Kjarnaolíumeðferð ,,Aromatherapy“

Kjarnaolíumeðferð er meðferð sem ætluð er til hjálpar líkamsstarfseminni byggist á kjarnaolíum, sem unnar eru úr plöntum, blómum, ávöxtum og rótum.

Olíurnar eru eimaðar á mismunandi hátt kramdar með pressu og notuð fíta eða olía sem  dregur í sig kjarnaolíuna. Olíu sumra blóma er hægt að ná með því að leysa þau upp. Þá er hellt yfir blómin efni (venjulega bensíneter), sem dregur úr þeim kjarnaolíuna. Efnið gufar síðan upp en eftir situr kjarnaolían. Aðferðin er aðeins flóknari en í stórum dráttum er hún svona. Mest notaða nútíma aðferðin er gufueiming. Amaldo de Vilanova, Spánverji er líklegast sá fyrsti er ritaði lýsingu á eimingu á þrettándu öld og ef til vill er það hann sem flutti þessa þekkingu til Evrópu. Kjarnaolíur eru afar dýrar í vinnslu og til dæmis þarf tíu fötur af appelsínublómum til að ná einni fingurbjörg af nerolíkjarnaolíu. Það er þó mikil breidd í kostnaði olíanna.

Ef við sjáum olíu með lága prósentutölu, það er að segja að mikið magn þarf af plöntunni til að ná kjarnaolíu frá henni, t.d. rose eða jasmin, á frekar lágu verði, þá er olían ekki aðeins lággæða heldur er einnig búið að breyta henni á einhvern hátt. Einnig er möguleiki á að gerviolíu hafi verið blandað saman við hana. Ilmurinn gæti verið mjög góð eftirlíking.

Aðgátar er þörf. Hreina kjarnaolíu til lækninga framleiða aðeins viðurkennd fyrirtæki og eru þau undir eftirliti og fá stimplun á vörur sínar. Orðið „Aroma“ þýðir ilmur eða sæt lykt. Ilmur plöntunnar er í olíu hennar, sem er notuð í kjarnaolíumeðferðinni. Allt lifandi hefur lífskraft, afl eða sál, sem ekki er hægt að halda á eða sjá. Það er þessi lífskraftur sem er jafnvel til staðar þegar líkami mannsins er sjúkur og hann gefur okkur styrk til að leitast við að ná heilsu aftur.

Lífskraft plantna er heldur ekki hægt að sjá eða snerta en hann er sagður í kjarnaolíunni. Hún er talin hjarta plöntunnar. Kjarninn er allt niður í 0.1% olíunnar. Það er þessi kraftur sem við flytjum til líkamans við kjarnolíumeðferð. Hver olía hefur mismunandi lækningaáhrif á ákveðna hluti líkamans og orkurásir. Fyrir daga eimingar voru kjarnaolíumar unnar með handafli. Það er að segja, þrýstingi, pressu eða nýtingu fitu til að ná kjarnanum. Mest notaða aðferð nútímans er gufueiming. Arabískum lækni er úthlutað þeim heiðri að hafa fundið upp eimingu til að ná kjarnaolíu. Kjarnaolíunni er blandað í það sem kallað er blöndunarolíur eða burðarolíur.

Einnig eru þær notaðar óblandaðar í drykki, matargerð og böð. Ekki má nota allar tegundir óblandaðar. Saga ilmolía og áhrifa þeirra á líkamann er rakinn aftur til 2000 ára fyrir Kristsburð.Álitið er að Kínverjar hafi þekkt kjarnaolíur allt að fimm þúsund árum fyrir Krist. Fyrstu skrifuðu skýrslumar um kjarnaolíunotkun í Bretlandi eru frá þrettándu öld. Hanskagerðarmenn notuðu olíu til að fá ilm í hanskana og varð það þekkt sem staðreynd að á miðöldum á tíma kólerufaraldra og annarra smitsjúkdóma sýktust hanskagerðarmenn mjög sjaldan. Það var vegna þess að flestar kjarnaolíur eru afar sótthreinsandi. Egyptar notuðu þær mikið, bæði til snyrtinga og til að koma í veg fyrir rotnun látinna með því að smyrja líkin.

Á nítjándu öld fóru lyfjafræðingar að framleiða eftirlíkingar af kjarnaolíu, ódýrari í framleiðslu en einungis nothæfar sem ilmefni en ekki til lækninga. Síðan komu tilraunir til að herma eftir læknandi áhrifum olíanna. Þetta hefur haft þau áhrif að þekking á lækningamætti plantnanna var í hættu að gleymast. Á tuttugustu öldinni jókst áhugi á náttúruefnum aftur. Það er kannski vegna hinna mörgu gerviefna sem höfðu óæskilegar aukaverkanir, sem náttúruolíur hafa ekki. Olíumar eru notaðar í lyf, matvörur og snyrtivörur. Lyfjafræðingurinn Gattefosse skrifaði fyrstu nútíma bókina umkjarnaolíumeðferð.Vinna hans sýndi fram á, að mögulegt er fyrir kjarnaolíur að síast í gegnum húðina og ná til blóðsins sem síðan ber þær með sér í gegnum blóðrásina til líffæranna. Það er mismunandi hversu lengi olían er að berast til líffæra hvers einstaklings eða frá hálfri til tólf klukkustunda. Síun gegnum húð tekur aðeins nokkrar mínútur.

Dr. Jean Valet, franskur læknir sem gerði tilraunir með kjarnaolíur, notaði þær mjög mikið í bakstra sem voru vættir í olíu og settir á sýkta líkamshluta. Hann hafði til dæmis í meðferð ungan mann sem var með ljót brunaör frá bernsku og náði afar góðum árangri með olíubökstrum svo að örin hurfu næstum. Kjarnaolíumeðferð er notuð mikið af snyrtifræðingum, nuddurum og einnig færist mjög í vöxt að hjúkrunarfólk færi sér þessa þekkingu í nyt. Ég hef verið að vinna með kjarnaolíur í tvö ár. Það er ótrúlegt hvað þær geta gert ef þær eru notaðar að staðaldri.

Mjög gott er að nota jarðhnetuolíu að staðaldri út í baðvatn eins og einn tappa og setja síðan saman við kjarnaolíudropa sem hentar hverjum einstaklingi. Einnig er afar gott að fá rétta blöndu og setja út í baðið. Þeir sem nota sturtuböð geta borið olíuna á sig bæði fyrir bað og eftir bað. Margir nota kjarnaolíublöndu í staðinn fyrir önnur fegrunarlyf bæði á andlit og aðra líkamshluta. Ég hef orðið vör við að fólk sem hefur þjást af exemi hefur getið haldið því niðri með því að nota avócadóolíu með sótthreinsandi kjarnaolíu en þetta er afar einstaklingsbundið.

Bakstrar eru mjög áhrifaríkir til að hreinsa liði en það þarf mjög mikla þolinmæði til að vera með þá vegna þess að olían smitar fitu í föt fólks, en þeir sem hafa þolinmæðina uppskera góð laun. Persónulega nota ég afar mikið jarðhnetuolíu sem burðarolíu vegna þess að hún hefur mjög góða eiginleika til að opna húðina vel. Í hana blanda ég oftast avócadó og hveitikímsolíu, en síðan eru valdar kjarnaolíur sem henta hverjum einstaklingi en það fer eftir hvaða líffæri þarfnast mestrar hjálpar.

Í kjarnaolíumeðferð er kennd aðferð til að finna út veikustu orkurásir líffæra og síðan eru kjarnaolíumar vöðvaprófaðar áður en ákveðið er hvers hver einstaklingur þarfnast. Olíumar eru einnig notaðar við nudd og á þá hver einstaklingur sína olíu sem hæfir honum best. Ég hef tekið eftir því að ólífuolía er undantekningarlítið best sem blöndunarolía fyrir ung börn og einnig eldra fólk sem aðalolía. Það er allt of langt mál að telja upp olíurnar allar og hver er árangursríkust til lækninga við mismunandi sjúkdómum en mig langar til að telja upp nokkrar sem eru mjög alkunnar. Ég skrifa nöfnin á ensku því að fáir þekkja þær með íslenskum heitum.

Basil er afar gott til margs og er mér mjög hugljúft. Það þarf stundum ekki annað en að þefa af henni til að fá betri líðan en ekki má ofnota hana. Hún er bæði róandi og frískandi og hentar mjög mörgum.
Eucalyptus er einnig mjög góð til almennra nota og er notuð í margskonar kvef og hálsmeðul. Það er einnig mjög gott að þefa af henni eða láta smádropa í nefið til að hreinsa og örva starfsemi líkamans.
Lemon er einnig afar góð og má setja tvo þrjá dropa af henni út í te eða heitt hunangsvatn.
Teatree er hvorki bragð né lyktargóð, en hún er einna sterkust til að vinna á öflugust bakteríum og er mjög mikið notuð.
Þetta eru olíur sem eru afar örvandi fyrir líkamsstarfsemina. Næsti flokkur er miðflokkur kjarnaolía og í þeim flokki er Lavander, sem er afar fjölþætt, en frægust er hún fyrir eiginleika sína vegna bruna.
Juniper er einnig afar þekkt og talin allra meina bót.
Fennel er mér hugljúf og er sú kjarnaolía sem hvað mest er notuð vegna sjónörðugleika.
Geraníum er olía sem er notuð mjög mikið í fegrunarlyf og er sögð afar góð til að hjálpa þreyttri húð auk annarra góðra eiginleika.
Hyssop er vel þekkt í læknavísindum og er mjög styrkjandi. Gyðingar sögðu „Hvítþvoðu mig með hyssop og ég mun hreinn verða“.
Peppermint er mikil heilunarolía og er sagt að hægt sé að nota hana í staðinn fyrir asperín.

Ég nefni aðeins nokkrar olíur en þær eru til afar margar. Það eru þrír flokkar, hátónn, miðtónn og lágtónn en hann er slakandi ásamt margvíslegum heilunareiginleikum. Í stuttri grein er erfitt að vega og meta hvað segja á um meðferð kjarnaolíu en eitt er mér persónulega afar hugleikið, en það er að reyna að stuðla að því að sem flestir, sem hafa þurft að innibyrða mjög sterk lyf, fái tækifæri til að reyna kjarnaolíumeðferð.

Ég álít að það gæti hjálpað mikið, vegna þess að þurrkur vill oft koma í húð fólks og pirringur þegar lyfjanotkun er mikil. Ég hef fylgst með fólki sem hefur fengið olíu við sitt hæfi og séð að líðan verður miklu betri eftir að olían hefur verið borin á líkamann. Ég hef einnig fylgst með þegar kjarnolíu hefur verið blandað saman við vallhumalskrem og sett á illa brennda húð og álít að það hafi gefið góðan árangur og bæti líðan einstaklingsins. Íslensku jurtirnar eru enn óskrifað blað hvað vinnslu kjarnaolía lýtur en ég vona að framtíðin beri það í skauti sér að íslensku jurtirnar verði kannaðar með þessa vinnslu í huga. Kjarnolíumeðferð er eitt af mörgu sem maðurinn nýtir sér til að ná betra jarðlífi. Fæði, hreyfing, andlegt jafnvægi og baráttugleði eru þeir hlutir í lífi okkar sem segja til um hvort okkur gengur vel að nýta okkur jarðvist okkar. Kjarnaolían getur hjálpað mikið við að halda blóðrásinni eins hraustri og hægt er.

Í Austurlöndum fjær, í gamla daga, þá fór fólk, ekki til læknis er það var sjúkt, heldur á meðan það var hraust. Ef það veiktist eftir að hafa verið hjá lækninum og hann réð ekki sjúkdóminn fyrir, þá borguðu þeir honum ekki. Læknar þeirra tíma voru aðallega nálastungulæknar og það var þeirra að halda líkamanum hraustum með reglulegri meðferð á öllum þrýstipunktum líkamans og á þann hátt sáu þeir um rétta blóð og sogæðahringrás líkamans. Þessi kenning á rétt á sér í dag. Ef blóðrásin er í lagi og sogæðabrautir hreinar og á réttum hraða um líkamann, minnka líkur á krankleika í líkamanum. Til gamans ætla ég að geta þess að ef að sjúklingur dó varð læknirinn að flagga fyrir framan dyr sínar. Kjarnaolíur geta létt öllum baráttuna við að viðhalda líkamsjafnvægi ef þær eru rétt með farnar.

Heimild: Stuðst var við bókina Aromatherapy Practical, How to use essential oils to restore vitality eftir Shiriey Price.

Höfundur Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur, greinin skrifuð árið 1991 en Selma lést árið 2014.Flokkar:Meðferðir

%d