Ávaxtadrykkir

Vínberjadrykkur
1 bolli vínber
1/4 bolli frosið appelsínuþykkni
1/4 bolli frosið sítrónuþykkni
1/2 bolli ananasmauk
3 bollar mulinn ís
Þeytið saman í blandara þar til drykkurinn er jafn og laus við agnir, rétt áður en borið er fram.

Veislupúns
Þeytið í blandara:
6 meðalþroskaðir bananar
3 bollar jarðarber
1/3 bolli sítrónusafi
6 bollar ósætur ananassafi
Hellið í ílát og bætið við köldu vatni og ísmolum þar til drykkurinn er orðinn 4 lítrar.

Bananapúns
11/2 dós (6oz) frosið appelsínuþykkni
1/2 dós (6 oz) frosið sítrónuþykkni
3 litlir bananar
Þynnið ávaxtaþykkni eins og leiðbeiningar á dósunum segja fyrir um. Kælið vel eða notið ísvatn. Þeytið safa og banana í blandara rétt áður en borið er fram.

Ávaxtadrykkur
1 bolli appelsínusafi
1/4 bolli hýðislausar möndlur
1 msk. ljósar, steinlausar rúsínur
1/2 banani
Þeytið í blandara þar til innihaldið er mjúkt og laust við agnir. Kælið. Berið fram sem ávaxtadrykk eða ávaxtasalatsósu. ATHUGIÐ: Ekki er alltaf nauðsynlegt að nota blandara. Banana má merja og hrærasíðan eða hrista saman við drykkinn. Grænmeti og ávexti má pressa í þar til gerðum vélum. Hnetur má mala í hnetukvörn eða saxa smátt. Ýmiss konar grænmetis- og ávaxtasafa, tveim eða fleiri tegundum, má blanda saman í drykki.

Höfundur; Kristín Jóhannsdóttir manneldisfræðingur



Flokkar:Uppskriftir

%d