Forvarnir – Þeir þœttir sem við getum breytt

Erindi flutt  af Rafni Líndal lækni á haustfundi Heilsuhringsins 1992
Orðið ,,krabbamein“ vekur eftirtekt og óhug hjá flestum okkar, og upp í hugann kemur hugsun um hægan, kvalafullan dauðdaga. Fæðan, vatnið, loftið ogjafnvel heimili okkar virðist geta valdið krabbameini, og fátt virðist geta komið í vegfyrir það. Venjuleg læknisfræði býður upp á skurðaðgerðir, frumueitur og geisla, og meðferðin sjálfgetur valdið krabbameini. Þrátt fyrir meðferð, hefur sjúklingurinn minni en 50% líkur á fullum bata.

Óhefðbundin meðferð gegn krabbameini er í besta falli jafn léleg eða oftast
verri en hin hefðbundna. Macróbíótískt fæði, ýmis konar íhugun eða trúarhiti, og alls kyns náttúrulyf og fæði, geta hjálpað sumum þó sú hjálp sé í rauninni lítil. þegar krabbamein hefur skotið rótum, þarf ótrúlega vinnu, orku, trú og heppni, til að losna vi9 það. Það er almennt viðurkennt meðal lækna, að ekkert nýtt hafi komið fram í krabbameinslækningum síðustu 20 árin, og allar framfarir hafi verið í umönnun og stuðningsmeðferð krabbameinssjúklinga. Það eitt hefur virst lengja líf sjúklinga.

Einn þáttur er þó ónefndur en það eru forvarnir. Vitað er um tíu áhættuþætti, sem valdið geta krabbameini. Sé forvörnum beitt er hægt að hafa áhrif á níu áhættuþætti af tíu og koma þar með í veg fyrir krabbamein. Aðeins veirur, aðrar sýkingar og fæðingargallar eru utan okkar  áhrifasviðs, a.m.k. eins og stendur. Hér á eftir fylgir umfjöllun um þessa áhættuþætti, sem við getum sjálf haft áhrif á, og þannig fræðilega séð dregið mjög úr tíðni krabbameins. Fyrst koma hér nokkrar staðreyndir, sem tala sínu máli. Árið 1971 lýsti Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, yfir ,,stríði gegn krabbameini“, og billjónum skattdollara var varið í það strfð. Almenningur fagnaði því, að nú loksins yrði krabbamein á undanhaldi.

Á hverju ári síðan hefur Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna (National Cancer Institute hér eftir nefnd NCI) státað afmiklum sigrum gegn sjúkdómnum. Nú í byrjun tíunda áratugarins hefur komið í ljós, að margt af því var rangt. Í dag deyja fleiri úr krabbameini í Bandaríkjunum heldur en á fímmta og sjötta áratugnum (mynd 1). Þrátt fyrir allt tal um fimm ára lífslíkur, sem geta hafa aukist í einhverjum tilfellum, sýna staðtölur, að sífellt fleiri deyja úr krabbameini. Þetta er niðurstaða tölfræðirannsókna sem leitast við að sjá við öllum atriðum, sem valdið geta skekkjum í mælingum, eins og t.a.m. að fólkið er nú almennt eldra en áður.

Árið 1962 dóu 280.000 manns úr krabbameini, en 1982 dóu 435.000, sem er 56% aukning. Ef tekið er mið af því, að fólki hefur fjölgað og því er fleira fólk í hættu nú en áður, er samt 25% aukning. Svar NCI er það, að fólkið sé líka eldra og því ætti tíðnin að aukast af þeim sökum. Sé tekið tilit til þessa, þá deyja samt 9% fleiri nú en 1950 eða níu fleiri af hverjum 100, sem fá krabbamein. Striðið er því greinilega að tapast. Ástandið hér á landi er ekki eins alvarlegt, og virðist lítil eða engin aukning á aldursstöðluðu nýgengi sumra krabbameina hér miðað við í Bandaríkjunum. Þó er langt frá því að stafðið sé að vinnast hérlendis. Í aprfl 1987 kom út skýrsla frá General Accounting Office (GAO), sem er eftirlitsaðili Bandaríkjaþings og sambærilegt við ríkisendurskoðun hér.

Í skýrslunni stóð: „hinar auknu lífslíkur sumra krabbameinssjúklinga eru oft ekki eins miklar og af er látið“. NCI hefur hælt sér mest af árangri í baráttu við brjóstakrabbamein, og halda þeir fram að dauðsföllum af völdum þessa krabbameins hafi fækk að. Niðurstöðurnar byggja á þeim sjúklingum, sem lifandi eru fimm árum eftir greiningu og teljast „læknaðir“. 1950 voru 60% kvenna, sem greindust með brjóstakrabbamein, lifandi fimm  árum síðar, en núna 75%. Þetta virðast því vera 15% ,,auknar lífslíkur“. Yfirmenn GAO benda hinsvegar á, að krabbameinið greinist nú mun fyrr, og því sé eðlilegt, að lífslíkur aukist, enda stóð í áðumefndri skýrslu ,,smávægileg aukning á lífslíkum“.

Þama kemur orðið ,,lífslíkur“ fyrir sem fimm ára lífstíð eða líftími eftir greiningu krabbameins. Spurningin er, hvort nú deyji fleiri eða færri en áður. Nákvæmar rannsóknir á tölum frá NCI leiða í Ijós, að dánarhlutfall ungra kvenna með brjóstakrabbamein hefur aukist. Brjóstakrabbameið er ekki versta dæmið, því öll algengustu krabbameinin sýna hærra dánarhlutfall. Það sama gildir um lungnakrabbamein og brjóstakrabbamein, og fyrst að tölurnar í Bandaríkjunum em á þessa leið, em þær trúlega með líku sniði alls staðar á sambærilegum stöðum þ.m.t. hér á landi. En það þýðir ekkert að örvænta, því þú getur hjálpað þér sjálf/ur. Það þarf ekki rándýra tækni til, aðeins heilbrigða skynsemi og heilbrigt lífemi.

Næsta stig: Forvarnir
Meðan 99% allra fjárveitinga fara í meðferð og smávegis í rannsóknir, þá er lítil von til þess, að heilbrigðisyfirvöld láti forvamir hafa forgang, enda er ókostur forvama sá m.a.:
1. Þú sérð þær ekki eins og æxli.
2. Engin laun í vasann.
3. Engin lyf seljast.
4. Engin frægð né frami vegna lækninga.
5. Fáir kæra sig um að ,,fóma“ sér fyrir mál staðinn.
6. Þær gerast hægt og erfitt er að koma auga á þær. Enginn, hvorki opinberar stofnanir, sjúkrahús, læknar né nokkrir aðrir, geta vemdað þig. Það verður þú að gera sjálf/ur. Fólk deyr ekki úr  elli, það deyr úr sjúkdómum, sem koma vegna  hrörnunar líkamans, sem aftur verður hraðari og verri vegna skorts á áreynslu og rangs fæðuvals. Um leið minnka varnir okkar og sjúkdómar eins og krabbamein, eiga þá greiðari leið en ella. Þessi hrörnun getur tekið áratugi, og heilbrigður líkami er stöðugt að eyða smáæxlum, og vamar því að þau ná sér á strik. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök manna í vestrænum heimi, og sá dauðdagi, sem menn óttast mest.

Þar sem tíðni hjartasjúkdóma virðist fara lækkandi, m.a. vegna mikilla forvarna, er þess varla langt að bíða, að krabbameinið verði algengasta danarorsökin. Um 99% áhættuþátta krabbameins em þekktir (sjá töflu 1) og meira en 90% þeirra má sniðganga í daglegu lífi, og sé það gert, má forðast krabbamein í hlutfalli við þá staðfestu og elju (sjá töflu 2). Oft sjá menn ekki skóginn fyrir trjánum. Það kemur fram í því að hræðast klór í drykkjarvatni og eitur á ávöxtum, sem eru í sjálfu sér hættuleg efni, þegar hættan á því að fá krabbamein vegna offitu er mörgum sinnum meiri en samanlögð öll skordýraeitur, sem við innbyrðum.

Reykingamaður, sem hefur meiri áhyggjur af umhverfismengun en eigin reykingum, er meira en lítið ruglaður, og móðir, sem treður í barnið sitt flögum og ídýfum, en kaupir ekki epli, vegna þess að það inniheldur leyfar af skordýraeitri, er líka á rangri leið. Maður, sem borðar venjulegt vestrænt fæði, en smyr á sig sólvörn, til að forðast húðkrabbamein, hefur ekki forgangsröðina á hreinu. Þó minniháttar áhættuþættir skipti að sjálfsögðu máli, þá er aðalatriðið að forðast þá stóru.

Áhættuþættir fyrir krabbamein
Reykingar – reykur reykingamanna

  • *Ofnotkun alkóhóls – offita
  • * Ofát hitaeininga -háfitufæði
  • * Lág trefja fæði – lítil neysla grænm./áv.
  • * Neysla mikið unninnar fæðu – Vítamín/steinefna vöntun
  • * Lítil neysla oxunnarvara – Skortur lífsnl. fitusýra
  • * Krabbameinshættu iðnaður – Mengun í drykkjarvatni
  • * Mengun í fæðunni – Umhverfismengun *Sólarljós – Hreyfingarleysi

Radon gas og geislun  *Skortur á kr. skoðunum * Lyf og læknismeðferð
* Ekki á íslandi enda lægst hér á byggðu bóli. (Heimildir American Cancer Society, NCI og Colgan Institute: Prevent Cancer Now.(A)

Áhætta á krabbameinsdauöa í prósentum. Þættir sem má forðast

  • Bandaríkjunum.  Reykingar (þmt. munntóbak)   33%,
  • Ofát   25%,
  • Næringarskortur   15%,
  • Vatn, loft,fæða)   5%,
  • Sólarljós   2%,
  • Uppáskrifuð lyf   2%,
  • Ólögleg lyf og alkóhól   1 %,
  • Radon gas   1%,
  • Geislun   1%
  • Þættír sem illa/ekki  er hægt að forðast
    Veirur og sýklar ýmsir  7%,
  • Erfðagallar  2% , (Heimild: Colgan Instit. Encinitas CA. USA.)(A) Fjallað verður nánar um einstaka áhættuþætti hér á eftir en ekki endilega í mikilvægisröð.

1. Reykingar. Þasr valda yfir 80% lungnakrabba, en 10-20% tilfella er afóþekktum orsökum. Allt að 50% krabbameina í blöðm má rekja til reykinga. Lífslíkur eru ekki nema 10%. Reykingar eru líka aðalorsök bris-, nýma-, munn-, háls- og legkrabbameins, og nú nýlega voru birtar niðurstöður, sem tengja þær við leghálskrabbamein. Eitruð efni í reyk skipta þúsundum. Meðal þeirra má finna fjölhringja kolvatnsefni eins og formalín og fleiri efni, sem veikja ónæmiskerfið, og valda krabbameini beint og óbeint. Þótt þú hreyfir þig og borðir samkvæmt bókinni, þá dugar það skammt.

Reykur í umhverfinu eykur stöðugt áhættuna. Í Ríkisháskólanum í New Orleans voru 1300 sjúklingar með lungnakrabbamein bomir saman við annan sambærilegan hóp. Þeir, sem giftir voru stórreikingamönnum, höfðu hærri tíðni lungnakrabbameins en aðrir. Sömu sögu segja tilraunir frá Japan. Jafnvel uppkomin böm mæðra, sem reyktu, sýndu hærri tíðni. Það er aldrei of seint að hætta, því einu ári eftir að hætt er, eru líkumar 50% minni, og lungun virðast geta jafnað sig á 10 árum. Stærsta atriðið í krabbameinsvörnum er að hætta að reykja og láta ekki aðra reykja í kringum sig. Reykingar em mesta umhverfismengun sem til er.

2. Ofneysla alkóhóls. Hún eykur líkur á krabba í munni, hálsi, lifur, vélinda og mikil bjórneysla tengist krabba í ristli og endaþarmi. Ef þú reykir, er áhættan margföld. Fylgni alkóhólneyslu og krabbameins er mun óljósari en reykinga og krabbameinns. Skýrist það e.t.v. af þeim fjölda efna, sem í áfengi finnast, en ekki af alkóhólinu sjálfu. Meira en 1000 mismunandi efnum er bætt út í vín, og vín og bjóriðnaðurinn verjast með öllum tiltækum ráðum að skýra frá því, hver þau eru, og engin lög virðast ná yfir innihaldslýsingar víns og bjórs.

3. Offita veldur krabbameini. Árið 1959 hóf Bandaríska krabbameinsfélagið (American Cancer Society) 20 ára rannsókn , sem náði til yfir einnar milljónar manna í 25 ríkjum Bandaríkjanna. Niðurstöður hennar sýndu, að þeir karlar, sem eru 40% yfir meðalþyngd, hafa hærri tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli, ristli, og endaþarmi. Konur með sambærilega yfirþyngd, höfðu hærri tíðni krabba í brjóstum, legi, eggjastokkum og gallblöðru. Í Bandríkjunum eru um 1/3 kvenna og 1/6 karla offeitir sé miðað við þyngd, sem er 25% yfir meðalþyngd. Svona er komið fyrir ameríkönum þrátt fyrir, eða ætti kannski að segja vegna allra megrunarkúranna, ,,diet“ fæðis og gervisykurs. En af hverju?

Á stæðan er sú, að megrunarkúrar gera menn oft feita. Í svelti rýma vöðvar, og efnaskipti hægjast, og eftir sveltið safnast fita upp í fituvef. Rann sóknir á offitu komst allar að sömu niðurstöðu:  hún tengist ofneyslu sykurs og fitu, en vanneyslu  á grófu komi, grænmeti og trefjum. Þeir offeitu virðast auk þess sjaldan neyta fleiri hitaeininga en hinir grönnu. Um 70% prósent Bandaríkjamanna hreyfa sig ekkert umfram nauðsyn. Í baráttunni við offitu skiptir mestu máli að halda í við sig, stækka vöðvana, því þeir brenna orkunni. Það er best gert með æfingum, sem byggja upp vöðva og auka þol.

4. Hæfileg fæðuneysla hamlar krabbameini  Þegar fólki hefur tekist að hemja offitu drauginn með nýju lífi í anda ofannefndra aðgerða, þá benda tilraunir til þess, að með því að viðhalda lágri fituprósentu dregur ekki aðeins úr krabbameinslikum heldur lifir fólk lengur og betur. Fjöldi tilrauna á rottum og músum staðfestir þetta. Lágri fituprósentu fylgir lág tíðni brjóstakrabbameins. Þó rottur og mýs séu ekki menn, benda þessar tilraunir til þess, að með því að forðast ofát og offitu megi draga úr krabbameinsáhættu. Eitt er þó ólíkt með dýrum og mönnum, dýrin geta ekki svindlað, og þau fá nægilegt magn næringarefna, sem mannfólkið fær ekki skv. flestum rannsóknum. „Við borðum meiri fæðu en við þurfum, en of lítið af þeirri fæðu sem við nauðsynlega þurfum. Galdurinn er, að fá sem mest úr sem minnstu, en forðast um leið vannæringu.

5. Fitusnautt fæði dregur úr krabbameinslíkum. Meðal Íslendingur (og Bandarfkjamanður ) borðar yfir 40% hitaeininga sinna úr fitu skv. nýlegri könnun manneldisráðs, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld um allan heim mæli með 30% hitaeininga úr fitu eða minna. Þú þarft ekki að vera feitur það nægir að borða mikla fitu. Dýratilraunir þar sem dýrum vom gefin krabbameins valdandi efni sýndu, að hópar á fituríku fæði fengu miklu oftar krabbamein en þeir, sem voru  á fitusnauðu fæði. Árið 1980 birti Bandaríska vísindaakademían (US. Nat. Acad. of Sciences) niðurstöður rannsókna á dýrum, sem sýna fylgni fituríks fæðis, svipað og neytt er á Íslandi og í Bandaríkjunum, og krabbameins í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Sterkust er fylgni brjóstakrabbameins og fituríks fæðis.

Í Bandankjunum deyja nú fleiri en  áður af völdum brjóstakrabbameins og ný tilfelli  á ári eru um 150.000. Rannsóknir á mönnum sýna sömu fylgni og dýrarannsóknimar, því meiri fituneysla því tíðari tilfelli brjóstakrabba. Þetta sýna tilraunir frá 47 löndum.

Athygli vekur, að þegar konur frá austurlöndum flytjast til Bandaríkjanna t.d. frá Japan ,þá breytist tíðni brjóstakrabba hjá þeim, og líkist hratt krabbameinstíðni bandarískra kvenna. En það er óþarfi að örvænta, galdurinn er að læra að þekkja fituríkar fæðutegundir og forðast þær. Besta leiðin er að lesa á alla pakka og umbúðir, og borða aldrei neitt, nema þú þekkir fituinnihalds þess. Ýmislegt ber þó að varast, því framleiðendur reyna að blekkja kúnnan. Ein algengsta leiðin er að setja utan á umbúðir t.d.l0% fita. Það er varla svo mikið eða hvað? Hér er hinsvegar átt við þyngdar prósentu.

Af lOOgr eru lOgr fita og það fer svo eftir því hvað annað er í þessari fæðu, hve mörg prósent hitaeininga eru úr fitu. Nýmjólk inniheldur t.d. 4% fitu eða 4gr í lOOgr, en þegar betur er að gáð, eru 53% hitaeiningar mjólkurinnar úr fitu, sem er allt of hátt! Best er að halda sig sem oftast innan við 25-30% hitaeiningar úr fitu. Forðast ber fæðu, sem er illa merkt eða ekki merkt. Orðin ,,létt“, ,,fitusnautt“ ,,,90% fitulaust“ segja ekkert nema þú vitir hvað er í vörunni, mjólk er jú 96% fitulaus!

6. Mikil trefjaneysla varnar krabbameini.
Í Bandaríkjunum er mjög há tíðni krabbameins í ristli og endaþarmi eða yfir 150.000 ný tilfelli á ári. Samanburður milli landa sýnir, að í öllum löndum með háa tíðni þessara krabbameina, neyta íbúarnir fæðis með hárri fituprósentu og lágri trefjaprósentu. Urugvay- og Argentínumenn neyta líkt og Bandaríkjamenn mikils kjöts, sem er fituríkt og trefjalaust, og hafa sömu krabbameinstíðni og Bandarikjamenn, á meðan nágrannaríkin í S-Ameríku, sem eru mun fátækari og borða minna kjöt og meira af trefjum og minni fííu, hafa miklu lægri tíðni.

Margar samverkandi orsakir eru fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, en trefjar og lítil fituneysla eru mikilvægt atriði í forvömum. Líkaminn losar sig við ýmis krabbameinsvaldandi efni í saur, og því lengri tíma, sem þessi efni fá að vera í snertingu við slímhúð meltingarvegarins, því meiri líkur eru á krabbameini. Mikil trefjaneysla getur hraðað gegnumferðinni um allt að 50%. Það sama gildir um reglulega hreyfingu. Meltanlegar trefjar eins og í ávöxtum , baunum og komi, bindast krabbmeinsvaldandi efnum m.a. gallsöltum og bera þau úr líkamanum. Það er hinsvegar ekki nóg, því bakteriur í þörmum breyta gallsöltunum í krabbameinsvaldandi efni, og til að bjarga því við, þarf að borða ómeltanlegar trefjar, sem þynna út þarmainnihaldið og hraða för þess út.

Fjögurra ára rannsókn á þarmatotum í ristli (-polyppa) á mönnum leiddi í ljós, að hópur á hátrefjafæði (22.5 g/dag) minnkaði toturnar og þeim fækkaði, en hópur með lága trefjaneyslu(sbr. vestrænt fæði), jók toturnar Toturnar geta verið forstig krabbameins. Forvígismaður þessara tilgáta á 6. áratugnum var Dr. Dennis Burkitt. Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna hefur ekki viðurkennt þessar kenningar fyrr en alveg nýlega. Þessi viðauki heilsuboðorðanna er snerti gagnsemi trefja, var einnig upptekinn afKrabbameinsfélagi Íslands, en það tók tuttugu ár að öðlast almenna viðurkenningu. Meðaltrefjaneysla á Íslandi er 10-20g/dag, lágmark er talið 25-35g/dag og jafnvel 40-50g/dag miðað við okkar vestræna fæði.

7. Grænmeti varnar krabbameini.
Flestir sem setja sig eitthvað inn í mikilvægi næringar, vita núorðið, að grænmeti og ávextir em góðir fyrir heilsuna og veitajafnvel vörn gegn krabbameini. Fæstir vita þó hvernig. Nýlegar rannsóknir hafa fundið 5 flokka efna í grænmeti og ávöxtum, sem varna krabbameini. Efnin í þessum flokkum hindra krabbameinsvaldandi efni í að komast að stöðum, þar sem þau geta valdið skaða, og örva þau hvatakerfi frumunnar, sem afeitra efni.

Flokkarnir eru.
A. Fenól.
B. Indole.
C. Flavónar.
D. Coumarin.
E. Aromatísk isothiocyanöt.
Auk þess eru efni eins og C-vítamin, E-vítamín, zink, selen, Beta-caroten og fleiri íþeim
dúr, sem verður fjallað um síðar, en þau bindast krabbameinsvaldandi efnum og gera líkamanum kleift að losa sig við þau. Að auki em efni, sem minnka eða eyða krabbameinum, sem myndast hafa eins og t.a.m. A-vítamín og skyld efni, nánar um það síðar.

A. Fenól finnst í ýmsum plöntum þ.m.t. í einni sem seld er víða í heilsubúðum erlendis handa íþróttamönnum undir nafninu Trans Femlic Sýra (FRAC). Hún er unnin úr gamma oryzanóli úr hrísgrjónahýðisolíu. Efnarfræðiheitið er 4-hydroxy-3-hydroxy cinnamic sýra. Að auki eru a.m.k. tvö önnur fenól, sem reynast hindra magakrabbamein í dýrum. Ýmis’ poly-fenól finnast líka í grænu og svörtu tei. Þau örva framleiðslu glutathions, ensíms, sem tekur þátt í afeitrunum og veiruvörnum fruma.

B. Indól. Þrjú þeirra finnast í ýmsu blaðgrænmeti s.s. káli, blómkáli, spergilkáli, rósakáli og þau hindra magakrabbamein, sem innleidd eru í dýr. C. Flavónar. (bíoflavínóíðar) eins og Rútin, Hespherdín, Tangeretin, Eriocitrín, Naringen, Naringenin og fleiri eru algengar tegundir í ávöxtum. Í dýratilraunum hafa þeir reynst kröftugir hemlar á innleidd krabbamein. Flavónar verka eins og oxunarvarar. Flavónar finnast líka í blágrænum þörungum (quercetin).

D. Coumarín finnast í ýmsum ávöxtum og grænmeti og dýratilraunir sýna að þau em kraftmiklir hemlar á innleidd krabbamein í brjóstum  og sæmilegir á innleidd krabbamein í maga.

E. Aromatísk Isothiocyanöt finnast í ýmsum káltegundum og hamla brjósta-, lungna- og magakrabbameinum í dýrum. Mest af þessari vinnu hefur verið unnin í læknadeild Minnesótaháskóla af dr. Lee Wattenberg og félögum á síðastliðnum 10-20 árum, en hefur ekki síast að neinu marki inn í skrifræðið hjá krabbameinsstofhunum nema þá sem veigalitlar ráðleggingar um að borða meira grænmeti og ávexti. Síðustu 20 árin hefur grænmetis-og ávaxtaneysla í Bandankjunum aukist aðeins um 7%. En það er ekki sama hvemig grænmeti er meðhöndlað, því nýleg rannsókn frá Hong Kong sýnir, að mikil neysla súrsaðs grænmetis og á fengis og reykingar, eru aðaláhættuþættir hárrar tíðni vélindakrabbameins það í landi. Mikil neysla fersks grænmetis hafði varnandi áhrif, mögulega vegna áhrifa þeirra á N-Nítroso efni í meltingarvegi.

Avextir – Krabbameinshamlandi ræktun.
Appelsínur. Tangerinur. Grape. Papaya. Sítrónur. Ugli. Mangó. Ferskjur. Aprikósur. Döðluplómur. (Heimildir: A,26,33-37)

Grænmeti
Blómkál. Græn/hvítkál. Spergilkál. Rósakál. Grænar baunir. Paprika. Gulrætur. Garðakál. Kínverkar. Kartöflur (yam). Grasker. Hvítlaukur

8. Unnin fæða eykur líkur á krabbameini. Franskbrauð veldur ekki krabbameini beint, en allt hráefni þess er mikið unnið og hefur verið sneytt öllum sínum aðalnæringarefnum, þannig að kornbjöllur vilja það ekki og því ættum við þá að lifa á því? Í öllum kennslubókum í lífefnafræði má sjá , að til að nýta kolvetni þarf átta vítamín og steinefni en í vítamínbættu hveiti er bætt í 3-4 af þeim, sem tapast við vinnsluna. Þótt franskbrauðið sé notað sem dæmi, á það sama við um allar aðrar unnar vörur, og því meira sem varan er unnin, því næringarsnauðari er hún. Í dýratilraunum lifa mýs og rottur ekki lengi á hvítu hveiti , ekki heldur vítamínbættu. Þannig að niðurstaðan ætti að vera sú, eins og mælt er með af Krabbameinsstofnun Bandarfkjanna, að borða ekki hvítt hveiti heldur aðeins heilt og óunnið.

Flest öll svonefnd gróf brauð eru a.m.k. helmingur bleikt hveiti, nokkrar undantekningar eru ,,Grönn“ brauð, sem innihalda ekkert bleikt hveiti og sannar um leið, að þannig brauð eru ekki bara hollari heldur líka betri. Önnur dæmi eru t.d. sólkjarna- og rógkjarnabrauð frá MS. þau innihalda hvorki bleikt hveiti né sykur, en eru mjög góð. Einnig hrökkbrauð ýmis konar, svo og rískökur. Næringarskortur er einn stærsti áhættuþáttur krabbameins og Íslendingar eru sko aldeilis ekki vel nærðir skv. nýlegri könnun manneldisráðs. Slappara ónæmiskerfi er ein afleiðingin og í kjölfarið sífelld veikindi sem smam saman bjóða heim hrömunarsjúkdómum eins og krabbameini og hjartasjúkdómum.

Góðir kolvetnagjafar  Undir 5% fita og yfir 70% kolvetni.
Brún hrfsgrjón, heilt bygg, heilt bókhveiti, heill rúgur, hirsi ýmis konar, villt hrisgrjón, heill maís, heilhveiti, valsaðir hafrar.

9. Vítamín og steinefni hindra krabbamein. Meira að segja hin íhaldssama NCI getur ekki lengur sniðgengið þessi sannindi og í einu af ritum þeirra stendur: „Rannsóknir benda til þess, að A- og C-vítamín geti varið líkamann fyrir sumum tegundum krabbameins“. NCI ráðleggur fólki að fá þetta úr fæðunni, sérstaklega grænmeti og ávöxtum, og er það að sjálfsögðu best. Hin gamla ,,klisja“ að fólk, sem neyti fæðu úr öllum fæðuflokkum fái næga næringu, gengur ekki upp.

Allar þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og víðar í heiminum á tugum og hundruðum þúsundum manna, sýna svo ekki verður um villst, að mjög stór hluti fólks er vannærður á fleiri vítamín og steinefni, allt upp í 80% fólks í sumum könnunum. Nú hugsa menn eftil vill sem svo, að ólíklegt sé að ástandið sé svona slæmt hérlendis? Nýleg rannsókn Manneldisráðs sýndi útbreyddan næringarskort hérlendis og skort á E- vítamíni, þrátt fyrir að miðað væri við ráðlagða dagskammta (RDS) sem margir telja þó víðsfjarri því að stuðla að bestu heilsu.

Enda miða þeir við skortseinkenni og eru rannsóknirnar og mælingar að baki þessara viðmiða margar hverjar löngu úreltar eins og á C- og E-vítamínskömmtunum. Aukin tíðni ýmissa sjúkdóma eins og krabbameins og hjartasjúkdóma, sem tengjast neyslu vítamína, bendir til þess, að neysla þeirra sé ónóg. Mörg þessara vítamína eru svonefndir oxunarvarar, sem gera hvarfgjarna súrefnisradikala skaðlausa og hindra þannig skemmdir á frumum og fitupróteinum (sjá síðar).

Önnur vítamín og steinefni eru ekki oxunarvarar eins og D-vitamín og kalk sem minnka hættu á ristil- og endaþarmskrabbameini bæði í mönnum og dýrum svo og magakrabba í dýrum. Ríboflavín eitt B-vítamínanna er hjálparensím í afeitrunum á krabbameinsvöldum eins og azo-litarefnum og tengist skortur þess m.a. krabbameini í vélinda og hárri tíðni þess sum staðar í heiminum. Pyridoxín, annað B-vítamín tengjst krabbameini í lifur og víðar því það binstýmsum krabbameinsvöldum og lyfjum og skortur þess veldur krabbameini í öpum. Mjög margar tilraunir fjalla um þetta efni. Fólinsýru skortur (úr grænmeti) og lítil neysla beta-carotens (lika úr grænmeti) hefur verið tengd krabbameini í leghálsi.

10. Oxunarvarar varna krabbameini. Þetta er ein nýjasta uppgötvunin í krabbameinsvörnum en hefur þó ekki hlotið beina náð fyrir augum NCI eða annara stjórnarstofnana. Þess í stað hefur NCI mælt með einstökum vítamínum eins og C, E, A og beta-caroteni. Því til viðbótar mæla sumir með seleni, L-glutathione og co-ensími QIO, zinki og jafnvel germaníum (Co-QlO, Germaníum og fleiri efni er nú verið að taka af markaði í Bandarikjunum í kjölfar nýrra laga um fæðubótarefni). Rannsóknirnar á þeim fyrst nefndu em nú orðnar svo gríðarlega margar, að ekki verður lengur fram hjá þeim gengið. NCI styrkir nú meira en 30 rannsóknir á þeim og verða niðurstöður varla til fyrr en um næstu aldamót. Auk þess stendur NCI nú fyrir 20 milljón dollara „designer food“ verkefni við að einangra efni úr fæðunni þ.m.t. grænmeti, ávöxtum, hvítlauki ofl. til að setja í fæðublöndu, sem koma á í veg fyrir krabbamein. Hér á eftir kemur brot af niðurstöðum, sem nú liggja fyrir um þessar rannsóknir.

a). C-vítamín er oxunarvari í vatnsleysanlegum fasa eins og blóðvatni og er mikilvægasti oxunarvarinn þar. Það er einnig til fituleysanlegt sem ascorbyl-palmitate. Áhrif C-vítamíns hafa mest verið rannsökuð af öllum vítamínum m.a. fyrir tilstilli Linus Pauling, sem þykir þó of ,,vafasamur“ fyrir sumar stofnanir! Hvað um það, þá fór Dr. Bmce Ames við Berkeleyháskólann yfir allar C-vítamínrannsónir á dýrum og sýndi fram á öflug hamlandi áhrif þess á margar tegundir krabbameins. Rannsóknir á mönnum eru mun færri en vinna dr. Linus Pauling og dr. Ewan Cameron bendir til, að í stórum skömmtum geti það hamlað vexti sumra krabbameina í mönnum.

Dr. E. Bjelke sýndi fram á í rannsóknum á 5000 Bandarikjamönnum og 8000 Norðmönnum, að þeir sem neyttu mikils C-vítamíns höfðu miklu lægri tíðni krabbameins í maga, ristli og endaþarmi. Mikið af þessum krabbameinum virðast tilkomin vegna rangs fæðuvals, og þá sérstaklega vegna neyslu á nítntum og nítrötum, sem mynda N-nitroso sambönd í meltingarvegi. C-vítamín er einmitt mjög öflugur hemill á það. Hinsvegar þarf stóra skammta, og 2 grömm hafa reynst hindra 80-90% nítrata í fæðunni í að breytast.

Rannsóknir við Læknaskóla Suður- Kaliforníu hafa sýnt, að C-vítamín vemd ar frumur, sem hýsa krabbameinsvalda eins og 3-mehylcholanthrene og geta auk þess snúið við breytingum, sem orðið hafa í krabbameinsátt í frumum í ræktun. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum NCI og National Institute of Health (NIH) og fleiri í sept. 1990 um C-vítamín. Þar tóku þátt margir af þekktustu vísindamönnum í C-vítamín rannsóknum í heiminum. Þrátt fyrir það sniðgengu flestir yfirmenn hinna ýmsu  deilda NCI ráðstefnuna svo og öll stærstu læknatímaritin nema JAMA.

Þar kom m.a. fram að C- vítamín minnkar ekki bara hættuna á krabba meini heldur kemur það að gagni sem meðferð,  og þá fyrst og fremst til að draga úr aukaverkunum adriamycin- meðferðar á hjartað. C-vítamín spilar einnig stórt hlutverk í vörnum gegn æðakölkun, og í stórum skömmtum (500 földum ráðl. dagsk.) hindrar það vöxt HIV (AIDS) í frumurækt. Svipað á við um L-glutathion, en HIV sjúklinga skortir það yfirleitt. Það hamlar vexti veirunnar því það truflar umritun erfðaefnis hennar. Nýleg greining (meta-analysa) á 90 tölfræði rannsóknum á C-vítamíni sýnir einnig mun minni krabbameinsáhættu hjá þeim sem neyta mest af því. Það þarf því varla lengur vitnanna við.

b). E-vitamín er einnig oxunarvari og varnar krabbameini. 1988 birtu Dr. P. Kneckt og félagar finnska rannsókn á 21.000 mönnum, sem var fylgt eftir í 10 ár. Menn með mikla E-vítamín neyslu höfðu 30% lægri líkur á öllum tegundum krabbameins. Í síðari rannsókn fylgdu þeir 15.000 konum í átta ár. Konur með lágt E-vítamín í blóði höfðu 60% meiri líkur á krabbameini. Þetta er einmitt algengur skortur meðal kvenna á íslandi. Selen og E-vítamín vinna saman og í áðumefndum rannsóknum höfðu konur með litla selen og E-vítamínneyslu 10 sinnum hærri tíðni brjóstakrabbameins. Í innleiddum brjóstakrabba í dýrum verka selen og E-vítamín betur saman en hvort þeirra fyrir sig. Lungnakrabbi tengist einnig E-vítamíni.

Í tilraun Dr. M. Menkes var fylgt eftir hópi manna, en 88 þeirra fengu síðar lungnakrabbamein. þeir reyndust hafa mun lægri E-vítamín í blóði en samanburð ar hópurinn. Skammtar E-vitamíns og C-vítamíns sem duga til að hamla krabbameini, eru mun hærri en hægt er að fá úr fæðunni. Samkvæmt sumum rannsóknum er það a.m.k. 200 iu (mg) á dag og allt í 800. Neysla þess í tilraunum  allt að 3-4 g/dag í allt að 11 ár hefur reynst án flest allra aukaverkana eða í 0.8% tilfella og kom  þá helst fram í storkutruflunum og óþoli í maga. Neysla svo hárra skammta er þó ekki ráðlögð nema í samráði við lækni. E-vítamínolía hefur líka reynst vel gegn slímhimnubólgum í melting arvegi og flýtir fyrir bata hennar í krabbameins sjúklingum, eftir lyfjameðferð. E-vítamín hefur  getað hindrað æxlismyndun í dýrum í fjölda til rauna.

c). A-vítamín.
í yfirliti allra aðalrannsókna komust dr. T. Kummet og F. Meyskins við Arizonháskóla að eftirfarandi: „Varnandi áhrif A-vítamíns hafa fundist á næstum öllum stöðum krabbameins“. Flestar rannsóknir hafa í raun mælt beta-caroten, sem er eitt af 500 carotenóíðum, og komist að því að það veitir öflugri vörn en A-vítamínið sjálft, sem er afarheppilegt, þar sem það er ekki eitrað í stórum skömmtum eins og A-vítamín. Stærsta rannsóknin hingað til er japönsk og var framkvæmd á 250.000 manns árið 1965. 10 árum seinna höfðu 7377 fengið krabbamein og helst þeir, sem neyttu lítils betacarotens. Tíðni lungna-, maga-, ristil-, blöruhálskirtils-og leghálskrabbmeins var mun hærri. Fjöldi annara rannsókna segir það sama. Auk þess eru afleiður A-vítamíns notuð sem krabbameinslyf eins og all-trans retinoic sýra. Forstigs breytingar krabbameins (leukoplakia) í munni hafa snúist við að tveimur þriðju við það að gefin var blanda af A-vítamíni og beta-carotens.

d). Selen. Dr. Bruce Ames,
þekktur lífefnafræðingur og krabbameinssérfræðingur við Berkeleyháskólann hefur farið yfir allar dýra til raunir, sem sýna að selen hamlar myndun krabbameins í brjóstum, lifur, húð, og ristli. Tölfræðirannsóknir, sem áður er vitnað í frá Finnlandi sýna, að fólki með lágt selen í blóði, er mun hættara við lungnakrabba. Frá húðsjúkdómadeild Bonnháskóla komu svipaðar niðurstöður tengdar hinum hættulegu sortuæxlis (melanoma) húðaæxlum og bentu rannsóknir til þess, að skortur selensins hefði komið á undan krabbameininu. Áður var vitað að selen verndar gegn UV- geislum, sem er stærsti áhættuþáttur húðkrabbameina. Ráðlagður skammtur á dag er 50-200 microg. í lífræna forminu selenomethionine,natrfum (sodium-) selenite er verri kostur.

e). L-glutathione hamlar krabbameini.
Líkaminn býr stöðugt til glutathion úr ammósýrunum L- cysteine og L-methionine og C-vítamíni. Efnið er aðal vörn líkamans gegn oxandi og alkylerandi efnum í frumunum sjálfum. Magn þess dvínar með aldrinum og er talinn einn þáttur öldrunar. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á glutathioni og engin prófað áratuga gjöf þess. það er hinsvegar vitað, að fólk með lágt magn þess í frumum fær fleiri sjúkdóma og eldist hraðar en aðrir. Hægt er að auka framleiðslu líkamans á því með því að gefa acetyl-cystein eða L-cystein og L-methionine í töfluformi. Einnig eru til L-glutathion töflur, og magn þess virðist þurfa að vera 250 mg á dag. Efnið verndar t.d. gegn aflatoxini, sem er öflugur krabbameinsvaldur í lifur.

f). Co-ensím QIO.
Er hluti af öndunarkeðju frumunnar og líkaminn getur ekki framleitt það. Það er framleitt úr co-ensími Q sem er víða í fæðunni. Magn þess minnkar með aldrinum vegna ensíms, sem minnkar og breytir Q í QIO í lifur. Efnið verndar gegn krabbameinsvöldum eins og dibenspyrene, sem er hættulegasta efnið í tóbaki. Efnið hefur verið mikið notað í Japan í meira en áratug, og mikið notað við hjartasjúkdómum. Gjöfþess er umdeild en á örugglega eftir að aukast, þegar meira kemur í ljós um gagsemi þess. Magnið er oft 30-60 mg á dag.

11.  Ónæmiskerfið og krabbamein
. Oxunarvarar varna krabbameini bæði beint og óbeint með því að styrkja ónæmiskerfið. Þessi vitneskja er enn á fárra vörum, en innan ákveðins hóps vísindamanna er þetta vel þekkt. Vísindamenn við ríkisháskólann í Colorado komust að því á 7. áratugnum, að með því að bæta stórum skömmtum af E-vítamíni í fæðu dýra, mátti verja þau fyrir ýmsum sjúkdómum og eiturefnum,.sem bætt var í fæðu þeirra. Langtíma gjöf oxunarvara getur komið í veg fyrir hnignun ónæmiskerfisins, sem fylgir öldrun. Ekki er vitað hversu stórir skammtar henta fólki almennt, en tilraunir benda til þess, að nauðsynlegt sé að fá stærri skammta en finnast í venjulegu fæði. Samkvæmt nýlegri tilraun, sem birtist í breska tímaritinu The Lancet (10/92), þá dregur gjöf einfalds fjölvítamíns töluvert úr sýkingartíðni gamals fólks. Ástæðan er sennilega öflugra ónæmiskerfi.

12. Lífsnauðsynlegar fitusýrur varna krabbameini.
Þetta er enn eitt atriðið, sem lítið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Fólk veit því ekki, að líkaminn getur ekki sjálfur framleitt tvær mikilvægar fitusýmr enda þótt þær séu nauðsynlegar til að tryggja góða heilsu. Þetta eru linoleicsýra (omega -6) og linolenicsýra (omega-3). Nú til dags innihalda ekki margar fæðutegundir báðar þessar fitusýmr. Sojabaunir, ólívur, valhnetur, hörfræ, graskersfræ og aldin eru sjaldgæf á matseðli þorra fólks.

Notast má við olíur úr þeim, ef þær eru einungis kaldpressaðar og ómengaðar. Slíkar olíur er erfitt að fá, því allar fjöldaframleiddar olíur eins og eru t.d. í smjörliki og annarri steikingarfeiti, eru nú unnar þannig, að mest af lífsnauðsynlegum fitusýrum þeirra skemmast í vinnslunni. Í kaldpressuðum olíum eru fitusýrumar í svonefndri. cis-mynd og aðeins í þeirri mynd nýtast þær líkamanum. Með hitun og vinnslu breytast þær í trans- mynd sem gerir líkamanum ókleift að nýta þær. Í því formi eru fitusýrumar innantómar hitaeiningar, sem gera meiri skaða en gagn. Mjög fá fyrirtæki framleiða raunvemlega kaldpressaðar olíur og koma þær bestu úr ólívum, graskersfræjum, hörfræjum, sojabaunum eða valhnetum.

Eina kaldpressaða olían sem treysta má og fæst alls staðar, er Extra Virgin ólívuolía . Hún er græn á lit, en hún inniheldur því miður aðeins línoleicsýru, sem er af omega-6 röðinni, ekki línolenic sýruru sem er ein af omega-3 fitusýrunum. Til að fá línolenicsýru þarf að borða feitan fisk reglulega eða nota lýsi, sem inniheldur mikið af öðrum omega-3 fitusýr um, sem líkaminn notar í staðinn fyrir omega-3 fitusýmr eins og línolenic- sýru. En hvað kemur þetta krabbameini þá við? Olívuolían tengist málinu með þeim hætti, að hún er eina olían, sem ekki eykur hættu á krabbameini í tilraunadýrum, sem reynt er að framkalla í krabbamein.

Í þeim tilraunum kemur lýsið næst að gæðum. Allar hinar fjölómettuðu fitusýurmar eins og kornsafflower- og sólblómaolíur auka líkurnar á krabbameini og gera það í réttu hlutfalli við magnið. Ýmislegt bendir líka til þess, að lífsnauðsynlegar fitusýrur geti truflað vöxt krabbameins með beinum hætti. Dr. N. Dippenaar og félagar við læknaskólann í Pretoríu S. Afriku gátu stoppað og snúið við vexti illkynja frumuræktunar með gjöf gamma-línolenicsýru. Dr. R. Tanure og félagar gáfu tveim rottuhópum kornolíu (inniheldur linoleic sým, omega-6) en þriðja hópnum gáfu þeir að auki lýsi, sem er ríkt af linólenicsýru (omega-3).

Þeir innleiddu svo krabbamein í hópana með dimethylhydrazini, sem veldur ristil- og endaþarmskrabba. Æxlin hjá hópnum, sem fékk lýsið, voru mun færri í heildina . Dr. C. Campell við Cornellháskólann sýndi fram á með marktækum hætti, að hægt væri að hamla vexti krabbameins með lýsisgjöf. Hvemig þetta gerist er óljóst, en þetta er talið tengjast jafnvægi prostaglandina, efna sem stjóma innra starfi frumanna. Þar sem skortur er á lífsnauðsynlegu fitusýmnum omega-3 og omega-6, eru mun meiri líkur á truflun á vexti fruma, og aðrar olíur virðast ekki koma í þeirra stað . Með þetta í huga er best að kaupa aldrei neina olíu nema græna ólívuolíu, nema þú vitir að hún sé kaldpressuð, og það er ekki næg trygging að það standi á umbúðunum.

13. Krabbamein í neysluvatni.
Hreint vatn er það af gæðum lífsins, sem mjög fáir geta notið. Meira að segja mjög margir íslendingar úti á landsbyggðinni búa við ótrygg vatnsból,þar sem bæði skordýr og óhreinindi berast með neysluvatninu.  Starfsmenn  Colganstofnunarinnar í Kalifomíu, sem m.a. rannsakar neysluvatn, ferðuðust um Bandaríkin og fundu aðeins einn stað með minni mengun en 20 ppm, sem kallast hreint. Oftast er það 300-700 ppm. En hvernig tengist það krabbameini? Það hefur ekki verið sýnt fram á það beint, en líkami sem verður stöðugt fyrir vægri eitrun, starfar ekki eðlilega og hættan á sjúkdómum eykst. Erlendis er mikil eftirspum eftir vatnshreinsibúnaði, sem dregur til sín eiturefni.

Tækin eru misgóð ,og gæðin skipta meira máli en verðið. Án þess að fara út í ofmikið tæknimál er hægt að segja, að besti búnaðurinn sé svonefnt öflugt fjögurra þrepa osmosatæki með cellulosa triacetat (CTA) síu í lokin. Það er Kodakfyrirtækið, sem framleiðir slíkt hreinsitæki. Er lausnin þá ,,átappað vatn“ ? Svarið erjá og nei. Sumt flöskuvatn á markaðnum er bara venjulegt kranavatn á flöskum. Orðið lindarvatn-„spring water“- getur verið hluti af nafni viðkomandi fyrirtækisins án þess að vera lindarvatn, mímörg dæmi er um slíkt. Perrier fyrirtækið franska þurfti að innkalla 160 milljón flöskur eftir mengun frá benseni í vatninu, sem rakin var til gallaðra sía. Bensen er þekktur krabbameinsvaldur. Samkvæmt reglugerð Mat- væla- og lyfjastofnunnar Bandarikjanna (FDA) þarf ekki að mæla bensen í neysluvatn, en það er notað sem sótthreinsiefni. Það flöskuvatn sem hægt er að treysta er því það sem er eymað. Það inniheldur 2-12 ppm mengunarefni að jafnaði.

14. Fæðumengun veldur krabbameini. Árið 1989 fór bandaríski verkalýðs-leiðtoginn Cesar Chavez í hungurverkfall til að mótmæla því, að landbúnaðarverkamenn þyrftu að vinna með krabbameinsvaldandi efni, sem notuð væru við ræktun grape ávaxta. Stuttu síðar beindust sjónir manna að eiturefninu Alar, sem gerir rauð epli fallegri. Skaðsemi Alar var þegar þekkt árið 1984, en bandaríska umhverfisráðuneytið EPA ætlaði sér ekki að banna notkun þess fyrr en árið 1992. Leikkonan Meryl Streep vakti athygli umheimsins á þeirri hættu, sem börnum stafaði af efninu. EPA hafði engu að síður með höndum upplýsingar, sem bentu til þess að 6000 Bandaríkjamenn gætu fengið krabbamein af völdum Alareiturefnisins áður en það yrði tekið úr umferð. Eftir almenn mótmæli varð epplaiðnaðurinn hræddur og þröngvaði Uniroyal Chemicals, framleiðanda Alar, til að taka efnið af markaðnum og hætta framleiðslu þess.

Árið 1989 skaut eiturefnið Heptaclor upp kollinum í 400.000 kjúklingum í Arkansas,en notkun þess hafði verið bönnuð 1978,. Eiturefnið Parathion, sem notað er á „broccoli“ og ómögulegt er að þvo það almennilega af, hefur einnig vakið opinbera umræðu. Fiskur í stóru vötnum í Ameríku er hættulega mengaður af DDT og Deldrin, sem eru hættulegir krabbameinsvaldar. Jafnvel ein máltíð af menguðum fiski stóreykur hættuna á krabbameini. DDT og PCB finnast í íslenskri mjólk og í brjóstamjólk eskimóakvenna. Kjöt víða um heim er mjög mengað, og víða er lítið eða ekkert eftirlit með eiturefnum í matvælum. Mikið er flutt inn af ávöxtum og grænmeti án þess að neitt sé vitað um hugsanleg eiturefni, sem með þeim kunna að berast, og í sjónmáli er aukinn innflutningur matvæla til landsins. Hérlendis er léleg aðstaða til að rannsaka eiturefni. Hægt er að prófa nokkrar tegundir og aðeins í mjög litlu magni .

Árið 1989 fór saksóknari í Kalifomíu ásamt samtökunum „Public Citizen, The Natural Resource Defence Council“ og fleiri aðilum í mál við EPA. Var stofnunin sökuð um að vera ófær um að vernda borgarana eins og henni væri ætlað að gera. Meðal kæruefna var sá fjöldi krabbameinsvaldandi efna, sem enn væri í umferð svo sem eins og Benomyl, Trifluralin, Phosmet, Chlordimeform, Mancozeb, Dichlorvos og Dicofal. Sannanastaflinn er fjallhár. Þeir sem kaupa fíkjur, döðlur, rúsínur, bóghveiti, hafra, hveiti eða rúg, eiga á hættu að neyta þessara efna. Hvað er til ráða ? Eina leiðin er að kaupa vörur, sem sannanlega eru lífrænt ræktaðar. Framboð á lífrænt ræktuðum matvælum eykst stöðugt, en fæst enn sem komið er helst í heilsubúðum. Fiskur frá Ástralíu, Nýja Sjálandi, Noregi, Alaska og Íslandi er minnst mengaði fiskurinn á heimsmarkaðnum. Víða er hægt að fá upplýsingar um lífrænar landbúnaðarvöruri eins og nauta- og fuglakjöt, þar á meðal hjá bandarísku Colganstofnuninm, sem áður er nefnd.

Ýmsir krabbameinsvaldar finnast í fæðunni og eru þeir þar frá náttúurnnar hendi. Dæmi um þetta eru sveppir (agaricus bisporus), sem innihalda hydrazine með krabbameinslíkindin 0.1%, brúnt sinnep hefur svipaða áhættu í sér fólgna, en það inniheldur allyl isothiocyanate. Kryddjurtirnar Estragon (fáfnisgras), Basilikum og Fennel (fennikka) innihalda krabbameinsvaldinn estragole. Kaffi, te og rauðvín innihalda tannín. Sveifjurtirnar blaðselja (sellerí), nípa (parsnip) og steinselja (parsley) innihalda allar psoralen. Jurtin comfrey er allra verst. Hún inniheldur symphytin. og krabbameinslíkumar af neyslu hennar eru 6% (55a).

Engu að síður ert hún enn seld víða um heim sem te. Mímörg tilfelli um lifrarskemmdir í fólki og krabbamein í dýrum eru rakin til neyslu hennar. Hún er reyndar víða bönnuð. Á hinn bóginn inniheldur hún efnið allantoin, sem er mjög græðandi og er það notað í ýmis efni og lyf, fegmruarlyf og „body lotion“, en er þá eingöngu ætluð til notkunar útvortis . Fita í grilluðum mat inniheldur mikið magn krabbameinsvalda . Mygla framleiðir aflatoxín, sem veldur lifrarkrabbameini. Dósamatur inniheldur blý, sem veikir ónæmiskefið. Eins og sjá má leynast hættumar víða, en með skynsemi má forðast þær flestar, sem einhverju máli skipta.

15. Krabbamein í vinnunni. Árið 1989 gaf bandaríski landlæknirinn út skýrslu þar sem sagði, að 2300 efni væru meintir krabbameinsvaldar og síðan hefur þeim fjölgað. Það er flókið og erfitt mál að sanna að krabbamein sé atvinnu sjúkdómur, og vanalega tekur áratugi að sýna fram á það samband. Þegar verkamenn veikjast, er orðið of seint að sanna nokkuð í málinu. Auk þess sem aðrir þættir koma við sögu en þeir, sem tengjast vinnunni. Asbest er gott dæmi. Heilbrigðisyfirvöld neituðu því árum saman að það ylli krabbameini.

Núna eru um 12.000 málaferii í gangi gegn asbest-iðnaðinum i Bandaríkunum. Formalín á svipaða sögu. Árið 1982 sagði Anne Gorsuch, forstöðumaður EPA í Bandaríkjunum, að notkun þess í iðnaði væri ,,smámál“ og toppar þar á bæ  voru sammála um það, svo ekkert var gert í mál inu. Síðan var toppunum bolað burtu eftir hneykslismál, og í framhaldi af því tóku ýmsar stofnanir og vísindamenn, sem létu sig almanna heill varða, höndum saman og tóku málið upp að nýju við nýja stjórnendur.

Árið 1984 viðurkenndi EPA skaðsemi þess, og 1986 kom út skýrsla frá þeim þar sem stóð, að formalín væri ,,líklegur krabbameinsvaldur í mönnum“. Enn þann dag í dag hefur lítið verið gert til að vernda fólk gegn því. Um 800.000 manns í fataiðnaðinum í Bandaríkjunum vinna innan um þetta efni, og hundruðir þúsunda annara í viðariðnaði. Að auki er það notað í framleiðslu líms, leysiefna, litarefna, áburðar, leðurs, málningar, pappírs, og plasts. Árið 1988 var dregið úr vinnueftirlitið þar ytra. ,,Leyfilegt“ magn fonnalíns í vinnuumhverfi er um 2/3 og krafist er, að fólk sé varað við því sem hugsanlegum krabbameinsvaldi.

Þörf er á reglum um leyfilegt magn í loftinu, sem fólk andar að sér. Töluverð hætta stafar af ýmsum efnum, sem strangara eftirlit er haft með. Gúmmíiðnaður hefur í för með sér tífallt aukna hættu á vélindakrabba. Vinna við plast eykur hættu á lungnakrabbameini fimmtíufallt og á lifrarkrabba tvöhundruðfallt. Methylen chlórið, sem notað er sem leysiefni í hársprey og til að koffein- sneyða kaffi, getur valdið krabbameini sé því andað að sér. Það er sums staðar notað enn, þrátt fyrir að FDA banni notkun þess. Vinna við ýmsa málma veldur krabbameini. Besta varúðarreglan er því þessi: ,,Ef þú getur ekki borðað efnið, komdu þá ekki við það og andaðu því ekki að þér“.

16. Haltu krabbameini utanhúss. Ný hús, nýjar innréttingar og húsgögn leka formalíni jafnt og þétt allt árið um kring í allt að 8 ár. Stærsti skaðvaldurinn á heimilinu, fyrir utan tóbaksreyk og vannæringu, er hins vegar Radongas. Radium finnst í jarðvegi og bergi, og er gasið niðurbrotsafurð þess. Það síast gegnum jarðveginn og sest að í lokuðum hólfum eins og húsum. Því betur sem hús eru einangruð, því meira safnast þar fyrir. Venjulegur styrkur er 0.1-4.0 picocurie, en í vel einangruðum og illa loftræstum húsum getur það orðið um 30 picocurie (56). Gildi yfir 4.0 er talið hafa krabbameinshættu í för með sér.

Árið 1988 kom skýrsla frá EPA, sem benti til þess að rekja mætti 5.000-20.000 árleg nýgengi lungnakrabba í Bandaríkjunum til Radongass. Í september 1988 lagði EPA og bandaríski landlæknirinn til, að öll heimili yrðu prófuð þar í landi með tilliti til Radongass. Flest ríki hafa þó ekkert gert enn, enda þótt búnaður til að prófa Radongas og formalín kosti ekki nema 1-2 þús. kr. Þess ber að geta hér, að á Íslandi er minnsta radonmengun í heiminum, vegna þess hve bergið hér er ungt. Mesta mengun er að finna víða í Svíþjóð og Finnlandi.

Til viðbótar við Radongas og formalín má bæta efnum efni eins og Acetone, Toluene, Benzen og fleiri efnum, sem notuð em í snyrtivörur og hreinlætisvörur, málningu o.þ.h. Lökin í rúminu þínu gefa meira að segja frá sér formalíngufu séu þau ekki úr hreinni bómull. Besta ráðið við þessu öllu er að lofta vel út á hverjum degi, því jafnvel í menguðustu borgum vestan hafs er mengunin inni 2-5 sinnum meiri en fyrir utan. Önnur leið er að kaupa aldrei neitt nema náttúmlegar vörur og efni, sem tryggt er að séu laus við eiturefni.

Til eru ágætar bækur sem fjalla um þetta efni. Má þar nefna ,,House Dangerous“ eftir Ellen Greenfield, 1989 Vintage Books, „The Non-Toxic Home“ eftir Debra Lynn Dadd, 1986 J.P. Tarcher. Ef þú lætur úða garðinn þinn, þá er það enn ein eituruppsprettan. Víða um heim er nú farið að nota vinveitt skordýr til að eyða óæskilegumskordýrum í görðum og ökrum, og reynist vel.

17. Útfjólubláir geislar valda krabbameini. Húðsjúkdómasérfræðingar hafa í áratugi varað okkur við því, að sólarljósið geti skemmt húðina. Árið 1987 fengu 526.000 Bandaríkjameim húðkrabbamein ,og er það algengasta krabbamein í veröldinni,jafn algengt og öll hin til samans. Það deyja hins vegar svo fáir úr því, að það vill gleymast. Frá 1960 hefur tilfellum flöguþekjukrabbameins fjölgað i Bandaríkjunum um 260% í körlum og 310% í konum. Melanoma, sem er langversta form húðkrabba, hefur fjölgað á sama tíma um 350% í körlum og 460% í konum.

Eftir því sem við göngum á ósonlagið eykst hættan. Þú þarft ekki að vera utanhúss til að vera í hættu, því milljónir manna nota sólarlampa. Og þrátt fyrir auglýsingar eins og þessa: ,,Okkar perur gefa aðeins frá sér uv-a geisla en ekki hina hættulegu uv-b geisla, sem geta valdið krabbameini“ þá er löngu sannað, að uv-a geislamir fara dýpra í húðina, og eru aðalástæðan fyrir öldrun hennar. Hrörnunin dregur úr vörnum húðarinnar gegn uv-b geislunum frá sólinni og eykur þar með krabbameinshættuna. Allir sólarlampar auka hættu á krabbameini.

Flúrósent ljós, sem víða eru í húsum, skemma einnig húðina, og geta stuðlað að krabbameini. Dr. Valerie Beral og félagar við læknaskóla í London og Sydneyháskóla, fundu út með samanburðar-hóptilraunum, að tíðni melanoma jókst 250% hjá þeim, sem unnu undir flúrósent ljósum. Ljósin gefa frá sér bæði uv-a og uv-b geisla, sem eru á breytilegum bylgjulengdum, og bæði geta valdið sólbruna  og innleitt krabbamein í dýrum við tilraunaað stæður. Lausnin er að hafa engin flúrósentljós í húsinu, og að viðhalda hæfilegum lit á húðinni, sem þannig ver þig gegn óumflýjanlegum geisl um. Sólvarnarkrem eru líka góð lausn, en þau innihalda yfirleit PABA (para-amino bensoic sýra), sem verndar gegn uv-b, en til að vernda gegn uv-a þarf efni eins og oxybenzone eða bensophenone. Vörumerki eins og „Aloe Gator“ og „Piz Buin“ uppfylla þau skilyrði. Að auki er vernd í að taka E-vítamín, A-vítamín, zink, B6 og fleiri vítamín.

18. Lyf geta valdið krabbameini. Sérlyfjaskrár og lyfjabækur eru fullar af lyfjum, sem sagt er að geti valdið krabbameini eða hafi gert það í dýratilraunum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá gera þau oftast meira gagn en ógagn sé þeim rétt beytt. Þetta á jafnt við um pilluna sem og sýklalyfin. Krabbameinslyf eru þau lyf sem langoftast valda krabbameini enda er enn þann dag í dag unnið samkvæmt þeirri meginreglu, að „með illu skal illt út reka“. Í Bandaríkjunum er áætlað að um 10.000 manns fái krabba af völdum lyfja á ári hverju. Af því draga menn þá niðurstöðu að nota aldrei lyf nema brýn þörf sé á. Geislun og röntgenmyndir og ýmsar skuggaefnisrannsóknir auka líkur á krabba þó í litlu magni sé.

Fjörtíu lungnamyndir um ævina auka hvítblæðishættu sjöfalt. Myndirnar hjá tannlækninum þínum geisla líka heilann um leið og tennurnar, og endurteknar myndir geta valdið heilakrabba. Í hinni 900 blaðsíðna. bók sinni ,,Radiation and Human Health“ segir John Gofman, prófessor í læknisfræðilegri eðlisfræði við Berkeley:“ fólk, þar með taldir læknar, hafa í rauninni ekki gert sér grein fyrir, að geislar úr læknisrannsóknum eru alls ekki óverulegir jafnvel ekki við bestu aðstæður. og krabbameinshætta geislunnar er mun meiri en þeim hefur verið talin trú um“. Því er best að nota röntgenrannsóknir sparlega.

19. Líkamsþjálfun minnkar líkur á krabbameini. Krabbameinsstofnanir hafa enn ekki tekið þetta inn í heilsuboðorð sín og er það miður. Fólk í góðu formi, og þeir sem æfa til að auka vöðva sína og minnka fitu, em á réttri braut. Eins ogrætt hefur verið um áður, er lítil líkamsfíta ein sterkasta forvörn gegn krabbameini. Þannig að þær æfingar, sem stefna að sem minnstri líkamsfitu, eru besta vömin. Krabbamein er einnig sjúkdómur öldrunar og ellihrumleika, þannig að sú þjálfun, sem hægir mest á eða seinkar mest ellinni, kemur best út sem forvörn. Fæðan, sem  við látum ofan í okkur, er einnig einn aðaláhættuþáttur krabbameins. Þeir sem neyta bestrar fæðu í hæfilegu magni, standa þannig best að vígi.

Í nýlegri bók sinni ,,Biomarkers, The 10 Determinants of Aging You Can Control“, setja tveir bandarískir prófessorar, annar í lyflæknisfræði og hinn í næringarfræði, og sérfræðingar við öldrunar og næringar rannsóknarstöð bandariska landbúnaðarráðuneytisins (USDA) við Tufts- háskólann í Boston, fram niðurstöður viðamikilla rannsókna á öldrun. þær sýna að hægt er að snúa við „klassískum öldrunareinkennum. Þeir raða einnig þeim þáttum upp í röð eftir því hversu mikilvægir þeir eru í að draga úr öldrun (sjá töflu 6).

Þeir 10 þættir ,,BIOMARKERS“ sem tengjast öldrun. (í mikilvægisröð)
1. Vöðvamassi. (vöðvar)
2. Styrkur. (kraftar)
3. Gmnnefnaskipti. (eru háð vöðvamassa)
4. Líkamsfituprósenta
5. Loftháð þol (vo2 max)
6. Blóðþrýstingur.
7. Insúlínnæmi (háð vöðvamassa, fitu, fæði)
8. Kólesteról /HDL-hlutfall.
9. Beinþéttni. (í réttu hlutfalli við vöðvamassa líkamans)
10. Geta til að stjórna hitastigi líkamans (háð grunnefnaskiptum)
(Heimild: Biomarkers. No D)

Fyrir nokkrum árum birtist í J.A.M.A., blaði bandrfsku læknasamtakanna, yfirlitsgrein eftir Dr. Walter Bortz. Þar var gerð úttekt á meira en 100 tilraunum, sem bentu til tengsla öldrunar og ýmissa hrömunarsjúkdóma. Niðurstöðurnar voru þær, að ástæða þessara sjúkdóma, sem falla venjulega undir „eðlilega“ öldrun, væri í rauninni hreyfingaleysi. Nýlega birtu IFBB, alþjóðasamtök vaxtarræktarmanna, skýrslu sem bar  nafnið „Body Building The Anti-Cancer Lifestyle“, unna af Colganstofnuninni í Kaliforníu, sem m.a. er þekkt fyrir rannsóknir á íþróttamönnum, næringu, krabbameini og öldrun. Þar er farið yfir allar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á áhættuþáttum krabbameins hjá íþróttamönnum.

Þar kom berlega í ljós, að vaxtarræktarmenn komu betur út en allir aðrir íþróttamenn með tilliti til áhættuþátta krabbameins. Allar íþróttir eru til bóta, en íþróttir eins og hlaup duga ekki ein sér, því hlaupara vantar vöðva á efri hluta líkamans. Tennis viðheldur ekki vöðvamassa, sund dugar illa til að halda fitu í skefjum og er léleg fyrir beinstyrkingu. Þjálfun með lóð ásamt einhvers konar þolþjálfun 2-4 sinnum í viku í 20-40 mín. lágmark, og besti kosturinn til að snúa við og hægja á hrörnun og því sem henni fylgir.

Fjöldi rannsókna staðfestir háa fylgni milli mikillar hreyfingar og lágrar krabbameinstíðni í ristli. Er það talið stafa af hraðari gegnumferð fæðunnar og breytingum á hormónaframleiðslu hjá þjálfuðu fólki. Konur sem stunda reglulega hreyfingu, hafa lægri tíðn krabbameins í brjóstum, legi, eggjastokkum og leghálsi. Á hinn bóginn hafa þeir, sem stunda íþróttir mikið utan dyra í sól, eins og sundmenn, hærri tíðni húðkrabbameins. Neysla vefjaaukandi hormóna, eins og víða tíðkast í íþróttum, ekki hvað síst í kraftaíþróttum, hefur í för með sér aukna krabbameinshættu í lifur sé þeirra neytt í töfluformi.

Hins vegar hafa kraftíþrótta menn hærra gmnngildi kynhormóna en meðaljóninn á meðan þolíþróttamenn hafa lægra en meðalgildi. Þrátt fyrir það, virðist tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli ekki aukast meðal þeirra, en kynhormón eru nauðsynleg fyrir vöxt þess. Þá eru ótalin tengsl þjálfunar við heilbrigðari“ lífsstíl, sem nauðsynlegur er a.m.k. fyrir þá sem taka íþrótt sína alvarlega.

Ef tekin er heildartíðni krabbameina, þá eru nokkrir þættir, sem taldir hafa verið líklegasta skýring á lægri tíðni. Tveir eru þar helst nefndir. Hinn fyrri er aukin virkni ensímkerfa, sem brjóta niður og gera mögulega krabbameinsvalda óvirk.. Er þar átt við ýmsa vaxandi þætti svonefndra radikala. Síðari þátturinn er aukin virkni ónæmiskerfisins. Þar er þó nukilvægt að lenda ekki í ,,ofþjálfun“ því þá miimkar virkni ónæmiskerfisins tímabundið.

Inn í það spilar svo næring og hvíld. Augsýnilegar takmarkanir á öllum tilraunum eiga sér siðferðilegar orsakir. Beinar tilraunir á mönnu eru útilokaðar og er því mest stuðst við tölfræði og dýratilraunir, og þó dýr gefi vísbendingu eru þau ekki menn, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Niðurstaðan, sem af öllum þessum upplýsingum má draga er því sú, að vilji menn raunvenilega forðast krabbamein eins og hverjum og einum er fært, þá þurfa menn að taka tillit til ofangreindra atriða, vilji menn vænta einhvers árangurs.

Sá lífsstíll, sem fólk þarf að temjá sér, er að finna á eftirfarandi töflu, sem byggir á niðurstöðum tilrauna:

Forvörn.jpgForvörn 2



Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: