Aukefni

Reglur um notkun og umbúðamerkingar
Umræða um notkun aukefna í matvælum á sér langa sögu og hefur lengi valdið fólki áhyggjum, einkum þar sem sum aukefna sem notuð hafa verið hafa valdið skaðlegum áhrifum, en einnig vegna umræðu um möguleg skaðleg áhrif efna sem enn eru í notkun. Það er þó ekki bara eiturefnafræðilegi þátturinn sem ýtt hefur undir setningu strangra reglna um notkun aukefna, heldur einnig sú staðreynd að notkun efnanna getur verið blekkjandi varðandi samsetningu neysluvara. Það síðarnefnda á einkum við um bindi- og litarefni. Sem dæmi má nefna að notkun litarefna í smjör var bönnuð í París árið 1396 og árið 1925 var bannað að lita mjólk í Bretlandi. Reglur um notkun aukefna eiga sér því langa sögu, en voru heldur takmarkaðar þar til á síðustu áratugum.

Á síðustu öld birtust margar greinar þar sem fjallað var um skaðleg áhrif aukefna og þá sérstaklega litarefna,  en notkun þeirra jókst verulega á þeim tímum. Þá var notkun málmsambanda til litunar matvæla algeng og því engin furða að skaðlegra áhrifa yrði vart. Í framhaldi af þessari umræðu voru settar ákveðnar reglur um notkun litarefna, t.d. í Frakklandi og Svíþjóð, og árið 1907 kom fyrsti bandaríski list inn yfir viðurkennd litarefni. Á bandaríska listanum voru þá sjö litarefni, en alls höfðu um áttatíu efnasambönd’ verið metin. Þess má geta, að þrjú af þeim sjö litarefnum sem viðurkennd voru árið 1907 í Bandaríkjunum, eru í notkun í mörgum löndum í dag. Eru það amarant (E 123), erytrósín (E 127) og pindigótín (E 132). Á árunum 1916 til 1929 var tíu efnum bætt á listann og eru fimm þessara efna enn í notkun. Sem dæmi má nefna azo-litarefnin tartrasín (E 102) og sunset yellow (E 110), en notkun þeirra er í dag umdeild vegna ofnæmisáhrifa.

Reglur á Íslandi
Það er mörgum eflaust ekki kunnugt, að í almennum reglum um tilbúning og dreifingu á matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, sem birtar voru árið 1936, eru ákvæði um notkun rotvarnarefna, gervisætuefna og gervilitarefna. Reglur þessar birtust með lögum nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og samkvæmt reglum þessum var heimilt að nota gervisætuefni (nefnd gervisykur) í vörur sem ætlaðar voru sjúkum, en jafnframt voru gerðar ákveðnar kröfur um umbúðamerkingar. Einnig voru ákvæði um notkun aukefna í reglugerðum sem settar voru með stoð í lögum nr. 24/1936 og sem birtust sama ár. Sérstaklega athyglisverð eru ákvæði í reglugerð um gosdrykki, en þar eru meðal annars sett ákvæði um hreinleika fyrir sýrur og sölt sem heimilt var að nota við framleiðslu gosdrykkja. Ákvæði um aukefni eru einnig í síðari lögum sem sett hafa verið um eiturefni og hættuleg efni og hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Það sama gildir um eglugerðir sem settar hafa verið með stoð í þessum lögum.

Aukefnalisti
Fyrsti aukefnalisti sem tók gildi hér á landi birtist með reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara og er hann enn í gildi. Aukefni má ekki nota í matvæli eða aðrar neysluvörur nema notkun hafi verið heimiluð samkvæmt gildandi aukefnalista eða með sérstöku bráðabirgðaleyfi. Eiturefnanefnd, Manneldisráð Íslands og Hollustuvernd ríkisins fjalla um umsóknir um leyfi til notkunar aukefna, en endanleg ákvörðun er tekin af heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisyfirvöld ákvarða þannig hvaða aukefni má nota í ákveðna matvælaflokka eða tilteknar tegundir neysluvara. Jafnframt eru sett ákvæði varðandi það magn efnanna sem heimilt er að nota við framleiðslu og reglur um merkingu umbúða.

Notkun aukefna
Notkun aukefna í matvælum hefur aukist verulega á síðustu áratugum og má nú gera ráð fyrir að meira en tvö hundruð aukefni séu notuð í matvæli sem hér eru á markaði. Þar með eru ekki talin bragðefni, en þau skipta þúsundum. Sú aukning sem orðið hefur á notkun þessara efna, stafar fyrst og fremst af breyttum neysluvenjum og breyttum framleiðsluháttum í matvælaiðnaði. Eftirspurn eftir unnum matvælum hefur aukist, á sama tíma og vinnsla á heimilum minnkar og neytendur gera því auknar kröfur varðandi geymsluþol, bragð og útlit matvæla.

Framleiðendur nota aukefni í meira mæli en áður til að mæta kröfum neytenda, en samkeppni milli framleiðsluaðila hefur einnig haft veruleg áhrif á þessa þróun. Vöruþróun og tilkoma nýrra aukefna hefur einnig haft áhrif. Aukefni eru notuð af tæknilegum eða skynrænum ástæðum og til að hafa áhrif á geymsluþol. Efnunum er skipt í aukefnaflokka eftir því hvaða áhrif þau hafa við vinnslu eða í fullunnum vörum og má sem dæmi nefna froðueyðandi efni, hvata, bindiefni, þráavarnarefni, rotvarnarefni, litarefni og sætuefni. Í mörgum löndum gilda sérstakar reglur um bætiefni sem notuð eru til að auka næringargildi matvæla og eru þau þá ekki skilgreind sem aukefni. Einnig má geta þess að efni eins og salt, sykur, alkóhól,krydd, borðedik, sojaprótein og sterkjurík bindiefni eins og kartöflumjöl eru ekki skilgreind sem aukefni heldur hráefni. Um notkun þessara efna gilda þó oft sérstakar reglur þar sem hætta er á að þau séu notuð í stað annarra hráefna, og má sem dæmi um þetta nefna sojaprótein í kjötvörum.

Markgildi aukefna
Aukefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla eða boðin til sölu, hafa verið metin af JECFÁ (Joint Expert Gommittee on Food Additives). Það er sérfræðinefnd sem starfar á vegum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Á vegum Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) er einnig starfandi sérfræðinefnd sem hefur það hlutverk að meta notkun aukefna í matvælum. Mat áðurnefndra sérfræðinefnda byggist á niðurstöðum rannsókna sem eru gerðar til að kanna eituráhrif (eða eiturhrif) efnanna, og á grundvelli slíkra rannsókna ákvarða nefndirnar markgildi, eða svonefnd ADI-gildi (Acceptable Daily Intake) fyrir aukefni, ef ástaeða er talin til. Þetta gildi er gefið upp í milligrömmum á hvert kílógramm líkamsþunga og gefur til kynna það magn sem fólk á að geta neytt daglega alla ævi án hættu á skaðlegum áhrifum.

Rétt er að geta þess að ofnæmisviðbrögð eru ekki höfð til hliðsjónar þegar markgildi er ákvarðað  Við setningu reglugerða og afgreiðslu umsókna um notkun aukefna í matvælum, er lögð mikil áhersla á álit JECFA og annarra sérfræðinefnda.  Þetta á ekki síst við um ákvörðun leyfilegs hámarksmagns aukefna og eru markgildi sem sett eru af þessum nefndum þá höfð til hliðsjónar. Sem dæmi má geta þess að markgildi fyrir sætuefnið aspartam er 40 mg/kg líkamsþyngd, en fyrir sætuefnið sýklamat 11 mg/kg líkamsþyngd. Aspartam (Nutra Sweet) er þannig hægt að leyfa til notkunar í fleiri vörutegundir og í meira magni en sýklamat.

Ný reglugerð
Á næsta ári mun taka gildi ný reglugerð um notkun aukefna í matvælum ásamt nýjum aukefnalista. Á því rúmlega tíu ára tímabili sem liðið er frá setningu gildandi aukefnalista, hafa orðið verulegar breytingar varðandi framleiðslu og innflutning matvæla. Þá hafa ný aukefni hafa komið til og nýjar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi áhrif  tiltekinna efna. Því hefur reynst nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur. Auk þess er ráðgert að taka á ýmsum þáttum varðandi notkun, dreifingu og merkingu aukefna, sem ekki hefur áður verið fjallað um í íslenskum reglugerðum. Hér verður fjallað um nokkur atriði, sem gerð hefur verið tillaga um í drögum að nýrri reglugerð ásamt aukefnalista. – Aukefnalistinn verður „jákvæður“, en í því felst að einungis verður leyfilegt að nota þau aukefni sem fram koma á listanum. Engin aukefni verða almennt leyfð í matvælum, heldur verður nákvæmlega kveðið á um í hvaða matvælaflokka eða tegundir matvæla nota má aukefni. Óski matvælaframleiðandi að nota aukefni sem ekki er getið um á listanum fyrir þá vörutegund sem hann hyggst framleiða, verður að sækja um leyfi fyrir notkun þess. Settar eru fram kröfur um þau gögn sem umsækjandi verður að láta fylgja sinni umsókn.

Í þeim tilvikum, þar sem Alþjóða-heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hafa skilgreint eiginleika og hreinleika aukefna, skulu aukefni sem notuð eru vera í samræmi við þær skilgreiningar. Hafi slíkar skilgreiningar ekki verið gerðar af FAO/WHO getur Hollustuvernd ríkisins farið fram á að aukefni séu í samræmi við skilgreiningar Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) eða annarra aðila. – Eftirlit verður haft með innflutningi og dreifingu aukefna til notkunar í iðnaði. Þá verða settar strangar reglur um sölu aukefna í verslunum, s.s. sætuefna, matarita og rotvarnarefna. – Leyfilegt hámarksmagn tiltekinna aukefna verður lækkað. Sem dæmi má nefn sætuefni eins og sakkarín og sýklamat. Það sama gildir um rotvarnarefni, þráavarnarefni og bragðaukandi efni, þegar fleiri en eitt aukefni hvers flokks eru notuð í sömu neysluvöru. – Ný efni verða sett inn á listann til notkunar í ákveðnar fæðutegundir. A þetta m.a. við um sætuefni eins og sykuralkóhóla og asesúlfam -K.

Sum aukefni, sem notuð eru hér á landi í dag, verða ekki lengur leyfð samkvæmt tillögunum. Notkun litarefna í matvælum hefur lengi verið umdeild, og þá sérstaklega notkun azo-litarefna, en sum þeirra eru þekktir ofnæmisvaldar. Gert er ráð fyrir verulegum breytingum 4 notkun þessara efna hér á landi, og er það fyrst og fremst tak mörkun á notkun azo-litarefna sem gerir það að verkum að margir framleiðendur verða að huga að breytingum varðandi framleiðsluvörur sínar. Sem dæmi má nefna litarefin Tartrasín (E. 102), Sunset Yellow (E 110), Amarant (E 123) og Ponceau 4R (E 124).

Umbúðamerkingar Samkvæmt tillögum um merkingu umbúða, skulu aukefni sem notuð eru við framleiðslu vörunnar, skráð í innihaldslýsingu eftir minnkandi magni, á sama hátt og hráefni. Gerð verður krafa um merkingu með flokksheiti og auk þess E-númeri eða viður kenndu heiti efnanna. Flestir hafa orðið þess varir að í mörgum tilvikum eru aukefni auðkennd á umbúðum neysluvara, með heiti þess aukefnaflokks sem efnið tilheyrir auk E-númers, t.d. litar efni (E 100). Aukefnaflokkurinn gefur til kynna hver tilgangurinn með notkun efnisins er. Neytendur eiga hins vegar oft erfitt með að skilja hvað E-númer merkja og hver tilgangurinn er með notkun þeirra.

Flest aukefni sem notuð eru í matvælum hafa fengið E-númer og gefa þessi númer þannig til kynna hvaða efni eru notuð við framleiðslu vörunnar. Upphaflega var þetta merkingakerfi notað í þeim löndum sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE), en hefur nú verið tekið upp í mörgum öðrum löndum. Þar sem þessi merking hefur nú verið tekin upp hér á landi, verða heilbrigðisyfirvöld að gefa út lista yfir E-númer aukefna, þannig að almenningur geti gert sér grein fyrir um hvaða efni er að ræða. 1 töflu Í. má sjá hvaða upplýsingar ættu að koma fram í slíkum lista yfir E-númer aukefna. Það er mikilvægt að aukefni séu merkt á greinilegan hátt ekki síður en hráefni, því þau geta valdið ofnsemi, auk þess sem sumt fólk þarf að varast ákveðin efni vegna sjúkdóma. Bensósýra (E 210) sem m.a. kemur fyrir í náttúrunni í berjum og sölt bensósýrunnar (E 211 til 213) eru meðal algengustu rotvarnarefna sem notuð eru í matvælum, en  efnin hafa þann annmarka að þau geta valdið ofnæmisviðbrögðum.

Það sama gildir um súlfít (E 220 til 227) sem notuð eru sem rotvarnarefni og til að koma í veg fyrir litar breytingar í ýmsum tegundum, matvæla. Súlfít eru m.a. notuð í vín og þurrkaða ávexti, en efni þessi geta valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá astmasjúklingum. Af litarefnum eru það helst gervilitarefni af flokki azo-litarefna sem valda ofnæmisvið brögðum. Gervisætuefni s.s. sakkarín, sýklamat, asesúlfam-K og aspartam (Nutra Sweet) eru dæmi um aukefni sem ekki hafa fengið E- númer. Þessi efni, sem og önnur aukefni sem ekki hafa E-númer, eru auk flokksheitis merkt með viðurkenndu heiti í stað E-númers, t.d. sætuefni (sakkarín). Þess má geta að  fáeinir einstaklingar hér á landi hafa sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm sem gerir það að  verkum að þeir verða að varast vörutegundir sem innihalda sætuefnið aspartam. Er það enn eitt dæmið um mikilvægi þess að rétt sé staðið að innihaldslýsingu á umbúðum matvæla og annarra neysluvara.

Eftirlit
Eftirlit með notkun aukefna í matvælum og öðrum neysluvörum er í dag nokkrum vandkvæðum bundið, þar sem engin efnarannsóknaraðstaða er fyrir hendi hjá Hollustuvernd ríkisins.  Stofnunin leggur því áherslu á að úr þessu verið bætt sem fyrst, þannig að markvissu eftirliti verði komið á. Heilbrigðisfulltrúar hafa m.a. eftirlit með notkun aukefna með því að kanna innihaldslýsingu matvæla og annarra neysluvara. Þetta er einnig gert þegar matvælaframleiðandi eða dreifingaraðili leggur umbúðir fyrir nýja vöru inn til umsagnar, áður en vörunni er dreift til sölu. Þá er einnig könnuð notkun aukefna hjá þeim aðilum sem stunda matvælaframleiðslu. Tilgangur þessa eftirlits er að einungis séu notuð aukefni sem leyfð eru, en efnarannsóknir eru nauðsynlegar til að fylgjast með magni efnanna.

Þessi grein er eftir Jón Gíslason deildarráðunaut Hollustuverndar ríkisins, skrifuð árið 1987.Flokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: