Hvítlaukurinn holli

Nýjustu rannsóknir sanna það sem alþýðulæknum hefur verið kunnugt öldum saman: Hvítlaukur er voldug vörn gegn hjartasjúkdómum.

Forhþjóðirnar, eins og Grikkir, Rómverjar, Persar og Egyptar, svo nokkrar séu nefndar, þekktu lækningamátt hvítlauksins og vissu að hann hreinsar blóð og æðar og vinnur gegn smitsjúkdómum í öndunarfærum, t.d. kvefi. Nú er vísindamönnum nútímans að verða ljóst, að hvítlaukur er gott vopn í baráttunni gegn hjartasjúkdómum og að skoðanir fyrri tíðar manna á lækningamætti hans eru á rökum reistar. Má í því sambandi nefna tilraunir, sem gerðar hafa verið við háskólann í Benghazi í Líbýu. Tveir læknar, R. Jain og D. Konar ólu rottuhóp á kólesterólríku fóðri um 16 vikna skeið. Þrír aðrir rottuhópar fengu sams konar fóður, en jafnframt misjafnlega mikið af hvítlauksolíu.

Þegar aðalslagæðin úr hverri rottu var síðan rannsökuð kom fram mjög athyglisverður munur á hverjum hóp fyrir sig. Allar höfðu rotturnar fengið fituríkt fóður og kölkunareinkenni komu fram í æðum þeirra, en mismikil. Þær sem engan hvítlauk fengu, höfðu tvisvar sinnum meiri kölkunareinkenni en þær sem höföu fengið mest af hvítlauksolíunni. Augljóst var, að því meira sem rotturnar höfðu fengið af hvítlauksolíu, því minni kölkunareinkenna varð vart í æðum þeirra. Dr. Jain komst einnig að því með því að kanna blóðfitu manna, sem neyttu hvítlauks um tiltekinn tíma, að kólesteról magnið í blóði þeirra minnkaði við hvítlauksneyslu. Það er vitað, að samband er milli hárrar blóðfitu og hjartasjúkdóma, svo að hvítlaukurinn getur orðið mönnum gott vopn í baráttunni við þá.

Hvítlaukur leysir upp blóðsega
Blóðsegar myndast við það að örsmáar blóðfrumur hrúgast saman. Þegar vissu stigi er náð myndar blóðstorknunarefnið fíbrin langa þræði, sem halda frumunum saman, líkt því sem skeður þegar blóð storknar við blæðingu. Þegar blóðsegar myndast í æðum, sem þegar bera merki æðakölkunar geta þær stíflast. Lokist einhver af kransæðum hjartans, fær viðkomandi hjartaáfall. Lokist æð íheilanum fær viðkornandi slag. Það sýnir sig, að hvítlaukur virðist veita vernd gegn hinum hættulega blóðtappa með tvennu móti.1) Við hvítlauksneyslu verður yfirborð blóðfrumanna hálla svo að þær klessast síður saman; og 2) hvítlaukurinn örvar myndun náttúrlegra efna í blóðinu, sem leysa sundur þá sega sem þegar hafa myndast.

Dr. Arun Bordia við læknaháskólann í Udaipur á Indlandi tók blóðsýni úr sex heilbrigðum sjálfboðaliðum og meðhöndlaði þau með efnum, sem koma blóðfrumum til að festast saman. Því næst endurtók hann tilraunina og bætti hvítlauksolíu í blóðsýnin. Tilraunin leiddi ótvírætt í ljós, að hvítlaukurinn dró mjög úr myndun blóðsega. Ef hvítlauksolíu var bætt í eftir að blóðsegar höfðu myndast leystust þeir upp fyrir áhrif hennar. Frekari tilraunir dr. Bordia á kransæðastíflusjúklingum báru einnig að sama brunni; og hann komst að raun um að unnt er að ílýta fyrir bata þeirra, sem fengið hafa kransæðastíflu, með hvítlauksneyslu, og stór minnka líkur á nýju hjartaáfalli. Að sjálfsögðu eru til lyf, sem hafa þanneiginleika að draga úr blóðsegamyndun, en gæta verður varúðar við notkun þeirra vegna hættu á aukaverkunum eins og blæðingum. Notkun hvítlauks hefur hins vegar engar aukaverkanir í för með sér.

Getur hvítlaukur gert hjarta og æðum fleira gott en draga úr blóðsegamyndun? Getur hann lækkað blóðþrýsting? Það er reyndar mjög sennilegt að hann sé fær um það. Nýlega sagði læknir frá því í læknatímaritinu Lancet, að hann hefði meðhöndlað fimm sjúklinga með of háan blóðþrýsting og náð góðum árangri með því að gefa þeim hvítlauk. Af því tilefni skrifaði grískur læknir, að þessi frétt kæmi ekki á óvart í hans heimahögum þar sem hvítlaukur hefði áratugum saman verið notaður sem vopn í baráttunni við háan blóðþrýsting. Það er tæpast tilviljun, að meðal þjóða, sem neyta mikils hvítlauks eins og þjóðir Miðjarðarhafslandanna og Suður-Ameríku, eru hjartasjúkdómarfátíðari en meðal þjóða sem ekki eru hvítlauksneytendur svo neinu nemi. Meðal þjóða þar sem hvítlaukur og alþýðulækningar eru í meiri hávegum höfð en hér gerist, er talið að hvítlaukur sé ráð við ýmsum fleiri sjúkdómum en hjarta- og æðasjúkdómum.

Til dæmis er hann álitinn efla mótstöðu líkamans gegn ýmis konar smitsjúkdómum og má þar nefna kvef, berkla og holdsveiki. Og til eru þeir sem telja hann draga úrvexti krabbameinsfruma. Tilraunir hafa líka sýnt að hann hefur heppileg áhrif á sykursjúk dýr. Heilsusamleg áhrif hvítlauks virðast hafin yfir allan vafa, en þó er sá galli á gjöf Njarðar, að mörgum finnst lyktin af honum sterk og óþægileg. Til þess að komast hjá því að valda öðrum óþægindum af þeim sökum er ráð að neyta hans í töfluformi. Töflurnar innihalda hin virku efni hvítlauks, en lykta ekki.Endursagt eftir grein Carl Sherxnan í Prevention Vol. 22, no. 8, ágúst 1979. Elsa G.Vilmundardóttir.Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: