Roger Mc Dougall er leikritahöfundur, ljóðskáld, tónskáld, hljóðfæraleikari og prófessor í leiklist. Hann er fœddur í Bearsden, Dumbartonshire í Englandi árið 1910. Eftir nam við Háskólann í Glasgow snéri, hann sér að ritstörfum og samningu tónverka. Hann hefur skrifað leikrit og ljóð fyrir breska ríkisútvarpið BBC og ýmis leikhús árum saman, ásamt fjölda kvikmyndahandrit. Árið 1953 þurfti hann að leggjast inn á spítala vegna sjónbilunar á vinstra auga og erfiðleika viðgang. Hann var úrskurðaður meðheila og mænusigg. Ástand hans versnaði stöðugt þar til hann var kominn í hjólastól. Þrátt fyrir það hélt hann áfram starfi sínu sem rithöfundur og notaði segulband, sem hann talaði inn á. Hann neitaði að trúa því að ástand sitt væri vonlaust og tók að kynna sér allt sem hann gat um sjúkdóm sinn. Erfiði hans bar árangur og nú er hann við góða heilsu eins og hann lýsir hér á eftir.
Saga mín
Þetta er saga um baráttu mína við heila og mænusigg. Hún er byggá minni eigin reynslu og þeim ályktunum sem ég hef dregið af henni. Það má koma skýrt fram að ég er ekki læknir og kenningar mínar eru ekki viðurkenndar af læknastéttinni. Ég hef oftsinnis orðið fyrir aðkasti úr þeirri átt, sem mér sárnar vitanlega, en sjónarmið mitt er einfalt. Ég hef þjáðst af þessum sjúkdómi, eins og allir aðrir þjást, sem verða fyrir honum og væri því ekki mannlegur ef ég ekki reyndi að miðla öðrum, afreynslu minni sem einnig þjást. Sumir draga í efa að ég hafi raunverulega haft heila- og mænusigg.
Við þá vil ég segja þetta: Ég var sjúkdóms greindur af Sir Charles Symands, einum þekktasta taugasjúkdómalækni sem þá var uppi, á einu viðurkenndasta sjúkrahúsi fyrir taugasjúkdóma í öllum heiminum. Innan fárra ára var ég ófær um að nota fætur mína, augu og fingur jafnvel röddin brást. Mörgum árum seinna gekk ég undir aðra rannsókn í Hollywood. Merki um örvefs-eyðileggingu fundust í heila mínum, og sýni afmænuvökva voru úrskurðuð á rannsóknarstofu í New York, sem ,,mænuvökvi úr manneskju með heila- og mænusigg“. Nú er sjón mín endurheimt. Ég get hlaupið upp og niður stiga og lifi lífinu jafn vel og annað fólk á mínum aldri.
Ég er ekki full læknaður. Ég hef aðeins íengið bót meina minna, sem ég trúi að ég hafi sjálfur átt þátt í að fá. Sérhver einstaklingur hefur sín sérstöku efnaskipti. Engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins. Þess vegna er ekki fullkomin trygging fyrir því að allir aðrir einstaklingar sem fylgja ráðum mínum, fái sama bata og ég. Það væri óheiðarlegt af mér að halda því fram. En það hjálpaði mér og ótal mörgum öðrum. Nokkrir hafa þó ekki fengið bata, en þeir virðast vera í miklum minnihluta og engin vissa er fyrir því að þeir hafi fylgt ráðum mínum í einu og öllu í nægilega langan tíma til að bati kæmi í ljós. Það liðu fjögur ár þar til ég fékk nokkurn marktækan bata og það er fyrirgefanlegt þó einhverjir hafi ekki verið jafn ákveðnir í að reyna til þrautar þessa aðferð eins og ég. Sannleikurinn er sé, að þeir sem skrifa mér og segja mér frá bata sínum, lýsa því að hann sé oft fjarskalega hægur.
Samt er hægur bati ólíkt æskilegri en stöðug hrörnun. Einnig verður það að koma fram að sjúklingar, sem aldrei hafa heyrt minnst á mig eða mína aðferð, hafa stundum fengið óvæntan bata, sem varað hefur í mismun andi langan tíma. Engin skýring er á því, en það breytir samt ekki þeirri skoðun minni, að sá bati sem ég og margir aðrir hafa fengið, sé fyrst og fremst að þakka þeirri mataræðis breytingu sem aðferð mín byggist á. Hvað er heila- og mænusigg? Svo virðist sem engin almennt viðurkennd skýring sé til á ástæðunni fyrir sjúkdóminum.
Einungis er unnt að lýsa einkennunum og sjúklegum breytingum. Þær eru harðnaðar agnir á stærð við títuprjónshaus og upp í matbaun, sem dreifast óreglulega um heilann og mænuna. Hver ögn er mynduð af samtengitaugavef (neuroglia), sem á aðeins að vera nægilega mikið af, til að tengja taugafrumur og þræði saman. Í byrjun sjúkdómsins brotna niður einangrandi slíður utan um taugaþræðina og þau berast í burt og taugaþræðirnir verða berir eftir. Seinna myndast samtengitaugavefurinn á milli taugaþráðanna. Hin raunverulega breyting sem verður í taugakerfinu sýnist vera að eitthvert efni leysir upp eða brýtur niður fituefnin, sem slíðrin utan um taugaþræðina eru gerð úr (Demyelinisation).
Orsök er óþekkt að dómi læknisvísindanna. Þetta orsakar það að taugaþræðirnir geta ekki lengur borið skilaboð frá einum stað á annan. Einkenni geta verið margs konar: lömun, blinda eða sjóndepra, missir jafnvægisskyns eða ýmiss konar blanda af þessum einkennum, mismunandi frá einum sjúklingi til annars. Rökhugsun leiddi mig til þeirrar niðurstöðu að úr því að sjúkdómurinn virtist brjóta niður einangrunarlagið umhverfis taugaþræðina væri líklega um einhverskonar hrörnunarsjúkdóm að ræða.
Það leiddi til þess að sennilega væri sjúkdómurinn fremur lífefnafræðilegt vandamál en læknisfræðilegt, m.ö.o. ég gerði ráð fyrir að orsök sjúkdómsins væri efnafræðilegt ójafnvægi sem orsakaði að líkaminn yrði ófær um endurnýja einangrunarlagið umhverfs taugaþræðina. Þetta kom mér á þá skoðun að unnt væri að ná stjórn á sjúkdómnum með því að breyta mataræðinu og leiðrétta þannig þetta efnafræðilega ójafnvægi.Ég fór þá að kynna mér það sem læknisvísindin vissu um gagnlegar aðferðir við meðhöndlun á öðrum hrörnunarsjúkdómum. Það voru:
- 1. Glutenlaust fæða, sem eyðir einkennin coeliac sjúkdóms.
2. Sykurlaus fæða, sem er notuð við meðhöndlun á sykursýki og oflágum blóðsykri (hypoglycemia).
3. Fæða án mjólkurfitu, sem virðist korna að gagni við meðhöndlun á sjúkdómum í hjarta og æðakerfi. Meðferðin var grundvölluð á tveim þáttum.
Sá fyrri var að fjarlæga úr fæðunni öll þau efni sem ég áleit varhugaverð: Gluten (aminosýra = eggjahvítuefni sem finnst í ýmsum kornvörum. Þýð.), mjólkurmat og hreinsaðan sykur. Í öðru lagi að neyta hollrar náttúrlegrar fæðu sem kæmi í staðin fyrir þau næringarefni, sem ég færi á mis við, að hætta notkun fyrrnefndra fæðutegunda. Það verður að vekja athygli á því að með því að hætta neyslu þeirrar fæðu sem ég áleit varhugaverða, var ég um leið að svipta mig ýmsum nauðsynlegum næringarefnum. Á næstu fimm árum hætti ég að nota þessar fæðutegundir, eina af annarri. Í fyrstu var ástand mitt hvorki betra né verra, en síðan fór heilsa mín smátt og smátt að lagast. Þetta gerðist mjög hægt.
Ég merkti fyrstu marktæku breytinguna til batnaðar, þegar mér tókst hjálparlaust að koma skyrtuhnappi í ermina á skyrtunni minni. Fyrsta skiptið í langan tíma sem fingur mínir létu að stjórn. Þetta jók mér kjark og styrkti mig í trúnni á sambandi fæðunnar og sjúkdóms míns. Eftir því sem árin liðu endurbætti ég fæðuval mitt með hliðsjón afreynslunni og þau boð og bönn, sem koma hér á eftir eru miðuð við það, að sem flestir heila- og mænusiggs sjúklingar geti haft af þeim sem best not. Þannig hef ég reynt að bræða saman í eitt, uppgötvanir, ráðleggingar og reynslu frá ótal mörgum öðrum, til viðbótar við mína eigin reynslu. Ég vona að sá dagur korni, að læknavísindin muni prófa kenningar mínar með læknisfræðilegum aðferðum, sem taki mið af lífefnafræðilegum aðstæðum og mataræði. Ég hef sjálfur fylgt þessum reglum um fæðuval í fjölda ára og það er mér mikil ánægja að geta nú skýrt frá því að í sept. 1975 fór ég í rannsókn í sama sjúkrahúsi og ég fyrst hafði verið rannsakaður í.
Ég bað sérfræðinginn að skoða mig eins vandlega og mögulegt væri. Það gerði hann og að rannsókninni lokinni sagði hann: ,,Ég get ekki rengt þig. Öll viðbrögð og vöðvar, sérhver hreyfing er eðlileg“. Að lokum skoðaði hann í mér augun og þar fann hann örlítinn vott afgalla í sjóntaugunum. Áður hafði ég verið næstum því blindur, en nú sé ég þó svo vel, að í góðri birtu get ég lesið gleraugnalaust. Eftir rannsóknina var niðurstaða taugasjúkdómasérfræðingsins sú, að þessi lítil fjörlegi galli á sjóntaugunum, væri það eina sem benti á minn fyrri sjúkdóm.
Hann sagðist aldrei áður hafa séð sjúkling með heila- og mænusigg hljóta slíkan bata. Það sem ég vil segja við þá sem þjást af heila- og mænusiggi er, að ég tel að enginn geti haft von um fullan bata. Þeir sem einu sinni hafa fengið sjúkdóminn, hafa hann til æviloka. En ég trúi því, að unnt sé að halda honum í skefjum með réttum lifnaðarháttum, sem ég hef reynt á sjálfum mér og ég trúi því að hið sama gildi fyrir aðra. Það sem nú kemur á eftir er leiðarvísir til betri heilsu en ekki full lækning. Ég óttast, að ef ég slakaði á þeim reglum sem ég nú fylgi, mundi ástand mitt aftur breytast í fyrra horf með öllum þeim þjáningum sem því fylgir.
Fæðið
Ég vil leggja á það ríka áherslu að ég er orðin þekktur, án eigin tilverknaðar, sem „gluten-lausi maðurinn“. Það gefur þá hugmynd að upphaf og endir aðferðar minnar sé að neyta ekki glutens. Ekkert er fjær sannleikanum. Glutenlaus fæða, ein sér, gæti í reyndinni verið mjög skaðleg og kynni m.a. að leiða til alvarlegs skorts á B-vítamínum, sem heila- og mænusiggssjúklingar hafa síst of mikið af, og einnig að þeir léttust allt of mikið. Þar verður að hafa í huga að fjarlæging glutens úr fæðunni, þótt hún sé að mínu mati nauðsynleg, er aðeins einn hluti af heildarmeðferð. Ég trúi því, að mataræðisbreyting til að vinna gegn hrörnunarástandi verði að gerast með fjórföldu átaki.
- 1. Neyta glutenlausrar fæðu.
2. Lítilli sykurneyslu.
3. Lítilli neyslu á dýrafeiti, en meiri neyslu á ómettuðum matarolíum.
4. Bæta úr skorti á vítamínum og steinefnum.
Það er læknisfræðilega viðurkennt að visst sjúkdómsástand getur skapast eða versnað við neyslu ákveðinna fæðutegunda. T.d. er coeliac sjúkdómur (coeliac sjúkdómur er efnaskiptasjúkdómur sem kemur fram í börnum og læknast aðeins ef allri neyslu á fæðu sem inniheldur gluten er hætt. Þýð.) tengdur neyslu á kornvörum, sykursýki, sykurnotkun og hjarta-og æðasjúkdómar tengdir notkun á mjólkurfeiti.
(Nýjustu rannsóknir benda til að fleira komi þar við sögu. Þýð.) Meðferð mín er grundvölluð á þeirri trú að heila og mænusigg falli inn í sama flokk, en enn einu sinni verð ég að endurtaka að þessi hugmynd mín er ekki samþykkt af viðurkenndum læknisvísindum. Hafi ég rétt fyrir mér er vel mögulegt að þú sért að neyta fæðu sem þú sért ofnæmur fyrir og geti gert þér skaða. Trú mín er sú að með neyslu réttrar fæðu hafir þú góðar líkur á að ástand þitt breytist til batnaðar.
Eins og í svo mörgu öðru er árangurinn kominn undir þínum eigin ákvörðunum og í þessu efni getur ekki verið um neina hálfvelgju að ræða. Þú verður að gæta að hverjum bita sem þú lætur ofan í þig, hvort hann inniheldur eitthvað af þeim efnum, sem ég tel að séu skaðleg. Ef þig langar til að svíkjast um, þá minnstu þess að þú ert að svíkja sjálfan þig. Eftir að þú einu sinni hefur leiðrétt matarvenjur þínar, mun þér finnast næstum því jafn auðvelt að fylgja nýju venjunum eins og þeim gömlu nú. Þetta er aðeins spurning um vana. Góðar eða slæmar matarvenjur, valið er þitt.
Fæða sem þú mátt neyta
Glutenlausar korntegundir eins og hirsi, hrísgrjón og maís og vörur unnar úr þessum korntegundum, t.d. hrísmjöl, maísmjöl o.s.frv., er óhætt að nota. Brún hýðishrísgrjón má nota sem undirstöðumáltíð. Þau innihalda 9% sinnum meira af steinefnum en hvít hrísgrjón. Til morgunverðar getur þú notað vörur eins og „Corn Flakes“, „Rice crispies“, „Puffered Rice“ eða hirsiflögur . Þessar vörur innihalda þó ofurlítinn sykur, svo ekki er ráðlegt að neyta þeirra í stórum stíl.
Margar heilsufæðubúðir, sérstaklega í Ameríku, versla með ágætis glutenlaus brauð, sem gerð eru úr hrísmjöli, maísmjöli, sojamjöli, hirsi, kartöflumjöli, limabaunamjöli – eða blöndu þessara mjöltegunda. Einnig má nota þessar mjöltegundir til heimabaksturs þar sem þær eru fáanlegar. Allt grænmeti má nota, þar á meðal kartöflur, sem best er að sjóða með hýðinu. Ofsjóðið ekki grænmeti. Best er að nota lítið vatn og borða grænmetið áður en það linast. (Niðursoðið grænmeti er venjulega næringarminna og oft er bætt aukaefnum í það.) Ef þú vilt fitusjóða grænmeti skaltu gera það í ferskri sólblórnaolíu (og fleygja olíunni á eftir). Tilbúnir steiktir grænmetisréttir (t.d. franskar kartöflur) sem fást í verslunum eru að öllum líkindum steiktir í mettaðri feiti og er því rétt að forðast þann mat. Þú mátt nota alla salatrétti í miklum mæli. Þar geturðu fengið gnægð náttúrlegra vítamína og steinefna. Þú mátt borða alla ávexti, ferska, frosna eða þurrkaða. Þurrkaða ávexti má mýkja á eftirfarandi hátt:
Þvoið ávextina. Setjið í hitaþolna skál með loki. Hellið sjóðandi vatni yfir ávextina þannig að fljóti yfir þá. Hvolfíð lokinu yfir og látið standa í 1-2 sólarhringa, en þá eru þeir tilbúnir til neyslu. Sjóðið þá ekki. Ávextir niðursoðnir í hunangi eru viðunandi. Etið ávalt kjarnana úr eplum. Þeir eru auðugir af linolsýru. Linolsýra finnst einnig í öðrum fræjum og í gróandi vaxtarbroddum t.d. baunaspírum. Linolensýra finnst í dökkgrænu laufkenndu grænmeti. Það sem þú þarfnast eru hinar löngu keðjur fjölómettaðra fitusýra -linol-, linolen- og arachidonsýrurnar. Þú mátt einnig drekka ávaxta og grænmetissafa, svo framarlega að sykri hafi ekki verið blandað í þá.
Ágætir safar eru eplasafi, greipaldinsafi, gulrótasafi og rauðrófusafi. Hrátt hunang er betra en það glæra. Til þess að auðvelda að koma hunanginu í ílát og auka geymsluþol þess, hefur glæra hunangið verið hitað upp. Þetta eyðileggur mörg næringarefni, en þrátt fyrir það er leyfilegt að selja það sem hráhunang. Af sömu ástæðu reyni ég að forðast aðra unna matvöru. Til þess að auka geymsluþolið er næringargildi hennar oft stórlega skert. Þú mátt borða magurt kjöt afnautgripum og sauðfé, lifur, nýru og annan innmat, kjúklinga og fisk, egg og mat úr eggjum. Notið ekki mikið nautakjöt, því það inniheldur sýru, sem ekki er heppileg fyrir heilsuna.
Vítamín og steinefni sem fæðuuppbót.
Eins og ég sagði áður, er áríðandi að allir sem fylgja mataræði mínu, mega ekki um leið og þeir hætta að neyta þeirrar óæskilegu fæðu sem ég nefndi, ræna sjálfa sig lífsnauðsynlegum vítamínum og steinefnum, sem er í þessari forboðnu fæðu. T.d. mjólk, sem ég trúi að sé skaðlegvegna dýrafitunnar, sem hún inniheldur. Hún er um leið verðmætur kalk- og B2 og B12 vítamíngjafi. Bestu leiðir framhjá þessu vandamáli væri auðvitað að nota aðra fæðu sem innihéldi þessi vítamín og steinefni, en væri um leið óskaðleg. Samt sem áður, eins og ég fljótlega uppgötvaði, er þetta ekki ávallt hægt.
Enn fremur getur komið í ljós að einstaklingsbundinn smekkur getur gert fólki illmögulegt að neyta annars æskilegra fæðutegunda. (Hve margir treysta sér t.d. til að hakka daglega í sig stóran skammt afhrárri lifur). Til þess að leysa þetta vandamál og með aðstoð og leiðsögn vinar míns, sem er læknir, setti ég saman í töfluformi þau efni sem mest hætta er á að skorti í fæðið ef fólk notar mataræði mitt. Listinn hér á eftir sýnir hvaða efni þetta eru, ásamt magni þeirra í einni töflu. Ég geri þetta af tveim ástæðum:
1.Til að sýna að engin töfralyf eru í þeim, aðeins velþekkt vítamín og steinefni.
2. Til leiðbeiningar þeim sem heldur vildu kaupa þessi efni sitt í hvoru lagi.
Bl vítamín 2 mg
B2 vítamín 1 mg
B6 vítamín 5 mg
Nicotinamid 40 mg
C vítamín 25 mg
Calcium gluconat 75 mg
Folic sýra 0.04 mg
Calcium pantothenat 10 mg
Lecithin 25 mg
Ég tek fjórar þessar töflur þrisvar á dag og til viðbótar 25 míkrógrömm af B12 vítamíni þrisvar á dag. Athygli mín hefur verið vakin á því, að sumt fólk hafi þá trú, að þessar töflur séu seldar sem læknislyf við heila- og mænusiggi. Slíkt hefur aldrei gerst og ég ætla að gera það ljóst í eitt skipti fyrir öll að þessar töflur, sem ég mæli með, eru að
eins settar saman sem fæðuviðbót sem margir, er fara eftir mataræði mínu, þarfnast. Eftir að hafa sagt þetta ætla ég að bæta því við, að almennt er viðurkennt meðal lækna, að heila- og mænusiggssjúklinga skorti ýmis vítamín, sérstaklega úr B hópnum og ég gerði ykkur aðeins ógreiða ef ég benti ekki á það um leið, að með því að fylgja mataræði mínu eru líkur á að sá vítamínskortur vaxi fremur en minnki. Ég er á þeirri skoðun, að úr þessu verði að bæta. Hvort þú gerir það með því að neyta meira af náttúrlegri fæðu eða með því að kaupa þessi efni í hreinu formi skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er að þú vanmetir ekki eða trassir þennan þátt í fæðusamsetningunni.
Hvað ber að varast?
Í þessum kafla n-iun ég sérstaklega fjalla um þær fæðutegundir sem ég tók út af matseðli mínum, vegna þess að ég áleit að þær gerðu mér illt. Þ.e.a.s. fæðu sem inniheldur gluten, mikla dýrafitu eða hreinsaðan sykur. Listinn yfir þessar fæðutegundir er stór og veldur næstum örugglega grundvallarbreytingum á núverandi matarvenjum þínum, en þú munt sjá í næsta kafla að heilmikið af nærandi og bragðgóðri fæðu er þó eftir, sem þú getur neytt án áhættu.
Þú mátt alls ekki neyta neinnar fæðu sem inniheldur gluten. Það þýðir að þú verður að forðast alla fæðu sem notað er í: hveiti, bygg, hafragrjón og rúgur. Allar þessar korntegundir innihalda gluten. Þarmeð eru innifaldar fæðutegundir unnar úr þessum korntegundum t.d. ,,Weetabix“, ,,Shredded Wheat“, ,,Wheatgerm Flakes“, ,,Froment“, „All Bran“, hveitibrauð og rúgbrauð, kökur, búðingar, kex, hrökkbrauð, makkarónur og spaghetti. Borðið ekkert sem minnsta ögn afhveiti er í. Í því tilliti þarfmatarræðið að vera jafnstrangt eins og hjá sjúklingum með coeliac sjúkdóm.
Hættið algerlega að nota hreinsaðan sykur, hvítan eða brúnan og alla fæðu sem slíkur sykur er notaður í t.d. sultutau, marmelaði, kökur og kex, niðursoðna ávexti, sælgæti, súkkulaði, rjómaís og sykraða ávexti. Þú getur reynt að nota örlítið af hrásykri, hunangi, eða hreinu hrásírópi. Þú ættir að minnka eins og mögulegt er neyslu þína á dýrafeiti. Hættu að nota smjör, rjóma og feitan ost. Notaðu ekki nýmjólk því hún inniheldur of mikla fitu. Notaðu undanrennu, undanrennuduft eða geitamjólk.
Í stað smjörs skaltu nota sólblómasmjörlíki. Í stað ólífu-olíu skaltu nota sólblómaolíu eða maísolíu við matreiðslu og í salöt. (Þessar olíur geymast mjög illa eftir notkun og á að henda öllum afgöngum.) Steiktur matur er tormeltur, svo þú ættir að nota hann sem minnst. Forðastu alla mettaða feiti svo sem nautakjöt, svínakjöt, gæsakjöt, andakjöt og feitt dilkakjöt. Hvenær sem þú átt kost á skaltu borða ýmiskonar innmat svo sem lifur, nýru, tungu, o.s.frv. í stað kjöts. Kjöt af villtum dýrum inniheldur mörgum sinnum minni hættulega fitu í hlutfalli við nauðsynlega heldur en kjöt af alidýrum. Öl, brennda drykki svo sem vodka og whisky, sykraða ávaxtasafa gosdrykki o.þ.h. má ekki nota. Einnig er í lagi að neyta niðursoðinnar kjötvöru, ef hún er ekki feit. Lifrarkæfu má borða, ef hún inniheldur ekki momomatrium glutamat (þriðja kryddið). Allur fiskur er góður.
Niðursoðins fisks (síld, sardínur, lax, túnfiskur o.s.frv.) er leyfilegt að neyta, enda þótt hann sé ekki sérlega heppilegur. Sagógrjón og tapioka má nota. Hveitikímolía er leyfileg, en ekki hveitikímflögur. Þú mátt borða magran ost og jógúrt, en ekki mikið af venjulegum osti, vegna fitunnar. Haltu þér frá feitum rjómakenndum osti (Camembert, Port Salut o.s.frv.). Flestar hnetur aðrar en brasiliskar hnetur, en þær innihalda mettaða fitu, eru prýðilegir prótein,- vítamín- og steinefnagjafar. Súkkulaði sem hrásykur er notaður í, er leyfilegt í litlum mæli. Sælgæti úr carob er æskilegra. Sólblóma- og graskerjafræ eru ágæt til að narta í milli máltíða í stað sælgætis.
Tilbúin sætuefni (Sakkarín o.s.frv.) eru hvorki verri né betri fyrir heila- og mænusiggssjúklinga en annað fólk. Þar með eru taldir drykkir og fæða ætluð sykursjúkum. Hvort þú notar slíkar vörur eða ekki verður þú að ákvarða sjálfur. Te og kaffi má drekka, en notaðu samt fremur koffinlaust kaffi. Notaðu áfir til drykkjar. Þær eru lútargæfar og innihalda natrium og lecithin og koma í veg fyrir að líkaminn súrni um of. Marmite og aðra gerextrakta má nota til drykkjar. Lesið ævinlega upplýsingar um innihald áður en þið neytið unninnar eða tilbúinnar fæðu. Veljið ævinlega frekast náttúrlega fæðu, en ef nauðsynlegt er að neyta tilbúinna matvæla, gangið þá úr skugga um að engin forboðin efni séu í þeim. Þetta á sérstaklega við um majones, tómatsósu og aðrar sósur.
Fylgstu með þyngd þinni
Lífsnauðsynlegt er að þú fylgist með þyngd þinni. Enda þótt flest fólk sem fylgir þessu mataræði haldi nokkurn veginn sömu þyngd og áður, þyngjast þó fáeinir, en aðrir léttast. Eftirfarandi leiðbeiningar eru ætlaðar þeim, sem léttast niður fyrir eðlilega líkamsþyngd er þeir taka upp hið nýja fæðuval:
1. Haldið ykkur frá mjólkurvörum, en gleymið banninu á annarri dýrafitu.
2. Notið eins mikið af baunum og þið getið, allar fáanlegar tegundir. Gleymið heldur ekki að náttúrleg hrísgrjón eru mikilvæg fyrir uppbyggingu líkamans.
3. Tapioka og sagógrjón með undanrennu og barbado sykri má nota ómælt.
4. Niðursoðnar sojabaunir, sojamjöl til að gera súpur og jafninga þykkri, ásamt sojaolíu, eru allt nærandi fæða.
5. ,,Stjáni blái“ hafði rétt fyrir sér. Spínat hjálpar til við vöðvamyndun.
6. Etið sem mest kjöt af villtum dýrum fremur en alidýrum. (Sennilega getur magurt íslenskt dilkakjöt og hrossakjöt ásamt kjöti af villtum fuglum uppfyllt þessi skilyrði. Þýð.)
7. Notið kartöflur soðnar eða bakaðar í hýðinu eins mikið og þið getið torgað.
8. Og borðið ýmis konar innmat úr dýrum, lifur, nýru, heila o.s.frv. ístaðinn fyrir annan kjötmat eins og t.d. svínakjöt eða jafnvel lambasteik. Hvaða næringarfræðingur sem er, ætti að geta gefið ráð til að halda þyngd þinni hæfilegri án þess að fara út fyrir leyfilegan matseðil. Þar eru ráðleggingar fagmanns bestar.
Almennar ráðleggingar
Hvenær sem þið eigið þess kost, neytið þá ferskrar fæðu. Borðið hrátt grænmeti t.d. kál, hráar rifnar gulrætur og rauðrófur. Etið ferska ávexti daglega, – þeir gefa þér lífefnahvata (enzym) sem auðvelda meltinguna. Ávaxta og grænmetissafar eru góð fljótandi fæða. Ferskum safa má ná úr grænmeti með „safapressu“ (juice extractor). Einnig má kaupa hann í heilsufæðubúðum. Náttúrlegur safi er sykurlaus og gefur aukaskammt af C-vítamíni. Tíð böð í vatni sem sjávarsalti er bætt útí ásamt sánaböðum og sjúkranuddi hjálpa til við að örva blóðrásina og losa líkamann við úrgangsefni. Ferskt loft er gjöf náttúrunnar.
Hvenær sem þið getið skuluð þið fara út í sveit. Tré og annar gróður taka upp koltvísýring og gefa frá sér ferskt súrefni. Þar er heilsusamlegt að dvelja. Munið að hrörnun ykkar var mörg ár að koma í ljós, svo þið getið ekki vænst þess að læknast á einni nóttu. Þið munuð þurfa á allri ykkar þolinmæði og þrautseigju að halda til að breyta um mataræði. Ef þið svíkist um, svíkið þið aðeins ykkur sjálf. Ég held mig við þetta fæðuval, og ekkert í jarðríki gæti fengið mig til að breyta því. Það hjálpaði mér. Það hjálpaði mörgum öðrum. Ég vona að það eigi eftir að hjálpa ykkur.
Þessi grein er eftir Rpger McDougall og var skrifuð fyrir árið 1980 og því er ekki vitað nú hvort fyrirtæki það sem Roger bendir á að selji vítamín og steinefnablönduna sem talað er um í greininni sé ennþá til. En heimilisfangið er: Regenics Lixnited, 25/27 Oxford Street, London W 1 R 1 Rf, England. Æ.J. þýddi og stytti örlítið.
Flokkar:Greinar