Smáskammtalækningar – Spurningar og svör

Fyrir margan manninn hérlendis hljóma orðin smáskammtalækningar eða hómópatía ekki kunnuglega í eyrum. Þó er það svo að eldra fólkið veit hvað við er átt með smáskammtalækningum því að hér ferðuðust um landið menn, þegar það var ungt, sem höfðu uppáskrifuð bréf frá landlækni um að vera löggiltir smáskammtalæknar. Sumir þessara manna urðu þjóðkunnir. Nú er töluverðs áhuga á smáskammtalækningum aftur farið að gæta hér á landi, sem og víða erlendis. Erlendis er málum þó á annan veg háttað því þar er hefð fyrir smáskammtalækningum og þær þar af leiðandi viðurkenndar. Þjóðverjar eru framarlega í þessum efnum og Englendingar hafa langa hefð í smáskammtalækningum. Þeir reka einnig viðurkenndan spítala sem byggir á smáskammtalækningum. Jafnvel konungsfjölskyldan hefur ætíð haft smáskammtalækni við hirð sína. Þar sem smáskammtalækningar eru sem ókannað land í huga flestra hér á landi, vakna óneitanlega margar spurningar varðandi þær. SPURNINGAR OG SVÖR voru samdar af smáskammtalækninum Karl Robinson sem veitti fúslega leyfi sitt til birtingar. Þær eru úr bók hans „Homeopathy: Questions & Answers“ (1979). Karl Robinson er meðlimur í samtökum smáskammtalækna í London.

SPURNINGAR OG SVÖR VARDANDI SMÁSKAMMTALÆKNINGAR
Í hverju felast smáskammtalækningar?
Smáskammtalækningar eru grundvallaðar á vísindalegri þekkingu sem byggir á þeirri uppgötvun að ákveðnar efnasamsetningar geti læknað þau sömu mein sem þær annars geta valdið. Séu heilbrigðri manneskju gefnir ákveðnir skammtar af efnasamsetningum úr plöntu-, steina- eða dýraríkinu í nógu miklu magni, bregst sá einstaklingur þannig við að hann veikist. Veikindin myndu lýsa sér í sérstökum einkennum sem þó væru e.t.v. ekki eins hjá neinum tveim manneskjum. Aftur á móti getur örlítill skammtur af sama efni læknað einkennin hjá sjúkri manneskju. Þessu er best líkt við lykilorð smáskammtalækninganna: ,,Látum líkan lækna líkt“ eins og dr. Samuel Hahnemann, einn helsti frumkvöðull smáskammtalækninganna á síðari tímum, orðaði það. Ath. dæmi um: „Látum líkan lækna líkt“ eða ,,Með illu skal illt út reka“.

Má líkja þessu við ,,að nota vökvann úr karfanum sem þú stakkst þig á“ til að koma í veg fyrir sýkingu?  Í grófum dráttum er það svo.

Hver er uppruni smáskammtalækninganna?  Fyrir meira en 180 árum uppgötvaði þýski læknirinn dr. Samuel Hahnemann kenningu sem grundvallast á þeirri staðreynd að ákveðinn skammtur getur framkallað ákveðin einkenni og jafnframt læknað þau. Það kom dr. Hahnemann á óvart, að tæki hann í heilbrigðu ástandi inn ákveðin lyf, þá  framkölluðu þau sömu sjúkdómseinkenni og fylgdi sjúkdómnum sem lyfinu var ætlað að bæta. Þegar dr. Hahnemann tók sjálfur t.d. inn Cinchona-börk, sem inniheldur kínin, fékk hann sjúkdómseinkenni mjög áþekk malaríu. Hahnemann velti því fyrir sér hvort ástæða þess að lyfið Cinchona færi gefið sjúklingum með sveiflukenndan hita (malaríu) væri sú, að sama lyf framkallaði sömu einkenni í heilbrigðri manneskju. Hann hélt áfram tilraunum sínum með hin ýmsu lyf og efni og komst að því að engin tvö efni höfðu nákvæmlega sömu verkanir. Hvert og eitt efni fyrir sig framkallaði sín eigin sér stæðu einkenni. Og það sem meira var, hvert efni á sinn hátt hafði ekki eingöngu áhrif á líkamlega líðan, heldur einnig andlega líðan. Þannig hafði sérhvert efni áhrif á huga og tilfinningar jafnt sem á sjálfan líkamann. Til að gera langa sögu stutta þá byrjaði dr. Hahnemann að meðhöndla sjúkt fólk samkvæmt kenningunni: ,,Látum líkan lækna líkt“. 1 starfi sínu náði hann framúrskarandi árangri í lækningum.

Eru smáskammtalækningar byggðar á vísindalegu læknisfræðilegu kerfi eða byggjast þær fremur á innsæi þess sem meðhöndlar?  Kerfi smáskammtalækninga grundvallast á þeim kjarna að sé hvert og eitt smáskammtalyf tekið inn af heilbrigðum sjálfboðaliðum, þá framkallar hvert lyf röð af ákveðnum sjúkdómseinkennum. Prófanir á heilbrigðum sjálfboðaliðum hafa verið gerðar á nákvæman og vandasaman hátt og kallast ,,prófraunir“. Það er þessum prófraunum að þakka að við þekkjum áhrif hinna fjölmörgu smáskammtalyfja. Aðaláherslan er lögð á lýsingu einkennanna hjá hverjum og einum sérstaklega á sálræn og tilfinningaleg einkenni. Einungis heilbrigt fólk hefur af fúsum og frjálsum vilja tekið þátt í þessum ,,prófraunum“ til að gera þær áreiðanlegri. Tilraunir fara því aldrei fram á dýrum. Það eru þessar prófanir á smáskammtalyfjunum sem tryggja vísindalega undirstöðu smáskammtalækninganna. Sérhvert smáskammtalyf hefur verið sannprófað til að ganga úr skugga um að það framkalli sömu einkenni hjá fjölda ólíkra sjálfboðaliða. Við hverja prófun finna sjálfboðaliðarnir fyrir sömu einkennum bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Fær smáskammtalæknir er sá sem varið hefur mörgum árum í að læra þessa fræðigrein. Skyldi maður ætla að tilviljanakennt innsæi réði ferðinni við ákvörðun á meðferð sjúklings, þá á það innsæi fremur rætur sínar að rekja til djúprar og yfirgripsmikillar þekkingar smáskammtalæknisins, heldur en tilviljunar.

Hvernig eru smáskammtalyf búin til?  Fljótlega eftir að Hahnemann hóftilraunir sínar, uppgötvaði hann að sjúklingum hans heilsaðist betur og að þeir fengu síður hliðarverkanir ef hann þynnti lyfin nákvæmlega. Ennþá betri árangur náðist ef hann hristi blönduna vandlega eftir hverja þynningu. Sú aðferð er notuð fram á þennan<lag við tilbúning smáskammtalyfja og nefnd ,,þynning“ og „aflmögnun“. Við þetta fæst „aflvirkt“ hómópata- eða smáskammtalyf (afl-hvatalyf).

Á hvern hátt verka smáskammtalyf?  Þar sem smáskammtalækningar felast í afar smáum skömmtum eins og nafnið bendir til þá er í raun og veru erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig lyfin verka i smáatriðum. Smáskammtalæknar halda því fram að þau hafi áhrif á varnarkerfi líkamans, styrki það og geri líkamanum kleift að yfirvinna sjúkdóminn. Hugmynd Hahnemanns var að með smáskammtalyfinu fengi sjúklingurinn tímabundin sjúkdómseinkenni aflyfinu í skiptum fyrir sjúkdóminn sem þjáði hann. Varnarkerfi líkamans færi síðan i gang til að vinna gegn þeim einkennum og sigrast á þeim og samtímis sigraðist það á upphaflega sjúkdómnum.

Er þetta ekki hliðstætt ónæmisaðgerðum nútímans?  Á vissan hátt, en þó ekki það sama. Við ónæmisaðgerðir (bólusetningu) er annaðhvort dauðum eða veikluðum veirum sprautað í líkamann. Viðbrögð líkamans eru að mynda mótefni gegn þessum veirum. Þau mótefni verja síðan líkamann gegn sams konar eða líkum veirum sem síðar kunna að herja á sama einstakling. Þegar smáskammtalyf er búið til er upp haflega efnið blandað svo mikið að engar veirur eða einstök efnasambönd finnast í því. Við hefðbundnar smáskammtalækningar eru lyfin auk þess aldrei gefin í sprautum, heldur  tekin inn.

Hvers konar sjúkdóma er hægt að meðhöndla með smáskammtalækningum?  Hér er komið að einu af lykil atriðum smáskammtalækninga. Svo furðulega sem það kann að hljóma þá meðhöndla smáskammtalæknar ekki sjúkdómana sjálfa sem slíka. Smáskammtalæknar miða meðhöndlun sína ekki við sjúkdómaheitin sjálf eins og t.d. liðagigt, bronkítis eða krabbamein. Meðhöndlunin einskorðast ekki við kvalafulla liði, sýktar/bólgnar lungnapípur eða illkynja æxli. Smáskammtalæknirinn einbeitir sér að því að meðhöndla einkennin í heild sinni. Huglægum, tilfinningalegum og líkamlegum sjúkdómseinkennum er veitt athygli. Smáskammtalæknirinn lítur á hvern sjúkling sem sérstakt tilfelli, þannig að t.d. einhverjir sex sjúklingar sem hefðu lifrarbólgu gætu allir fengið mismunandi tegund smáskammtalyfja. Smáskammtalyfin eru miðuð við sjúkdómseinkennin í heild sinni, fremur en eingöngu að lifrinni i þessu dæmi. Smáskammtalækningar hafa reynst árangursríkar gegn ótölulegum sjúkdómsvandamálum, þar á meðal í fyrstu hjálp, bráðum sjúkdómum og alls kyns langvarandi tilfellum.

Getur smáskammtalæknir meðhöndlað sálræna og tilfinningalega vanheilsu?  Smáskammtalæknar takast á við manneskjuna i heild og þá eru huglæg, tilfinningaleg sem og líkamleg vandamál ekki undan skilin. Telji sjúklingur sig þjást af sálrænum eða tilfinningalegum einkennum, þá er það tekið til greina og því veitt sérstök athygli, ásamt því að huga að sælni viðkomandi i mat, hvernig hann bregst við hitabreytingum, veðri og fleiru. Ef á hinn bóginn, er um að ræða líkamlega vanheilsu, þá leitast smáskammtalæknirinn einnig við að gera sér grein fyrir sálrænum og tilfinningalegum þáttum sjúkdómsins. Smáskammtalæknirinn reynir ávallt að gera sér  grein fyrir einstaklingnum í heild sinni.

Hvað með ungabörn og barnasjúkdóma?  Í mörgum tilfellum, þar sem meðganga og fæðing hafa reynst erfiðar, hafa smá skammtalyf komið að góðum notum. Smáskammtalækningar hafa reynst vel í vandamálum sem komið geta upp varðandi brjóstagjöf, t.d. ónógri mjólk, sprungnum geirvörtum eða bólgu og sýkingu í brjóstum. Gegn barnakvillum eins og magakrampa, tanntöku og eyrnaverk hafa smáskammtalyfin reynst giftusamlega, svo og ef börn bleyta rúm og eru óttaslegin um nætur. Vanheilsu barna vegna síendurtekinnar sýkingar í eyrum, nefi og hálsi hafa smáskammtalækningar getað bætt, jafnframt sem þær efla almennt heilsufar. Hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, sem hafa tilhneigingu til að kvefast, getur rétt meðferð smáskammtalyfja komið að góðum notum, einnig til að efla viðnámsþróttinn gegn umgangspestum.

Geta smáskammtalyf komið að notum gegn hitaköstum á breytingaskeiði kvenna ?  Svo sannarlega geta þau það. En eins og áður sagði er ekkert eitt smáskammtameðal notað gegn hitaköstum fremur en öðrum sjúkdómseinkennum. Vitað er um rúmlega hundrað tegundir smáskammtalyfja sem hafa læknað þetta ástand. Til að finna hið einarétta er nauðsynlegt að smáskammtalæknirinn skrái hjá sér ,,sögu“ sjúklingsins á sinn hátt.

Er hægt að lækna blöðrubólgu og aðra bakteríusjúkdóma eða eru sýklalyf ávallt nauðsynleg í slíkum tilfellum?  Hundrað og áttatíu ára saga hómópatalækninga geymir ótölulegan fjölda frásagna af árangursríkum lækningum þannig sjúkdóma. Kólerufaraldur sem gekk í Evrópu og Vesturheimi á 19. öld lagði í gröfina yfir 40% þeirra sem fengu meðferð hjá læknum sem notuðu hefðbundnar aðferðir þeirra tíma (allopathic medicine). Af þeim sem fengu meðferð hjá hómópatalæknum létust færri en 9%. Sárindi í hálsi og blöðrubólga valda hómópatalæknum engum erfiðleikum. Eins og hefðbundnir læknar gera, rannsaka hómópatalæknar örverugróður úr sjúklingum fyrir og eftir meðferð til að dæma um árangur. Því finnst smáskammtalæknum að notað sé allt of mikið af sýklalyfjum og þau ættu ávallt að vera síðasta úrræðið.

Geta smáskammtalyfin hjálpað, hafi einhver orðið fyrir sálrænu eða tilfinningalegu áfalli og aldrei náð sér að fullu eftir það?  Já, hafi manneskja t.d. dottið af hestbaki eða lent í bílslysi og ekki náð sér að fullu eftir það, þá geta smáskammtalækningar komið henni til heilsu á ný, jafnvel þótt slysið hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum. Á sama hátt er hægt að hjálpa syrgjandi manneskju sem ekki kemst yfir ástvinamissi, þó að mánuðir eða ár séu liðin.

Er virkilega átt við að smáskammtalækningar geti haft áhrif á djúpstæð, tilfinningaleg vandamál eins og sorg? Er ekki þörf á einhvers konar sálfræðilegri aðstoð?  Svo ótrúlegt sem það virðist vera, þá er örsmár skammtur af smáskammtalyfi sem settur er á tungu þess megnugur að bægja sorginni frá, oft innan nokkurra daga. Í slíkum tilfellum minnkar þörfin fyrir hjálp sálfræðinga og reynist jafnvel óþörf. Í öðrum djúpstæðum, tilfinningalegum vandamálum eins og sjálfsmorðsþönkum og bældri reiði geta smáskammtalyfin haft róttæk, bætandi áhrif.

Í hvaða tilfellum verða smáskammtalyf ekki  að liði?  Liggi fyrir staðfesting þess að uppskurður sé fyrirhugaður mun smáskammtalæknirinn leggja sig fram um að greiða götu hans. Eftir stóra uppskurði er fólk oft lengi að ná sér og þar geta smáskammtalyf komið að góðum notum með því að styrkja og efla varnarkerfi  líkamans. Sem betur fer hafa smáskammtalyf þó í mörgum tilfellum orðið til þess að uppskurðir hafa reynst óþarfir. Beinbrot þurfa að sjálfsögðu meðhöndlun sérfræðinga. Lagfæringar á stoðvef líkamans (hrygg, hryggvöðvum o.s.frv.) þarfnast meðhöndlunar hnykklækna, sérfræðinga í nuddi eða annarra slíkra. Í öllum þessum og álíka tilfellum geta smáskammtalækningar veitt viðeigandi aðstoð. Sem dæmi, þá geta smáskammtalækningar hraðað því að beinbrot nái að gróa saman og slæm meiðsli eða tognun lagast fljótar með réttri meðferð smáskammtalyfja.

Í hverju felst munurinn á smáskammtalækni og venjulegum lækni?  Viðurkenndur smáskammtalæknir lærir fyrst til læknisgráðunnar M.D. sem er stytting fyrir ,,medicine doctor“. Hann hefur fengið sömu þjálfun og aðrir læknar. Hann kann að sjúkdómsgreina, veit hvernig túlka á þvag- og blóðniðurstöður, hvernig á að dæma röntgenmyndir o.s.frv. Sérstaða hans felst í þekkingu á notkun og eðli smáskammtalyfja. Meginmunurinn felst í því hvernig þessir tveir læknar nálgast viðfangsefnið. Hinn almenni læknir lítur á sjúkdóma sem eitthvað einangrað í einhverjum líkamskerfum eða líffærum. Það er að segja að hár blóðþrýstingur sé tengdur æðakerfinu, hjartaöng sé eingöngu bundin við kransæðarnar, liðagigt við liði eða bólur við húðina. Eigi sjúklingur í stríði við sjúkdóm sem einnig hefur áhrif á önnur líffæri eða líffæra kerfi, þá endar hann undantekningarlaust við fleiri en eina tegund lyfja. Þjáist einhver t.d. af hjartakveisu, of háum blóðþýstingi, svefnleysi og kvíða (alls fjögur vandamál) gæti við komandi hæglega setið uppi með það að þurfa að taka inn digitalis við hjartakrankleikanum, þvagræsilyf og háþrýstilyf vegna blóðþrýstingsins, barbiturlyf fyrir svefninn og geðlyf vegna kvíðans. Alls fimm lyfjategundir. Hinn hefðbundni smáskammtalæknir mundi aftur á móti meðhöndla sömu manneskju með einungis einu lyfi í einu. Sú regla á rætur sínar að rekja til þeirrar skoðunar smáskammtalækna að manneskjan sé órjúfanleg sameining andlegra, huglægra, tilfinningalegra og líkamlegra sviða. Veikist eitt þessara sviða hefur það einnig áhrif á hin sviðin. Smáskammtalæknirinn nálgast viðfangsefni sitt á þann hátt að hlusta og athuga-gaumgæfilega. Allt það sem sjúklingurinn greinir frá er álitið vera mjög þýðingarmikið. 

Sérhvert einkenni er vandlega metið. Ekkert einkenni er álitið vera úr samhengi við sjúkdómslýs inguna. Sjúklingurinn er gjarnan hvattur til að tala fram og aftur um líf sitt – eða eins og einn sjúklingur sagði: „Allt það sem þig hefur langað til að segja lækninum þínum en kunnir ekki við getur þú sagt smáskammtalækninum. Smáskammtalæknirinn leggur mikla áherslu á öll einkenni sjúklingsins því að hann  álítur sérhvert einkenni vera ljóslifandi dæmi  um ákveðna truflun á sjálfsvarnarkerfi líkamans. Ólíkt hinum almenna lækni, sem álítur sjúkdómseinkenni vera eitthvað skaðlegt sem losa þurfi sjúklinginn við, lítur hann á sjúkdómseinkennin með fyllstu virðingu, því að hann gerir sér ljóst að þau eru besta mögulega leiðin sem líkaminn hefur til að beina athygli sjúklingsins að þeim undirliggjandi ástæðum sem eru hin raunverulega orsök sjúkdómseinkennanna. Því er það summan af huglægum, tilfinningalegum og líkamlegum einkennum sjúklingsins, sem leiðir til þess hvaða hómópatalyf er valið. Þetta besta og eina lyf, sé það réttilega valið, fær þá á mildan hátt að leiðrétta heilsufar viðkomandi sjúklings á öllum þessum sviðum, en ekki aðeins líkamlegu einkennin. Við hefðbundnar smáskammtalækningar er forðast að nota meira en eitt lyf í senn. Séu mörg notuð í einu væri ógerningur að meta hvert þeirra væri hið rétta. Ef ekkert gerist gæti það stafað af því að eitt lyfið truflaði annað og ynni gegn því. Að nota mörg smá skammtalyf samtímis veldur ávallt ruglingi, jafnvel þegar það sýnist bera árangur.

Þú notar heitið ,,hefðbundnar smáskammtalækningar“ eru til einhverjar aðrar smáskammtalækningar? Smáskammtalækningar eru notaðar af mörgum sundurleitum hópum starfandi lækna úti um allan heim. Árangurinn er allt frá að vera afburðagóður niður í skottulækningar. Hefðbundnar eða klassískar smáskammtalækningar nota þau grundvallarlögmál Hahnemanns sem hér hefur verið lýst. Þessi lögmál hafa verið nánar útfærð af James Tyler Kent, sem var rómaður bandarískur smáskammtalæknir sem starfaði á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót. Síðar kom hinn heimskunni gríski hómópatalæknir George Vithoulkas frá Aþenu með bók sína ,,Vísindi smáskammtalækna“, en sú bók dýpkaði enn frekar skilning manna á þessari læknislist. Hefðbundnar smáskammtalækningar meðhöndla ávallt einstaklinginn í heild; huga, tilfinningar og líkama. Heildarmynd einkenna allra þessara þátta sjúklingsins er það sem liggur að baki sjúkdómsgreiningunni og hvaða lyf valið er. Aðeins eitt lyf er notað í einu, aðeins eitt. Hómópatalækningum er ekki blandað saman við aðrar lækningameðferðir.

Valda smáskammtalyf aukaverkunum?  Hinar svokölluðu aukaverkanir eru þekktir fylgifiskar við inntöku fjölda ,,nútímalyfja“. Þeim lyfjum er ætlað að hafa áhrif á ákveðinn stað i líkamanum eins og t.d. hjarta og æðakerfi, þarma, nýrun o.s.frv. þrátt fyrir þessa sérhæfni lyfjanna vilja þau oft á tíðum hafa áhrif á aðra staði líkamans. Séu þessi áhrif talin óæskileg er talað um óæskilegar aukaverkanir. Lyfitreptymycin“, sem reynst hefur árangursríkt í baráttunni við berklaveiki, er til að mynda þekkt fyrir að valda heyrnardeyfð/eða heyrnarleysi. Í því tilviki er heyrnardeyfðin aukaverkun. Smáskammtalyfjum er ekki ætlað að vinna á sérstökum hluta líkamans eða sérstökum líffærum. Þeim er beitt til að fást við sjúkdómseinkennin í heild sinni eins og frekast er kostur. Aukaverkanir eins og vefjaskemmdir koma ekki fyrir í smáskammtalækningum.

Eru smáskammtalyfin skjót eða sein að verka? Smáskammtalyfin geta bæði verið skjót og sein að verka. Í bráðatilfellum getur viðeigandi smáskammtalyf haft sýnileg áhrif á nokkrum mínútum. Í langvinnum sjúkdómstilfellum koma lækningaáhrifin mun hægar í ljós. Ekki er óalgengt að sjá óhuggandi barn með sára eyrnabólgu leggjast til svefns aðeins nokkrum mínútum eftir réttan skammt af smáskammtalyfinu „Belladonna“. Snúist málið aftur á móti um sjúkling með kirtlabólgu i hálsi getur lækning tekið nokkra mánuði. Lauslega áætlað er talað um að fyrir hvert ár sem sjúkdómur hefur varað, reiknist einn mánuður.

Sé einhver á lyfjum frá ,,venjulegum“ lækni, getur þá sá hinn sami fengið meðferð  hjá smáskammtalækni?  flestum tilfellum vill smáskammtalæknirinn að allri lyfjanotkun sé hætt áður en hann hefst handa. Á þann hátt koma öll sjúkdómseinkennin berlegar í ljós, því að lyfjanotkun getur bælt eða umbreytt ýmsum sjúkdómseinkennum. Að sjálfsögðu er lyfjanotkun haldið áfram ef það er fyrirsjáanlegt að hætta steðjar að væri henni hætt. Til að byrja með yrðu bæði meðulin tekin inn saman, en síðan yrði dregið úr lyfjanotkuninni samtímis og almennu heilsufari sjúklingsins færi fram.

Eru vítamín og steinefni notuð í smáskammtalækningum ? Samkvæmt venjunni eru vítamínskammtar ekki notaðir. Vítamín og steinefni virðast vera áhrifarík til að efla heilsuna. En því er þó oftast þannig varið að hætti viðkomandi vítamíntökunni, birtist gamla vandamálið á ný. Sá sem hefur t.d. tekið inn eitt gramm eða meira af C-vítamíni á dag hefur e.t.v. ekki fengið kvef eða flensu síðan hann eða hún hóf vítamíninntökurnar. Sé þeim hins vegar hætt, fer kvefið að gera vart við sig aftur. Þetta bendir til þess að vítamíntökurnar hafi ekki gefið varanlega lækningu. Taki einhver inn stóra skammta af vítamínum og steinefnum sér smáskammtalæknirinn ákveðin vandkvæði í því vegna þess að mörg mikilvæg sjúkdómseinkenni eru þar af leiðandi bæld. Vegna þessa kjósa flestir smáskammtalæknar að allri vítamín- og steinefnatöku sé hætt áður en farið er til smáskammtalæknis. Þetta gildir einungis um langvinna sjúkdóma. Við bráða sjúkdóma skiptir þetta ekki máli.

Hver er ábyrgð þess sjúklings sem gengst  undir meðferð smáskammtalæknis? Þar sem u.þ.b. 90% allra sjúkdómseinkenna er lýst af sjúklingum sjálfum (einungis 10% má rekja til skoðunar smáskammtalæknisins sjálfs), er það mjög mikilvægt að sjúklingurinn læri að gefa gaum að ýmsum þáttum í lífi sínu sem fólk hugar venjulega ekki að. Eftir fyrsta samtalið verður augljóst við hvað er átt. Önnur veigamikil ábyrgð sem hvílir á sjúklingnum er að gera ekki óraunhæfar kröfur og væntingar um ,,kraftaverkalækningu“. Þrátt fyrir að lækningar eigi sér stað með ótrúlegum hætti, ætti ekki að taka slíkt sem sjálfsagðan hlut. Einkum í krónískum tilfellum má sjúklingurinn vera viðbúinn því að þurfa að biða eftir bata. Þegar sjúklingurinn er á batavegi samtímis því sem lífsorka hans eykst má eiga von á því að sjúkdómseinkennin versni um tíma. Venjulega varir slíkt ekki lengi. Hendi slík bakföll er ráðlegra að leita til smáskammtalæknis í stað þess að grípa strax til venjulegra verkjalyfja. Stöku aspiríntafla vegna tímabundinna verkja ætti ekki að saka, en stöðug notkun verkjalyfja, deyfilyfja, sýklalyfja og sérstaklega steralyfja geta algjörlega eyðilagt virkni smáskammtalyfjanna. Hafið hugfast að smáskammtalækningar krefjast mikils af lækninum.

