Makróbíótík uppskriftir

Í tveimur fyrri tölublöðum birtust viðtöl við Þuríði Hermannsdóttur. Í framhaldi af því koma hér nokkrar uppskriftir.

HEIMAGERÐUR PIKKLES:
Í hann þarf kombuþang, (lagt í bleyti í 3 – 5 mín.), lauk, gulrætur, brokcoli, blómkál og agúrku. Allt skorið í bita. 3 bollar afvatni soðið með 1 tsk. af sjávarsalti. Látið kólna. Sett í krukku og geymt í 3 – 4 daga. Síðan nokkrir bitar borðaðir í lok hverrar máltíðar.

1) MÍSÓSÚPA:
Má gera hana á marga vegu og er um að gera aðbreyta oft um grænmeti. Hér koma tvær uppástungur:

2) MÍSÓSÚPA:
2 laukar í sneiðum, 2 gulrætur í sneiðum, 1 bolli hvítkál í sneiðum. Wakameþang, 8 bollarvatn, salt, 6 tsk. misó. Vatnið sett í pott, þangið skorið eða brotið í pottinn. Grænmetinu bætt í ásamt salti. Soðið þar til grænmetið er meyrt. Hrærið misó út í bolla eða skál með hluta af grænmetissoðinu, bætt í pottinn og má ekki sjóða eftir það.

3) MÍSÓSÚPA MEÐ MAKKARÓNUM:
1 púrra, 1 gulrót, 4-5 grænkálsblöð, Wakame þang, 1 bolli makkarónur, vatn svo fljóti yfir, 6 tsk. misó. Sama aðferð og við súpu nr. 1. Þegar suðan kemur upp er makkarónum bætt í og soðið í 10 – 15 mín. Borið fram með saxaðri steinselju eða graslauk eða jafnvel papriku.

LINSUSÖPA:
1 rifinn hvítlaukur, 2 laukar, 2 bollar soðnar linsur, söxuð steinselja eða graslaukur, 2 gulrætur í bitum, vatn, tamari, salt. Hvítlaukur og laukur saxað fínt og látið krauma í örl. olíu, gulrótum bætt í og síðan soðnum linsum. Vatn sett yfir þannig að fljóti yfir og salt. Soðið við vægan hita í 30. mín. Kryddað með tamari og klipptri steinselju stráð yfir, eins má rífa 1 gulrót og  setja í síðast, þá er það fallegra á litinn.

KJÚKUNGABAUNIR MEÐ SÓSU:
1 bolli kjúklingabaunir, 1 laukur, 1 tsk. salt, 3 bollar vatn. Sósan: 1 bolli laukur í sneiðum, 3 bollar blómkál í hríslum, 1/2 bolli smátt skornar gulrætur, 2 msk. olía, 2 tsk. salt, 2 msk. sesamsmjör (thaini). Baunirnar þvegnar og látnar liggja í bleyti yfir nótt. Soðnar ásamt lauknum í 1 klst. og saltaðar undir lokin. Sósan: Grænmetið látíð krauma í olíu smástund.Vatni eða soði hellt yfir og soðið í 10 mín. Baununum bætt í og soðið í 5 – 10 mín. Þá er sesamsmjörinu bætt í og kryddað með salti ef með þarf, suðan komi upp aftur. Eins má sjóða þennan rétt enn lengur þannig að hann verði að mauki og er maukið þá notað sem álegg á brauð.

LINSUBAKSTUR:
2 bollar soðnar linsur, 1-2 msk. sesam- eða hnetusmjör, 1 tsk. misó, lítill saxaður laukur, 1/2 bolli söxuð steinselja, 1 bolli fínt skornir sveppir, salt og vökvi aflinsum. Sama aðferð og að ofan, nema að sveppirnir eru steiktir í olíu og kryddaðir með salti og bætt síðast út í deigið. Bakað í eldföstu móti í 45 mín. Þessi bakstur minnir á lifrarkæfu.

HIRSIBUFF:
2/3 hlutar soðið hirsi, 1/3 hluti soðin grjón, 1 – 2 fínt saxaðir laukar, salt eða tamari, olía u.m.þ.b. 2 – 3 msk. Hirsi er soðið saman í hlutföllunum 1 hluti hirsi og 3 hlutar vatn, ásamt salti. Hirsi, grjónum, lauk og kryddi blandað saman. Mótað í buff sem eru steikt í olíu þar til þau verða stökk á báðum hliðum. Þessi réttur er yfirleitt mjög vinsæll hjá börnum.

HEITT HRÍSGRJÓNASALAT:
3 bollar heit soðin hrísgrjón, 1/2 bolli radísur, 1/2 bolli gulrætur í stöfum, 1/4 bolli laukur í sneiðum, 1/4 bolli græn blöð af t.d. radísum, gulrótum eða nota steinselju. Grænmetið kraumi örl. í olíu og kryddað með salti. Hrísgrjónum bætt í og hitað saman. Skreytt með steinselju eða graslauk. Eins er gott að bera fram með þessu sesamsalt eða nori í strimlum.

HRÍSGRJÓNASALAT:
  3 bollar soðin hrísgrjón, 1/2 bolli gulrótarstafir, 1/4 bolli sveppir, 1/2 bolli belgbaunir, 2 bollar kínakál eða icebergsalat, 1/4 bolli rauð paprika, sítrónusafi. Gulrætur látnar krauma í örl.olíu þar til þær verða hæfilega meyrar. Sveppir meðhöndlaðir á sama hátt. Belgbaunir soðnar og skornar niður Paprika skorin í þunnar sneiðar, kínakálið líka. Öllu blandað saman og kryddað með sítrónusafa og salti ef með þarf.

HÝÐISHRÍSGRJÓN SOÐIN Í VENJULEGUM POTTI
1 bolli hýðishrísgrjón, 1 1/2 – 2 bollar vatn, 1/8 tsk. salt. Soðið í 1 klst. við vægan hita. Soðin í hraðsuðupotti: 1 bolli hrísgrjón, 1 l/4bolli vatn, 1/8 tsk. salt. Soðið í 3/4 klst.

GÓÐUR RÉTTUR ÚR ADUKIBAUNUM:
1 bolli adukibaunir þvegnar og lagðar í bleyti yfir nótt. 1 stöng Kombuþang lagt í bleyti og svo skorið í ferninga. Gulrætur þvegnar og skornar í stóra bita. Kombu sett í botninn á pottinum, baunirnar yfir og vatn svo að þeki. Soðið í 30 mínútur, þá er gulrótum bætt út í ásamt örlitlu salti og soðið í 25 mín. Soju steinkað yfir og soðið í 2 mín. Gott er að borða þennan rétt eins og tvisvar í viku.



Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: