Líföndun ( Rebirthing ) – tækni til aukinnar lífsfyllingar

Líföndun er orð, sem hefur oft borið fyrir augu okkar upp á síðkastið. Okkur lék forvitni á að vita, hvað þetta fyrirbæri væri ög spurðum Friðrik Ágústsson, „Vivation“-þjálfara, um þetta mál. Friðrik rekur Lífsafl, Laugavegi 178 Reykjavík, en meginuppistaða starfseminnar þar er útgáfa og námskeiðahald. Á vegum Lífsafls hafa komið út hljóðsnældur með dáleiðslu og djúpslökun, sem snerta hin fjölbreyttustu málefni eins og megrun, reykingar og eflingu viljastyrks. Fyrir jólin gaf Lífsafl svo út bókina, Peningar eru vinir þínir, en höfundur hennar, Phil Laut er einn af frumkvöðlum „Vivation“ tækninnar sem talin er sú þróaðasta. Hann sótti okkur Íslendinga heim ífebrúar síðastliðnum og hélt námskeið ítengslum við útkomu bókarinnar hér á landi. Einn af þáttunum, sem námskeiðið byggir á, er einmitt Vivation.
Við spurðum  fyrst hvar lærði þú líföndun?

Friðrik: Líföndun kynntist ég fyrst á námskeiði hjá Erling Ellingsen, en hann notaði ,,Rebirthing“-tæknina. Þegar ég prófaði hana þar í fyrsta skipti uppgötvaði ég, að þessi tækni var ekki alveg ný fyrir mér. Ég hafði notað hana áður án þess að gera mér grein fyrir hvað ég hafði verið að gera, enda er líföndun svo náttúrlegt fyrirbrigði, að sjálfsagt eru margir sem hafa prófað hana án þess að gera sér grein fyrir því. Mér fannst ég ná tökum á tækninni strax og notaði hana mikið á sjálfan mig næstu vikumar. Síðan byrjaði ég að kynna hana fyrir vinum og vandamönnum og það smá vatt upp á sig.

Ég varð mér út um bókina ,,Vivation, the Science of Enjoying Allof Your Life“ eftir þá félaga Jim Leonard og Phil Laut. Þannig þreifaði ég mig áfram og byggði á eigin reynslu og annarra, lífandaði einn og með öðrum. Eins og allt annað sem ég geri læt ég árangurinn leiða mig áfram. Það sem skilar árangri vil ég nota en annað læt ég vera. Ég fylltist strax áhuga á að læra ,,Vivation“-tæknina sem fram kom íbókinni, hafði samband við Phil Laut og í framhaldi af því fór ég til Bandaríkjanna í þjálfun sem kallast „Vivation Professional Training“ hjá þessum frumkvöðlum „Vivation“-tækninnar.

Hh: Hvað er líföndun?
Friðrik: Líföndun er íslenskt nýyrði yfir fyrirbrigði sem á ensku kallast ,,Rebirthing“. Önnur kynslóð Líföndunar er það sem kallast Vivation og það er sú tækni sem ég nota. Bæði ,,Rebirthing“ og ,,Vivation“-kerfið byggir á sömu grunnaðferðinni, sem kallast hringöndun. Hringöndunin er notuð til að draga upp úr undirvitundinni það sem við köllum „orkuferli“ eða upplifanir sem við höfum ekki verið tilbúin að gangast við til fulls. Það geta verið tilfinningar á borð við ótta, kvíða, reiði eða jafnvel gleði og fögnuð. Það getur líka verið minning, hugsun eða eitthvað allt annað og óskilgreindara.

Munurinn á ,,Vivation-“ og ,,Rebirthing-“ tækninni felst aðallega í því að ,,Rebirthing“ hefur verið mikið tengt við fæðingarupplifun, enda væri bein þýðing á ,,Rebirthing“-hugtakinu ,,endurfæðingartækni“. Með ,,Rebirthing“ varhugmyndin sú að við gætum rutt öllum bælingum úr vitundinni og þannig öðlast fyllra og heilbrigðara líf. Djúpstæðasta og áhrifamesta reynsla hvers einstaklings væri fæðingin, -að koma í heiminn-, enda væri fæðingarupplifunin orðin vægast sagt ógnvekjandi lífsreynsla með tilkomu nútíma fæðingastofnana og mikið áfall að koma úr notalegri dimmri og hljóðdempaðri hlýjunni í móðurlífinu út í skjannabjarta, háværa og kalda fæðingarstofuna.

Klippt er miskunnarlaust á naflastrenginn, okkar einu lífæð fram að því og við verðum bara að gjöra svo vel að læra að anda í fyrsta skipti eða deyja að öðrum kosti. „Rebirthmg“-leiðbeinendur telja að þessi fyrsta lífsreynsla marki djúpstæð spor í viðhorf og tilfinningalíf hvers einstaklings, að fyrsta reynslan segi yfirleitt hverju barni það sama: ,,Hér er mér ekki óhætt, ég þarf að berjast fyrir lífinu“. Þetta er líka viðhorfið, sem mest áhersla er lögð á að tengjast og breyta með ,,Rebirthing“. Það gerum við með því að komast aftur í samband við þær tilfinningar, sem þetta viðhorf skapar og ganga í gegnum þær á nýjan hátt. Þetta getur aftur orðið til þess að við förum að muna þessar upplifanir jafnvel allt aftur til fæðingarstundarinnar. ,,Vivation“-kerfið leggur ekki eins mikla áherslu á fæðingarupplifunina, heldur er tekið eitt skref í einu og allar upplifanir álitnar jafn mikilvægar í úrvinnslu. Annað atriði sem skilur milli ,,Rebirthing“ og ,,Vivation“ er að í því síðarnefnda er almennt tekið á hlutunum með markvissari hætti, en það er undirstrikað af hinum fimm grunnþáttum „Vivation“-tækninnar.

Þegar verið er að tala um markvissa úrvinnslu, er mikilvægt að hafa það í huga, að hvorki leiðbeinandinn né ,,þiggjandinn“ (sá sem kemur í líföndun) stjórnar því hvað tekið er fyrir. Reynslan sýnir, að það sem skiptir mestu máli kemur alltaf upp í dagvitundina. Við skiljum ekki alltaf samhengið, en þar erum við komin inn á traust til æðri máttarvalda. Með líföndun getum við einmitt tengst æðruleysi og trausti á æðri máttarvöld í lífi okkar, hvaða nafni sem við nefnum þau. Við förum að sjá viðhorf og lífsferil okkar í nýju ljósi, sem auðveldar okkur að sættast við þá þætti, sem hingað til hafa skapað okkur vanlíðan og heilsuleysi.

Líföndunarleiðbeinendur líta svo á, að með því að ná andlegu heilbrigði skili líkamleg heilsa sér í kjölfarið. Við náum sambandi við þau viðhorf og þær tilfinningar sem hafa skapað það ástand sem við erum í núna. Með því að sættast við tilveruna eins og hún er, minnkum við streituna. Þannig sköpum við í okkur svigrúm til að endurheimta andlegt og líkamlegt heilbrigði ef eitthvað er að. Hér er rétt að undirstrika að líföndun gengur út frá því að í raun séum við öll fullkomin eins og við erum og ekkert að okkur. Því er líföndun alls ekki bundin við það að okkur finnist eitthvað vera að í lífinu, heldur geta þeir sem upplifa sig heilbrigða og jákvæða notað hana til að auðga líf sitt enn meira.

Hh: Áttu við að með þessari öndunartækni getum við náð að sættast við einhverja fyrri reynslu og þannig haft áhrif á heilsu okkar?
Friðrik: Já. Þegar talað er um heilsu og heil brigði dettur mörgum fyrst og fremst í hug líkamlegt atgervi og ástand. Flestum er þó jóst að líkamleg heilsa segir ekki nema hálfa söguna. Okkur gengur illa að njóta líkamlegrar heilsu ef andleg líðan er ekki góð. Og reyndar eru sífellt fleiri að uppgötva það sem kallast heildrænt heilbrigði.
Heildrænt heilbrigði er ekki nein ný bóla, enda töluðu Grikkir til forna um mikilvægi heilbrigðrar sálar í hraustum líkama.

Hins vegar hefur efnishyggja tuttugustu aldarinnar leitt okkur frá þessum sjálfsögðu lífssannindum. Við höfum mörg hver gleymt því að ef við ætlum að geta notið efnislegra gæða og líkamlegrar heilsu til fulls, verður okkur að líða vel andlega. Og þegar við skoðum fyrirbrigði eins og Heilun (Healing) þá kemur þar fram sú skoðun að allt okkar líkamlega ástand og reyndar allt sem gerist í lífi okkar eigi upptök sín í vitund okkar. Þar er talað um að aðstæður okkar í efnisheiminum, líkamlegar, félagslegar og fjárhagslegar, séu í raun endurspeglun á þeirri vitund sem býr að baki persónu okkar.

Hh: En hvernig hefur líföndun áhrif á þetta tilgóðs?
Friðrík: Við vitum að viðhorfokkarhafa geysimikil áhrif á líðan okkar. Til er fólk sem upplifir mikla vanlíðan og kvíða við að opinbera óskir sínar og skoðanir fyrir öðrum. Tökum sem dæmi að við viljum fá kauphækkun. Ef við höfum það viðhorf, að þetta sé ósanngjörn krafa hjá okkur eða að yfirmennirnir séu ósanngjarnir, er næsta víst að við upplifum kvíða og spennu við það að fara fram á kauphækkun. Þar sjáum við, hvernig hugsanir okkar og viðhorfhafa áhrifa tilfinningar okkar.

Nútíma læknavísindi eru yfirleitt farin að viðurkenna tengsl tilfinningalegra þátta eins og streitu annars vegar og hins vegar líkamlegra kvilla á borð við magasár, vöðvabólgu og meltingartruflanir. Síðan getum við beitt heilbrigðri skynsemi og séð tengslin milli vöðvabólgu og höfuðverks, meltingartruflana og lélegs næringarupptöku líkamans og yfirleitt ófullnægjandi starfsemi úthreinsunar- og ónæmiskerfis líkamans.

Þarna getum við því séð með einfaldri skynsemi, hvernig viðhorf okkar og hugsanir geta haft áhrif á líkamlega heilsu okkar. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að segja að efnislegir hlutir eins og mataræði og hreyfing hafi í raun lítið að segja eitt og sér, heldur sé það viðhorf okkar til þessara þátta, lífsins og okkar sjálfra sem skipta mestu máli. Þegar menn nái bata með einhverju kerfi, hvort sem það byggist á mataræði, æfingum eða einhverju öðru, þá eigi breytingin sér í raun stað í vitund viðkomandi einstaklings. Hann ákveður að taka ábyrgð á sínu lífi og gera það sem til þarf til að ná heilsu, hvað sem það kostar. Heilsan kemur fremst í forgangsröðina og mikilli orku, tíma og athygli er eytt í þetta forgangsverkefni.

Við hættum að gera það sem við trúum að sé óhollt fyrir okkur og förum að gera það sem við teljum stuðla að betri heilsu okkar. Þannig má líka segja að það sem raunverulega gerist er að við förum að trúa því að við séum á batavegi í stað þess að trúa að við séum á helvegi og breyting í mataræði eða öðrum lífsháttum er kannski fyrst og fremst sönnun þess að við trúum á þennan bata. Það fer engin að prófa sig áfram með makróbíótískt fæði. Jurtafæði, fæðubótarefni, líkamsrækt eða aðrar breytingar á lífsstíl nema að undangenginni breytingu á viðhorfum og forgangsröð. Og það er einmitt á þessu sviði sem líföndunin vinnur.

Með því að tengjast og sættast við bældar upplifanir náum við fram breytingu á viðhorfum og forgangsröð hjá okkur og minnkum um leið þörfina fyrir bælingu. Og það er þessi þörf fyrir bælingu sem orsakar svo mikið af vanlíðan í heiminum. Allskyns efni og athafnir eru notaðar til að flýja raunveruleikann eða breyta honum. Vímuefnaneysla, ofát, vinnufíkn, sjónvarpsgláp og hreyfingarleysi, tilfinningaleg einangrun frá öðrum, léleg sjálfsvirðing, þunglyndi og líkamlegir sjúkdómar sem orsakast af þessu öllu. Með því að ná að sættast við okkur eins og við erum í raun og veru getum við komið í veg fyrir sjúkdóma og líka lagað sjúkdóma sem komnir eru upp.

Hh: Hvernig fer líföndun fram?
Friðrik: Líföndun fer yfirleitt fram í einkatímum sem geta varað allt frá hálftíma til tveggja eða jafnvel þriggja klukkustunda. Yfirleitt varir líföndunar einkatími þó ekki lengur en tvær klukkustundir. Þá fer hluti tímans í undirbúning, útskýringar og slökun, líföndunin sjálf stendur yfir í um klukkustund og síðan er smátími í samræður um hvað kom upp í lífönduninni. Til eru margar útgáfur af líföndun, sem þjóna mismunandi tilgangi.

Líföndun í vatni, annað hvort heitu eða köldu framkallar sérstakar upplifanir og sömuleiðis hafa verið gerðar tilraunir með að lífanda í tengslum við einhverjar aðstæður eða hluti sem hafa mismunandi þýðingu fyrir þiggjandann. Ég býð upp á bæði einkatíma og námskeið þar sem ég nýti mér allar þessar útgáfur. Algengt er að í einkatíma liggi þiggjandinn til dæmis á nuddbekk undir teppi og fari inn í hringöndun. Til að útskýra þetta er einfaldast að skoða þýðingu á leiðbeiningum „Vivation“-tækninnar úr bókinni “ Vivation, the Science of Enjoying All ofYour Life“. Þessar leiðbeiningar kallast fimm grunnþættir „Vivation“-tækninnar.

Fyrsti þáttur líföndunar hringöndun.
Hringöndun kallast sérhver tegund öndunar sem uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:
1) Inn- og útöndun mynda samfellda ölduhreyfingu þannig að engin hlé séu á milli.
2) Útöndunin er afslöppuð og henni er alls ekkert stjórnað. Hvorki með því að halda aftur af henni né með því að pressa á eftir henni.
3) Ef innöndun er gegnum nefið, er útöndunin það einnig. Ef innöndun er gegnum munninn, er útöndunin það einnig.

Þrjár tegundir hringöndunar:
A) Djúp og hæg hringöndun: Hún hentar vel við upphaf hverrar Líföndunar og/eða eftir að þú hefur náð fullsátt við (integrated) eitthvert orkuferli og ert að byrja í nýju orkuferli. Mikið súrefni gerir þig meðvitaðri um orkuferlið og hæga öndunin auðveldar þér einbeitingu.
B) Hröð og grunn hringöndun:
Hún hentar best þegar þú ert að upplifa mjög kraftmikið orkuferli. Grunna öndunin gerir þér auðveldara að þola ferlið og hröð öndun flýtir fyrir því að þú upphefjir ferlið (sættist við það). Þegar þessari öndun er beitt er mjög mikilvægt að beina fullri athygli að smáatriðum orkuferlisins vegna þess hve hratt hlutirnir gerast.
C) Hröð og djúp hringöndun: Þessi öndunaraðferð er best þegar upp kemur orkuferli sem leitast við að draga þig út úr líkamanum (t.d. syfja). Mikið súrefnismagn heldur þér í líkamanum og hröð öndum flýtir fyrir að þú upphefjir ferlið (sættist við það).

Vöðvakrampi: Það er þegar ýmsir vöðvar líkamans spennast af sjálfsdáðum. Flestir sem prófa Líföndun upplifa vöðvakrampa í einhverri mynd fyrr eða síðar. Hann myndast þegar útönduninni er stjórnað. Annað hvort þegar við pressum útöndunina eða höldum aftur af henni. Það gerum við stundum þegar orkuferli er að birtast sem við ekki viljum horfast í augu við. Það er ekkert rangt við vöðvakrampa, en leiðin út úr honum er að slaka á (sérstaklega á útönduninni) og ef krampinn verður magnaður þá er best að beita hraðri og grunnri öndun.

Annar þáttur líföndunar -Algjör slökun.
Þegar við viljum ekki verða meðvituð um eitthvert orkuferli beitum við oft truflunum eins og kláða, smáhreyfingum, vöðvaspennu o.þ.h. til að beina athyglinni frá orkuferlinu. Ef við veljum að slaka á og beina athyglinni hlutlaust að trufluninni í stað þess að bregðast við henni (t. d. með hreyfingu), verður kláði eða önnur truflun oft að mikilvægum þætti einhvers orkuferlis. Ef við öndum okkur þannig í gegnum truflunina, liggur oft mikilvæg upplifun rétt undir trufluninni. Líföndun hefur verið lýst sem „slökunaraðferð svo áhrifamikilli að spennan kemur aldrei aftur.“
Algjör slökun er mjög mikilvæg til að gera okkur næmari fyrir orkuflæðinu í líkamanum þannig að við upplifun hvert orkuferli til fulls. Það skilar mestum árangri.

Þriðji þáttur líföndunar – Gerðu þér nákvæma grein fyrir tilfinningum þínum.
Í Líföndun reynum við að hafa athyglina/meðvitundina eins mikið og mögulegt er í líðandi stund, til að skoða upplifun augnabliksins til fullnustu. Nærtækast er að skoða hvað gerist í líkamanum. Þegar talað er um orkuferli er oft átt við tilfinningar, en þó getur það raunar verið hvað sem er. Kitlandi tilfinning í tánni, jarm í rollu einhversstaðar fyrir utan, eða minningin um lyktina af kökunum hennar ömmu. Hvað sem vekur athygli þína þegar þú ert í Líföndun, er nákvæmlega það sem þú ættir helst að skoða til fulls á því augnabliki. Það er óþarfi að útiloka hljóð eða aðrar „ytri“ upplifanir til að einbeita okkur. Við leyfum öllum upplifunum að streyma í gegnum okkur án þess að dæma þær eða hindra. Ef okkur finnst einhver upplifun trufla einbeitingu okkar, er best að beina athyglinni að þessari ,,truflun“ og skoða hvernig við bregðumst við henni. Þannig upphefjum við og náum sátt við truflunina, losnum undan valdi hennar og getum einbeitt okkur að næsta orkuferli. Við erum alltaf að upplifa eitthvað.

Fjórði þáttur líföndunar – Friður og sátt við hverja tilfinningu.
Hugurinn dæmir og flokkar í sífellu allar upplifanir okkar. Sumar eru flokkaðar góðar en aðrar slæmar. Sumar réttar og aðrar rangar. Þetta gerum við með því að bera upplifun augnabliksins saman við það sem við ímyndum okkur að ,,ætti að vera“. Þannig komumst við oft að þeirri niðurstöðu, að það sem við erum að upplifa nú sé ekki nógu gott, verðum ósátt og í framhaldi af því finnum við fyrir vanlíðan og þörf fyrir að bæla þessa upplifun með einhverjum hætti, -að verða ómeðvituð um hana. Staðreyndin er samt sú að augnablikið er eins og það er og gæti hvorki verið verra né betra. í raun er augnablikið fullkomið, í raun er öll tilveran Guðdómleg sæla, en við höfum lært að „greina rétt frá röngu“ og viljum oft ekki kannast við það „ranga“ í okkur sjálfum. Allar upplifanir eiga sér svörun í líkama okkar og til að útiloka það „ranga“ í okkur þurfum við að draga athyglina frá þeim líkamshluta sem við upplifum „það ranga“ í.

Þannig minnkum við orkuflæði til viðkomandi líkamshluta með því að skapa þar spennu og stíflu í súrefnis- og orkuflæði. Það eru þessar stíflur sem líföndunin ryður úr vegi og þá koma bældu tilfinningamar/upplifanirnar fram í meðvitundina. Þá er mjög mikilvægt að skoða viðkomandi upplifun hlutlaust og afslappað, til að við getum skilið að hún var í raun Guðdómleg forréttindi og bráðnauðsynleg til að skila okkur þangað sem við erum nú. Án myrkurs myndum við ekki skynja ljósið. Án þjáningarinnar gætum við heldur ekki upplifað sæluna sem fylgir því að losna undan henni. Við berum ekki eina upplifun saman við aðra heldur skoðum við hverja upplifun fyrir sig. Þá getum við séð að hún er nákvæmlega það sem hún er,- og fullkomin sem slík. Þegar við hættum að dæma upplifun augnabliksins, uppgötvum við að hægt er að njóta hvaða upplifunar sem er. Og jafnvel getum við skynjað hversu stórkostlegt kraftaverk það er að við séum yfirleitt til. – Að okkur gefist kostur á að upplifa tilveruna í öllum sínum fjölbreytileika. Með því að sætta okkur við sérhverja upplifun eins og hún er, upphefjum við hana í alsælu.

Fimmti þáttur líföndunar – Gerðu hvað sem þú vilt, vilji er allt sem þarf.
Það er í raun ekkert sem þú átt að gera í líföndun. Til dæmis hafa ýmsir fest sig í því að rembast við að sættast við eitthvert orkuferli til að losna úr því. Þá yfirsést viðkomandi sú einfalda staðreynd að sterkasta orkuferlið á því augnabliki er einmitt það að rembast við að ná sátt. Ef við skoðum það orkuferli hlutlaust og sættum okkur við það („Hér er ég að rembast við að ná sátt“), þá næst sátt við rembinginn og við getum tekist á við næsta orkuferli.
Fyrstu fjórir grunnþættirnir eru í raun forskrift og slíkar forskriftir falla ekki alltaf að öllum veruleikanum. Þess vegna mælum við eindregið með því að gera tilraunir. Markmiðið með lífönduninni er að ná sátt við sérhverja upplifun, með því að hætta að segja okkur hvernig hver upplifun á að vera og leyfa henni þess í stað að vera eins og hún er. Sleppa takinu. Leyfa umhverfinu, tilfinningum okkar og hugsunum, líkama, löngunum og allri tilverunni að vera eins og hún er án nokkurrar íhlutunar okkar. Hvað sem þú vilt gera er það rétta vegna þess að þú vilt það.

Hh: Er þá hverjum sem er óhætt að prófa líföndun einn síns lið?
Friðrik: Það er hægt og ekkert hættulegt í sjálfu sér, en ég mæli samt ekki með því að prófa líföndun nema með reyndum þjálfara í það minnsta fyrstu tíu skiptin. Ástæðan er einföld, við erum að vinna með upplifanir sem við höfum bælt á sínum tíma vegna þess að við vorum ekki tilbúin að leyfa okkur að upplifa þær til fulls. Þótt líföndunin geti losað um bælinguna er það ekki öruggt að við séum tilbúin að ganga í gegnum viðkomandi upplifun án stuðnings. Þá getur það orðið til þess að við förum að stjórna útönduninni til að forðast að upplifunin eða orkuferlið komi upp og þá er hætta á vöðvakrampa. Og vöðvakrampi getur verið mjög óþægileg upplifun, þótt hann geti líka verið nauðsynlegur eins og annar sársauki í lífinu. Ég sem sagt mæli ekki með því að fólk prófi líföndun nema hjá reyndum þjálfara.

Höfundur: Friðrik Ágústsson líföndunarþjálfari, greinin skrifuð árið 1991.Flokkar:Meðferðir

%d bloggers like this: