Æðahrörnun – Mannskæðasti sjúkdómurinn

Nýjar hugmyndir um æðahrörnun  (grein skrifuð 1991)

Inngangur
Um fátt hefur meira verið rætt í heilbrigðis málum vestrænna landa undanfarna áratugi, heldur en hinn mikla fjölda einstaklinga sem þjáist af sjúkdómum í æðakerfinu, sér í lagi kransæðasjúkdómum. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að skýra orsakir þessa vanda og má vera að einhver sannleikskjarni kunni að leynast í sumum þeirra þó að augljóst sé að enn hefur ekki tekist að komast fyrir rætur hans. Bent hefur verið á að sennilega hafi kransæðasjúkdómar verið afar sjaldgæfir hér á Íslandi á liðnum öldum og fyrsta örugglega skráða tilfellið var ekki fyrr en um 1930. Næsta áratug voru tilfellin teljandi á fingrum annarrar handar og það var ekki fyrr en eftir 1940 sem umtalsverð fjölgun fór að eiga sér stað. Nú deyr um það bil annar hver Íslendingur úr sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi, flestir úr kransæðasjúkdómum. Líka sögu má segja frá flestum nágrannalöndunum þó að í sumum þeirra hæfist þessi þróun nokkrum áratugum fyrr.

Það er því augljóst að eitthvað meira en lítið hefur gerst í lífsháttum allra þessara þjóða, sem orsakað hefur þennan ,,faraldur“. Ýmsir áhættuþættir hafa verið nefndir svo sem aukin tóbaksnotkun, minni hreyfing, meiri fita í fæðu, sér í lagi dýrafita og hert fita, offita, mikil sykurneysla og ótalmargt fleira. Allt þetta skiptir vafalaust máli en þó má telja næstum því öruggt að ekkert af þessu sé hinn eiginlegi sökudólgur heldur miklu fremur meðvirkir þættir.

Tilraunir með gerbreytt mataræði, ásamt breyttum lífsháttum, sem sagt er frá annarsstaðar hér í blaðinu, sýna svo að ekki verður um villst að hægt er að ná frábærum árangri gegn þessum vágesti sem herjað hefur á vestrænar þjóðir. Í tímaritinu Joumal of Orthemolecular Medicine, 2. ársfj. 1991, er mjög athyglisverð greinum þetta efni. Höfundurinn, dr. Joseph G. Hattersley, reifar þar hugmyndir sem e.t.v. eru ekki beinlínis nýjar en hann leggur þær fram á nýjan hátt og rökstyður þær svo vel að erfitt er að mótmæla ályktunum hans. Þess vegna tel ég að rétt sé að gefa lesendum Heilsuhringsins kost á að kynnast þessum hugmyndum sem, ef réttar eru, gætu bjargað ótöldum mannslífum.

Kólesteról og æðakölkun
Ein vinsælasta kenningin um orsakir æðakölkunar hefur lengi verið að kólesteról, sem við fáum úr fæðunni (eða myndast í lifrinni), setjist innan á æðaveggina í slagæðunum m.a. kransæðum hjartans og þrengi þær þar til þær lokast alveg, t.d. af smá blóðtappa. Þessi kenning er studd þeirri staðreynd að mikið af kólesteróli er næstum því ævinlega innan á slagæðaveggjum fólks með æðaþrengsli.

Samkvæmt því ætti því hátt kólesteról í blóði að valda kransæðasjúkdómum og allt sem lækkaði það að hjálpa til við að fyrirbyggja þá. Þetta passar bara ekki við raunveruleikann. Enda þótt nokkur fylgni sé á milli kólesteróls í blóði og kransæðasjúkdóma er þó langt í frá að beint samband sé þar á. Fólk deyr úr kransæðasjúkdómum, þó að það hafi eðlilegt kólesterólmagn í blóði og einstaklingar með allt of hátt kólesteról virðast lifa góðu lífi. Sem dæmi má nefna að Íslendingar eru yfirleitt með töluvert meira kólesteról í blóði en Bandaríkjamenn.

Þó deyja hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn en Íslendingar úr kransæðasjúkdómum. Einn sjúklingur dr. Omish, sem sagt er frá í annarri grein hér í blaðinu, var með alltof hátt kólesteról í blóði, enda þótt hann væri á fitu snauðu fæðu. Æðaþrengsli sem hann þjáðist af löguðust eigi að síður. Íslendingarhafa sennilega nærst á mjög kólesterólauðugri fæðu áður fyrr. Þó voru kransæðasjúkdómar örugglega mjög fátíðir og jafnvel óþekktir. Það er því sýnilegt að dæmið gengur ekki upp og enda þótt flestir telji að eitthvert samband sé á milli kólesteróls í blóði og kransæðasjúkdóma, þá er samt augljóst að fleira kemur til. Dr. Hattersley telur að hann sé með skýringu á þessu og hvað sem öðru líður, þá virðist dæmið ganga upp, sé það skoðað með hliðsjón af kenningu hans.

Mismunandi kolesterol
Dr. Hattersley (og margir aðrir) segja að kólesteról sé ekki alltaf eins. Hér er ekki átt við háþéttni- og lágþéttni-lipoprótein, sem bera kólesterólið um líkamann. Það sem Hattersley meinar er að við snertingu við súrefni breytist kólesterólið. Það gengur í efnasamband við súrefnið, oxast eins og efnafræðingar nefna það.Það efni sem þá myndast nefnir Hattersley „oxysterol“ og segir að sé stórhættulegt eitur fyrir æðakerfið. Það er einmitt þetta efni sem sest innan á æðaveggina og veldur kransæðasjúkdómum og blóðrásartruflunum í heila og útlimum sem stundum leiða til örkumla eða dauða. Sú breyting sem verður á kólesterólinu er hliðstæð og verður á fitu sem þránar. Það þýðir raunar að matvaran er óhæf til neyslu. „En úr hverju fáum við þá oxysterol? “

Við erum ekki vön því að borða skemmda matvöru kynni einhver að segja.Við höldum kannski að svo sé, en því miður er sú ekki raunin hvað oxysterol varðar. Við ýmiskonar vinnslu á matvöru sem inniheldur kólesteról myndast heilmikið af þessu hættulega efni. Sem dæmi má nefna þurrmjólk og eggjaduft, sem hvorttveggja er mikið notað í matvælaiðnaðinum t.d. í brauð og kökur, pakkasúpur og sósur og ótalmargt fleira. Þurrmjólk er auk þess notuð í súkkulaði, sælgæti, kakódrykki, ,,instant“ búðinga og sósur, auk ótal margs annars. Í svokallaðri „Formúlu“ mjólk, sem er þurrmjólk ætluð ungbörnum, er einnig oxysterol.

Oxysterol hefur líka fundist í brjóstamjólk, ef móðirin neytir fæðu sem inniheldur mikið af því. Hattersley segir frá því að fundist hafi samskonar skemmdir í kransæðum ungbarna og valda dauða fullorðins fólk og telur að ekki sé útilokað að einhver tilfelli svokallaðs vöggudauða sé raunverulega kransæðastífla. Í rannsókn sem dr. Hattersley segirfráreyndist5% af kólesteróli í fersku eggjadufti vera oxysterol.  Í ársgömlu eggjadufti var þessi tala komin upp í 40% Hattersley segir að ferskt óskemmt kólesteról sé líkamanum skaðlaust. Aðeins oxysterol getur valdið æðakölkun eða annarskonar skemmdum á æðakerfinu.

Þetta skýrir ótal margt sem áður var erfitt að átta sig á. Í gamla daga, fyrir tíma nútíma matvælaiðnaðar, var mjög lítið um oxysterol í matvælum. Þá gat fólk neytt kólesterólríkrar fæðu sér að meinalausu eins og ótal dæmi sanna. Með nútíma matvælaiðnaði varð þetta öðruvísi og hluti kólesterólsins breyttist í oxysterol í framleiðslunni. Auk þess var ýmis matvara rænd drjúgum hluta þeirra bætiefna sem hún hafði frá náttúrunnar hendi. Þetta jók enn á skaðleg áhrif oxysterolsins í fæðunni eins og síðar í þessari grein verður nánar skýrt. Oxysterol er mjög hættulegt efni. Tilraunadýr, sem gefið var oxysterol, sýndu merki um æðakölkun í kransæðum hjartans á innan við viku frá því að tilraunin hófst.

Bætiefni og oxysterol
Hattersley telur að viss bætiefni í fæðunni skipti sköpum um skaðsemi oxysterolsins. And oxarar í fæðunni (C-vítamín, E-vítamín, A- vítamín, zink, selen, germanium o.m.fl.) eru gagnlegir, bæði til að hindra oxun á kólesteróli í líkamanum og utan hans í matvælum. Þó telur hann að eitt vítamín úr B-flokknum skipti höfuðmáli. Þetta vítamín er B-6 eða pyridoxin. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að æðakölkun sé hörgulsjúkdómur – skortur á B-6 vítamíni, sem komi í ljós vegna stóraukinnar neyslu á oxysteroli, samfara skorti á þessu vítamíni í fæðunni, vegna margskonar verksmiðju- framleiddar matvöru, sem búið er að ræna sínum upprunalegu næringarefnum, þ.á.m. B-6 vítamíni.

Í greininni er m.a. vitnað í tvær rannsóknir, önnur var gerð við Kaliforníuháskóla rétt fyrir miðja öldina af vísindamönnunum J.F. Rinehart og L.D. Greenberg. Skýrsla um þá rannsókn var birt í Am. J. Pathology 25:481-492. Þeir notuðu rhesus apa við tilraunir sínar og gáfu þeim fæðu sem skorti mörg mismunandi næringarefni en var mjög auðug af dýra-eggjahvítu (kaseini). Þeir vonuðust eftir að einhverjir apanna fengju skorpulifur af þessu „ónáttúrlega“ fæði en það mistókst. Þess í stað fengu allir þeir apar sem skorti B-6 vítamín í fæðunni æðakölkun. Þeir apar sem-fengu B-6 aukalega fengu ekki æðakölkun og það enda þótt þá skorti önnur mikilvæg næringarefni.

Hin rannsóknin var gerð af F. Kuzuya og var niðurstaðan birt í Atherosclerosis IV, Berlin: Springer Ferlag: 275-277 (1977). Kuzuya notaði einnig rhesus apa við sínar tilraunir og gaf þeim B-6 snautt fæði. Að nokkrum tíma liðnum fengu þeir æðakölkun líkt og aparnir í tilraunum Rineharts. Þá gaf Kuzuya þeim B-6 vítamín og að nokkrum tíma liðnum var æðakerfið komið í samt lag aftur. Þannig sýndi hann fram á að á öpum að minnsta kosti, er hægt að framkalla æðakölkun og einnig að lækna hana eftir vild með því að stjórna neyslu þeirra á aðeins einu mikilvægu næringarefni. Hattersley útskýrir nákvæmlega í grein sinni, hvernig og hversvegna hann telur að B-6 vítamín geti komið í veg fyrir æðakölkun og jafnvel læknað hana eftir að hún er komin á alvarlegt stig. Sú útskýring er hinsvegar of flókin til þess að fólk, sem ekki hefur sérþekkingu á líffræði og lífefnafræði hafi gagn af, þó að ég reyndi að endursegja hér á íslensku þær útskýringar.

Mataræðið er lykillinn
Hvernig getum við svo nýtt okkur þessa vitneskju ef við gerum ráð fyrir að þessar upplýsingar séu réttar? Í vestrænum samfélögum má búast við að meira en annar hver einstaklingur deyi afvöldum sjúkdóma í æðakerfinu og verulegur fjöldi missir heilsuna á besta aldri af sömu ástæðu. Séu kenningar Hattersleys réttar mætti að öllum líkindum koma í veg fyrir flest þessi dauðsföll og jafnvel hjálpa þeim sem misst hafa heilsuna af þeirra völdum. Þetta passar mjög vel við rannsókn dr. Omish við San Fransisco háskóla, sem sagt er frá annarsstaðar í blaðinu.

Sé mataræði dr. Omish skoðað í ljósi kenninga dr. Hattersleys, kemur í ljós að sjúklingar hans fengu mat sem var algerlega laus við oxysterol og var þar að auki mjög auðugur af náttúrulegum vítamínum, m.a. B-6 (grænmeti, rótarávextir, belgjurtir, hnetur, heilkom og ávextir). Því var ekki nema eðlilegt að kransæðaþrengsli sjúklinganna löguðust, eins og varð líka raunin.

Augljóst er að mataræðið er lykillinn að heilbrigðu æðakerfi. Oxysterol finnst eins og áður segir, aðallega í unnum matvörum úr dýraríkinu, sér í lagi eggjadufti og þurrmjólk, og þar afleiðandi í öllum matvömm sem þessar vörur eru notaðar í. Sennilega er t.d. lítið sem ekkert oxysterol í nýmjólk. Við að skilja mjólkina í rjóma og undanrennu kemst hún í nána snertingu við andrúmsloftið og við það myndast trúlega eitthvað örlítið af oxysteroli, en það er þó sennilega mjög lítið.

Sama má líklega segja um að búa til smjör úr rjómanum. En ef þessi sami rjómi er þeyttur eða notaður í rjómaís kemst hann í miklu nánari snertingu við andrúmsloftið. Því má gera ráð fyrir að þeyttur rjómi og rjómaís séu miklu óhollari fyrir æðakerfið heldur en ferskur rjómi. Líkt má segja um egg. Ný fersk egg innihalda ekkert oxysterol. Eggjaþeyta og ferskar eggjarauður í majones em lakari, en eggjaduft og matvörur unnar úr því eru þó langverstar.

Oxysterol leynist víða
Verst er að erfitt er oft að vita hvort þurrmjólk Eða eggjaduft eru í tilbúnum matvælum.Þurrmjólk er t.d. oft notuð í stað nýmjólkur í ýmiskonar mat og jafnvel í að öðru leyti hollan mat, eins og t.d. AB mjólk, en í hana er bætt þurrmjólk í vinnslunni. Tilbúnar „instant“ súpur, sósur, ,,fromage“ og þess háttar matur er sérstaklega varhugaverður hvað þetta snertir. Sama má segja um margt sælgæti t.d. konfekt, súkkulaðikex og aðrar vörur sem súkkulaði er notað í, þ.á.m. ,,instant“ kakódrykki. Margt af þessu eru vörur sem börn og unglingar eru sólgin í.

Annað flokkast undir almennar matvörur. Bæði eggjaduft og þurrmjólk eru mikið notuð í brauðgerð, oftast í staðinn fyrir fersk egg og nýmjólk. Auk þess að vera handhægar eru þessar vörur ódýrari, miðað við þurrefnisinnihald, heldur en mjólk eða egg. Því má segja að næstum því sé ómögulegt að komast hjá að neyta einhvers af þessum vörum nema búa allan mat til sjálfur. Sennilega getur oxysterol einnig myndast á löngum tíma í ýmsum kjötvörum, jafnvel þó að þessar vörur séu geymdar í frystigeymslum. Því er trúlega best að geyma kjötvörur ekki lengur en nauðsynlegt er.

Mikilla rannsókna er þörf til að finna í hvaða matvælum oxysterol finnst helst og fyrr en þær rannsóknir hafa verið gerðar er ekki rétt að fullyrða mikið um þessa hluti. Loftþéttar plastumbúðir hindra að súrefni komist að og ættu því að draga úr myndum oxysterols í kólesterólríkri fæðu. A-vítamín, C-vítamín, E-vítamín og mörg fleiri efni í matvælum seinka eða hindra að oxysterol myndist, auk þess sem þessi sömu efni minnka líkur á að oxysterol myndist í líkamanum, en það getur gerst sé skortur á þessum næringarefnum, samfara neyslu á kólesteróli.

Öruggasta leiðin
Hattersley telur samt, og vitnar þar í ýmsa vísindamenn, að öruggasta leiðin sé þó að neyta B-6 vítamíns daglega í töfluformi. Heilbrigðum einstaklingum ætti að nægja að taka eina 20 mg töflu á dag en þeir sem komnir eru með þrengingar í æðar verða að taka meira. Talað hefur verið um að nota 100-200 mg á dag af B-6 vítamíni auk þess að mælt er með að nota C- og E-vítamín og blönduð B-vítamín (B-complex).

Ég hef hér reynt að endursegja í fáum orðum kjarnann í grein dr. Joseph G. Hattersley. Vafalaust munu ýmsir sem lesa greinina hrista höfuðið og segja að svona einfalt geti þetta ekki verið, þá hlyti fyrir löngu að vera búið að uppgötva það.Vel getur verið að svo sé, en hitt gæti einnig alveg eins verið, að boðskapur greinarinnar sé réttur. Sannleikurinn er nefnilega oftast einfaldur og þegar hann er orðinn lýðum ljós finnst öllum að þeir hafi vitað hann frá upphafi og undrast um leið þá blindu sem þeir hafi verið slegnir að sjá þetta ekki fyrr. Í trausti þess að hér sé merkilegt mál á ferðinni lýk ég svo þessari grein.
Heimild: Joseph G. Hattersley, M.A. Acquired Atherosclerosis: Theories of Causation, Novel Therapies Journal of Orthomolecular Medicine, 6. árg. nr.2,1991.

Höfundur : Ævar Jóhannesson

 

 



Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: