Nýjar leiðir í krabbameinslækningum haust 1993

Erindi flutt á haustfundi Heilsuhringsins 1992
Í nokkur ár hef ég skrifað greinaflokk með  þessu nafni í blað okkar Heilsuhringinn. Þegar ég var beðinn a8 halda þetta erindi var ég í  fyrstu ekki fyllilega búinn að ákveða hvað ég ætti einna helst að ræða um. Mér datt fyrst í hug að  ræða um eitthvað af því efni sem ég hef skrifað  um á undangengnum árum. Þegar ég fór að íhuga málið nánar, fannst mér það ekki nógu  gott, hlustendur  vonuðust vafalaust eftir að heyra eitthvað nýtt. því ákvað ég að ræða ekki um efni sem áður hefur birst í Heilsuhringnum, enda þótt vel væri hægt a9 halda langan fyrirlestur um margt það að sem þar hefur verið skrifað  um á liðnum árum

Fólk má ekki halda að ég telji mig hafa fundið einhvern „stórasannleik“ þó að ég sé stöðugt að skrifa um krabbamein og vinna með krabbameinssjúklingum. Ég reyni aðeins að hafa augun opin fyrir öllu því sem á vegi mínum verður. Geri maður það, fer ekki hjá því, að maður rekist á ýmislegt áhugavert öðru hvoru. Þá er aðeins að velja og hafna. Ég hef þá reglu að vera opinn fyrir öllu en taka þó ekkert sem gefið og það jafnt þó að það sé viðurkennd skoðun flestra annarra. Reynslan hefur kennt mér að „viðurkenndar skoðanir“ breytast og að hugmyndir sem í gær voru álitnar fjarstæða eru e.t.v. taldar réttar í dag. Ég ætla nú ekki áð hafa þennan formála lengri en snúa mér beint að efninu.

Krabbameinsverjandi efni í grænmeti
Náttúrulækningafólk hefur lengi haldið því fram að hollt sé að neyta grænmetis í ríkum mæli og að jafnvel megi lækna alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein með grænmetisfæðu. Þar til  nú nýlega gerðu flestir læknar og manneldisfræðingar lítið úr þessum kenningum og kölluðu ósannaðar og óvísindalegar kreddur. Nú er að verða þarna mikil breyting á. Í tímaritinu ,,Science“, 4. sept. 1992 er grein um krabbameinsverjandi efni í algengu grænmeti. Þar segir m.a. frá líffræðingum við American Health Foundation í New York, sem tekist hefur að einangra úr mörgum káltegundum lífræn brennisteinssambönd sem hindra ristilkrabbamein í rottum.

Annar vísindamaður við sömu stofnun hefur einangrað úr káljurtum efnasamband sem nefnt er ,,fenethyl ísothiocyanat“ sem er tilraunadýr gegn hættulegum efnum í tóbaksreyk sem valda lungnakrabbameini. Fjöldi annarra efna hafa fundist sem vinna þess að fækka magakrabba tilfellum um 75% hjá músum. Það er kaldhæðnislegt að fyrir áratugi eða svo, héldu vísindamenn að neysla soja-sósu ylli hinu háa hlutfalli magakrabbameins í Japan. Ekkert er í raun fjær sanni. Vísindamennirnir halda að þetta efnasamband sem þeir nefna HEMF kunni að gagna við ýmis önnur krabbamein en magakrabba. Nú er verið að gera tilraunir með efnasamband sem nefnt er ,,Oltipraz“ og er náskylt efnum sem finnast í jurtum af krossblómaættinni, þ.e. káljurtum, rófum o.fl. Þetta efni hefur nú þegar sannað ágæti sit gegn lifrarkrabbameini af völdum eiturefnis sem nefnt er ,,Aflatoxin“ sem oft finnst í skemmdum matvörum í þriðja heiminum.

 Vitað er að karótín-efni sem finnast í ríkum mæli í gulrótum og fleiri rótarávöxtum og grænmeti er góð vörn gegn ýmsum krabbameinum m.a. lungnakrabbameini. Fjölda mörg önnur efni í jurtum og grænmeti eru í rannsókn víðs vegar í heiminum. Sum þeirra hafa þegar sannað að þau hafa æxlishemjandi eða fyrirbyggjandi eigin leika gegn krabbameini. Bandaríkjamenn hafa nú algerlega breytt um stefnu í manneldismálum. Nú er mælt með að neyta grænmetis í flestum máltíðum, helst öllum en draga úr neyslu dýrafitu og sætinda og á öll um brösuðum mat. Þessi breyting á neysluvenjum mun er tímar líða fram og ef tekst að fá al menning til að tileinka sér hana, vafalaust eiga eftir að bæta heilsufar bandarísku þjóðarinnar, m.a. draga úr tíðni krabbameina og blóðrásar sjúkdóma.