Ástæða þess að hann eyðir svo miklum tíma í að kynna sér ástand hvers sjúklings í dýpstu merkingu þess orðs, er vegna þess að hann verður að velja á milli hundruða smáskammtalyfja leita að því eina rétta, sem næst kemst sjúkdóms einkennum sjúklingsins. Það verk er ekki alltaf auðvelt. Því er ekki til sá smáskammtalæknir sem ávallt finnur rétta lyfið i fyrstu atrennu. Sýnið þolinmæði. Og jafnvel þó að rétta lyfið sé fundið, verið þá ‘samt ekki óþolinmóð. Á næstu dögum og vikum má gera ráð fyrir að ástandið sveiflist upp og niður. Þó að lækningin sé hafin þýðir það ekki endilega að öll einkenni hverfi eins og dögg fyrir sólu á andartaki. Þegar góður hómópatalæknir verður þess var, að lífsorka sjúklingsins styrkist, er hann eigi að síður mótfallin því að gefa honum nýjan skammt af lyfinu of fljótt. Algengustu mistök í meðferð langvinnra sjúkdóma eru að endurtaka lyfjagjöf of snemma. Ef slíkt er gert (oftast vegna óska sjúklingsins um að ,,gera eitthvað“), getur það í sumum tilfellum truflað lækninguna alvarlega.

Leiðbeiningar til sjúklinga. Smáskammtalyf þarf að meðhöndla gætilega til þess að tryggja að menga þau ekki á einn eða annan hátt. Þau eru oftast fáanleg í tvenns konar formi: dufti og/eða töflum eða perlum. Þau á að taka þurr,án drykkjar, beint á tunguna, láta leysast þar upp og síðan kyngja. Munnurinn þarfhelst að vera eðlilega hreinn (ekki vegna þess að nýbúið sé að bursta tennurnar). Hómópatalyf á ekki að taka með máltíð, heldur annaðhvort 20 mín. fyrir eða klst. eftir. Efni sem forðast á að nota vegna þess að vitað er að þau hafa mótverkun gegn hómópatalyfjum eru kaffi og öll efnasambönd sem kamfóra finnst í. Auk þess sum allopatisk lyf. Veikar teblöndur, þ. á m. venjulegt te, eru leyfilegar. Undantekning er piparmyntute sem ekki má nota með sumum smáskammtalyfjum. Hófleg áfengisneysla er ekki talin valda skaða. Kannabisefni, kókaín, ofskynjanalyf og önnur fíkniefni eru talin trufla. Segðu smáskammtalækninum ef þú þarft að fara til tannlæknis. Tannviðgerðir geta truflað. Engin þörf er að nota fæðubótarefni meðan á hómópatalækningu stendur. Nálastungulækningar og aðra punktaeða svæðameðferð ætti ekki að framkvæma samtímis smáskammtalækningum. Þessar lækningaraðferðir gætu truflað hvor aðra. Notið ekki önnur hómópatalyf, meðan verið er á meðferð hjá smáskammtalækni, nema ráðfæra ykkur við hann áður. Hin lyfin gætu unnið gegn meðferð hans og gert hana gagnslausa.

Þann 26.10.2011 sendi Martin Smith lesandi www.heilsuhringurinn.is inn eftirfarandi athugasend við þessa gömlu grein birta á árinu 1988. 

Nýjar upplýsingar fást meðal annars á ágætri grein ensku Wikipediu um
smáskammtalækningar: http://en.wikipedia.org/wiki/Homeopathy og er hún vel búin heimildum. Þar kemur einmitt fram að sú vísindalega þekking sem Karl Robinson heldur fram að liggi til grundvallar smáskammtalækningum hefur aldrei verið til staðar. Í orðum Wikipedia: „Hahnemann’s law of similars is an ipse dixit axiom,[8] in other words an unproven assertion made by Hahnemann, and not a true law of nature.“

 Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: