Leiðir til að lifa lífinu til fulls

Rætt við Kristínu Sigurðardóttur slysa og bráðalækni sem lengi hefur unnið að heilsueflingu og forvörnum. Síðastliðin ár hefur Kristín ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttur lýðheilsufræðingi haldi námskeið með það markmið að bæta líðan, heilsu og samskipti og að efla seiglu. Þar sem tvinnað er saman vestrænum fræðum og fornri austrænni visku.

Nú fær Kristín orðið:
Alveg frá því að ég byrjaði í læknisfræði hef ég lítið heildrænt á hlutina og t.d. ekki skilið hvernig hægt er að aðskilja höfuð frá líkama eða hug frá líkama, mér finnst það algjörlega tengt. Hugurinn hefur áhrif á líkamann og líkaminn hefur áhrif á hugann. Ég hef lengi horft á manneskjuna og velt fyrir mér hvað auki þrautseigju og seiglu. Mér finnst fallegt á

íslensku að kalla það þolgæði eða að vera þolgóður. Góð samlíking er; tré sem bognar en brotnar ekki. Seiglan er það sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir, breytingar og erfiðleika lífsins. Í breytingum felast tækifæri og helst viljum við styrkjast við breytingar og mótlæti.

Margt hægt að gera til að efla seigluna okkar: Hugarfarið, tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið okkar, mætti segja að það sé grundvöllurinn í því. Sú fræðsla og vinna er kjarninn í vinnu okkar Gyðu.

Til að öðlast líkamlega seiglu mætti segja að það þýði að hafa orkuna til að takast á við það sem kemur upp á. Þar eru nokkrir þættir sem skipta miklu máli. Það þarf huga að svefninum því að fólk verður að fá góðan svefn og hvíld til að endurheimta orkuna og hlaða batterýin. Ég er glöð yfir vitundarvakningu sem komin er hér á landi varðandi svefn og ég vona að reynt verði að leiðrétta klukkuna varðandi dægurvilluna sem nú er. Þegar líkamsklukka og staðarklukka er ekki stillt saman eins og eðlilegt er, fáum við t.d. ekki bláa ljósið eins snemma á morgnana sem mikilvægt er til að stilla melatonin-framleiðsluna og líkamsklukkuna fyrir svefninn um kvöldið. Síðan er það hreyfingin sem hjálpar okkur að efla orkustöðvarnar í frumunum, hvatberana, bæta líðan og auka styrk á allan hátt.

Það má ekki heldur vera með alltof marga bolta sífelt á lofti. Því má líkja við síma með alltof mörg opin öpp í gangi, þá tæmast batteríin fljótt. Það verður að gæta að því að hlaða á milli! Annars er hætta á kulnun í lífi og starfi.

Hvort viljum við vera búin til úr gæðum eða rusli?
Mér finnst það mjög einfalt, að sjálfsögðu á að borða góðan og hollan mat. Við erum búin til úr því sem við borðum og ég held að það sé mikils vert að borða fjölbreyttan mat, sem minnst unninn úr hreinum hráefnum, hollum fitum og góðum prótínum. Að grænmetið vaxi í næringarríkum jarðvegi og dýrin fái að hreyfa sig og nærist á því sem þeim er hollt. En ekki eins og gerðist í Bretlandi að kýrnar voru látnar éta hverja aðra og þá kom upp ,,Creutsfeldt-Jakob disease“. Í vestrænum heimi er hins vegar borðað full mikið af kolvetnum og hvítum sykri. Ég held að ef væri verið að innleiða hvíta sykurinn nú til dags hefði FDA ekki samþykkt það ! Hvar er sykurskatturinn? Gætum notað hann til að niðurgreiða svo ávexti og grænmeti.

Við eigum að framreiða matinn fallega og tyggja hann vel, því að meltingin byrjar í munninum. Hafa reglu á matartímum þannig að líkaminn geti verið í góðu jafnvægi. Ef regla er bæði á næringu og svefni hjálpar það fólki virkilega að efla orku sína. Ef þú eflir orkuna ertu líka að efla líkamlega færni til að takast á við það sem þú mætir í lífinu.
Það fer ekki saman að vera stöðugt í mikilli streitu og vera með góða meltingarstarfsemi. Þegar mikið álag er og streitukerfið ræst, telur líkaminn hættu á ferð og færir blóðið frá meltingarveginum til vöðvanna og annarra líffæra til að takast á við hættuna. Þá er dregið úr seitrun meltingarsafa og næringin frásogast ekki eins vel. Fólk verður að fá tækifæri til að melta matinn, hvílast og fá endurheimt. Eins og sagt er á ensku „Rest and Digest

Það þarf að horfa á þetta frá mörgum hliðum: Samspil hugarfars, hvíldar og hollustu er gífurlega mikilvægt. Og að hlaða í náttúrunni.

Sjórinn er perlan í borginni okkarÉg heyrði af því á árum áður, að það væri hópur fólks sem færi í okkar kalda sjó og fannst það frekar galið. En svo í læknisstarfinu heyrði ég fólk lýsa því hvernig þeim liði betur, t.d. að astminn eða gigtin væri betri og að fólk jafnvel þyrfti minni lyf. Það kom að því að ég prófaði þetta sjálf og fannst það virkilega skemmtilegt. Það er þessi tenging  bæði við náttúruna og frelsið og svo kuldinn sem keyrir upp kerfið og jafnvel virðist auka orkuna. Það styrkir mann að vera úti og vísbendingar eru um að það styrki ónæmiskerfið. Nú finnst mér þetta frábært. Ég hef alltaf verið mikið úti og á hreyfingu en í sjónum fær maður náttúruna beint í æð.

Það gildir í sjósundi eins og öðru, að það þarf þjálfun. Mikilvægt er að átta sig á umhverfinu og að hlusta á líkamann. Sjórinn getur verið allavega og fólk á auðvitað ekki að fara þar sem eru hættulegir straumar. Ekki heldur að fara mjög skart af stað ef það er óvant. Enginn fer að hlaupa maraþon allt i einu án þjálfunar. Ég mæli með þegar fólk byrjar að fara í sjóinn að draga djúpt andann. Það gildir það sama og þegar fólk er að fara inn í krefjandi aðstæður; að draga þá djúpt andann, róa kerfið og njóta stundarinnar. Þannig er gott að fara út í sjó og lífið sjálft.

Náttúruleysi
Það er markmið mitt að orðið náttúruleysi komist í íslensku orðabókina sem bein þýðing á enska orðinu „Nature Deficit Disorder“. Ef við rjúfum tengsl okkar við náttúruna er það slæmt fyrir náttúruna og líka heilsufar okkar sjálfra. Ég held að við raunverulega vitum þetta, t.d. margir kjósi að vera í náttúrunni ef þeir eiga frí. En það er nefnilega ekki bara að okkur líði vel í náttúrunni heldur skiptir það okkur líka máli fyrir hug og líkama. Vaxandi vísindi styðja að viðvera í náttúrunni sé mikilvæg fyrir okkur lífeðlisfræðilega. Það er t.d. talið minnka streitu, bæta gróanda og jafnvel efla ónæmiskerfið, lækkar á blóðþrýsting sem fer þá betur með hjartað og æðakerfið. Þegar tengsl við náttúrnu eru rofin er náttúruleysi.
Námskeiðin okkar Gyðu opna sýn á nýjar leiðir til að auka vellíðan og heilbrigði. Athyglinni er beint að streitu og meðvirkni, einkennum, áhrifum á líf og líðan, samskipti og sambönd og farið er yfir úrræði. Leiðir til að efla seiglu og tengja við hug og hjarta í núvitund.


Gyða Dröfn                                       Kristín

Við Gyða Dröfn höfum þekkst lengi og hugmyndin að þessum námskeiðunum kviknaði hjá mér á sjálfsvarnarnámskeiði fyrir 10 árum, þegar ég bjó á Spáni. Ég taldi víst að á því námskeiði yrði hörku púl og átök. Ég varð því undrandi þegar kennarinn byrjaði að kenna okkur gamla heimspeki, þekkingu og visku í austrænum fræðum, því að munkarnir þuftu að verja sig á stígum. Allt í einu skyldi ég, þessi vestræni læknir, Gyðu Dröfn vinkonu mína sem er Zen Búddisti og lærð í þeim fræðum. Ég sá þarna tenginguna við vestrænar lækningar, sem ég stóð mjög kirfilega báðum fótum í. Ég hringdi í hana og sagði; við verðum að halda námskeið saman þar sem austræn- og vestræn fræði mætast.

Þegar ég les nýjar vestrænar rannsóknir sé ég svo margt í okkar bakgrunni bæði í lífi, þekkingu og reynslu sem passar við þessa austrænu visku. Ég tel að margt í austrænum- og vestrænum fræðum styðji vel við hvort annað og geti bætt heilsu og minnkað álag á heilbrigðiskerfið. Þannig þarf heilbrigðisþjónustan að taka mið af samspili; huga, líkama og sálfélagslegra þátta til að hjálpa fólki að takast á við það sem kemur upp á í lífinu og einnig til að koma í veg fyrir margt sem annars myndi valda andlegu- og líkamlegu tjóni.

Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Í dag starfar Kristín við fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir hópa, fyrirtæki og á málþingum, hún kennir líka við Læknadeild HÍ og opna Háskóla HR.

Erindi og efnistök Kristínar er:

Streita – vinur í raun?
Hvað er streita- streitan á mannamáli.
Ranghugmyndir leiðréttar og og færum okkur inn á 21. öldina og nýja þekkingu – ný sýn og skilningur. Aukinn skilningur eykur streituþol.

Samskipti og sláttur hjartans (kynning á Polyvagal kenningunni).
Streitu-og áfallafræði 21. aldarinnar.
Álag, áföll og viðbrögð, tengslin okkar og áhrif á samskipti. Nýr skilningur sem opnar nýjar leiðir í að bæta samskipti og líðan.

Litróf lífsins
Kafað dýpra, farið yfir innri/ ytri streituvalda, vinnuaðstæður og velsæld í vinnu (kenningar Maslachs), mikilvægi líkamsklukkunar í tengslum við heilsu.

H- in til heilla!
Hvetjandi fyrirlestur með seiglu- og streitu ráðum. Allt í senn fræðilegur, léttur og skemmtilegur = Skemmtimenntun

Gyða Dröfn Tryggvadóttir er: lýðheilsufræðingur EMPH., sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody (Post Induction Therapy). Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár og starfar sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.

Erindi og efnistök Gyðu á námskeiðunum er:

Meðvirkni – orsakir, einkenni og afleiðingar!
Hvað er meðvirkni, hvernig verður hún til og hvaða áhrif og afleiðingar hefur hún á sambönd og samskipti lífi og starfi?

Hvar liggja mörkin?
Mörk og markaleysi. Mikilvægi þess að setja heilbrigð mörk til að stuðla að heiðarlegum, skýrum samskiptum og koma í veg fyrir ósætti, misskilning og misbeitingu.

Hlutverkin
Fyrirlestur um hetjuna, bjargvættinn, trúðinn, týnda barnið og blóraböggulinn – meðvirkni hlutverkin fimm sem eiga það öll sameiginlegt að þau eru gríma hins sanna sjálfs og ræna okkur möguleikanum á að lifa lífinu til fulls í tengslum við okkur sjálf og aðra.

Hér og nú
Mikilvægi þess að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Hvernig iðkun vakandi athygli eykur meðvitund um líf og líðan og getur þannig haft áhrif á hvernig við tökumst á við áskoranir í lífi og starfi.

Námskeiðin eru haldin í Hótel Grímsborgum

Auður Bjarnadóttir, einn af frumkvöðlum joga á Íslandi, bætti við joga -nidra/djúpslökun hjá okkur og höfum við verið með gestakennara síðan.

Næst kemur Hrefna Lind Lárusdóttir sem er sviðslistakona og stundakennari við LHÍ og HÍ og starfar á mörkum listforma, sviðslistar, myndlistar, tónlistar og hönnunar. Hún er með jógakennararéttindi frá Indlandi og jógaþerapíu frá Kamini Desai, Amrit Institute og er jóga nidra kennari við Móar Stúdíó.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá hjá: heillheimur@heillheimur.is – s. 697 4545Flokkar:Annað

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d