Seigla, streita, meðvirkni og samskipti

Kristín Sigurðardóttir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir halda aftur þetta vinsæla námskeið í Grímsborgum frá 3. til 6. maí 2022, sem bætir við þekkingu og verkfærum sem nýtast vel í lífi og starfi.

Gyða Dröfn                                                              Kristín

Síðastliðið haust birti Heilsuhringurinn mjög áhugavert og fræðandi viðtal við Kristínu Sigurðardóttur slysa og bráðalækni undir fyrirsögninni. ,,Leiðir til að lifa lífinu til fulls“ https://heilsuhringurinn.is/2021/10/12/leidir-til-ad-lifa-lifinu-til-fulls/ 

Í vitalinu segir Kristín meðal annars frá tengingu sinni við náttúruna, ásetning sinn að auka heilsueflingu og forvarnir.
Kristín og Gyða Dröfn hafa þekkst lengi og hugmyndin að þessum námskeiðunum kviknaði hjá Kristínu á sjálfsvarnarnámskeiði fyrir 10 árum, þegar hún bjó á Spáni. Hún taldi víst að á námskeiðinu yrði hörku púl og átök. Hún varð því undrandi þegar kennarinn byrjaði að kenna gamla heimspeki, þekkingu og visku í austrænum fræðum. Allt í einu skyldi hún, þessi vestræni læknir, Gyðu Dröfn vinkonu sína sem er Zen Búddisti og lærð í þeim fræðum. Kristín sá þarna tenginguna við vestrænar lækningar, sem hún stóð mjög kirfilega báðum fótum í. Hún hringdi í Gyðu og sagði; ,,við verðum að halda námskeið saman þar sem austræn- og vestræn fræði mætast“.

Kristín segir: ,,Stundum þegar ég les nýjar vestrænar rannsóknir sé ég svo margt í okkar bakgrunni bæði í lífi, þekkingu og reynslu sem passar við þessa austrænu visku. Ég tel að margt í austrænum- og vestrænum fræðum styðji vel við hvort annað og geti bætt heilsu og minnkað álag á heilbrigðiskerfið. Þannig þarf heilbrigðisþjónustan að taka mið af samspili; huga, líkama og sálfélagslegra þátta til að hjálpa fólki að takast á við það sem kemur upp á í lífinu og einnig til að koma í veg fyrir margt sem annars myndi valda andlegu- og líkamlegu tjóni“.

Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Í dag starfar Kristín við fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir hópa, fyrirtæki og á málþingum, hún kennir líka við Læknadeild HÍ og opna Háskóla HR .

Erindi og efnistök Kristínar er:

Streita – vinur í raun?
Hvað er streita- streitan á mannamáli.
Ranghugmyndir leiðréttar og færum okkur inn á 21. öldina og nýja þekkingu – ný sýn og skilningur. Aukinn skilningur eykur streituþol.

Samskipti og sláttur Hjartans (kynning á Polyvagal kenningunni).
Streitu-og áfallafræði 21. aldarinnar.
Álag, áföll og viðbrögð, tengslin okkar og áhrif á samskipti. Nýr skilningur sem opnar nýjar leiðir í að bæta samskipti og líðan.

Litróf lífsins
Kafað dýpra, farið yfir innri/ ytri streituvalda, vinnuaðstæður og velsæld í vinnu (kenningar Maslachs), mikilvægi líkamsklukkunar í tengslum við heilsu.

H- in til heilla!
Hvetjandi fyrirlestur með seiglu- og streitu ráðum. Allt í senn fræðilegur, léttur og skemmtilegur = Skemmtimenntun
Gyða Dröfn Tryggvadóttir er: lýðheilsufræðingur EMPH., sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody (Post Induction Therapy). Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár og starfar sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.


Erindi og efnistök Gyðu á námskeiðunum er:
Meðvirkni – orsakir, einkenni og afleiðingar!
Hvað er meðvirkni, hvernig verður hún til og hvaða áhrif og afleiðingar hefur hún á sambönd og samskipti lífi og starfi?

Hvar liggja mörkin?
Mörk og markaleysi. Mikilvægi þess að setja heilbrigð mörk til að stuðla að heiðarlegum, skýrum samskiptum og koma í veg fyrir ósætti, misskilning og misbeitingu.

Hlutverkin
Fyrirlestur um hetjuna, bjargvættinn, trúðinn, týnda barnið og blóraböggulinn – meðvirkni hlutverkin fimm sem eiga það öll sameiginlegt að þau eru gríma hins sanna sjálfs og ræna okkur möguleikanum á að lifa lífinu til fulls í tengslum við okkur sjálf og aðra.

Hér og nú
Mikilvægi þess að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Hvernig iðkun vakandi athygli eykur meðvitund um líf og líðan og getur þannig haft áhrif á hvernig við tökumst á við áskoranir í lífi og starfi.

Kristín                       Auður Bjarnadóttir                          Gyða Dröfn
Auður Bjarnadóttir, einn af frumkvöðlum joga á Íslandi, bætti við joga -nidra/djúpslökun hjá okkur og höfum við verið með gestakennara síðan.

Á næsta námskeiði mun Unnur Valdís Kristjánsdóttir bjóða upp á Jóga Nidra /djúpslökun. Unnur Valdís er jógakennari, jafnframt því að vera hönnuður Flothettu og frumkvöðull í vatnsmeðferðum á Íslandi. Hún er með Kundalini jóga og Jóga Nidra kennararéttindi sem og víðtæka menntun og reynslu á sviði líkamsmiðaðra nudd- og vatnsmeðferða.

Næsta námskeið;
Seigla, streita, meðvirkni og samskipti, verður haldið dagana 3. til 6. maí í Grímsborgum.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá hjá: heillheimur@heillheimur.is – s. 697 4545
Fésbók: https://www.facebook.com/events/1250474795380141

 Flokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: