Er hér e.t.v. fundinn lykillinn að starfsemi ónæmiskerfisins?
Í þessari grein (skrifuð 1989) ætla ég að ræða um snefilefnið
germanium, sem nú síðustu árin hefur vakið mikinn áhuga vísindamanna víðs vegar um heiminn. Upphaflega var ætlun mín að skrifa kafla um germanium í greinaflokknum „Nýjar leiðir í krabbameinslækningum“, en eftir að mér bárust í hendur fjölmargar upplýsingar, sem ég áður hafði ekki vitneskju um, ákvað ég að skrifa heldur sjálfstæða grein um þetta snefilefni. Þetta þýðir engan veginn að ég hafi gefist upp við að skrifa um nýjar leiðir í krabbameinslækningum.
Því fer víðsfjarri. Germanium fellur ein mitt mæta vel inn í umræður um það efni, en vegna þess að margir aðrir sjúkdómar tengjast germanium á einn eða annan hátt, taldi ég réttara að fjalla frekar um lækningamátt germaniums almennt, heldur en taka krabbamein eitt sér útúr en láta aðra sjúkdóma bíða. Þeim sem lesa þessa grein virðist e.t.v. eftir lestur hennar að efni hennar hljóti að vera að meira eða minna leyti skrum eða óskhyggja, en ég fullvissa lesendur um að ég hef margar og góðar heimildir fyrir efni hennar og hef ekki bætt neinu þar við frá eigin brjósti, enda þótt sumt af því kunni að virðast ótrúlegt við fyrstu sýn.
Inngangur
Snefilefnið germanium er frumefni, hið 32. í röðinni í lotukerfinu og telst til þeirra efna sem á íslensku nefnast torleiðarar. Önnur efni með líka eiginleika eru kolefni og kísill, Sem eins og vitað er, gegna veigamiklu hlutverki í öllum lifandi verum. Germanium komst í sviðsljósið skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar uppgötvað var að nota mátti sérstæða rafleiðnieiginleika germaniumkristalla til að búa til transistora og afriðla, sem rafeindaiðnaðurinn tók í sína þjónustu, m.a. í útvarpsræki og tölvur. Germanium finnst í litlum mæli, 1-4 hlutum af milljón, í velflestum bergtegundum sem ekki eru mjög mikið útskolaðar af vatni. Því má gera ráð fyrir að snefill af því sé í flestum jarðvegi. Lítið var vitað um líffræðilegar verkanir germaniums á Vesturlöndum þangað til fyrir nokkrum árum.
Almennt var talið að það væri ónauðsynlegt snefilefni og magn þess í fæðu skipti því ekki máli á meðan það væri ekki í miklu magni, sem ólíklegt var talið að gæti átt sér stað. En nú víkur sögunni austur til Japans. Skömmu eftir heimsstyrjöldina var japanska vísindamanninum Kazuhiko Asai falið að rannsaka og gera úttekt á germaniuminnihaldi í japönskum kolum, en í sumum kolum finnst nokkurt magn germaniums. Hann komst að þeirri niðurstöðu að jurtirnar sem kolin mynduðust forðum daga úr, hlytu að hafa safnað í sig gerrnaniuin úr jarðveginum og því fyndist meira germanium í kolum en í berginu í kring. Þetta varð til þess að hann för að rannsaka hvort germanium fyndist einnig í nútímajurtum.
Niðurstöðurnar úr þeim rannsóknum voru að flestar jurtir innihaldi eitthvað af germanium, en þó mjög lítið. Undantekningar voru þó nokkrar jurtir, sem þekktar eru fyrir lækningamátt og eru notaðar víða um heim til að bæta ýmsa sjúkdóma. Meðal jurta sem innihalda sérlega mikið germaniurn er hvítlaukur einna efstur á blaði. Einnig er mikið germanium í flestum ginsengtegundum, comfrey og einni japanskri hvannartegund (Suski, Angelica pubiscens). Nokkuð minna er í aloe vera og chlorella
Þessar niðurstöður urðu til þess að dr. Asai fékk þá hugmynd að germanium væri á einhvern hátt ómissandi fyrir lífið á jörðinni og að skortur þess kynni að leiða til ýmissa sjúkdóma, sem þó mætti e.t.v. lækna með því að fá meira germanium í fæðu eða á annan hátt, t.d. með notkun heilsujurta. Hann fór nú að gera tilraunir með að búa til lífræn efnasambönd sem innihéldu germanium í nægjanlega ríkum mæli, til að nota til að sannreyna þessa hugmynd sína. Eftir margra ára þrotlausar tilraunir tókst þetta. Nýja lífræna efnasambandið nefndi hann ,,Ge-132″ til styttingar en það heitir raunar ,,germanium carboxyethyl sesquioxid“. Til að gera lengri sögu styttri, þá prófaði hann Ge-132 fyrst á sjálfum sér, en hann þjáðist af illkynjaðri liðagigt sem læknar töldu ólæknandi.
Battinn fór hægt af stað, en að tíu dögum liðnum var hann þó fær um að ganga um íbúðina án mikilla þjáninga. Honum hélt áfram að batna og að nokkrum vikum liðnum taldi hann sig albata. Nokkrir kunningjar hans fóru nú einnig að prófa ,,nýja lyfíð“ við ýmsum ólíkum sjúkdómum, m.a. krabbameini, flogaveiki, og skorpulifur. Allir hlutu einhvern bata. Heilbrigðisyfirvöld komust nú að þessum tilraunum og bönnuðu frekar prófanir á fólki fyrr en dýratilraunir hefðu verið gerðar. Dýratilraunirnar sýndu engin merki um neins konar eiturverkanir eða uppsöfnun efnisins í líffærum, jafnvel þótt risaskammtar væni notaðir. Aftur á móti læknaði efnið ýmsa sjúkdóma í dýrunum, svo að dýralæknar mæltu eindregið með því að efnið yrði tekið í notkun svo fljótt sem auðið væri.
Að dýratilraununum loknum var farið að gera tilraunir með Ge-132 á fólki. Árangurinn var svo ótrúlegur að ýmsir áttu bágt með að trúa því að eitt efni gæti haft svo víðtækar verkanir. En staðleyndirnar töluðu sínu máli. Margar vísindaskýrslur um rannsóknir dr. Asais og annarra japana komu út á áttunda áratugnum en þær voru allar skrifaðar á japönsku og því óaðgengilegar vestrænum vísindamönnum. Árið 1980 kom svo út í enskri þýðingu bók dr. Asai ,,Miracle cure – Organic Germanium“. 1 bókinni tekur hann saman það helsta sem þá var vitað um lækningamátt Ge-132, auk þess að lýsa aðdraganda rannsókna sinna. Þessi bók er lykilrit um germanium og meiri hluti þeirra upplýsinga sem hér hafa verið sagðar á undan eru fengnar úr þeirri bók.
Rannsóknir a Vesturlöndum
Eftir að bók dr. Asais kom út urðu rannsóknir hans aðgengilegar vestrænum vísindamönnum. Í fyrstu voru margir fullir efa, enda varla að undra, því að svo lítur út að tæpast sé sá sjúkdómur finnanlegur sem Ge-132 hefur ekki bætandi áhrif á.
Nokkrir vísindamenn á vesturlöndum pöntuðu þó dálítið af efninu frá Japan til að prófa. Prófanirnar staðfestu í einu og öllu að skýrslur dr. Asais voru réttar. Vísindamenn í V- og A-Evrópu og Ameríku fóru að gera tilraunir með að búa til lífrænt germanium og nú eru á markaðinum germanium-pillur framleiddar á Vesturlöndum. Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um germanium var haldin í Hannover í V-Þýskalandi, árið 1984. Önnur var haldin í Nymegen í Hollandi í nóv. 1988. Sumt þeirra upplýsinga sem ég segi hér frá er fengið frá þessum ráðstefnum, en þar sögðu helstu sérfræðingar í gennamiumrannsóknum frá því markverðasta sem verið hefur að gerast í þessum málum síðasta áratug.
Germanium og ónæmiskerfið
Öllum sem rannsakað hafa líffræðileg áhrif lífræns germaniums ber saman um að áhrif þess á ónæmiskerfið séu margþætt og sláandi. Svo virðist að varla sé til sú virkni eða þáttur í því, að germanium komi þar ekki við sögu á einhvern hátt – pg ávallt til bóta. Sumt er að vísu langt frá því að vera fullrannsakað og margar tilgátur, réttar eða rangar bíða þess að verða sannaðar eða afsannaðar. Þó er orðið ljóst að germanium kemur jafnvægi á starfsemi ónæmiskerfisins – hindrar ofvirkni þess (ofnæmi – sjálfsónæmi) og eykur virkni þess sé hún bæld eða einhverjir þættir ónæmiskerfisins of lítið virkir.
Þetta gerist eftir ýmsum leiðum, eftir því hvað á bjátar hjá hverjum einstaklingi. Við lækningu á sjálfsónæmi fjölgar t.d. . svokölluðum bælifrumum (T-suppressor cells) í blóði sjúklinganna, þannig að hlutfall bælifruma á móti T-hjálparfrumum verður eðlilegt, en þetta hlutfall er oft óeðlilegt við sjálfsónæmissjúkdóma. Hlutverk bælifrumanna er talið vera að hindra óeðlilega virkni annarra þátta ónæmiskerfisins, t.d. að ónæmiskerfíð ráðist á eigin frumur einstaklingsins, eins og talið er að gerist við sjálfsónæmissjúkdóma. Líkt gerist við ofnæmissjúkdóma, nema að þá virðist ónæmiskerfið ekki þekkja sundur einhverja skaðvalda, t.d. sýkla, og meinlausar utanaðkomandi sameindir og ræðst á þessar sameindir til að eyða þeim.
Ofnæmiseinkennin stafa frá efnasamböndum sem ónæmiskerfið notar í þessu óþarfa stríði, við ,,óvin“ sem í raun og veru er ekki til staðar. Germanium virðist smátt og smátt ,,vitinu fyrir“ T-frumurnar í ónæmiskerfinu, þannig að þær þekki ,,óvin“ frá ,,sakleysingjum“ eða frumum eigin líkama, án þess að um almenna ónæmisbælingu sé að ræða. Þetta þýðir í reynd að lífrænt germanium bærir eða læknar alla ofnæmissjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma, hverju nafni sem þeir annars eru nefndir. Og þetta gerist án neinna hliðarverkana sem fylgja yfirleitt ónæmisbælandi lyfjum og andhistaminlyfjum. Á hinn bóginn virðist germaniurn hvegva ónæmiskerfið þegar þess er þörf, t.d. við alvarlegar sýkingar, krabbamein og eyðni. Í þeim tilfellum virðist hvatning ónæmiskerfis beinast að mörgum þáttum þess.
- 1. Lífrænt germanium hvetur myndun gamma-interferons í líkamanum.
2. Lífrænt germanium gerir virkar stórfrumur (macrophages), sem annars eru óvirkar og breytir þeim í drápsfrumur.
3. Lífrænt germanium örvar svokallaðar NK (natural killer) frumur.
4. Á músum hefur verið sýnt fram á að germanium leiðréttir slælega ónæmisvörn og gerir hana eðlilega.
Andoxunareiginleika germaniums
Germanium hefur mjög öfluga eiginleika til að hindra ótímabæra myndun skaðlegra efnasambanda með súrefni í líkama manna og dýra. Þessi eiginleiki hefur verið sannaður með ýmsu móti, bæði í lifandi dýrum (og mönnum) og einnig í tilraunaglösum. Of langt mál er að lýsa hér slíkum tilraunum en ég ætla þó að geta nokkurra dæma sem sanna þetta:
- 1 Lífrænt germanium hindrar verulega uppsöfnun á amyloid, sem er skaðlegt efnasamband sem myndast í tengslum við langvarandi bólgusjúkdóma og stafar af virkni staklinga (sindurefha, fri radicals). Hvernig þetta gerist hefur enn ekki verið skýrt að fullu.
2. Lífrasnt germanium hindrar oxun amínósýrunnar cystein í vatnsupplausn, þannig aðgeyma mátti upplausnina óskemmda í viku, en annars gengur hún í samband við súrefni mjög fljótt og verður þá ónýt. Þessi tilraun sýnir á einfaldan hátt öfluga andoxunareiginleika germaniums.
3. Lífrænt germanium örvar verulega myndun nokkurra ensíma sem verða til í líkamanum og eru notuð til að eyða staklingum sem stöðugt eru að myndast eða berast inn í líkamann. Þessir staklingar eru af ýmsum taldir líklegir krabbameinsvaldar og valda sennilega einnig ótímabærri ellihrörnun.
Ensímin sem eyða þessum staklingum eru glútaþion peroxidasi, superoxid dismútasi og katalasi. Sýnt hefur verið fram á að germanium hvetur myndun allra þessara ensíma. Samtímis virðist germanium vera fært um að gefa frá sér súrefni þar sem þess er þörf og hjálpa þannig til við öndun frumanna hvar sem er í líkamanum. Margt er enn á huldu um andoxunareiginleika germaniums og sumir telja að vegna hinna sérstæðu sameindabyggingar í lífrænu germanium geti efnið tekið til sín eða gefið frá sér súrefni eftir aðstæðum hverju sinni, líkt og blóðrauðasameindin gerir í ferli blóðsins um líkamann. Hvað sem öðru líður, eru þó flestir sem rannsakað hafa germanium sammála um, að efnið bæti öndun frumanna, samtímis því sem það dragi umtalsvert úr myndun skaðlegra yfiroxaðra efnasambanda.
Vörn gegn þungmálmum og geislun
Dr. Asai og fleiri hafa skýrt frá sláandi dæmum um hvernig germanium verji líkamann fyrir eitruðum þungmálmum: cadmium, kvikasilfri og blýi. Dr. Asai hefur sett fram tilgátu um það hvernig neikvætt rafhlaðin súrefnisatóm sem tengjast germanium atóminu í lífrænu germanium, séu fær um að fanga þungmálma í líkamanum og fjarlægja. Við tilraunir á dýrum hefur sannast að lífrænt germanium, bæði losar um þungmálma sem sest hafa fyrir í vef)um og einnig hindrar það eitrunaráhrif af stórum skömmtum þungmálma. Germanium kynni því að geta verið vörn gegn stöðugt vaxandi þungmálmamengun í náttúrunni.
Einnig er germanium mjög öflug vörn gegn jónandi geislum, að mati dr. Asai og annarra vísindamanna. Bæði dýratilraunir og reynsla fólks sem farið hefur í geislameðferð vegna illkynjaðra æxla staðfesta þetta. Tilraunir benda til að allt að tuttugufaldan geislaskammt þurfi til að valda sama tjóni á blóðfrumum, ef germanium er gefið samhliða geisluninni, heldur en ef geislunin ein er notuð, við meðferð illkynja æxla. Einnig virðist germanium minnka líkur á stökkbreytingum í frumum við dýratilraunir. Þetta gildir jafnt, hvort sem notaðir eru jónandi geislar eða- efnasambönd sem hvetja til stökkbreytinga. Sennilega tengjast þessir eiginleikar lífræns germaniums hæfileikanum til að fanga staklinga í líkamanum, en eins og vitað er geta þeir valdið frumuskemmdum og stökkbreytinum í frumum manna og dýra.
Kvalastillandi og róandi verkanir germaniums.
Fljótlega eftir að farið var að nota germanium við lækningarilraunir tóku menn eftir því að efnið virtist hafa vissa róandi og sársaukalinandi verkun. Dýratilraunir sem síðan hafa verið gerðar sanna þetta endanlega, að mati þeirra sem tilraunirnar gerðu. Nú er vitað með nokkuð góðri vissu að lífrænt germanium hefur áhrif á myndun eða niðurbrot nokkurra taugaboðefna og fleiri mikilvægra efnasambanda í miðtaugakerfinu. Áhrifin virðast fyrst og fremst vera í þá átt að koma á eðlilegu jafnvægi milli þessara efnasambanda. Taugaboðefnið serotonm virðist oft hækka, en það er nauðsynlegt, m.a. fyrir eðlilegan svefn og hvíld. Einnig verkar germanium á svokölluð „catecholamin“, sem eru boðefnin dopamin og norepenefrin (noradrenaliti) og einnig hormónið adrenalín. Tvö þau síðastnefndu eru stundum nefnd „streituhormón“, því að þau myndast oft í of miklum mæli við streitu. f þeim tilfellum virðist germanium lækka magn þessara efna.
Síðast en ekki síst er talið að germanium tefji fyrir niðurbroti enkefalins, sem er náttúrulegt sársaukalinandi efnasamband, sem líkaminn myndar, og tilheyrir efnaflokki sem nefnist „endorfin (sjágrein í H.h. 1.-2. tbl. 1988, bls. 27). Sú staðreynd .að germanium eykur áhrif morfíns og annarra „opiata“, sem brotna niður í líkamanum fyrir áhrif sömu ensíma og endorfin, bendir eindregið til þess að áðurnefnd skýring á verkun germaniums gegn sársauka sé rétt. Germanium veldur þó engum vímuáhrifum eða býður upp á hættu á ávanamyndun, jafnvel í mjög stórum skömmtum. Gerrnanium hækkar einungis sársaukaþröskuldinn á líkan hátt og á sér stað við mikla áreynslu og er nú orðið vel þekkt og jafnvel notað við lækningar á verkjum sem ekki finnst orsök fyrir. Þannig verkir stafa sennilega oft af of lágu magni endorfina í blóði eða miðtaugakerfi. Í stuttu máli má því segja, að nokkurn veginn sé fullsannað, að germanium dragi úr screitueinkennum, bæti svefn og minnki óþægindi af ýmis konar verkjum.
Gigtarsjúkdómar
Eins og áður segir, var germanium, Ge-132, fyrst af öllu prófað við liðagigt sem dr. Asai sjálfur þjáðist af. Árangurinn var mjög sláandi. Síðan hefur lífrænt germanium verið reynt við ýmsar tegundir gigtarsjúkdóma, bæði á mönnum og dýrum. Árangurinn hefur oft verið athyglisverður, svo að nú má slá því föstu að germanium sé mjög virkt lyf gegn ýmsum tegundum liðagigtar og sennilega einnig fleiri skyldum sjúkdómum. Talið er að lækningin felist í því að germanium komi jafnvægi á starfsemi hinna ýmsu þátta ónæmiskerfisins, eins og áður hefur verið sagt frá í þessari grein. Gigtarsjúkdómar eins og liðagigt, rauðir úlfar (Lupus Erythematosus) og sennilega fleiri, eru nú afflestum taldir að einhverju eða öllu leyti tengjast sjálfsónærni. Við það að korna lagi á starfsemi ónæmiskerfisins má því gera ráð fyrir að líkur aukist á því að þessir sjúkdómar læknist. Svo hefur einnig orðið raunin á í mörgum tilfellum, sérstaklega við liðagigt.
Eftir er þó ennþá að gera miklar rannsóknir við aðra sjálfsónæmissjúkdóma, t.d. M.S., sjálfsónæmi tengt blóðleysi (Auto-immune Haemacolytic Anemia) og ýmsa aðra sjálfsónæmissjúkdóma. Ég hef ennþá ekki séð neina endanlega úttekt á gagnsemi germaniums við þá sjúkdóma, en fræðilega er ekki ólíklegt að gagn væri að því, að minnsta kosti í sumum tilfellum. Við liðagigt er allt öðru máli að gegna. Fjöldi rannsókna skýra frá dramatískum lækningum. Því held ég að full ástæða sé til þess að allir liðagigtarsjúklingar reyni germanium og það jafnvel áður en nokkur önnur meðferð er hafin, þ.e. ef germanium-pillur yrðu fáanlegar hér á landi í
framtíðinni.
Krabbamein
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á lækningamætti germaniums gegn margskonar krabbameinum. Dýratilraunir sýna ótvírætt að efnið hefur öflug áhrif til að hindra æxlisvöxt. Í einni slíkri tilraun, sem gerð var á músum, drápust 20% þeirra sem fengu germanium en 50% úr viðmiðunarhóp sem ekkert fékk. Einnig lifðu þær sem fengu germanium lengur, þó að þær dræpust að lokum. Prófanir á fólki sýna líka niðurstöðu. Sérstaklega virðist germanium draga úr líkum á því að meinsemdin sái sér út og myndi meinvörp annarsstaðar í líkamanum. Þá hægir germanium á æxlisvexti, enda þótt það sé ekki alltaf fært um að lækna meinsemdina. Á rottum var talið að germanium lengi ævi þeirra um 500% við vissa tegund krabbameins. Dr. Asai telur að mataræði skipti höfuðmáli, varðandi það hvort germanium verki eða ekki.
Hann telur að lútargæft fæði sé alger nauðsyn, til þess að germanium verki vel á sjúkdóma. Hann segir að hætta eigi að mestu neyslu kjöts, eggjarauðu, sætinda úr hvítasykri, hvíts hveitis og annarrar slíkrar fæðu. Þess í stað eigi að neyta lútargæfra matvæla, eins og t.d. grænmetis, rótarávaxta, bauna, berja, hvítu úr eggjum, vínberja og sjávarjurta. Fisk og létt kjöt má nota í hófi, ef lútargæfrar fæðu er einnig neytt í nægjanlegum mæli, þó að e.t.v. sé rétt að sleppa þeim fæðutegundum einnig í upphafi meðferðar. Dr. Asai nefnir ekki mjólkurvörur, en ógerilsneydd nýmjólk er talin hlutlaus hvað sýrustig varðar. Fitusprengda mjólk og osta telja ýmsir að krabbameinssjúklingar eigi að forðast.
Bent hefur verið á það, að í flestum þeim lækningatilraunum með germanium, sem farið hafa fram á Vesturlöndum, hafi sjúklingarnir verið mjög illa farnir eftir ýmis konar hefðbundna læknismeðferð, t.d. geislun, frumueitur og erfiðar skurðaðgerðir. Því má gera ráð fyrir því að ónæmiskerfi þeirra hafi verið í slæmu ásigkomulagi og líkamlegt og andlegt ásigkomulag einnig. Því mætti að öllum líkindum vænta betri árangurs, ef sjúklingarnir fengju germanium-meðferð strax eftir að sjúkdómurinn væri uppgötvað. Dr. Asai telur að mataræði og sálrænt viðhorf sjúklingsins séu höfuðatriði, ásamt germaniumpillum, sem skipti sköpum um hvort lækningin tekst. Því miður er hér á Vesturlöndum oft ekki tekið nægjanlegt mið af þessum atriðum. Eigi að síður hafa verið birtar skýrslur frá læknum á Vesturlöndum sem sýna allt upp í meira en 70% árangur á 100 sjúklingum (Dr. Eugen Zoubek, Paris del Peru, 138 A, Elvira Los Lumbres, Marbella, Malaga, Spáni).
Sumar aðrar skýrslur sýna lélegri árangur – en eigi að síður sanna þær allar gagnsemi germaniums. -Þeir sjúklingar sem ekki læknast lifa lengur og líður betur en öðrum sjúklingum sem á ekki germanium. Hvernig germanium læknar krabbamein hefur mikið verið rætt. Næstum því má telja fullvíst að styrking ónæmiskerfisins sé þar höfuðástæðan. Eins og áður hefur komið fram í þessari grein, hvetur germanium myndun beta-interferons í líkamanum en beta-interferon hefur einmitt verið notað við krabbameinslækningar með nokkrum árangri. Þá er einnig vitað að germanium gerir svokallaðar „stórfrumur“, sem dvelja óvirkar í líkamanum, virkar og breytir þeim í gráðugar drápsfrumur, sem að öllum líkindum eru færar um að eyða krabbameinsfrumum.
Einnig hvetur germanium aðrar frumur í ónæmiskerfinu, t.d. svokallaðar NK frumur sem e.t.v. geta eytt æxlisfrumum. Þá er einnig hugsanlegt að germanium hafi áhrif á T-hjálparfrumur, í þá átt að þær þekki krabbameinsfrumur frá heilbrigðum og „merki“ þær, þannig að aðrar frumur ónæmiskerfisins þekki þær og tortími. Einnig er líklegt að germanium hvetji T-frumurnar til að mynda aukið magn interferons. Allar þessar tilgátur bíða nú frekari rannsókna. Bent hefur verið á að germanium bæti öndun fruma. Krabbameinsfrumur eru af mörgum taldar komast af í litlu súrefni og að það sé þeim jafnvel skaðlegt, ef þær vinna orku sína með ,,gerjun“ en ekki ,,öndun“ eins og heilbrigðar frumur gera. Bætt súrefnisupptaka gerði þeim þá e.t.v. ,,lífið leitt“, og þær gætu þá orðið auðveld bráð fyrir ónæmiskerfíð, t.d. drápsfrumur.
Eitt enn gæti skipt miklu máli við krabbameinslækningar, en það er geislaverndandi eiginleiki germaniums. Sé það rétt, að nota megi allt að því tuttugufaldan geislaskammt við geislalækningar, ef germanium er notað samtímis, þá opnar það möguleika á því að geislameðferð gegn ákveðnum tegundum æxla geti orðið árangursrík og eytt æxlinu, án þess að drepa sjúklinginn um leið. Líkt má segja um frumueiturs-meðferð gegn krabbameini.
Germanium er talið vernda blóðfrumur gegn frumueitri, því má e.t.v. nota hefðbundna lyfjameðferð gegn krabbameini samhliða germanium og ná með því miklu betri árangri, en með frumueitrinu einu. Allt þetta bíður frekari rannsókna. Eins og málin horfa við á þessari stundu, virðist mér að germanium sé álitlegur valkostur við lækningu allra tegunda krabbameina, en of lítið er ennþá vitað um verkanir þess til þess að hægt sé að slá neinu endanlega föstu um þá möguleika sem það kann að bjóða upp á í framtíðinni við krabbameinslækningar
Ofnæmi
Germaniuin hefur verið notað við næstum öllum tegundum ofnæmis. Árangurinn hefur oft verið góður og jafnvel sláandi. Þó má ekki búast við að langvarandi ofnæmi batni á einni nóttu. Batinn kemur smátt og smátt, stundum á nokkrum mánuðum stundum fyrr. Ónæmiskerfið þarf sinn tíma til að leiðrétta sig. Í kaflanum um ónæmiskerfið er greint frá því, hvernig germanium leiðréttir ýmsa þætti ónæmiskerfisins og því ástæðulaust að endurtaka það. Frönsk aðferð sem þróuð hefur verið til að mæla heildarofnæmisálag í líkamanum og fleira (Ficke Reticulo Endotheliale Differencielle aðferð, eftir Vernes-Augusti) sýnir að ofnæmisálagið smá-minnkar, þar til það verður eðlilegt, þegar germanium er gefið ofnæmissjúklingum (Journal of Orthomolecular Med. 1. ársfj. 1989).
Þetta passar mjög vel við reynslu, ótal frásagnir og skýrslur sanna þetta svo að ekki verður véfengt. Of langt mál er að fara út í einstaka ofnæmissjúkdóma hér í þessari grein og einnig er tæpast pláss fyrir margar lækningasögur. Auðvelt væri að fylla allt þetta hefti af H.h. með lækningafrásögnum, en það mundi litlu bæta við þekkingu lesenda á lækningaverkunum germaniums gegn ýmsum sjúkdómum. Því mun ég ekki í þessari grein ræða meira um germanium og ofnæmi, nema í lokin að láta fylgja með eina eða tvær lækningasögur.
Eyðni
Verið er nú á nokkrum stöðum að prófa germanium við eyðni. Lítið hefur ennþá verið birt af niðurstöðum úr þeim tilraunum en þó er svo að sjá að þær hafi gefið jákvæðar niðurstöður. Á ráðstefnu um eyðni sem haldin var í Japan 1987 var rætt um fjögur lyf sem verið væri að prófa á eyðnisjúklingum. Eitt þeirra var germanium. Þar var m.a. sagt frá blindprófun sem gerð var í Guernavaca Civic Hospital í Morelos, Mexikó. Tuttugu eyðnisjúklingar voru valdir tilviljunarkennt, eins og venja er með slíkar prófanir. 80% þeirra sem fengu germanium sýndu batamerki. Venjulega fer eyðnisjúklingum fremur hrakandi, svo að ástæða er til að binda töluverðar vonir við að germanium geti orðið vopn í baráttunni við þennan ólæknandi sjúkdóm. Ekki er ólíklegt að við fáum á komandi árum að heyra spennandi fréttir um lækningar á eyðni með germanium. Framtíðin verður að skera úr um það.
Ýmsir aðrir sjúkdómar
Vegna þess hversu þessi grein er orðin löng, en eftir að ræða um mikið efni, sem fylgja þarf greininni, verð ég að fara fljótt yfir sögu. Germanium hefur verið notað með góðum árangri við sveppasýkingu af candida albican sveppum, bæði innvortis og útvortis. Einnig hefur það reynst mjög vel gegn malaríu. Svo undarlegt sem það virðist, sýna tilraunir við Háskólann í Tókió að germanium hefur öfluga verkun til að lækna ekki aðeins stöðva, beinþynningu í öldruðu fólki. Röntgenmyndir og greiningar á beinsýnum sýndu mjög verulega aukningu á beinvef, á meðan samanburðarhópur sýndi lækkun á steinefnum í beinum, eftir eins árs tímabil.
Germanium hefur reynst sérstaklega vel við ýmsum tegundum augnsjúkdóma, þ.á.m. gláku starblindu (cataracts), bólgum í sjónhimnu og sjóntaug og ýmiskonar sjúkdómum \cf1 sjónhimnu augans, sem m.a. stafar af truflun á blóðrennsli til augnbotnsins og leiðir oft til blindu. Sennilega stafar þetta af hæfileika germaniums til að bæta blóðrás og jafnvel opna hálflokaðar háræðar, auk þess að hjálpa til við súrefnisupptöku fruma. Blóðtruflanir víðs vegar um líkamann eru taldar lagast við að nota germamum.
T.d. eru til mjög áhrifaríkar frásagnir um að blóðrásartruflanir í útlimum, sem stundum leiða til dreps (Raynaud’s sjúkdómur) hafi læknast. Þá er talað um að kransæðasjúkdómar og hjartakveisa lagist stundum eða læknist. Einnig er nefndur góður árangur gegn háum blóðþrýstingi. Flest allir veirusjúkdómar eru taldir lagast eða læknast, þ.m.t. infuensa, herpes (áblástur, ristill), Epstein Barr veirusýkingar, (sem sennilega valda svokölluðum „langvarandi þreytueinkennum“) og ýmisskonar aðrar veirusýkingar sem ganga undir ótal nöfnum.
Hvort kvef læknast er ekki vel ljóst, en líklega þyrfti að vera búið að nota germanium í nokkra daga fyrir sýkingu, eigi fullur árangur að nást. Sennilega gildir það einnig með aðrar bráðar veirusýkingar, ef hindra á að fólk sýkist. Nokkurn veginn má telja fullvíst að markviss ari viðbrögð ónæmiskerfisins sé skýring lækninganna á veirusýkingum. Benda má á að interferon er talið mjög öflugt yf gegn veirum. Germanium hvetur myndun interferons. E.t.v. er skýringin þar, e.t.v. kemur fleira til. Það verða rannsóknir að skera úr um.
Nokkrar sjúkrasögur
Á ráðstefnu um germanium í Nijmegen í Hol landi í nóv. 1988, sögðu margir læknar frá reynslu sinni af efninu. Belgíski læknirinn dr. Foblets sagði m.a. frá fjórum sjúklingum með mismunandi sjúkdóma sem allir hlutu bata með því að nota germanium. Eftir að hafa reynt árangurslaust ýmsar hefðbundnar aðferðir og einnig óhefðbundnar eins og súrefnismeðferð, thymus extrakt, fæðubótarefni o.fl., reyndi hann germanium. Ekki var aðeins að líðan sjúklinganna batnaði, heldur breyttust til bóta ýmis blóðpróf sem hann notar til að meta árangur læknismeðferðar sinnar.
Sérstaklega batnaði ástand ónæmiskerfisins. Einn sjúklingurinn var kona með meinvörp út frá brjóstkrabbameini. Eftir tvo mánuði fór henni að batna, matarlystin jókst og sársauki rénaði og hvarf. Hún styrktist, blóðprófin urðu smátt og smátt eðlileg og krabbameinssérfræðingar við Jules Borded-stofuna í Brussel töldu ástand hennar vera orðið „mjög viðunandi gott“, en áður var það algerlega óviðunandi og nánast vonlaust.
Tveir sjúklingar voru með mismunandi tegundir af liðagigt. Báðum batnaði mjög verulega og um leið breyttust blóðprófin og urðu eðlileg. Fjórði sjúklingurinn var með mjög alvarlegan húðsjúkdóm, pyoderma gangrenosa. Hvernig bata hans bar að var ekki sagt frá í þeim úrdrætti af fyrirlestrum ráðstefnunnar sem birtur var á heimildum mínum, en á öðru var ekki annað hægt að sjá en að honum hefði einnig batnað og blóðpróf hans orðið eðlileg. Dr. Mieko Okazawa, læknir í Japan, segir í bók Asais fi-á fjölda dæma um lækningamátt germaniums.
Þar segir hann m.a. frá 41 árs gamalli konu með astma, höfuðverk, tregar hægðir, fjölþætt ofnæmi, háan blóðþrýsting, lifrarsjúkdóm og margt fleira. í apríl 1974 byrjaði hún að nota germanium. Eftir mánuð fór líðan hennar að skána. Hún átti áður vanda til að fá geðtruflanir í maí á vorin, en þetta vor bar ekkert á því og henni hélt áfram að batna. Á næstu sex mánuðum losnaði hún við nánast öll sjúkdómseinkenni sín, eitt af öðru, og hún var við góða heilsu þegar skýrslan var samin. Dr. Asai segir frá fjölda tilfella þar sem krabbamein hefur verið læknað með germanium.
Hér er ein slík frásögn: Lungnakrabbamein var uppgötvað í 54 ára karlmanni. Tvö lítil æxli voru í hægra lunga hans. Hann var orðinn lystarlítill og illa á sig kominn, þegar hann var lagður inn á sjúkrahús Asais. Þar var hann látinn taka germanium. Röntgenmyndir sem teknar voru fimm vikum síðar sýndu ekki minnsta vott af krabbameini. Hann var einnig hættur að hósta, ástand hans fór dagbatnandi og hann komst fljótlega til fullrar heilsu. Dr. Asai segist vita um að minnsta kosti tuttugu hliðstæð dæmi frá sjúkrahúsi sínu. Vegna rúmleysis læt ég hér staðar numið með sjúkrasögur, en þær eru hver annarri líkar.
Germanium á markaðnum
Nú eru á markaðinum að minnsta kosti þrjár tegundir af lífrænu germanium. Ge-132, sem er framleitt í Japan og sennilega víðar með leyfi frá Japan. Sjúkrahús það sem dr. Asai stofnaði og tekur fólk í meðferð heitir ,,Asai Germanium Clinic Murata Building 5 F, 2-6-14 Seijo Setagaya-ku, Tokio 157, Japan“. Í þýskalandi er framleitt lífrænt germanium undir nafninu ,,Sanum-germari. Efnafræðilegt heiti þess er ,,germanium lactat-citrat“. Talið er að líkur árangur náist með því eins og Ge-132.
Póst áritun til framleiðenda er: Sanum-Kehlback, Postfach 332, 2812 Hoya, Vestur-Pýskaland Söluaðili í Englandi á bæði Ge-132 og Sanum-german er Symbiogenesis Ltd., BCM Box 22, Lond on WC 1 3XX, England. ‘ Þriðja tegund lífræns germaniums var þróuð af lyfjafyrirtækinu „Smith, Kline and French“ (þetta fyrirræki þróaði magalyfið „Tagamet“), undir nafninu „Spirgormanium“. Talið er að verkanir spirgormaniums séu líkar og hjá hinum tveimur, en sá galli hefur þó komið í ljós að í stöku tilfellum koma fram skammvinnar aukaverkanir, t.d. sjóntruflanir eða lömun eða óeðlilegar hreyfingar í andlitsvöðvum.
Þó að þessar aukaverkanir séu ekki alvarlegs eðlis og gangi fljótt til baka er þetta þó galli á efninu og því mæla flestir með að nota frekar aðra hvora hinna tegundanna, ef hægt er að fá þær. Aldrei hefur orðið vart neinna hliðarverkana af Ge-132 eða Sanumgerman, hvorki á mönnum né dýrum, jafnvel þótt þau hafi verið notuð í risaskömmtum. Bæði þessi efni skiljast að fullu úr líkamanum á minna en tveim sólarhringum og því er ekki um að ræða hættu á uppsöfnun á löngum tíma.
Þau eru því algerlega örugg, jafnvel fyrir þungaðar konur og börn. Öðru máli gegnir með ólífrænt germanium, t.d. Germanium dioxid, sem eitthvað er um að reynt sé að selja fólki af óprúttnum aðilum. Dæmi er um eitranir af þannig efnasamböndum. Því er hér sérstaklega varað við að kaupa eða nota þessháttar vörn, ef einhver rækist á þannig germanium í erlendum verslunum. Lífrænt germanium mun nú fáanlegt í heilsufæðubúðum (og lyfjabúðum) í flestum nágranna landanna, en er sagt frekar dýrt. Hér á landi er innflutningur á germanium bannaður, hvort sem það er í lífrænum eða ólífrænum samböndum.
Eftirmáli
Nú fer að líða að lokum þessarar greinar. Ekki er ólíklegt að samir sem lagt hafa á sig það erfiði að lesa hana séu e.t.v. dálítið vanþróaðir og finnist kannski að ég segi meira en hægt sé að standa við. Ég lái raunar engum þó að þeir hugsi þannig. Sjálfur er ég búinn að liggja með töluverðar upplýsingar um germanium árum saman, en hef ekki lagt í að segja mikið frá þeim, vegna þess að mér fannst ég ennþá ekki vera með nægilega traustar heimildir til að rétt eða skynsamlegt væri að segja mikið, fyrr en meiri upplýsingar bærust. Nú tel ég að mælirinn sé fullur og að ekki sé lengur stætt á því að láta þessar heimildir liggja engum til gagns uppi í bókahillu. Séu þessar upplýsingar rangar, þá er hér um að ræða stórfellt blekkinganet, sem spannar yfir þrjár heimsálfur og hefur í sinni þjónustu ótrúlegan fjölda vísindamanna, lækna, líffræðinga og lyfjafræðinga.
Mér finnst sú skýring ekki trúleg og því birti ég þessa grein í trausti þess að farið sé með rétt mál og að merkileg nýjung í læknisfræði sé hér í uppsiglingu. Mikilvægi germaniums við lækningar gæti bent til þess, að það sé ómissandi næringarefni og að nútíma fæða sé kannski ekki nægilega auðug af því. Verið gæti að fjölgun margra þeirra sjúkdóma sem germanium læknar eða bætir stafi einmitt af þannig skorti. Gera þyrfti úttekt á germanium í almennu fæði og hugsanlega reyna að fínna, hvort samband fyndist milli lélegrar heilsu og lítils germaniums í mat.
Haldið hefur verið fram að sumar heilsulindir séu mjög auðugar af germanium. Kann að vera eitthvert samband þar á milli? Nýlegar rannsóknir staðfestu ekki hátt germaniummagn í nokkrum heilsujurtum sem aðrar rannsóknir töldu háar í germanium. Er e.t.v. ekki sama í hvaða jarðvegi jurtin grær? Allar þessar spurningar krefjast svara. Einnig hvort einhver önnur snefilefni kynnu að koma við sögu, t.d. vanadium eða molybden. Nálega ekkert er vitað um hlutverk þeirra efna í lífsstarfseminni, en þó leikur grunur á því að þau kunni að tengjast ónæmiskerfinu á einhvern hátt.
Gaman væri að athuga germaniuminnihald nokkurra íslenskra jurta, sem vitað er að hafa lækningamátt. E.t.v. reyni ég að gera frumathugun á þessu einhvern tíma á næstunni. Getur verið að nútíma ræktunaraðferðir ræni jarðveginn lífsnauðsynlegum snefilefnum, m.a. germanium, þannig að fæðan verði snefilefnasnauð og því óhæf næring, bæði fyrir menn og dýr? Engum þessara spurninga treysti ég mér til að svara á þessu stigi málsins og lýk því hér með þessu rabbi.
Heimildir: Kazuhiko Asai, Ph.D., Sandra Goodman, Ph.D.,Stephan A. Levine, Ph.D., Gerald R. Falona, Ph.D.,og Stephan A. Levine, Ph.D., Dr. G.E. Schuitemaker Miracle Cure – Organic Germanium,*Japan Publications, Inc. Gemzaníum -The health and life enhancer,*Thorsons Publ. Group. Bókin hefur fengist í Kornmarkaðinum.*Organic Germanitim -A Novel Dramatíc Immunostimulant.*Journal of Orthomolecular
Medicin, 2. ársf). 1987.*The Use of Organic Gennanium in Chronic Epstein-Barr Virus Syndrome,*Jornal of Orthomolecular Med. 1. ársf). ’88.*Germanium Data From Europe, Journal of Orthomolecular Med. 1. ársf). ’89. * Í öllum þessum heimildum er vitnað í fjölda annarra heimilda, samtals milli 150 og 200 heimildir.
Höfundur: Ævar Jóhannesson
Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar