Suða á heilkorni

Grautur úr heilum höfrum
1 bolli heilir hafrar, 4 bollar vatn, salt eftir smekk. Hafrarnir eru þvegnir og settir í pott ásamt vatni og salti. Soðið að kvöldi í 20 mín. og potturinn látinn bíða á hellunni til næsta morguns. Þá er hafragrauturinn hitaður upp. Það sem ekki er notað strax er geymt í ísskáp og hitað upp eftir hendinni. Þessi grautur geymist í um viku í ísskáp. Með grautnum er gott að hafa útbleyttar rúsínur og ristuð fræ, til dæmis sólblóma- og sesamfræ. Best er að sjóða fyrir hvern dag. Rúsínur og aðra þurrkaða ávextir er best að láta liggja í bleyti í tvo sólarhringa fyrir notkun.

Hirsi
1 bolli hirsi, 3 bollar vatn, salt eftir smekk. Suðan látin koma upp og látið malla á minnsta straum í 20 mínútur. Sumir bæta svo í mjólk og rúsínum. Þá er gott að sjóða þetta í 15-20 mínútur í viðbót. Þeir sem ekki nota mjólk geta bragðbætt með sesameða  sólberjafræum og rúsínum o.s.fv.

Suða á hýðishrísgrjónum
1 bolli hýðishrísgrjón, 2 bollar vatn, salt eftir smekk. Suðan látin koma upp, lokið sett á og síðan látið malla í 1 klukkustund á lægsta straum.

Þuríður Hermannsdóttir 1983

 Flokkar:Uppskriftir

%d