Vallhumall
Vex á þurru valllendi eða graslendi. Blómgast í júní – ágúst. Ein fjölhæfasta lækningajurtin. Vallhumall hefur verið notaður til lækninga frá alda öðli. Dioscorides kallaði jurtina „hermannajurt“ vegna þess að hermenn notuðu hana mikið, bæði útvortis við útbrotum og sárum og innvortis við magakvillum og hún var lengi álitin nauðsynleg í þeirra útbúnaði. Í Frakklandi var hún stundum kölluð „smiðsjurt“, af því að smiðir notuðu hana til að stilla blóðrás, ef þeir skáru sig. Í Noregi og á Íslandi var hún mikið notuð til lækninga á dögum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs. Bjuggu menn þá til smyrsl úr blöðunum muldum og settu útí feiti (t.d. ósaltað smjör). Var þetta borið á sár og útbrot. Í Englandi var jurtin notuð sem fegrunarmeðal, því að þvo sér úr tei af henni, átti að vera öruggt meðal við hrukkum. Einnig var hún notuð við ölgerð, vegna bragðsins. Í Finnlandi og Rússlandi var hún mikið notuð til að græða sár. Svíinn Arvid Mannson, skrifaði árið 1642: „Vatn, sem soðið er á vallhumli er gott á ný sár, skal þvo þau uppúr þessu kvölds og morgna“. Daninn Henrik Harpestræng, notaði jurtina einnig sem sárameðal og einnig innvortis til að lækna eða stilla magakrampa.
Auðvitað fylgdi jurtinni allskonar hjátrú og dultrú. Í Englandi höfðu menn t.d. óbrigðult ráð við djöfulæði. Þá átti að syngja 7 messur yfir jurtinni, síðan átti að sjóða úr henni te, síðan skyldi sá sjúki drekka það úr kirkjuklukku. Nokkuð er það áberandi, að við athugun á fornum læknisráðum og meðulum, rekst maður oft á, að meðulin skal drekka úr kirkjuklukku. Sagan segir, að í mörgum kirkjum í Svíþjóð, hafi verið sett upp svohljóðandi auglýsing: „Hangi klukkan í kirkjunni og detti í höfuðið á einhverjum, borgar sóknin fyrir það 9 mörk, en detti hún á prestinn eða hringjarann, skulu þeir hitta sjálfa sig fyrir“. Þetta gæti vel bent til þess, að stundum hafi verið fitlað við klukkumar. Í Norður-Noregi notuðu menn vallhumal við fjölda sjúkdóma, s.s. magakveisu, skyrbjúg, gyllinæð, bronkítis, kvefi, nýrna- og blöðrusteinum. Einnig var hún notuð sem smyrsl við sár og sett í tönn við tannpínu.Notkun á vallhumli heyrir nú að mestu leyti sögunni til, en er þó ennþá nokkur. T.d. er eitt besta meðal við gigt, að nudda staðinn með jurtinni, blöðum og blómum. Einnig er það smyrsl sem búið er til úrjurtinni marinni í duft með feiti – mjög græðandi og hreinsandi.
Lægeplanter og trolddomsurter Plantemedicinens Kulturhistore
Hvítkál – læknir fátæka mannsins
Hvítkál er næringarikt og læknandi, notað við sjúkdómum í hundruð ára. Kálið hefur sérstakan kraft til að draga út gröft úr sárum og kýlum. Maður tekur bara kálblað, tekur grófa legginn úr, saxar það niður og leggur það á sjúka staðinn. Umbúðir getur maður búið til úr kálblöðum og bundið um með bómullar- eða ullartrafi. Kálið dregur svo mikið ár sárinu, að skipta verður oft. Þegar sárið er orðið hreint, grær það fljótt og vel. Ef sárið er mjög viðkvæmt, getur verið betra að dýfa kálinu augnablik í sjóðandi vatn, eða strauja það varlega með heitu járni, blaðið verður þá mjúkt og heitt. Einnig má nota kálið við kvölum, t.d. gigt, iskías, vöðva- eða taugaverkjum o.fl. Við verkjum er kálið alltaf haft heitt og lagt heitt á húðina, en fjarlægja skal alltaf grófa legginn. Kál lagt á bringu, léttir hósta og astma. Auk þess að innihalda prótín eða eggjahvítuefni, er íkálinu t.d. járn, kalíum, fosfór, og magnesíum og töluvert af A, B og C vítamínum. Best er að borða kál bæði hrátt og soðið.
Hvítlaukur
Þessa laukplöntu ræktuðu Norðurlandabúar snemma á öldum í svokölluðum „laukgörðum“. Hvítlaukur tilheyrði þá þeim útbúnaði, sem víkingar þeirra tíma tóku með sér í langar sjóferðir. Hvítlauknum var það að þakka, að þeir fengu ekki alvarlegan skyrbjúg. Reynslan hafði kennt þeim, að einn laukur á mann í viku hverri, var nægilegt til að halda skyrbjúg í skefjum. Upprunalegt heimkynni lauksins er á gresjunum í Mið-Asíu, og er hann nefndur sem læknismeðal á leirtöflum, sem fundist hafa við uppgröft við Persaflóa, og álitnar eru frá stórveldis tíma Babýlons fyrir ca. 5000 árum síðan. Einnig er um hann ritað í ca. 4000 ára gamalli kínverskri læknabók „Pents ‘ao“. Hinir fornu Egyptar notuðu einnig mikið af hvítlauk. Hinn gríski Herodot segir, að þegar Cheops-pyramidinn var reistur, hafi farið 1600 talentur (talenta-þriggja marka peningur) í kaup á rauðlauk, hvítlauk og radísum. Menn furðuðu sig á þessum upplýsingum, því enginn skildi í því að hinir egypsku ráðamenn væru svona umhyggjusamir um þræla sína og verkamenn, að troða í þá grænmeti. Sagt er að 360.000 manns hafi í 20 ár starfað við þessa byggingu, svo eitthvað þurfti nú til.
En þar sem mikill mannfjöldi er saman kominn, er einnig mikil hætta á farsóttum, ekki síst á þessum tímum, s.s. pest, taugaveiki, kólem og skyrbjúg.Skýringin á þessum birgðum af grænmeti hlýtur því að vera sú, að vitað hafi verið, að t.d. laukur og radísur væru ómissandi, til þess að hægt væri að framkvæma þetta mikla verk, því annars myndu farsóttir eða skyrbjúgur hafa herjað á mannskapinn. Hippokrates ráðlagði hvítlauk við þvagteppu, ormum, lungnabólgu, o.fl. og einnig sem bakstra við ígerðum og kýlum. Rómverjar settu laukinn í skemmda tönn við tannpínu og hélst það ráð fram á miðaldir því hinn franski Ambroise Paré (d. 1590) skrifar, að laukurinn drepi „orminn í tönninni“. Í Danmörku hefur laukurinn verið notaður í árþúsundir við brunasárum. Paré nefnir, að hann hafi lært, af gamalli konu, að nota hakkaðan lauk við brunasárum. Henrik Kokborg skrifar, að blanda eigi saman hvítlauk og hunangi og smyrja þessu í hárið til að auka hárvöxt, og einnig sé laukurinn góður á líkþorn. Í gamalli engilsaxneskri bók frá því um 900, er mælt með því, við öllum sjúkdómum, að drekka blöndu úr til helminga vígðu vatni og hvítlaukssoði og drekka þetta úr kirkjuklukku, þegar tungl er fullt. Laukurinn hefur í gegnum aldirnar verið álitinn hafa mikinn lækningamátt og einnig vítamíngjafi. –Lasgeplanter og trolddomsurter.
Flokkar:Jurtir