Ein af orsökum blóðkrabba

Þrír læknar í Chicago hafa eftir 10 ára rannsóknir komist að raun um, að ein orsaka blóðkrabba sé skortur á magnesíum, sem sé mikilvægt í sambandi við vöxt, efnaskipti og skiptingu fruma. Rottur, sem fengu magnesíumsnautt fóður misstu mótstöðuafl gegn krabbameini. Ekki er þó álitið að magnesíumskortur beinlínis valdi krabbameini, heldur hitt, að það veiki mótstöðuaflið. Einnig telja þeir sig hafa komist að raun um, að magnesíumsskortur í briskirtli veiki sérstaklega ónæmi líkamans.

Ævar Jóhannesson 1979Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: