitið vatnið þar til það sýður. Hellið út íjurtunum sem áður eru vel blandaðar saman. Sjóðið síðan í 10 mín. (við hægan eld). Slökkvið undir pottinum og skafið innan úr honum jurtir sem loða innan í honum og hrærið saman við vökvann með sleif. Látið síðan lokið á pottinn og látið standa í  12 klst. Kveikið aftur undir pottinum í 20 mín. og slökkvið síðan. Síið vökvann og hellið honum heitum á flöskur og látið tappann í þær. Notið trekt við að hella heitu seyðinu á flöskumar. Látið kólna og geymið síðan í kæliskáp. Ef mygla sest ofan á í  flöskunum, þá hendið innihaldinu samstundis.

Flöskurnar þurfa að vera vel þvegnar, síðast með 3% upplausn af vetnisperoxíði. Fyrir notkun á að þynna Essiac til helmings með heitu vatni og drekka nálægt 30 ml eða 8 matskeiðar af blöndunni fyrir svefn, minnst 2 klst. eftir máltíð. Í leiðbeiningunum er tekið fram að hundasúran eigi að vera tekin snemma sumars á meðan hún ennþá er græn en ekki rauð að ofan sem hún verður síðla sumars. Hundasúra vex á Íslandi utan ræktaðs lands á melum og áreyrum, sumstaðar í stórum breiðum. Sennilega má allt eins nota venjulega rabarbararót eins og kínverska rabarbararót, enda vex hún ekki á slóðum indíána. Slippery elm er amerískur álmur. Það er innri börkur hans sem er notaður. Ytri börkurinn er gagnslaus til lækninga en er stundum seldur fólki af óprúttnum sölumönnum.

Hvernig Essiac verkar
Rene Caisse taldi sjálf að það væri hundasúran sem eyðilegði krabbameinsfrumumar. Hinar jurtirnar taldi hún að væru fyrst og fremst til að hreinsa blóðið og styrkja líkamann. Vel má vera að hún hafi haft rétt fyrir sér. Í Ijósi þeirrar þekkingar sem nú er til á jurtum getum við til gamans spekúlerað svo lítið, en þess ber þó að geta, að sennilega er hér um samvirkni, synergistism að ræða en ekki sérstaka virkni einhverrar einnar jurtar. Hundasúra er þekkt úr alþýðulækningum sem lyf við sótthita, skyrbjúgi og bólgum. Fersk lauf voru notuð gegn æxlum. Burdock rót er þekkt sem blóðhreinsari, gegn húðsjúkdómum o.fl. Amerískur álmbörkur hefur verið notaður  við æxlum sem og meltingarsjúkdómum  o.fl. Kínverjar nota rabarbararót til lækninga og hún er m.a. notuð í uppskriftir gegn sótthita og ýmsu fleiru. Vegna oxalsýruinnihalds hennar og hundasúrunnar er hún þó sennilega ekki æskileg fyrir fólk með nýmasteina. Að öðru leyti er ekki hægt að sjá að neinn ætti að hafa illt af að nota seyðið í þeim skömmtum sem mælt er með að nota.

Lokaorð
Fyrir nokkrum mánuðum komu til mín erlend hjón. Maðurinn var með heilaæxli og hafði fyrir nokkrum mánuðum verið talinn dauðans matur. Þá fréttu þau hjón af Essiac og hann fór að nota það. Síðan fór honum smá batnandi og nú var hann orðinn sæmilega ferðafær, enda þótt enn vantaði all mikið á að hann hefði fulla heilsu. Þau voru mjög forviða þegar ég sýndi þeim uppskriftina að jurtaseyðinu sem ég hafði þá þýtt og umreiknað í íslenskt mál og vog. Þau höfðu fengið jurtaseyðið í Ameríku, þar sem jurtirnar fást nú tilbúnar til suðu. Þó er mér sagt að verið sé að reyna að pranga í fólk öðrum jurtum og segja að þær séu Essiac. Því ætti enginn að kaupa jurtir frá Ameríku nema hafa tryggingu fyrir að hann eða hún fái ósvikna vörn Með þeim varnarorðum lýk ég þessu rabbi.

Heimildir: Canadian Joumal oí Herbalism, summer 1991 Essiac: Natures cure for Cancer, viðtal við Gary Glum, Wildfire, Val.6, No.l. Esssiac, Remarkable Canadian Indian Remedyfor  Cancer. Townsend Letter for Doctors Dec. 1992.

Höfundur Ævar Jóhannesson vor 1994Flokkar:Krabbamein

%d bloggers like this: