Mataræði og Psoriasis

Olíur, fræ og gnægð bætiefna eru undirstaða sérstaks mataræðis, sem hefur hjálpað mjög gegn þessum „ólæknandi“ húðsjúkdómi.  (Höf. Jill Klein. Þýtt úr Prevention)

Ef þú ert einn þeirra mörgu sem þjást af psoriasis,  hefur þú að öllum líkindum verið bakaður með útfjólubláum geislum, stunginn með nálum, smurður smyrslum, reifaður umbúðum gerðum til að pakka inn  matvælum, sett ofan í við þig, smjaðrað fyrir þér, eða reynt að hughreysta þig; og jafnvel hefur verið eitrað fyrir þig. En þrátt fyrir þetta hefur þú ennþá þína hvítu hreistruðu bletti. Þó að þessir ljótu blettir kunni að hverfa í byrjun hverrar nýrrar læknismeðferðar þá koma þeir alltaf aftur, með kláða og hreistri, jafnvel þó að þú í örvæntingu þinni hafir farið til nýs húðsjúkdómalæknis í von um að fá eitthvert undralyf til að létta þjáningar þínar. Því miður valda sum meðulin, sem notuð eru til lækninga og helst hjálpa eitthvað, mestum aukaverkunum.

Eitt af því nýjasta er methotrexat, mjög vafasamt meðal, sem getur valdið kýlum í munni, blæðingum úr vélindi, skemmdum í beinmerg, alvarlegum lifrarskemmdum, þar með talin ,,cirrhosis“, óeðlileg bandvefsmyndun, sem getur eyðilagt lifrarvefinn. Auðvitað koma tímabil hjá öllum psoriasis sjúklingum, þegar þeir væru fúsir til að prófa sitt af hverju til að fá einhverja breytingu á ástandi sínu jafnvel áhættuna  af notkun methotrexat. En er þess þörf? Næringarefnasamsetning til þess að ráða við þennan húðsjúkdóm, hefur verið ráðlögð af dr. N…. náttúrulækni (nafni hans er sleppt að hans eigin ósk), án lyfjagjafar og með undraverðum árangri. Af þeim 60 sjúklingum, sem eru í umsjá hans nú sem stendur, eru 40 sem ekki, klóra sér lengur þegar þeir eru einir, og forðast að vera innan um fólk sem virðir þá fyrir sér. Þeir hafa öðlast það sem allir psoriasis sjúklingar þrá, – hreina húð, lausa við allt hreistur.

Sally, einn sjúklinga dr. N., sem í 5 ár hafði gengið í gegnum hið venjulega, frá smyrslum, sprautum (allt upp í 30 um tíma) og methotrexat, sem orsakaði ákafan magakrampa, mikla þreytu og að lokum lifrarskemmd, sagði að börnin hennar hefðu venjulega byrjað daginn með því að spyrja: ,,Hvernig eru blettirnir á mömmu í dag“? Við eru jafnvel ennþá hamingjusamari en hún sjálf núna, – ef mögulegt er að vera það – yfir þeim árangri, sem náðst hefur með réttri næringu einni. Árum saman þjáðist hún af óbærilegum kláða í stækkandi hreistruðum blettum. Sally tók fyrst eftir hvítum hreistruðum blettum á olnbogunum, stuttu eftir að hún hafði byrjað að nota getnaðarvarnarpillur. Henni fann stundum að mæða hennar væri sending frá djöflinum. Nú nýtur hún frelsis, segir hún, og getur verið með stuttar ermar og stutt pils.

Röng efnaskipti
Sérstaklega mikilsvert fyrir hana, ásamt þeim 6 atriðum, sem dr. N ráðlagði henni, var að fá skilning á ástandinu, sem var að gera út af við hana. Viss atriði hjá psoriasis sjúklingum, ættu helst að vera rannsökuð með blóðprófum, þvagrannsóknum og húðfrumurannsóknum. Þau eru: röng lifrarstarfsemi, röng starfsemi magakirtla, áhrif frá taugakerfi og tilfinningalífi og ójafnvægi í sýru/basa hlutfalli líkamans. Þau 6 atriði, sem Dr. N. ráðlagði Sally, gerðu ekki aðeins að afmá blettina, heldur varð öll almenn heilsa hennar líka betri. Starfsþrek meira og lundin léttari. Henni fannst hún hafa miklu meiri áhuga á að fara með manni sínum og börnum í útilegur, hjólreiðar og veiðiferðir. Neglur hennar, sem voru orðnar sprungnar og ofvaxnar, löguðust svo mikið, að hún gat nú aftur leikið á gítarinn sinn, sem hún hafði svo mikla ánægju af. ,,Ég fékk á ný samræmi í líf mitt“, sagði hún. Hér kemur í stórum dráttum það fæðuval sem á algerlega skaðlausan hátt leysti vanda margra psoriasis sjúklinga, þar á meðal Sallýar:

1. Sneiðið hj mettaðri fitu og mikið unninni matvöru. ,,Það var ekki auðvelt“ sagði Sally, ,,en mataræði er mikilvægasti þátturinn í meðhöndlun þessa sjúkdóms, eftir því sem mér var sagt, og ekkert gat hjálpað fyrr en ég var fús til að hætta að neyta þeirrar fæðu sem gerði mig veika. Ofarlega á listanum var að sneiða hjá svínakjöti. Þarnæst kom feitt nautakjöt. Ég komst að því, að fæðan sem ég áður neytti, innihélt ótrúlega mikið af mettaðri feiti sem ég ekki áður vissi um.“

2
. Áríðandi er að sneiða hjá súrum mat eins og sítrus ávöxtum (appelsínum, sítrónum, greipaldinum, mandarínum). Appelsínur og aðrir slíkir ávextir geta orsakað „yfiralkali“ viðbrögð, sem trufla hið viðkvæma sýru-basa jafnvægi líkamans.

3.
Ráðlagðir eru stórir skammtar af A- vítamíni ásamt E-vítamíni. A-vítamín er ákaflega mikilvægt fyrir psoriasis sjúklinga, sem virðast hafa sérstaka þörf fyrir þetta vítamín. Það gæti að einhverju leiti stafað af því að lifrin væri ófær um að drekka í sig eða umbreyta karotin í A- vítamín nægilega mikið. En hvað sem því líður þá er A-vítamín í tiltölulega stórum skömmtum mikilvægt. R. Hoffman benti á þetta fyrir nærri 25 árum (New England Journal ofMedicine, 236:933,1947). Sally tók inn 100.000 alþj. ein af A- vítamíni daglega í fimm vikur, að ráði og undir handleiðslu dr. N. Þá minnkaði hún skammtinn niður í 50.000 einingar á dag.

dr. N segir, að þó að hann noti mikið stærri skammta af A-vítamíni en mælt sé með að nota, hafi hann aldrei fengið tilfelli af A-vítamíneitrun. Í lúðulýsi (og öðru lýsi, þýð. ) er mikið bæði af A og einnig hinu samverkandi D-vítamíni. D er sólskinsvítamín, og því hefur verið veitt athygli að psoriasis skánar á sumrin vegna áhrifa sólarljóssins að talið er. Psoriasis kemur næstum aldrei á hendur eða andlit, líklega af því að þessir líkamshlutar eru minna varðir fyrir sólarljósinu en aðrir. E-vítamín ætti að nota, ekki aðeins vegna hinna jákvæðu áhrifa þess á efnaskipti og oxunarferla, heldur vegna varðveitandi áhrifa þess á A-vítamín og hinar mikilvægu fitusýrur. Án E-vítamíns verður A-vítamín sem er í blóðinu, lifrinni og öðrum líffærum, ásamt karotin (efni sem breytist í A-vítamín í lifrinni. Þýð.) og nauðsynlegum fitusýrum, fljótlega fórnardýr eyðandi áhrifa súrefnis og kemur ekki að gagni.

4.
Dr. N. mælir með aukinni notkun á B-komplex vítamínum ásamt snefilefnum og bioflavonoid-vítamínum (Bioflavanoid: nokkur fylgiefni með C-vítamíni í ávöxtum o.fl. Talin styrkja æðakerfið og e.t.v. fleira, stundum nefnd P-vítamín. Þýð.) ,,Ég uppgötvaði að ég þarfnaðist mörgum sinnum meira en venjulega er mælt með af þessum efnum“, segir Sally. ,,Það er tilhneiging fyrir psoriasis sjúklinga að lenda í skorti á öllum þessum næringarefnum, vegna þeirrar hröðu flögnunar sem verður á húðinni og mikla efnataps sem þannig á sér stað. Ég tek B-komplextöflur ásamt heilmiklu af þurrkaðri lifur, ölgeri og hveitikími.“

5.
Dr. N. telur mjög mikilvægt að taka matskeið af sesamfræi ásamt annarri af lesitín-grjónum, eftir hverja máltíð eða með matnum. „Stundum getur þetta eitt sér komið af stað merkilegum bata hjá psoriasis sjúklingum“, segir hann. Hlutverk þessara næringarefna er að „hvetja“ lifrina og brisið (Pancreas) og lækka fituinnihald  blóðsins.

6.
Lokastigið í meðferðinni er að bæta úr í baðvatnið hálfum bolla afeplavínsediki (eplasafaedik, cider). Þetta aðstoðar við að halda húðinni lítið eitt súrri. Eðlilegt ástand heilbrigðrar húðar er að vera dálítið súr. Flestar sápur mynda basa og vinna að því að draga úr sýru húðarinnar og gera hana viðkvæmari fyrir sýklum og óeðlilega þurra. Þið verðið þó að gera ykkur ljóst að þessi meðferð læknar ekki á andartaki, ekki á einni nóttu. Það sem hún gerir, bæði gegn psoriasis og öðrum sjúkdómum er snögg stefnubreyting í átt til betri heilsu. Fyrir þá sem ekki þjást af psoriasis er vonin um betri heilsu vegna bættra efnaskipta líkamans, þess virði að vera tekin til umhugsunar. Örugglega gerir þessi breyting engum illt og e.t.v. gefur það þér nýja húð og nýju trú á lífið, eins og gerðist hjá Sally. Örugt er að þetta eyðileggur ekki í þér lifrina eða jafnvel drepur þig eins og lyfjameðferð gæti hæglega gert. En það gæti komið að gagni, eins og hjá Sally.

Þýdd grein eftir Jill Klein.



Flokkar:Greinar