Konur – P-pillan – B6 vítamín
Ekki mun óalgengt að þunglyndis gæti hjá konum fyrir tíðir, við þungun, og um fimmtugsaldurinn, á breytingaskeiðinu. Talið er að þetta stafi oft af skorti á B6- vítamíni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að um helmingur kvenna, sem nota pilluna, líði af B6- vítamínskorti og að glöggt samband sé milli þunglyndis p-pilluneytenda og skorts á B6 vítamíni. Venjan er að gefa við því róandi lyf, sem valda sljóleika, en ekki bata. Það gerir aftur á móti góður skammtur af B6. B6 vítamín ættu konur því að reyna undir slíkum kringumstæðum.
Ævar Jóhannesson 1979
Flokkar:Fæðubótarefni