Skyldi sá dagur koma að það verði sannað sem frú Nolfi og fleiri frumkvöðlar náttúrulækningastefnunnar héldu fram fyrir hálfri öld, fyrir daufum eyrum flestra lækna og vísindamanna, að í hráu grænmeti séu efni sem bólusett gegn krabbameini á líkan hátt og bólusett er við barnaveiki eða hettusótt. Nú fyrst virðist þessi draumur vera í þann veginn að rætast. Í bandaríska tímaritinu ,,Newsweek“ 3. okt. ’92 er löng grein um nýjungar í krabbameinslækningum. Þar segir að vísindamenn séu nú meira og meira að snúa sér að ónæmiskerfinu en hætta að reyna að lækna krabbamein með eitruðum efnasamböndum sem drepi krabbameinsfrumumar eða jónandi geislum sem gegni sama hlutverki, eða eins og það er orðað svo kaldhæðnislega í greininni “ að skera, brenna og eitra“  krabbameinssjúklingana.

Dr.  Donald Morton við John Waine krabbameinsstofnunina í Santa Monica í Kalíforníu hefur eytt 25 árum ævi sinnar í að reyna að fá húðkrabbasjúklinga (melanoma) til að hafna sínu eigin æxli. Hann byrjaði á því á árunum milli 1960 og ’70 að taka æxlisfrumur úr músum og blanda þeim saman við berklabóluefni. Blöndunni sprautaði hann svo í mýsnar aftur. Þetta kom oft af stað viðbrögðum, ekki aðeins gegn berklasýklum, heldur einnig gegn æxlisfrumum. Lík viðbrögð komu fram hjá fólki ef berklabóluefni var sprautað inn í krabbameinsæxli ásamt veikluðum æxlisfrumum. Viðbrögðin voru þó veikari en hjá músunum svo að dr. Donald á kvað að reyna að endurbæta aðferðina.

Í stað þess að nota frumur úr eigin æxli rasktaði hann húðkrabbafrumur með sérlega öfluga  mótefnisvaka  (sameindir  sem  ónæmiskerfið þekkir og ræðst gegn), sem hann síðan sprautaði í sjúklingana. Árangurinn varð oft dramatískur. Venjulega deyja sjúklingar með þessa tegund krabbameins innan árs og aðeins 6% ná því að lifa í 5 ár. Í nýlegri könnun þar sem 136 sjúklingar fengu  bóluefni dr. Mortons var meðal líftími þeirra nálægt tvö ár og 26% þeirra lifðu lengur en fimm ár, meira en fjórum sinnum fleiri en búast hefði mátt við, hefðu þeir ekki fengið bóluefnið. Dr. Georg Springer, við H.M. Bligh, krabbaeins- og líffræðirannsóknarstofuna í Chicago hefur  sérlegan  áhuga á brjóstakrabbameini. Hann hefur bólusett hóp kvenna með mótefnisvökvum sem kallaðir eru T og Tn.

Árangurinn hefur verið frábær. Venjulega lifa konur með brjóstakrabbamein á háu stigi ekki í mörg ár og  aðeins ein af hverjum 10 nær því að lifa í 5 ár. Af þeim 11 konum sem bóluefni Springers var reynt  á eru allar komnar yfir 5 ára markið og lifa við góða heilsu. Enginn veit ennþá hvort bati þeirra reynist varanlegur en vísindamenn við Sloan Kettering og Bíomira Co. í Alberto í Kanada eru nú að prófa líkt bóluefni á stærri hóp sjúklinga. Flestir vísindamenn telja að sérstakt bóluefni þurfi fyrir hverja tegund krabbameina. Dr. Heman Acevedan, við Pittisburglis Alegheny General Hospital er á annarri skoðun.

Hann telur að allar krabbameinsfrumur eigi það sameiginlegt að mynda sérstakt efnasamband sem nefnt er hCG eða human chorioníc gonadotropín  Frumur í fullvöxnu fólki mynda ekki þetta efni, sem er nokkurs konar hormón, en það ver fóstrið í móðurkviði fyrir því að ónæmiskerfi móðurinnar ráðist gegn því og tortími. Acevedo telur að það verji krabbameinsfrumur á sama hátt. Acevedo hefur einangrað þetta efni úr æxlisfrumum. Hann segir að frumur sem valda meinvörpum séu með sérstaklega mikið af þessu efni.

Vísindamenn við Ríkisháskóla Ohioríkis eru nú að prófa bóluefni gegn hCG í mönnum, bæði sem getnaðarvörn og einnig sem lyf við ýmsum tegundum krabbameins. Enginn veit ennþá um árangurinn en Acevedo er vongóður. Hann segir að einhvern tíma muni bóluefni gegn hCG ekki aðeins verða notað til að lækna krabbamein, heldur einnig til að koma í veg fyrir það. Þó að ekki séu allir vísindamenn svo bjartsýnir eru þó flestir þeirra komnir á þá skoðun að ónæmisaðgerðir gegn krabbameini séu fyllilega raunhæfar og muni fyrr eða síðar koma í stað núverandi krabbameinslækninga.

Rafmagnslækningar
Hér verður farið inn á alveg nýjar brautir sem lítið hafa verið ræddar í sambandi við alvöru krabbameinslækningar. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því í sænska tímaritinu „Biologisk Medicin“, að sænskur læknir Björn Nordenström að nafni sem starfaði við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, hefði náð athyglisverðum árangri í krabbameinslækningum með því að hleypa veikum rafstraumi á æxlið. Sagt var að árangur við lungnakrabbamein væri t.d. sérstaklega góður. Ekki var farið nákvæmlega út í tæknileg atriði í greininni, en svo var að skilja að nál, sem einangruð er nema í endann, sé stungið inn í æxlið og veikum rafstraumi hleypt inn í æxlið gegnum nálina.

Krabbameinsæxli eru talin hafa neikvæða rafhleðslu, miðað við aðra hluta líkamans. Með því að hleypa pósitífri rafspennu á æxlið má gera það positíft, miðað við líkamann að öðru leyti. Kenningin gerir ráð fyrir að við það fari ónæmiskerfið í gang og smá tortími æxlisfrumunum þar til æxlið er horfið. Síðar las ég að þessi aðferð sé eitthvað notuð í Mexico og e.t.v. víðar með árangri. Nýlega kom svo frétt í ríkisútvarpinu um að Kínverjar séu farnir að meðhöndla fólk eftir aðferð dr. Björns Nordenströms, sem nú er hættur störfum sem háskólaprófessor og kominn á eftirlaun. Sagt var að Kínverjar teldu sig ná alveg ótrúlega góðum árangri, frá 75% og allt upp í 88% eftir tegundum krabbameins. Einnig var sagt í fréttinni að bannað væri að nota aðferð Björns í Svíþjóð. Hann getur því með réttu sagt að upphefð sín komi að utan og að fáir sé spámenn í ættlandi sínu. Því miður get ég litlu bætt við frétt ríkisútvarpsins en taldi þó rétt að segja frá þessu því að ekki er víst að allir hafi hlustað á útvarpið þennan dag.

Þetta leiðir hugann að öðrum manni, Royal R. Rife, Bandaríkjamanni sem uppi var fyrr á öldinni. Hann var þúsund þjala smiður, uppfinninga-og vísindamaður. Frægastur er hann sennilega fyrir einstæða smásjá sem hann fann upp og smíðaði og aðferð sem hann fann upp til að greina og lækna ýmsa sjúkdóma þ.á.m. krabbamein. Hann var svo langt á undan samtíð sinni á ýmsum sviðum að margir samtíðarmenn hans gátu ekki meðtekið það sem hann boðaði t.d. í sambandi við greiningu og skilning á sjúkdómum, orsökum þeirra, framvindu og lækningu.

Ennþá eru margar hans kenningar ekki viðurkenndar og ennþá síður lækningar. Þó læknaði hann og samstarfsmenn hans mikinn fjölda sjúklinga, aðallega á árunum rétt fyrir seinni heimstyrjöldina. Sumt þetta fólk lifir jafnvel enn og sjúkraskýrslur þess eru ennþá til. Margt þetta fólk var haldið banvænu krabbameini eða öðrum ólæknandi sjúkdómum. Hann taldi og sannaði með myndum úr smá sjá sinni, að krabbamein stafaði af veiru sem hann nefndi BX veiru. Veiran er of lítil til að sjást í venjulegri smásjá en sást í smásjá dr. Rifes, sem gat stækkað allmiklu meira. Rafeindasmásjá er ekki hægt að nota vegna þess að veiran eyðileggst við það.

