Kenningar Júlíu Völdan um tengsl mataræðis og sjúkdóma

Síðastliðið haust fór ég í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur. Ég heimsótti m.a. heilsuskóla i Danmörku og dvaldi þar í viku. Mig langar að segja ykkur frá þeirri heimsókn og gera í stórum dráttum grein fyrir þeim kenningum sem þar er starfað eftir. Júlía Völdan hefur starfað að náttúrulækningamálum í um 40 ár, en heilsuskólann stofnaði hún árið 1971. Hún er 65 ára gömul, af norsku bergi brotin, full af eldmóði, áhuga og baráttuvilja. Hún hefur gefið út tvær bækur. Önnur heitir Syre og base balancen eða Sýru- og lútarjafnvægið. Sú bók kom út árið 1969. Síðari bók hennar heitir Rákost og kræft -hrámeti og krabbamein var gefin út árið 1986. Til þess að skýra í fáum orðum á hvaða hugsjón Júlía Völdan byggir starfsemi sína ætla ég að vitna í upphafsorð hennar, í bókinni Rákost og kræft, en þau hljóða á þessa leið:

,,Það er allt of mikið af sjúkdómum og alltof margar sjúkrahúsinnlagnir. Það fyrra nagar lífsgleðina og hið síðara nagar fjárhaginn. Menn halda að þeir geti meðhöndlað sjúklinga svo þeir öðlist heilsu, en fæstir þeirra sem sjúkir eru þurfa meðferð. Það sem þeir þarfnast er fræðsla og meiri fræðsla, svo að þeir geti meðhöndlað líkama sinn sjálfir og komið í veg fyrir að sjúkdómar endurtaki sig. Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur að kjörorði -Heilsa fyrir alla árið 2000. Þetta er eitthvað það jákvæðasta sem ég hef heyrt rekur búgarðinn Birkegárden, þar sem framleitt er lífrænt ræktað grænmeti. Þá rekur hún heilsuskóla sem rúmar um 100 manns. Þar eru haldin vikunámskeið í þeim þáttum sem hún telur grundvöllinn að heilbrigði og velliðan. Einnig rekur hún heilsuhælið Lerkegárden. Það stofnaði hún fyrir konur með hnúta og æxli i brjóstum. Hún gefur út heilsublaðið Ny tid og vi.  Eins og fyrr segir rúmar heilsuskólinn 100 manns. Við vorum 87 í þessum hópi; Danir, Svíar, Norðmenn og Færeyingar. Við vorum tveir Íslendingar, ég og ungur maður búsettur í Noregi.

Hann var að leita sér lækninga vegna krabbameins í sogæðakerfi. Vikudvölin i heilsuskólanum og Lerkegárden kostar kr. 2.000 danskar, þar sem stofnunin nýtur ekki framlags frá hinu opinbera. Júlía Völdan hefur ekki tíma til að tala við hvern og einn, þar sem fjöldinn á heilsuskólanum er um hundrað manns. Hún hefur því þann háttinn á að hún skiptir sjúklingum sínum i hópa eftir sjúkdómum og talar síðan við hvern hóp fyrir sig. Þar eð ég var komin þarna frá ákveðinni stofnun sem hjúkrunarfræðingur, bauð Júlía mér að vera með sér í þessum viðtölum við alla hópana. Það reyndist mjög lærdómsríkt. Í byrjun lét hún fólkið lýsa veikindum sínum, þróun sjúkdómsins, hvaða meðferð það hefði fengið og aukaverkunum af með ferð. Síðan spurði hún hvernig lífsmynstur fólksins hefði verið í gegnum árin í.tengslum við næringu og meltingarstarfsemi. Hún spurði um svefnhætti og lífsmynstur yfirleitt, útiveru, hvað fólk hefði gert eftir að það veiktist til þess að bæta heilsuna o.s.frv. Hún spurði um dagsetningar, ef veikindin höfðu orðið mjög skyndilega og ef fólki hafði verið ekið mjög snögglega á sjúkrahús.

Ef sjúkdómur fólks lýsti sér í köstum, þá spurði hún líka á hvaða tímum sólarhringsins, á hvaða tíma mánaðarins þau hefðu komið. Þessar spurningar hennar tengdust þá sambandinu á milli geimgeislunar og sjúkdóms kasta. Dagurinn hófst hjá okkur kl. 5 að morgni með því að drekka brenninetlu- og túnfífla te, því næst var gönguferð í skóginum og heimsókn á Birkegárden og Lerkegárden. Þá tók  við morgunmatur í formi eintóms hrámetis,  en á borðum var einnig kartöflumús. Kartöflur eru, eins og annað rótargrænmeti, mjög lútarkennd fæða, en sú tegund er mjög mikilvæg samkvæmt kenningum Júlíu Völdan. Fræðsla var á dagskrá mestan hluta dagsins, aðallega af myndböndum og með sýnikennslu. Fræðsluþættirnir voru um kenningar, sýru-lútar jafnvægi, plús-mínus jafnvægi og áhrif geimgeisla í tengslum við sjúkdóma, matarkúr heilsuskólans og matarkúr fyrir krabbameinssjúklinga. Allt hugsanlegt kom fram um náttúrulækningar, heilbrigt líf, ræktun og meðferð matvæla.

Á milli þátta voru gerðar slökunaræfingar eða leikfimiæfingar, þar á meðal augnleikfimi, sem er til þess ætluð að þjálfa vöðvana kringum augasteinana, en slappleiki þeirra getur valdið fjarsýni með aldrinum. Heilsuhælið byggir á sömu grundvallaratriðum og heilsuskólinn þ.e.a.s. fræðslu um mataræði, ekki aðeins náttúrulækningafæði. heldur lífrænt ræktað hrámeti eða það sem Danir kalla rákost. Hún leggur jafnframt áherslu á ómeðhöndlaða kúamjólk. Kenningar hennar byggja á sýru-lútar jafnvægi, plús-mínus jafnvægi og áhrifum geimgeisla á líkamann í tengslum við sjúkdóma. Þá leggur Júlia Völdan ríka áherslu á svefnjafnvægi, þ.e.a.s. jafn marga tíma i svefn fyrir og eftir miðnætti; einnig hvíld, slökun og gönguferðir.

Sýru-lútar jafnvægi
Í þrjátíu ár hefur Júlía Völdan rannsakað samhengið milli sjúkdóma, hvernig sjúkdómar myndast og hvernig hægt er að lækna þá. Hún hefur notað óhemju tíma og orku til þess að spyrja þúsundir manna um lífshætti og neyslu, þ.e.a.s. matarvenjur. Þegar hún stendur frammi fyrir sjúklingi spyr hún alltaf: hvað borðar þú, hvað drekkur þú á morgnana, um hádegið og á kvöldin. Þar fær hún mynd af því hvað viðkomandi gerði rangt, og það er hér um bil alltaf sama myndin sem hún sér, þ.e.a.s. röng næring, of mikið kjöt, sykur, drukkið lítravís af kaffi, sódavatni, djús og jafnframt borðað of mikið af súrum ávöxtum, jógúrt og súrmjólk. Þetta fólk hefur einfaldlega fengið alltof mikið af sýru eða sýrumyndandi fæðu sem líkaminn getur síðan ekki skilið út.

Því myndast hægt og sígandi sýruforði í líkamanum sem leiðir til sjúkdóma. Vegna þessarar reynslu hefur hún sett upp sérstakan lista yfir sýrusjúkdóma og sýrueinkenni. Hún telur upp kvef, inflúensu, bólgna eitla, nætursvita og bólgur alls konar. Allt eru þetta einkenni eða teikn um líkama sem er yfirfullur af sýrum, sem hann er svo að reyna að losa sig við. Hinir ýmsu húðkvillar og tanngnísting eru einnig dæmigerð einkenni um ójafnvægi milli sýru og lútar. Reynslan hefur einnig sýnt að sýran bindur vökva i líkamanum sem veldur bjúg, sem gerir fólki m.a. erfiðara að grennast. Bjúgur, fituhnúðar og æxli myndast ekki í líkama sem er í sýru-lútar jafnvægi, fullyrðir Júlía Völdan.

Hárlos og skalli eru t.d. sýrueinkenni. Ýmsir góðkynja hnútar í brjóstum kvenna eru hreinir sýruhnútar. Þetta á einkum við um konur sem fá aum brjóst fyrir eða kringum blæðingar. Krabbameinshnútarnir eiga ekki aðeins rót sína að rekja til sýru-lútar ójafnvægis. Þeir eru einnig háðir plús-mínus ójafnvægi og streitu, en að þessu mun ég koma siðar. Vegna þessarar miklu sýru og nauðsynjar þess að losa sig við hana, er svo mikilvægt að hafa þarmalosun i lagi og verða sér úti um nægilegt súrefni, því að súrefnið veldur brennslu og eykur efnaskipti frumanna i líkamanum. Fyrr á tímum brenndi maðurinn svo miklu meiri sýru úr líkamanum vegna mikillar hreyfingar, erfiðisvinnu og göngu úti í hreinu lofti. Þá voru ekki til skólabílar og algengara að fólk gengi úr og í vinnu.

Plús-mínus jafnvægi
Kenningin um plús-mínus jafnvægið: Til þess að mannveran geti framleitt orku er hún sköpuð með tveimur skautum venjulegs rafmagns, annað í heilanum og taugakerfinu og hitt í hjartanu og æðakerfinu. Heilinn er frá upphafi annað hvort plús eða mínus skaut. Þetta breytist ekki, heldur er þannig ævina út. Skautskynjun blóðsins getur hins vegar breyst eftir þeirri næringu sem líkaminn fær. Það fólk sem hefur heila með plús skauti á, til þess að vera í jafnvægi, að hafa hjarta og blóðrás með jafnsterku mínus skauti. Og fólk sem hefur heila með mínus skauti á að hafa hjarta og blóðrás með jafnsterku plús skauti. Þannig á að vera jafnvægi í líkamanum milli plús og mínus. Ef við sjáum ekki sjálf til þess að þetta jafnvægi haldist með því að neyta réttrar fæðu, þá lýsir líkaminn sorg sinni með því að framkalla sjúkdóma og sjúkdómseinkenni.

Svefnjafnvægi
Svefnjafnvægið er mikilvægur þáttur vegna þess að hreinsun líkamans á sér stað i svefni. Tímarnir fyrir miðnætti eru mikilvægastir í sambandi við útskilnaðinn. (Sjá síðar). Um svefninn segir Júlía ennfremur: Við höfum tvenns konar andardrátt, andardrátt dags og nætur. Þegar þessi svefnandardráttur byrjar lýsir hann sér með geispa. Ef þessari viðvörun er ekki sinnt þá erum við eins og skál sem er yfirfull og sé hún ekki tæmd þá flæðir yfir þ.e.a.s. þá hlaðast úrgangsefnin upp, m.a. sýran, og við erum að koma okkur upp sjúkdómi. Ef við höfum þetta á hreinu skiljum við að best er fyrir okkur að fara í rúmið þegar sjúklegt ástand er á ferðinni og svefnbjallan  hringir. Allir viðurkenna nauðsyn svefns til þess að viðhalda heilbrigði og starfsorku. En fæstir  virðast veita athygli hversu nauðsynlegt er að sofna snemma, ekki einu sinni starfsfólk sjúkrahúsa, sem hýsa og meðhöndla sjúkt fólk. Þar horfa sjúklingar á sjónvarp langt fram undir miðnætti og eru síðan rifnir upp með heraga eldsnemma á morgnana með kaffi og tilheyrandi.

Geimgeislun
Júlía Völdan segir að síðan 1967 hafi hún reiknað með geimgeislun sem áhrifaþætti í starfi sínu til að hjálpa sjúkum. Lesa má margt úr stöðugu samspili á milli plús-mínus og sýru-lútar jafnvægis, ásamt hrynjandi geimgeislunar. Dagshrynjandi: Öll þekkjum við hrynjandi dagsins sem fær blómin til að opna sig á morgnana og loka sér á kvöldin og lætur jurtir, menn og dýr sofna á kvöldin og vakna á morgnana. Hvað veldur þessari dagshrynjandi? Júlía telur að það hljóti að vera sólin, þar sem sólin er langt úti í geimnum og geislunin kemur þaðan; því er geislunin frá sólinni hluti af því sem við köllum geimgeislun. Mikilvægt er að gera sér ljóst, að geimgeislunin er mismunandi í dægrunum tveimur, þar sem hún virkar öfugt að morgni og á kvöldin á plöntur, dýr og menn.

Júlía kallar morgungeislunina útvíkkandi og kvöldgeislunina þrengjandi. Útvíkkandi dagsgeislun byrjar hjá Dönum kl. 1.30 á nóttu og varir til kl. 11.30. Þá kemur skiptitíminn, sem varir í um það bil tvo tíma. Viðkvæmir eða veikir ættu þá að taka sér miðdagshvíld, alla vega að vera ekki í erfiðisvinnu. Kl. 13.30. byrjar þrengjandi dagsgeislun sem varir til um það bil 23.30. Þá kemur aftur skiptitími í um það bil tvo tíma og hún er á breiddargráðu Danmerkur um það bil kl. 6.30 til 8.30. Það er besti tíminn til að fara i morgungöngur. Mest þrengjandi tíminn er frá um það bil kl. 18.30 til 20.30. Þá er sá tími sem hún telur bestan til að ganga til hvíldar, og þá ekki hvað síst fólk sem er að vinna með sig sjálft vegna veikinda. Eins og mánaðarhrynjandi skiptist í tvo hluta, annan útvíkkandi og hinn þrengjandi, þá gildir það á sama hátt fyrir árið. Fyrri hlut inn er frá sumarsólhvörfum til vetrarsólhvarfa. Þá skiptist tíminn á miðju sumri og miðjum vetri. Alveg eins og mánaðarhrynjandin hefur tvo hálfmána hefur árshrynjandin tvö jafndægur.

Við vorjafndægur opnast jörðin fyrir gróðri og vexti og á haustjafndægrum undirbýr jörðin sig fyrir dvala vetrarins og það er alltaf mikið um sjúkdóma og dauðsföll í kringum bæði þessi jafndægur og einnig í kringum sólhvörfin, en í minna mæli.  Með því að benda fólki á þetta er Júlía  Völdan að sýna fram á að það geti því búið sig undir þennan tíma, til dæmis með því að vera í jafnvægi hvað snertir lút og sýru, plús  og mínus jafnvægi, að ógleymdum svefninum, sem einnig er mikilvægur. Það er að segja að sjá til þess að vera ekki vansvefta. Fólk getur til dæmis notað almanak og skráð inn á það veikindaköst og fylgst þannig með. Júlía Völdan telur krabbamein eiga rætur sinar að rekja til þrenns konar ójafnvægis í líkamanum, það er að segja sýru-lútar ójafnvægis, plús-mínus ójafnvægis og ójafnvægis svefns. Það síðast nefnda varðar ekki aðeins sjálfan svefninn, heldur það, að krabbameinssjúklingar hafa gengið á sjóðinn, lífskraftinn og hið andlega þrek, í langan tíma með of mikilli streituverkandi vinnu, óreglulegum svefntíma og því sem fylgir í kjölfar þess, notkun örvandi efna, eins og kaffi og tóbaks.

Hvað sýru-lútar ójafnvæginu viðvíkur hafa krabbameinssjúklingar neytt of mikillar sýru eða sýrumyndandi fæðu og þar með myndað hið súra umhverfisástand sem hún telur stuðla að vexti og framgangi krabbameins. Plúsmínus ójafnvægi í blóðinu er hinn þriðji af áðurnefndum ójafnvægisþáttum hjá krabbameinssjúklingum. un hnúta í brjóstum i tengslum við geimgeisla. Júlía Völdan hefur gert mikilvæga athugun sem hún vill rannsaka, en vantar nú sem stendur meiri efnivið. Þessi athugun gengur út á það að flestir hnútar í brjóstum myndist í kringum jafndægur og sólhvörf. Skýring hennar er á þessa leið: Eins og vitað er þá er mjög sterk geimgeislun þremur dögum fyrir mánaskipti og í fjórtán daga í kringum jafndægur.

Þessi langvarandi sterka geislun hefur þau áhrif, að sé líkami einstaklingsins í miklu ójafnvægi (plús-mínus, sýru-lútar, svefn), þá getur hún valdið hnúta- og æxlismyndunum. Þessir hnútar gætu, flestallir, horfið aftur af sjálfu sér á tiltölulega stuttum tíma ef þeir fengju tækifæri til þess, það er að segja ef ekki væri hreyft við þeim. En því miður gerist það alltof sjaldan, segir Júlía Völdan, því það er rokið til að taka sýni og gera skurðaðgerð með miklum hraða. Hvorki hnútunum né konunni er gefið hið minnsta tækifæri. Júlía talar um tvær örlagaríkar villur. Hin hefðbundna læknismeðferð hefur ekki með lækningu krabbameins að gera. Hún miðast að því að meðhöndla einkenni, en er í sjálfu sér engin lækning.  Þarna er á ferðinni misskilningur sem á rætur sinar að rekja til tveggja grundvallaratriða, sem eru:

Nr. 1  Kórvillu lækna telur hún vera þá að þeir hafi s.l. hundrað ár meðhöndlað krabbamein út frá þeirri röngu kenningu að alla hnúta beri að skera burt, þegar hið rétta er að fæsta hnúta þarf að skera burt.
Nr. 2  Röng ráðstöfun fjár í baráttunni gegn krabbameini. Öllu því fé sem varið hefur verið til rannsókna hefur verið varið til hefðbundinna krabbameinsrannsókna meðan aðrar rannsóknir eins og rannsóknir á gildi náttúrulækninga hafa legið utangarðs og ekki fengið eyri.  Sem betur fer, segir Júlía, sjá nú fleiri og fleiri að það er með hina hefðbundnu krabbameinsmeðferð eins og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Þess vegna verður læknastéttin og samtök um baráttu gegn krabbameini að staldra við og breyta meðan tími er til. Það skal tekið fram hér að Júlia hefur sent bréf á bréf ofan til heilbrigðisyfirvalda í Danmörku, þar sem hún biður um að fá til sin úrtak af konum með hnúta eða æxli í brjóstum sem tilraunahóp, á meðan þær biða eftir uppskurði eða annarri meðferð. Sem sagt ómeðhöndlaðan hóp, en alltaf verið synjað.

Þeir sjúklingar sem koma til hennar eru oftast nær og næstum alltaf sjúklingar sem búnir eru að fara i gegnum lyfjameðferð og jafnvel tvær eða þrjá skurðaðgerðir. Þrátt fyrir þetta eru margir sjúklingar sem hafa fengið bata og lifa lengra eða styttra tímabil eftir kenningum Júlíu. Allt leitar jafnvægis, allt milli himins og jarðar; hvers vegna ekki einnig hinir ýmsu þættir líkamans? Hvort sem þessar kenningar Júlíu Völdan eiga eftir að standast tímans tönn eða ekki, þá fer ekki á milli mála að sú starfsemi sem þarna fer fram byggir á hugsjón, og ágæti þessarar starfsemi verður ekki véfengd. Þar fyrir utan finnst sjálfsagt seint einhver einn sannleikur. Til gamans vil ég láta þess getið að Júlía og maður hennar, sem var miklu eldri en hún, voru vinafólk Jónasar heitins Kristjánssonar læknis.

Einu sinni sem oftar á ferðum hans til útlanda kom hann í heimsókn til þeirra hjóna. Júlía tók þá viðtal við Jónas og birti í blaði þeirra Ny tid og vi. Um þetta leyti var Jónas einmitt að stofna fyrsta hluta heilsuhælisins í Hveragerði og segir frá því í þessu viðtali. Þessir samherjar virðast eiga það sameiginlegt að hafa helgað líf sitt náttúrulækningastefnunni og allri þeirri baráttu sem kringum hana er háð. Í einni frásögn Jónasar af námsferð til Ameríku árið 1935 líkir hann náttúrulækningastefnunni við hlutverk Öskubusku í ævintýrinu. Hann segir að sá dagur sé í nánd að náttúrulækningastefnan verði hafin til vegs og virðingar eins og Öskubuska. Við skulum vona að sá dagur sé ekki langt undan.

HEIMILDIR: Jónas Kristjánsson: Nýjar leiðir. Tímarit Náttúrulækningafélags Íslands, 4. tbl. 1946. *Völdan, Júlia: Syre og base balancen, 1969. Völdan, Júlia: Rákost og krceft, 1986.

Eftirmæli.
Júlía Völdan lést 16. nóvember 1988. Það er mikill sjónarsviptir að slíkri hugsjónakonu og eldhuga sem Júlía Völdan var. Ég tel mig hafa verið mjög lánsama að hafa fengið að kynnast henni, því hún hafði varanleg áhrif á mig, bæði sem manneskju og hjúkrunarfræðing. Hún opnaði fyrir mér víddir í sambandinu, manneskja, heilsa, lífshættir. Ég vona að hugsjón hennar lifi áfram þótt hún sé fallin frá, sérstaklega þar sem sonur hennar hefur tilkynnt að tímaritið NY TID OG VI, Heilsuskólinn og búgarðurinn verði starfrækt áfram í hennar anda.H

Höfundur Hrönn Jónsdóttir var hjúkrunarforstjóri við Heilsuhælið í Hveragerði þegar þessi grein var skrifuð 1989Flokkar:Reynslusögur

%d bloggers like this: