Heilsan endurheimt með náttúrlegri hormónameðferð ,,Naturlig Hormonterapi NHT

Rætt við Line Christiansen (Línu) sem lærði náttúrlega hormónaráðgjöf (NHT) hjá Anette Paulinn í ,,Center for Naturlig Hormonterapi“ í Danmörku. Í náminu er unnið er út frá rannsóknum og gagnreyndum meginreglum, sem meðal annars er lýst í bókinni ,,Naturlig hormon terapi – Opgør med østrogenmyten“ eftir Anette Paulin & Jens Ole Paulin. Bókin er byggð á 70 ára rannsóknum erlendis. Eftir tveggja ára nám í Danmörku er Lína nú hluti af stóru neti NHT ráðgjafa í Danmörku og Noregi og er fyrsti íslenski ráðgjafinn sem útskrifast úr þessum skóla.

Heilsuhringurinn spurði Línu fyrst af hverju hún hafi valið nám í NHT náttúrlegri hormónaráðgjöf. 

Nú fær Lína orðið:

Fyrir nokkrum árum var ég alltaf þreytt og leið eins og ég væri í þoku. Ég átti í vandræðum með svefn, þyngdist og var með miklar blæðingar. Þetta gerði líf mitt virkilega ömurlegt. Þegar ég fór til læknis voru mér boðin þunglyndislyf sem ég afþakkaði. Seinna bauð kvensjúkdómalæknir mér hormónalykkjuna en ég afþakkaði hana líka. Það var ekki boðið upp á aðrar lausnir.

Þegar ég leitaði upplýsinga og rakst á NHT miðstöðina í Danmörku og náði þar sambandi við NHT ráðgjafa. Með ráðgjöf hans náði ég hægt og rólega tökum á blæðingunum og mér leið miklu betur. Heilaþokan hvarf, ég fór að sofa vel og var ekki lengur með nætursvita. Meltingin batnaði og það besta var að ég fann sjálfa mig aftur og gat hugsað skýrt. Eftir þessa reynslu ákvað ég að fara í NHT skólann í Danmörku. Það opnaði augu mín fyrir nýrri og spennandi leið til að bæta heilsu bæði kvenna og karla.

Nú þegar ég lít til baka, með þá þekkingu sem ég hef í dag, sé ég greinilega að það hafa verið einkenni hormónaójafnvægis hjá mér síðan ég var mjög ung. Sumir eru með fullkomið hormónajafnvægi alla ævi en aðrir eiga í vandræðum frá því að þeir verða kynþroska og það sem eftir er ævinnar. Það getur orsakast vegna ýmissa þátta.

Það er í menningu okkar að segja að það sé sárt að vera kona og það sé sárt að vera með blæðingar og það sé eðlilegt að vera með mikla tíðaverki. Einnig er sagt að það sé eðlilegt að vera með höfuðverk og aum brjóst og að þyngjast um 2-3 kíló fyrir blæðingar. Það sé nú bara svona að vera kona og að konur verði að læra að lifa með því.

Öll þessi einkenni eru í raun og veru einkenni ójafnvægis í líkamanum og þó það sé algengt þá er það ekki ákjósanlegt. Það er merki um að egglos hafi ekki átt sér stað og að þig vanti prógesterón en hafir of mikið estradíóli, sem skapa þessi einkenni. Okkur hefur líka verið innrætt að tíðahvörf hljóti að vera erfitt að ganga í gegnum. Þegar breytingaskeiðið byrjaði hjá mér og mér voru boðin þunglyndislyfin og hormónalykkjan hugsaði ég: ,, Nei” ég þarf ekki þunglyndislyf eða lykkju, þetta snýst um hormóna. Það er eitthvað að, eitthvað sem er ekki í lagi.

Lausn á mínum vanda fólst í ráðgjöfinni frá ráðgjafa NHT um notkun náttúrlegra hormóna. Vandinn við tilbúna lyfja hormóna er sá að líkaminn þekkir þá ekki og getur ekki nýtt þá á sama veg og náttúrlega hormóna sem hann þekkir.

Nú vil ég hjálpa konum að finna lausnir fyrir sig og kenna þeim á náttúrlega hormóna sem geta haft áhrif á kvilla ein og: einkenni tíðahvarfa, þunglyndi, PMS, PCOS, Endrómetríósu, frjósemisvandamál, minnkað líkur á brjóstakrabbameini, sjálfsónæmissjúkdóma, beinþynningu, lítil efnaskipti og gert auðveldara að léttast.

Leiðbeininar mínar byggjast á ýtarlegum spurningalista og hormónaprófi sem mælir magn eftitalinna hormóna: estradíól, estrjól, prógesterón, testósterón, DHEA og kortisól. Hormónaprófið er munnvatnspróf sem viðskiptavinir framkæma heima og er síðan sent og greint á rannsóknarstofu í Þýskalandi.

Gríðarlegt hormónaálag er frá umhverfi okkar. Nokkur þúsund innkirtlatruflandi efni umlykja daglegt líf. Það getur verið: mataræði, skortur á næringarefnum, vítamínum og steinefnum, of lítill svefn, streita, of lítil/of mikil hreyfing, langtíma notkun getnaðarvarna, hormónaspólur með tilbúnum hormónum, candida sveppur auk margra annara þátta sem geta verið ástæðurnar fyrir hormónaójafnvægi. NHT er heildræn nálgun til að ná jafnvægi aftur með detox, vítamínum, bætiefnum, streitustjórnun og hormónauppbót.

Heimasíða Line Christiansen (Lína):  nht.is, sími: 8921035, netfang: info@nht.is

Viðtalið tók: Igibjörg Sigfúsdóttir í júlí 2023. Í framhaldi munu birtast fleiri greinar um heilsu og hormóna.



Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg, , , ,