Tannkrem

Í sænska neytendablaðinu Rád och Rön er löng grein um tannkrem, þar
sem sagt er að það sé heilsuskaðlegt vegna slípiefna. ,,Alvarlegast við tannkremið eru slípiskemmdirnar sem það orsakar. Ýmsir eru duglegir að bursta tennurnar, en nota ranga aðferð. Þar valda slípiefnin miklum skaða. Við höfum séð mörg dæmi þess, segir próf. Lennart Edvall, Stokkhólmi. Næstum hver fullorðinn maður hefur slípiskemmdir á tönnum sínum. Margir mjög alvarlegar. Líklega ert þú einn þeirra. Svona skemmdir færðu með því að nota tannkrem með slípiefnum. Slíkt tannkrem veldur næstum örugglega slípiskemmdum, en flest tannkrem innihalda slípiefni.

Eyðileggur glerunginn
Í viðbót við að rispa sundur tennurnar veldur slípiefnið skemmdum á glerunganum og þær verða hvítari í útliti. Þegar þú svo heldur að þú hafir fengið hvítari og heilbrigðari tennur, hefur þú þess í stað fengið tannsjúkdóma. Einmitt í þessum rispum og slípiskemmdum eru bakteríur í ríkum mæli. Ójöfnum glerung er auðvitað erfiðara að halda hreinum. Stærstur eru skaðinn við tannholdið, þar sem hið harða efni tannanna verndar ekki lengur. Þar eru tennur  mýkri og slípiáverkar alvarlegri.

Fölsk ferskleikatilfinning
Ert þú ferskari í munninum þegar þú hefur notað tannkrem? Þá hefurðu verið blekktur. Tannkremið hreinsar ekki. Hins vegar hafa bragðefnin í tannkreminu gefið þér falska ferskleikatilfinningu, og það verður til þess að þú hættir að hreinsa munninn alltof snemma. Þetta hefur m.a. próf. Axel Bergenholtz í Umeá sýnt fram á.

Eins og árið 1700
Tannkremið fær okkur til að hætta hreinsun allt of snemma segir próf. Hilding Bjöm í Malmö.  Sérstaklega eiga bragðefnin sökina. A 16. og 17. öld notaði fólk ilmefni sem sprautað var ímunninn til að lykta vel, í stað þess að skola hann hreinan. Þannig að ef þér finnst þú ekki vera hreinn þegar þú hefur burstað munninn án tannkrems þá er skýringin einfaldlega: ÞÚ ERT EKKI HREINN! Hversu vel sem þú burstar, þá kemstu ekki á milli tannanna, en þar halda bakteríurnar sig, einnig eftir samviskusamlega burstun. Einmitt milli tannanna verða flestar skemmdirnar. Til að hreinsa  þar þarf tannþráð eða tannstöngul. Bragðefnin eru einnig völd að ofnæmi. Það er alls ekki óalgengt, segir próf. Björn. Ofnæmið lýsir sér í svita á tungu, rauðu tannholdi og kláða á fótum.

Slípiskemmdir útbreiddur sjúkdómur
Tennurnar byrja að losna um 40 ára aldur í níu af hverjum tíu manns. Næstum hver maður þjáist aftannskemmdum. Við það bætist að við höfum fengið nýjan sjúkdóm: slípiskemmdir frá tannkremi. Þó er hægt að komast hjá að skaða tennur sínar, með því að nota tannstöngul eða tannþráð og tannbursta en sleppa tannkremi með slípiefnum. Einnig er nauðsynlegt að nota ekki harðan tannbursta. Það sem er aðalatriðið, er að halda munninum hreinum og þá sérstaklega ofan til næst tannholdinu og inn á milli tannanna, án tannkrems með slípiefnum.

Þýtt úr  sænska neytendablaðinu Rád och Rön 1979.Flokkar:Eitrun og afeitrun

%d