Hann uppgötvaði að veiran þolir ekki vissa rafmagnstíðni og smíðaði tæki sem framleiddi þessa tíðni. Með þessu tæki læknaði hann krabbameinssjúklinga sem til hans leituðu. Samkvæmt bók sem skrifuð var um hann að honum látnum, læknuðust allir sem hann meðhöndlaði, hversu veikir sem þeir voru. Margir, en þó ekki allir, krabbameinssérfræðingar þeirra tíma voru tregir til að samþykkja kenningar hans og viðurkenna lækningamar.

Honum var bannað að nota tækið við lækningar að viðlögðu fangelsi. Aðferðin féll smám saman  í gleymsku, þar til aftur nú að hún hefur verið rifjuð upp og skrifað um hana og kenningar Rifes. Ennþá er þó óleyst gátan um það hvort Rife hafi haft rétt fyrir sér, að krabbamein sé veirusjúkdómur. Rife hélt því fram að ýmis konar örverur gætu birst í mörgum mismunandi lífsformum. T.d. gæti sama örveran stundum komið fram sem bakteria, stundum sem veira og stundum sem sveppur, allt eftir ytri aðstæðum. Hann notaði smásjá sína til að sýna fram á þetta og hvernig ein tegund örveru breytist í aðra en þetta er á fræðimáli nefnt ,,pleomorphism“.

Veiran sem veldur krabbameini getur því einnig birst sem baktería, en þá veldur hún ekki krabbameini. Séu kenningar Rifes og fleiri vísindamanna réttar er krabbamein ekki staðbundinn sjúkdómur í einu eða fleiri líffærum, heldur er allur lík aminn sjúkur og því verður að meðhöndla krabbameinssjúklinga þannig að fullt tillit sé tekið til þess. Samkvæmt því er geislameðferð og skurðaðgerðir í flestum tilfellum aðeins tímabundin bót, sem sjaldan eða aldrei heggur að rótum eða orsökum vandans en getur jafnvel veikt náttúrlega mótstöðu sjúklingsins gegn meinsemdinni. Hér á þessari stund vil ég ekki leggja neinn dóm á þessar kenningar en hitt er víst að sagan um Royal Rife er heillandi lestur um stórfenglegan mann sem þorði að segja það sem hann taldi vera sannleikanum samkvæmt jafnvel þó að heimurinn væri þá ekki tilbúinn að meðtaka þann boðskap.

Íslenskt jurtalyf
Að lokum ætla ég að segja ykkur ofurlítið frá íslensku jurtalyfi sem ég hef verið að gera tilraunir með nú í nokkur ár. Upphaflega var ekki ætlun mín að segja neitt frá þessu lyfi opinber lega fyrr en einhverjum læknisfræðilegum próf unum á því væri lokið og niðurstöður lægju fyrir. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að klíniskar prófanir væru gerðar en ég veit að svo margir eru búnir að nota þetta lyf á liðnum árum að næstum  því hálf þjóðin hlýtur að hafa heyrt þess getið. Því er þýðingarlaust að vera að reyna að halda neinu leyndu í sambandi við það og betra að réttar upplýsingar komi frá mér sjálfum, heldur en að fólk frétti e.t.v. um það eftir einhverjum vafasömum heimildum.

Þetta jurtalyf er búið til úr nokkrum íslenskum og einni er i erlendri jurt. Sú jurt sem mest er af og gerir það einstakt miðað við önnur hliðstæð jurtalyf er lúpínurót. Það er rótin af bláu Alaskalúpínunni (Lupinus nootkatsensis) sem notuð er. Sumir nefna jurtaseyði mitt „lúpínuseyði“ en það er ekki rétt nema að hluta, því að fleiri jurtir eru í því. Ég ætla ekki hér að fara neitt nánar út í samsetningu jurtaseyðisins en snúa mér beint að verkunum þess. Vegna þess að ennþá hafa ekki verið gerðar á því þær prófanir sem ég stefni að, er margt það sem ég segi hér byggt á tilfinningu  og persónulegu mati, annaðhvort mínu eigin eða þess fólks sem notað hefur það. Vel kann því að  vera að eitthvað sem ég segi hér, verði síðarmeir breytt eða aðlagað betri vitneskju um verkunarmáta seyðisins.

Ég reyni að segja hér satt og rétt frá og forðast skrum og ósannaðar fullyrðingar. Jurtaseyðið virðist hafa mjög fjölþættar verkanir. Oft er erfitt að gera sér ljóst hvaða verkun það er sem aðallega skiptir sköpum því að margar mismunandi verkanir fléttast saman og skapa heildarmyndina. Í sambandi við lækningar á krabbameini tel ég þó að sennilega sé verkun þess á ónæmiskerfið einna greinilegust. Því miður eru aðeins örfáir sjúklingar sem drukkið hafa seyðið, sem ekki hafa líka verið í annarri læknismeðferð, oftast lyfjameðferð, geislameðferð eða hvorutveggja. Því er næstum því ógerningur fyrir mig eða nokkurn annan að fullyrða neitt um það, ef sjúklingnum batnar, hvort það sé að þakka lyfjunum, seyðinu eða hvorutveggja.

Örfá dæmi hef ég þó þar sem engin önnur meðferð en jurtaseyðið var notuð og sjúklingnum virðist hafa batnað, að minnsta kosti um stundarsakir. Hjá sjúklingum í lyfjameðferð fækkar oft hvítfrumum og blóðflögum hættulega mikið. Ég tel að sannanir séu fyrir því að seyðið hjálpar þar mjög verulega og skiptir jafnvel sköpum, hvort hægt sé að halda lyfjameðferð áfram eða hvort verður að hætta henni, sem oft jafngildir dauðadómi yfir sjúklingnum. Þetta held ég að hægt sé að fullyrða. Einnig batnar oft líðan sjúklinga á lyfjameðferð heilmikið ef þeir fara að drekka seyðið meðan á lyfjameðferð stendur. Þó er miklu betra að byrja að drekka seyðið áður en lyfjameðferð hefst, m.a. vegna þess að lyfjameðferðinni fylgir oft ógleði og fólki finnst allur matur og drykkur viðbjóðslegur á bragðið.

Sumir eiga þá erfitt með að halda seyðinu niðri og gefast upp og telja sér og öðrum trú um að það sé svo bragðvont að ógerningur sé að drekka það. Ef byrjað er að drekka seyðið áður en lyfjameðferð hefst gengur yfirleitt vel að halda því niðri og flestir losna að mestu við ógleðina. Sé fólk með bjúg minnkar hann oft töluvert þegar byrjað er að drekka seyðið. Sömuleiðis hefur seyðið góð áhrif á meltinguna í flestum tilfellum, enda hefur það töluvert verið notað beinlínis við meltingaróreglu og jafnvel alvarlegum meltingarsjúkdómum. Þó eru örfá dæmi þess að fólk telur sig ekki geta notað það vegna þess að  það auki magasýrur. Aðrir nota það hinsvegar við ofháum magasýrum. Í flestum tilfellum bætir það hægðir, hvort heldur hjá fólki með niðurgang eða harðlífi. Oftast tekur þó nokkra daga að laga hægðir og fyrstu viðbrögð eru stundum þveröfug, fólk fær skammvinnan niðurgang eða harðlífi sem þó lagast fljótt.

Ég hefði gjarna vilja geta sagt ykkur frá rann sóknum á seyðinu og verkunum þess hér í þessu erindi. Eins og ég sagði áðan hafa læknisfræðilegar athuganir á því dregist úr hömlu. Við vonumst þó til að einhvern tíma fyrir áramót hefjist ein slík athugun, sem m.a. nær til ýmissa þátta í ónæmiskerfinu. Í gangi er athugun á verkunum seyðisins á æðakerfið. Þeirri athugun lýkur sennilega skömmu eftir áramót „92- ’93  Á meðan allar læknisfræðilegar rannsóknir vantar, þá hvorki vil ég né get sagt mikið afgerandi um lækningamátt seyðisins. Þó get ég fullyrt að hjá meginþorra þeirra sem nota seyðið við krabbameini, telja sjúklingarnir ástand sitt hafa batnað við að nota það. Þeim líður betur, sofa betur og eru bjartsýnni og fá aukna trú á bata.

Þeir fá aukið starfsþrek og ýmis vanlíðunareinkenni sem fylgja krabbameinslyfjum minnka eða jafnvel hverfa að mestu. Stundum lagast aðrir sjúkdómar sem fólk hefur þjást af t.d. astma,ofnæmi,bólga í blöðruhálskirtli eða mígreni og ýmis einkenni frá æðakerfinu. Jafnvel eru dæmi um að hár blóðþrýstingur hafi lækkað verulega eftir að farið var að nota seyðið. Mig langar til að segja ykkur hér eina dæmigerða frásögn um krabbameinssjúkling sem notað hefur seyðið og er nú við góða heilsu. Vorið 1989 kom til mín ung kona með krabbamein í móðurlífi. Búið var að skera hana og geisla og þegar hún kom til mín var verið að reyna að gefa henni frumueitur. Tvisvar hafði orðið að hætta við það vegna þess að hvítu blóðfrumunum fækkaði hættulega mikið. Nú var í þriðja skipti verið að reyna að gefa henni frumueitrið og þegar hún kom til mín kom hún beint frá lækninum sem verið hafði að rannsaka úr heimi blóðið. Hvítfrumunum hafði fækkað úr ca. 5 niður í 1.2.

Henni var tjáð að ef þeim fækkaði meira yrði að gefa henni blóð og hún var beðin að koma í aðra blóðrannsókn að tveim dögum liðnum. Ég lét hana fá flösku með jurtalyfinu og leiðbeiningum hvernig ætti að nota það. Hún fór samdægurs að taka seyðið og að tveim dögum liðnum fór hún í blóðrannsóknina eins og um var talað. Þá voru hvítfrumumar komnar upp í 4, næstum því eðlilegt gildi.

Eftir þetta fóru hvítfrumumar aldrei langt niður þó að frumueitursmeðferðinni væri haldið áfram í marga mánuði eftir þetta. Rannsóknir sýndu að meinsemdin lét smátt og smátt undan  síga og síðari hluta næsta vetrar töldu læknar hennar að hún væri albata. Hún tók seyðið reglulega í meira en ár og hefur alltaf fengið sér flösku við og við síðan en nú er hún við bestu heilsu. Eina frásögn langar mig til að segja í lokin, þó að hún sanni að vísu hvorki eitt né annað um krabbamein. Kona nokkur hér í Reykjavík bað mig um seyði sem hana langaði að prófa við einhverjum kvilla sem þjáði hana. Hún fékk hjá mér nokkrar flöskur sem hún drakk. Þegar hún hafði  tekið seyðið nálægt þrjár vikur hitti ég hana og hún sagði mér eftirfarandi frásögn:

Hún sagðist hafa uppgötvað fyrir nokkrum mánuðum lítinn  svartan blett á öðrum handleggnum. Bletturinn stækkaði fljótt og var orðinn ljótur með roða eða bólgu í kring. Hún fór til læknis og sýndi honum blettinn, sem honum leist illa á og sagðist vilja að  hann yrði skorinn í burtu. Læknirinn var að fara í sumarfrí og sagði konunni að koma aftur strax að sumarfríinu loknu. Skömmu síðar byrjaði konan að drekka jurtaseyðið. Þegar hún hafði notað það í nálægt viku veitti hún því athygli að bletturinn var farinn að lýsast og roðinn í kringum hann var horfinn. Að nálægt þrem vikum liðnum var bletturinn algerlega horfinn nema örlítið ör sást, líkt og kemur eftir minniháttar bruna. Þannig ör hverfa með tímanum. Konan fór til læknisins þegar hann kom úr fríinu og sýndi honum örið. Hann tók úr því sýni og rannsakaði. Ekkert óvanalegt fannst í sýninu, enda konan orðin alheil þegar hér var komið sögu.

Ég ætla svo í lokin að nota tækifærið og þakka þeim mörgu sjálfboðaliðum sem hafa hjálpað mér við að safna jurtum, taka upp lúpínurætur, verka þær og geyma. Án þeirra aðstoðar hefði verið ógerningur að gera þessa tilraun með jurtaseyðið í marktækri  stærð. Að öðrum ógleymdum þakka ég alveg sérstaklega Sveini Runólfssyni, landgræðslu stjóra og Þorleifi Björgvinssyni í fiskverkuninni  Árnesi í Þorlákshöfn. Einnig þakka og öllu því  fólki sem sló saman í fé til að kaupa handa mér  tölvu. Að lokum: Ég þakka ykkur öllum.

Heimildir m.a: The Cancer Cure that Worked eftir Barry Lynes.  Marcus Books, P.O. Box 327 Queensville Ontario, Canada.  The Questfor a Cancer Vaccine.  Newsweek, 19. okt. 1992.  Science 4. sept. 1992.

Höfundur: Ævar Jóhannesson haust 1993



Flokkar:Krabbamein

%d bloggers like this: