Rannsóknir á Ginsengi

Það er ánægjulegt a sjá dæmi þess að íslenskir læknar eru farnir að sýna hinni merkilegu fornu lækningajurt PANAX GINSENG verðskuldaða athygli, en í nýlegu hefti Læknablaðsins (77,1991) er greint frá íslenskum athugunum sem staðfesta a8 VIRKU EFNIN í ginsengvörum eru því miður MJÖG MISMIKIL, nokkuð sem undirritaður fjallaði ítarlega um í heilsíðugrein í Morgunblaðinu 1988 (6. maí). Þetta er gæðaspurning sem fólk skyldi hafa íhuga við val á Ginseng til eigin nota og endilega krefja söluaðila upplýsinga um. Það er reyndar nauðsynlegt að gæta þess við val á öllum matvælum og ekki síst heilsuvörum, að ekki sé verið að kaupa köttinn í sekknum. Varan sé t.d. ekki komin fram yfir geymsluþol, að hún sé frá ábyrgum framleiðanda þar sem gæðaeftirlit er í lagi, hráefni eiturefnaprófuð reglulega og merking vörunnar fullnægjandi.

Ginseng: meiri eftirspurn en framboð
Vegna mikillar alþjóðlegar eftirspurnar er Gingseng í háu verði. Þegar svo er ástatt er  hættan á útþynntri, lélegri eða beinlínis svikinni  vöru mikil. Og tilhneiging er líka þegar um mikil gæði rótar eða virkra efnastaðla ginsengþykkni er að ræða, að dagleg notkun sé gefin upp lægri en æskilegt er. Dregur þetta úr hömlunni sem hátt verð gæðaginsengs setur neytendum. En minnkar hinsvegar líkurnar á þeim heilsuverndar áhrifum sem Ginseng raunverulega hefur. En heilsu farsgildi jurtarinnar er staðreynd, sem æ betur  hefur komið fram vegna mikils fjölda rannsókna  á lífefnavirkni Ginseng og innihaldsefna þess.

Lyf og heilsujurtir: Heimar í of litlum tengslum
Einkum eru það vísindamenn frá löndum sem frá fornu fari virða heilsugildi ginseng jurtarinnar, sem farið hafa að skoða eiginleika Ginseng með aðferðum nútíma lífefna- og lyfjarannsókna. Í löndum eins og Suður-Kóreu, Japan og Kína er gildi jurtarinnar mikið fyrir þjóðarbúið, bæði efnahagslega og með tilliti til heilsuverndar, auk fræðilegs áhuga á heilsuáhrifunum. Því er í þessum löndum fjármagn til staðar til þess að standa undir kostnaði við nútíma rannsóknir. Á vesturlöndum eru efnafræðilega samtengd lyf og afbrigði náttúrlegra efna stöðugt algengari á lyfja- og heilbrigðismarkaðnum.

Einkaleyfislöggjöfin gerir tekjur af nýtilbúnum efnum miklu meiri en af náttúrlegum efnum eða þegar þekktum lífrænum sameindum. Þó stunda vestrænir vísindamenn í vaxandi mæli rannsóknir á Ginseng og leita læknisfræðilega áhugaverðra Virkra efna í heilsujurtum bæði frá fornu fari og nýju (ethnofarmakología). Það breytir hinsvegar ekki þeirri stöðu að vegna mismunandi áherslu berast tiltölulega litlar upplýsingar um rannsóknir á Ginseng og heilsujurtum til vestrænna lyfjafræðinga og lækna. Þeirra sérfræðiþekking liggur í langflestum tilfellum ekki þar og tímarit þeirra og upplýsingamiðlar eru fátæk af fróðleik um heilsujurtararmsóknir.

Dæmi hér um má sjá þegar gáð er í Medline tölvugagnabankann, en leit þar að rannsóknum á Ginseng nú í apríl leiddi í ljós fáar heimildir og skýrslu Alþjóðlega Ginseng Þingsins m.a. ekki getið, en þing þetta er langstærsti vettvangurinn fyrir ginseng rannsóknir. Skipuleggjandinn, Kóreanska ginseng og tóbaks rannsóknastofnunin, er ríkisstofnun tengd Ríkiseinkasölu Suður-Kóreu. Ekki er því um utangarðaðila að ræða. En upplýsingar frá þeim fjórum þingum, sem haldin hafa verið finnast ekki í Medline tölvubankanum. Er um að kenna áhugaskorti á ginseng eða heilsujurtum almennt? Eða fordómum? Eða nær upplýsinga net Medline bara ekki til S-Kóreu?

Fimmta Alþjóðlega Ginseng þingið
Skýrsla 5. Alþjóðlega Þingsins, sem stóð yfir í Seoul frá 29. ágúst til 1. september 1988, barst undirrituðum í hendur nýlega. Greint er frá 29 rannsóknum flestum frá vísindamönnum í Kóreu og Japan. Þó em Bandaríkjamenn, Breti, Kanadamaður, Svisslendingur, Ítalir og Taivanbúar meðal fyrirlesara. Hinir síðastnefndu notuðu tölvuúrvinnslu á mjög nákvæmum púlsrita til þess að skrá aukningu lífsorkunnar (Chi) í kjölfar ginsengneyslu og voru annar tveggja aðila, sem nálguðust viðfangsefnið frá sjónarhóli austurlandalæknisfræði.

Af hálfu gestgjafanna var annarsvegar reynt, með mælingum virkra efna í ýmsum rótarhlutum, að bera saman fornar hugmyndir um gæði rótar miðað við lögun hennar og stærð. Hinsvegar voru rannsóknirnar á sviði líffræði og lyfjafræði. Stór hluti áhugans beindist að skoðun áhrifa á efnaskiptaferli í fólki, tilraunadýrum, vefjasýnum eða sérræktuðum frumum, til dæmis ýmsum gerðum krabbameinsfruma. Oft beinast rannsóknirnar að því að skýra hin heilsubætandi áhrif Ginsengs með því að skilja í sundur, og mæla með aðferðum vestrænar líftækni, hlutfallsleg áhrif frá ýmsu innihaldsefnum, einkum frá hinum 25 sérstöku lífefnum ginsengs, ginsenosiðunum svonefndu, en þau eru af efnaætt Saponína.

Vegna sumpart líkrar efnabyggingar er það algengur misskilningur að halda að ginseng saponínin (ginsenosíðin) séu af ætt stera og er nýlegt dæmi um þetta frá mars s.l. á forsíðu Tímans. Annar misskilningur kom þar jafnframt við sögu. En það er að það að virkni Ginseng líktist áhrifum kvenhormóna. Ímyndunaraflið hefur hér fyllt út í mynd sem byggir á sandi því þrátt fyrir jákvæð áhrif Ginsengs á framleiðslu margra hormóna, svo sem margra annarra lífefna, er fjarri sanni að sú virkni beinist bara að hormónum, hvað þá einu kvenkynshormóni sérstaklega. Fólk sem áhuga hefur á virkni þessarar heilsujurtar ætti að festa sér rækilega í minni að Ginseng saponín, öðru nafni Ginsenosíðar, eru hvorki hormón né sterar
.
Hvernig Ginseng saponín lækka kólesteról.
Ef nefndar eru nokkrar spennandi niðurstöður frá þinginu er gagnlegt að lýsa til nokkurrar hlítar niðurstöðum Chung No Joo frá lífefnafræðideild Kangweon Þjóðarháskólans í Kóreu. Hann greindi frá fjölþættum rannsóknum vinnuhóps síns og hóps frá Yonsei háskólanum í Seoul á eflingu fjölda móttakara lágþéttni fituprótína  (LDL), nokkuð sem skýrir með hvaða hætti það gerist að Ginseng lækkar kólesteról. Joo hafði í tveimur fyrri rannsóknum sýnt fram á áhrif Ginsengs til lækkunar kólesteróls í kanínum, sem ofaldar voru á kólesterólríku fæði. Til þess að rekja ferli áhrifanna beitti hann mælingum í mörgum liðum, sem ekki er hægt að rekja hér, aðferðalýsingin ein færi langt í að fylla eina dagblaðssíðu, en þess má geta, að auk þess að við sögu koma tvær geislavirkt merktar amínósýrur og geislavirkt merkt lágþéttni fitu prótín (Joð 125-LDL), þá framleiddi þessi doktorsgráðu hafi Liverpool háskólans geislavirkt ginsengsaponín til betri staðsetningar ginseng-áhrifanna. Bæði tilraunadýr og einangraðar ræktaðar frumur komu við sögu.

Af hinum ýmsu niðurstöðum er m.a. eftirtektarvert að áhrif Ginseng til eflingar aðlögunar, adaptogen virkni, koma rétt einu sinni fram í þessu dæmi. Þannig var kólesterólmagn í lifur tilraunamúsa er fengu of mikið kólesteról í fæðunni næstum helmingi minna hjá músum gefin ginsenosíð. Hinsvegar var kólesterólmagnið hjá músum á fæði með venjulegu kólesterólinnihaldi það sama, þrátt fyrir að sama magn ginsengvirkefna var gefið. Lækkun þríglyseríða var á samsvarandi hátt um fjórðungur, en aftur aðeins ef yfirmagn var af kólesteróli í fæðunni. LDL sameindin bindur kólesteról og er ein af flutningsaðferðum þess um líkamann.

Eins og fyrr er sáralítill munur ef um fæðu með eðlilegu kólesterólmagni er að ræða, sjá neðri tvö ferlin. Með samanburði á áhrifum neyslu ginsengs á tvö mismunandi afbrigði LDL móttakara var síðan hægt að leiða rökum að því að ginsengáhrifin stöfuðu af fjölgun móttakara, fremur en t.d. eflingu bindigetu þeirra. Ennfremur var sýnt með rannsóknum á einangruðum frumum úr eggjastokkum hamstra að meðal framleiðsla þeirra á RNS-kjarnsýru og prótínum jókst vegna áhrifa ginsengvirku efnanna, þá varð aukning á hormónaframleiðslu frumanna og jafnframt minnkaði aðalhráefnið til hormónaframleiðslunnar, kólesterólið, tilsvarandi.

Áhrif Ginseng til aukningar framleiðslu á gallsýrum. Þær myndast í lifur úr kólesteróli og eru ein af leiðunum sem Ginseng opnar til lækkunar á kólesteróli. Tilraunamýsnar átu fæði með háu kólesterólmagni samfara blöndu ginsengvirkefna (ferlið í miðju), eða Rbl ginsenosíð eingöngu (efst), hvortveggja 1 mg á dag. Neðsta ferlið eru dýr án ginsengefna. Dr. Joo dregur aðalniðurstöður rannsóknahópanna tveggja saman í eftirfarandi niðurlagsorðum: „Það virðist í ljósi ofangreindra rannsókna að ginsenosíðin valdi lækkun kólesteróls með örvun efnaskipta, þar á meðal meiri framleiðsla á gallsýrum í lifur og á hormónum í eggjastokkum og leiði til þess að það dragi úr hamlandi áhrifum kólesterólsins á framleiðslu LDS móttakara.“og örvun efnahvata.

Ginseng sýnir mjög víðtækna virkni, og bætir líðan fólks með ýmis heilsufars vandamál. Er það þannig ólíkt flestum lyfjum, sem eru oftast sértækari. Örvun  Ginseng í framleiðslu ýmissa lífefna hafa leitt til rannsókna á áhrifum þess, og einstakra ginsenosíða, á starfsemi lífefnahvata, (ensíma). Þau eru milliliðir við stjórn erfðaeiginleikanna á starfsemi frumunnar. A mynd 3 má sjá niðurstöður starfshóps Dr. Joo varðandi 17 mikilvæga lífefnahvata. Athyglisvert er að örvun lífefnahvatanna nær hámarki í sjö tilfellum við þynningu virku efnablöndunnar neðar en hundraðþúsundasta úr prósenti, og í einu dæmi þegar við 10 milljónustu þynningarprósentuna.

Í níu af dæmunum koma einnig fram hamlandi áhrif á efnahvata eftir að magn saponínanna er komið yfir visst hámark (t.d. M 0 asae og AIDH), en í helmingi tilfellanna kemur ekki hömlun fram. Sé aðaláhrifamáta ginsengsapónínanna að finna í áhrifum á starfsemi lífefnahvatanna svo sem þessi dæmi benda til þá skýrir það hina miklu breidd jákvæðra áhrifa, sem ginsengjurtin er þekkt fyrir. Yfirleitt ná örvandi áhrifin hámarki við lítið magn ginsenosíða og breitt bil er til þeirra þéttni þar sem hömlunaráhrif byrja. Bilið er þrengst í dæminu G6PDH.

Miðað við að seljendur ginsengvöru á Íslandi ráðleggja daglega neyslu, sem yfirleitt nær mest þriðjungi þess sem fólki í upprunalöndum jurtarinnar þykir hæfilegt, er ólíklegt að til vandamála af völdum ofneyslu Ginseng komi. Líklega taka ýmsir ginsengneytendur hinsvegar ekki til sín nægilegt magn til þess að finna fyrir virkninni. Auk þess er 2-5 vikur oftast sá tími sem það tekur fyrir líkama fólks að bregðast við og nýta sér nýju möguleikana sem áhrif ginsengvirkefnanna gefa efnaskiptunum. Að prófa Ginseng í einhverja daga einungis, er ekki raunhæf athugun, allrasíst ef ekki er um gæðaflokk að ræða.

Fyrsta flokks Ginseng er sjaldgæft svo rétt er að kanna vel það vörumerki sem fólk fjárfestir til lengdar í. Vegna áhrifa sinna getur Ginseng dregið úr þörf fyrir ýmis lyf og sjúklingar gera rétt í því að ræða um slíkt við lækni sinn, sem með því að fylgjast með sjúkdómseinkennum og með eftirlitsmælingum getur séð hvort þörf er minni lyfjatöku. Mynd 3. Hér dregur Dr. Joo saman niðurstöður rannsókna frá tíu ára tímabili. Sýnd eru áhrif ginsengefnablöndu í mismunandi hlutföllum á mikilvæga efnahvata (ensím) úr mönnum og dýrum Þar sem merkt er ÖR UPP nær örvunin á starfsemi viðkomandi efnahvata hámarki.

Við þá þéttni sem merkt er með ÖR NIÐUR fer ginsenosíða blandan að virka hamlandi á viðkomandi efnahvata. Virkni einstakra ginsenosíða er mismunandi eftir þeirri líkamsstarfsemi sem þau hafa áhrif á og þeirri þéttni, sem hvert saponín þarf til hámarksvirkni. Lækkun kólesteróls í eggjastokks frumunum sem sagt var frá hér að ofan, var til dæmis á svipuðu bili hjá Re-ginsenosíðinu við þynninguna 10 milljónustu úr prósent, hjá Rblog Rgl við milljónustu þynningu og hjá ginsenosíða blöndunni við 100.000% þynningu. Hlutföll ginsenosíðarma innbyrðis eru breytileg eftir afbrigðum ginsengplöntunar, aldri við uppskeru, vaxtarskilyrðum hennar og meðhöndlun. Ekki síst eru innbyrðis hlutföll efnanna háð aðferðum við gerð ginsenþykkna (extrakta).

Sé beðið um staðfestar mælingar á virku efnainnhaldi ginsengsöluvöm fær maður í flestum tilfellum afrit af mælingum gerðum með aðferð sem spannar heildarmagn ginsenosíða, sjaldan sundurgreiningu saponína. Það er reyndar varla nóg vitað um hver ákjósanlegustu hlutföllin líffræðilega séð væru, til þess að sundurgreining einstakra ginsengvirkefna hafi hagnýtt gildi enn sem komið er, nema til þess að greina á milli undirflokka jurtarinnar, svo sem milli kínversk japansks eða kóreansks uppruna, til þess að staðfesta gæðaflokk eða þegar um ginsengþykkni (extrakt) er að ræða, að ekki hafi verið skilinn frá einstök virk efni eða hluti þeirra.

Einstök, hreinsuð ginsenonsíð, með sértækari áhrif, eru á leiðinni að verða verslunarvara. Þau eru sum hver til öryggis- og áhrifaprófana sem sérlyf og með tilliti til þess siðgæðisstigs sem ríkir í heimum markaðshyggjunnar eru eftirlit og aðgát alltaf nauðsynlegt. Með þessu er alls ekki verið að vara við ginsengextröktum sem slíkum. Þegar þeir innihalda  eðlilegt magn af ginsenosóðum gengur uppsog virku efnanna inn í líkamann fljótt fyrir sig og hæfni  meltingarinnar getur ekki sett því skorður að öll  virk efnin losni úr rótinni.

En ýmis verðmæt efni  önnur en saponínin í ginsengrótinni kunna að verða eftir þegar þykkni er skilið frá. Til dæmis má minna á snefilefnið germaníum, sem finnst í einhverjum mæli í ginsengrótum. Þetta frumefni  gegnir mikilvægu efnahvatahlutverki við orku vinnslu í mítokondríum frumanna og óvíst er  hversu mikið af því fer í upplausn við framleiðslu  þykknis. Þó ginsenosíðin, sem fylgst er með mangi af í Ginseng frá ábyrgum framleiðendum, séu áhrifavaldur íjákvæðum áhrifum á sykursýki, þá eru þau ekki eini áhrifavaldurinn í Ginseng, hvað þetta  varðar.

Á 5. Alþjóðlega Ginsengþinginu greindi japanski lífefnafræðingurinn H. Okuda frá fundi  nýs efnaþáttar í Ginseng, sem studdi virki insúlíns  og reyndist við sérgreiningu vera hringlaga glútamínsýra. Í hve miklum mæli þetta efni, eða önnur sem ekki hafa verið uppgötuð sem mikilvæg, fer yfir í þykkni er spurning, sem greinarhöfundur svarar persónulega með því að kjósa að öðru jöfnu ginsengrótina, heila eða mulda, fremur en ginsengþykki eða extrakta, svo fremi að um sambærilega vörn að gæðum virðist vera að ræða.

Lokaorð um 5. Ginsengþingið
Ekki er rúm til að fjalla nánar um skýrslur frá þessu þingi um ginsengrannsóknir á þessum vettvangi, þó margt athyglisvert hafi komið þar fram. Nefna má í framhjáhlaupi áhrif Ginsengs á framleiðslu Prostaglandína, mikilvægra stýriefna í frumunum sem Omega 3 olíumar í lýsi eru meðal annars hráefni í. Einnig áhrif ginsengvirkra efna á stýriefnin Interleukín 1 og 2. Tvær greinar sýna fram á hamlandi áhrif jurtarinnar í tengslum við varðveislu minnisstarfseminnar. Önnur staðfestir og fyllir út skilning á örvun hennar við uppbyggingu prótína. Að lokum skal minnst á rannsókn sem sýndi að 3 grömm af ginsengþykkni flýttu afeitrun áfengis að meðaltali um 35%, miðað við mælingu 40 mínútum eftir drykkju áfengismagns sem svaraði til um það bil 1/3 úr flösku afbrennivíni, 70 grömm hreins vínanda miðað við 65 kg.  líkamsþunga.

Hollefni í íslenskum jurtum
Ekki verður skilið við þessa merku heilsujurt án þess að benda á að í íslenskri náttúru, jafnvel í garðinum þínum heima lesandi góður, er að finna margar heilsujurtir sem sumar hverjar gætu sýnt sig að vera álíka verðmætar og Ginseng fyrir heilsuna. Hvönnin kemur til álita í þessu sambandi bæði vegna langrar sögu um fjölþætt heilsubótaráhrif í evrópskri jurtalækningahefð og vegna rótarinnar, sem um aldir var lífgjafi margra forfeðra okkar, ekki síst í harðindum.

En það gildir um hvönnina, fjallgrösin, túnfífilinn, lyfjagrasið, vallhumalinn, aðalbláberin, sölin og aðrar álitlegar íslenskarjurtir sem vegna heilsugildis eru eftirsóttar á alþjóðamarkaði til markaðssetningar þeirra, hvort sem væri til innanlandsneyslu eða útflutnings, þá þarf skipulagða vinnslu, handhægar neyt endapakkningar, eiturefna- og gæða eftir lit og annað sem tilheyrir árangurríkri markaðsvöru. Síðast en ekki síst er þörf rannsókna af því tagi sem getið er um í þessari grein varðandi Ginseng. Þegar þær verða gerðar er greinarhöfundur þeirrar skoðunar að margir af þeim merkilegu eiginleikum sem ginsengjurtin býr yfir komi í ljós hjá innlendum jurtum.

Heimild: Skýrsla um 5. Alþjóðlegt þing um ginsengrannsóknir, Korean Ginseng and Tobacco Research Insti  tute, Dajoong, S-Korea, 1988.  G.V.V.

 

Höfundur: Geir Viðar Vilhjálmsson



Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: