Hrotur eru ekki ólæknandi

Í gegnum aldirnar hafa verið sagðar margar skrýtlur í sambandi við hrotur, en sá sem ekki getur sofið vegna þess að aðrir hrjóta er enginn hlátur í huga. Það er ömurlegt að sitja heilu og hálfu næturnar og geta ekki sofið, vegna þess að í sama herbergi er einhver sem hrýtur allar nætur. Hin ýmsu hljóð sem heyrast, svo sem blásturshljóð,  ræskingar, kyngingar að ógleymdum þessum óþolandi hrotum, hafa eyðilegt fleiri hjónabönd og sambönd manna, heldur en margir gera sér eiginlega ljóst. Engin ástæða er til að efast um, að þeir sem í lengri tíma hafa þurft að umbera miklar hrotur, hvort heldur hefur veri í sama herbergi eða hinu megin við vegginn, hafa óskað sér að til væru ráð svo hægt væri að losna við þennan hræðilega hávaða.

Loftíð mætir hindrunum
Hingað til hafa flestir sérfræðingar sagt, að lítið væri hægt að gera, til að fá þá sem hrjóta, til að hætta hrotunum. Nú segja hins vegar breskir vísindamenn, að mögulegt sé að stöðva eða að minnsta kosti minnka all verulega venjulegar hrotur, – einmitt það hljóð sem veldur flestum svefnlausum nótturn. Hrotur eiga sér ýmsar orsakir, svo sem ójöfnur í nefgöngunum, og ólæknandi bólgur í nefgöngunum. Í þeim tilfellum verða hroturnar, sem afleiðing þess að loftið, sem fer í gegnum nefið, mætir hindrunum. Ef misfellur eða onabbur orsaka hroturnar er hægt að láta fjarlægja það með skurðaðgerð. Einnig er oft hægt að lækna bólgur í nefgöngunum með lyfjum. Margir gera sér í hugarlund að hrotur séu vandamál sem sé aðallega algengt meðal karlmanna, en konur hrjóta líka. Hvort heldur er kona eða karlmaður sem hrýtur, eru algengustu hroturnar þær, sem koma frá hálsinum. Dr. Harvey Flack, sem stjórnar hópi vísindamanna, heldur því fram, að meðal þessa fólks falli tungan eða kjálkinn niður, eða þá að gómurinn eða úfurinn hreyfi sig í ákveðnu hljómfalli.

Stöðvið hrotumar!
Til þess að ráða við slíkar hrotur hefur dr. Flack og vísindamenn hans fundið út nokkrar einfaldar æfingar, sem þeir staðhæfa að séu mjög árangursríkar, séu þær framkvæmdar á hverju kvöldi í tvær vikur. Hið fyrsta sem skal gera, er að setja eitthvað í munninn, sem getur haldið tungunni niðri. Þessu er haldið fast milli tannanna í tíu mínútur, eftir að lagst er til hvílu, og áður en farið er að sofa. Dr. Flack segir að eftir um fimm mínútur verði maður að líkindum ákaflega þreyttur í kjálkunum, en það sé ósköp eðlilegt, og því sé aðeins að halda áfram! Síðan er þessi hlutur tekinn úr munninum, og í tvær til þrjár mínútur pressar maður fingrunum fast á hökuna, samtímis því að maður ýtir hökunni fram mót fingrunum. Þá lokar maður munninum og pressar tunguna fast fram á móti framtönnunum í neðri kjálka í þrjár til fjórar mínútur.

Það hreyf!
Getur það verið að þessar æfingar geri eitthvert gagn? Dr. Flack vann með 250 sjálfboðaliðum, sem allir voru giftir, og hann bað þá sem hrutu, að gera þessar æfingar í tvær vikur. Þeir makar sem ekki hrutu, áttu síðan að gefa skýrslu um þær breytingar í hrotunum, sem ættu sér stað eftir því sem á tilraunatímann leið. Í flestum tilvikum hættu hroturnar. Í þeim tilvikum þar sem hroturnar héldu áfram, varð hávaðinn minni og ekki eins óþægilegur. Auðvitað er ekki öruggt að þessar æfingar hjálpi öllum sem hrjóta. Til þess eru allt of margar og breytilegar ástæður fyrir því að fólk hrýtur. En þeir sem hrjóta með hálsinum, munu hafa mikið gagn af þessum æfingum. Í það minnsta lítur út fyrir, að æfingar dr. Flacks hafi bjargað einu hjónabandi. Kona nokkur sern gift var manni sem hraut næstum viðvarandi, þegar hann svaf, skrifaði til dr. Flacks, eftir að þessar æfingar höföu gert það að verkum að maður hennar var hættur að hrjóta: ,,Við höfum verið gift í tuttugu og sjö ár, og ég var alveg handviss um að eina leiðin til þess að losna við hroturnar í honum, væri að skilja við hann. Þér hafíð bjargað hjónabandi okkar dr. Flack!“

Höfundur Richard Bauman – Þýtt úr Sundhedsbladet, Sigurður Herlufsen árið 1983Flokkar:Ýmislegt

%d bloggers like this: