Sigrið streituna með E-vítamíni

Ef streitan dregur þig niður, byggir E-vítamínið þig upp. –

Öll syndum við í streituhafi. Líkamlegri, tilfinningalegri, og streitu af mengandi efnum. Sum okkar eru þegar sokkin upp fyrir höfuð. Hvernig er ástandið hjá þér? Loftmengun er að draga loftið úr lungum þínum. Sumir vísindamenn halda því fram að geislavirkni: Örbylgjur, röntgengeislar og kjarnorka sé hulin flóðbylgja sem kunni að skola heilsu þinni út í hafið, og að hamborgarar sem þú gleypir í þig við æpandi neonljósin í næstu sjoppu séu ekki sem best fallin til þess að varðveita heilsu þína. Finnist ykkur þið vera að sökkva í allri þessari streitu, þá reynið að synda, – synda með hjálp E-vítamíns. Ein af uppáhalds aðferðum vísindamanna við rannsóknir á streitu er að henda rottum niður í ker með köldu vatni og fylgjast með, hversu lengi þær geta haldið sér á floti. Þessi prófun dregur saman ævilanga streitu i einn klukkutíma (rottumar hafa þá jafnvel fengið magasár).

Rannsóknarmennirnir byrjuðu á að skipta rottunum í nokkra hópa og í 18 daga bættu þeir E-vítamíni í fæði sumra hópanna, en hinir hóparnir fengu samskonar fæði, án sérstaks E-vítamíns. Þeir komust að því, að E-vítamín rottumar syntu lengur og fengu vægara magasár en hóparnir, sem ekkert E-vítamín fengu. En gildir þessi prófun fyrir þig? Þú ert sennilega ekki að undirbúa þig fyrir að synda yfir Ermarsund í janúarmánuði. Þú dregur nú samt sem áður andann, og það þýðir að þú verður fyrir alls konar streitu sem getur gert þeim lífið leitt, sem berst fyrir bættri heilsu. – Hér kemur loftmengunin við sögu, en E-vítamín getur einnig varið þig fyrir henni. Við aðra rannsóknarstofutilraun voru þrír hópar músa látnir anda að sér ozon menguðu lofti, en ozon er einn hættulegasti loftmengunarvaldur í iðnríkjum. Einn hópurinn var látinn fá stóran skammt af E-vítamíni, annar hópurinn fékk minni skammt, og þriðji hópurinn fékk ekkert E-vítamín.

Hópurinn sem fékk stærri skammtinn af E-vítamíninu, lifði að meðaltali tveim vikum lengur en hinir hóparnir. Í annarri tilraun voru tveir músahópar látnir anda að sér lofti menguðu með köfnunarefnistvíildi (þ.e. eins og gula gufan sem leggur upp frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi (þýð.)) eiturloft álíka hættulegt og oxon. Þeir gáfu öðrum hópnum daglegan skammt af E-vítamíni, sem samsvaraði að maður fengi 100 alþj.ein. Hinn hópurinn fékk skammt sem samsvaraði 10 alþj. ein. (i.e.), sem er álíkt því sem fæst úr almennu fæði. Eftir þriggja mánaða tíma höfðu  báðir hóparnir fengið lungnaskemmdir, sem líktust byrjunareinkennum lungnaþembu (Emphysama) í fólki, en þær mýs sem fengu 100 alþj.ein. af E-vítamíni höfðu þó greinilega minni lungnaskemmdir en hinar. Gott og vel, þú ert ekki mús, en þú ert tilraunadýr í tilraun, sem nefnd er 20. öldin. Þú verður stöðugt fyrir áhrifum frá efnum eins og oxon, köfnunarefnis-tvíildi og blöndu af alls konar öðrum efnum sem menga loftið. Þú kærir þig ekki um að vera í þeim hópi, sem fékk 10 alþj.ein. jafnvel þó að þú búir á stað, þar sem loftið sýnist hreint.

Enginn getur sloppið frá menguninni
Loftmengun er ekki aðeins bundin við stórborgir og næsta nágrenni, sögðu rannsóknarmennirnir. 200 alþj.ein. daglegur skammtur af E-vítamíni ætti að verja líkamann frá streitu, sem loftmengun veldur, en rannsókn, sem nú stendur yfir bendir til, að enn stærri skammtur sé nauðsynlegur. Hvers vegna getur líkaminn ekki varið sig hjálparlaust? Af hverju þessi oxun? Oxun á sér stað allt í kringum okkur. Ryðgaður bílræfill, rotnaður  banani, gulnað dagblað uppi á háalofti. Allt þetta hefur orðið fyrir oxun. Hægt og rólega hefur ildi andrúmsloftsins haft áhrif á þessa hluti. Oxon og köfnunarefnis-tví-ildi geta umbreytt þessari náttúrulegu þróun í eldsvoða og lungum þínum í brunarúst.

E- vítamín getur hamið eldinn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Frjálsir atómhópar (radicals) eru efnafræðilegir undanvillingar, stjórnlausar sameindir, sem þvælast um í leit að tækifæri til að eyðileggja eitthvað. Oxun skapar frjálsa atómhópa og þeir vinna skítverkin, en þó ekki ef þeir geta sameinast E-vítamíni. Oxun er þó ekki eini ferillinn sem myndar frjálsa atómhópa. Geislun gerir það einnig. Geislun – orkan sem geislar út frá röntgentækinu og sveiflast um í innviðum kjarnakljúfsins, eins og í örlitlu kúluspili þar sem kúlurnar eru á stærð við atom og þjóta með hraða sem nálgast ljóshraðann. Geislunin getur brotist inn í innsta kjarna frumunnar og sárið nefnist krabbamein. Sumir vísindamenn trúa að frjálsir atomhópar séu orsakavaldar að krabbameini, sem stafa af geislun.

Með ýmis konar geislavalda á heimilinu, í dagstofunni (litsjónvarp), í svefnherberginu (sjálflýsandi klukkuskífa) og eldhúsinu (örbylgjuofn), getur þó E-vítamín hjálpað til að gera heimilið að þeim friðarstað sem því er ætlað að vera. rannsóknarmenn frá Hollandi ræktuðu frumugróður á rannsóknarstofu sinni og bættu E-vítamíni við sum sýnin. Eftir nokkrar vikur geisluðu þeir frumurnar með röntgengeislum og kom þá í ljós að fleiri frumur, sem höfðu fengið E-vítamín, lifðu af en úr hinum sýnunum. (British Joumal ofRadiology, okt. 1978): Geislunarmengun er dæmigerður hættulegur nútíma streituvaldur. Kvikasilfur er svo annar. Það komst í sviðsljósið síðari hluta síðasta áratugs og í byrjun þessa, þegar japanskt iðnfyrirtæki losaði kvikasilfur í flóa við Japan og margt fólk sem bjó þar nærri varð fyrir alvarlegri eitrun.

Eitureinkennin: skortur á jafnvægisskyni, blinda, heyrnarleysi og talörðugleikar, settu kvikasilfur á bekk með hættulegustu eiturefnum í umhverfinu. Jafnvel þó að þú heyrir kannski ekki mikið um kvikasilfur þessa dagana eru samt hundruð tonna af því úðað út í loftið og helt í sjóinn, en hér getur E-vítamín orðið gott mótvægi og bjargað málunum. Vísindamenn frá Lækningamiðstöð fyrir eitrunarrannsóknir í Bandaríkjunum, (National Medical Centre for Toxicalogical Research in America) gáfu tilraunadýrum bæði kvikasilfur eitt sér og öðrum dýrum kvikasilfur og E-vítamín saman. Þau dýr sem fengu kvikasilfrið eitt, hlutu alvarlega skaða á heila og miðtaugakerfi, en rannsóknarmennirnir sögðu að ,,E- vítamínið hefði haft athyglisverð varnaráhrif“. Dýrin sem fengu það, voru við nánast fullkomna heilsu. (Environmental Research, vol. 17, no3, 1978) Kvikasilfur, geislun, ozon. E-vítamín eyðir áhrifum alls þessa, og það jafnvel auðveldar glímuna, sem þó verður seint unnin, glímuna við Elli kerlingu

Að lengja lifið
Vísindamenn eru nú rétt að byrja að skilja hvað það er, sem gerir fólk gamalt. Vinsæl kenning kastar sökinni á frjálsa atomhópa. dr. Denham Horrnan, Ph. D. prófessor við læknaháskólann í Nebraska í Bandaríkjunum (University of Nebraska College of Medicine in America), aðalfrumkvöðull þessarar kenningar, trúir því að krabbamein, hjartasjúkdómar, hár blóðþrýstingur og elliglöp, orsakist að einhverju leyti af frjálsum atomhópum. Hann sagði, að fæði sem innihéldi gnægð E-vítamíns, gæti minnkað líkurnar á að þessir sjúkdómar gerðu vart við sig“. ,,Slík fæða“, segir hann ,,er ástæða til að ætla að geti bætt 5 til 10 árum afheilbrigðu skapandi lífi við meðalævi hvers manns“. Í rannsóknum á E-vítamíni og elli, tók vísindamaðurinn Jeffrey Bland Ph.D. blóðsýni úr 24 körlum og konum og lét blóðsýnin verða fyrir oxun. Nánast allar frumur í sýnunum urðu fyrir alvarlegum skemmdum.

Því næst gaf hann þessu fólki 600 alþj.ein. af E-vítamíni daglega í 10 daga og tók síðan blóðsýni á nýjan leik og meðhöndlaði á sama hátt og fyrr. Í það skipti voru nánast allar frumurnar algerlega óskaddaðar. ,,Meira E-vítamín í fæð unni getur varðveitt frumur líkama okkar frá að eldast hraðar en nauðsynlegt er“ segir dr. Bland. Hann mælir með milli 100 og 400 alþj.ein. af E-vítamíni daglega, ekki aðeins til að halda frumunum ungum, heldur einnig til að verja líkamann fyrir loftmengun, geislun og öðrum streituvöldum. Annar vísindamaður sem rannsakar ellihrumleika, segir að það magn E- vítamíns sem almennt er viðurkennt sem hæfilegur dagskammtur af lyfjayfirvöldum, sé það magn, sem sé ,,nauðsynlegt til að komast hjá augljósum hörguleinkennum, en engan veginn besti skammtur til að öðlast langlífi“. Hann heldur að 200 til 300 alþj.ein. gæti að öllum líkindum lengt  ævi fólks um 5 til 15 ár.

Fæðan ein nægir ekki
Daglegur E-vítamín skammtur, sem þessir vísindamenn mæla með, frá 200 til 600 alþj.ein. er miklu stærri en hægt er að fá í jafnvel flestum náttúrlegum heilsusamlegum fæðutegundum. Þó eru engin skaðleg aukaáhrif af að nota 800 alþj.ein. á dag árum saman. Rannsóknir sýna að þú getur notað E-vítamín áhyggjulaust.Jafnvel þó að þú takir E-vítamín sem fæðubótaefni, skalt þú vitanlega reyna að fá eins mikið af því úr fæðunni og mögulegt er. Þetta er auðvelt. Varastu að nota fullunna og hreinsaða fæðu. Niðursoðinn og frystur matur getur tapað allt að 65% af upphaflegu E-vítamín magni. Kornvara er góður E-vítamín gjafi, að minnsta kosti þangað til kornið hefur verið malað.

Mais flögur (Corn Flakes) hafa t.d. misst 98%. Heilhveitibrauð hefur sjö sinnum meira E-vítamín en brauð úr hvítu hveiti, og brún hrísgrjón hafa 6 sinnum meira en hvít. Hnetur, annar góður E-vítamíngjafi, glata allt að 80% E-vítamínsins við að vera ristaðar. Grænmetisolíur innihalda gnægð E- vítamíns, nema olían hafi verið meðhöndluð með vetni, þ.e. hert. Til þess að fá sem mest E-vítamín, er best að nota heila fæðu. Nú hefur þú synt móti straumi streitunnar, en það er óþarfi að láta hann drekkja þér. Lyftu þér yfir öldurnar, – með E-vítamíni.

Ævar Jóhannesson þýddi úr Prevention þýðandi greinarinnar var starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. árið 1979.  Líkar rannsóknir og hér er lýst hafa farið fram við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Síðar verður e.t.v. sagt frá þeim, en niðurstaða þeirra rannsókna voru líkar og hér er frá greint.        Þýdd grein eftir Bill Goltliel.Flokkar:Greinar, Næring

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: