UNDRAOLÍAN SEM GUÐRÚN BERGMANN Á ALLTAF TIL

febrúar 17, 2020 – 8:12 f.h.

UNDRAOLÍAN SEM ÉG Á ALLTAF TIL

Flestum dettur væntanlega fyrst í hug hægðalosandi áhrif laxerolíu þegar þeir heyra á hana minnst, en í mínum huga er hún græðandi og flott olía á húðina, jafnt að utan sem og fyrir slímhúðina að innan, enda hefur hún öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim.

Vegna hinna fjölþættu eiginleika hennar, á ég alltaf til flösku af henni, enda nota ég olíuna reglulega.

GRÆÐANDI Á EXEMÚTBROT

Einn þátttakandi á HREINT MATARÆÐI námskeiði hjá mér var með exemútbrot og bólgnar hendur þegar námskeiðið byrjaði og spurði mig hvað væri helst til ráða við því.

Ég benti henni á laxerolíuna (Castor Oil) frá NOW sem er sérstaklega unnin sem húðolía. Ég sagði henni að bera hana á hendurnar á kvöldin og sofa með bómullarhanska, sem hægt er að kaupa í apótekum. Nokkrum dögum síðar deildi hún reynslu sinni með eftirfarandi orðum inn á Facebook síðu námskeiðsins:

„Þessi olía sem hún Guðrún benti mér á að kaupa, Castor Oil frá NOW, er algjört dúndur! Ég er svo ánægð að ég næ varla upp í nefið á mér! Ég er búin að bera hana á hendurnar á mér núna í 4 daga og þegar ég vaknaði í morgun og tók af mér hanskana langaði mig til að gráta af gleði! Exemroðinn á handarbakinu er eiginlega alveg horfinn og ekki nóg með það, heldur hafa bólgur í höndum líka minnkað! Þetta er örugglega líka hreinsun og breyttu mataræðinu að þakka, svo það er ekki spurning um að halda ótrauð áfram á þessari yndislegu braut.“

LAXERANDI ÁHRIF OLÍUNNAR

Þótt ég noti laxerolíuna mikið utan á húðina, meðal annars í bakstra á bólgin svæði eins og til dæmis á liði eða á kviðinn til að draga úr bólgum í þörmum og ristil, þá er líka hægt að nota hana til inntöku.

Þá er best að nota Castor Oil hylkin frá NOW. Þau eru frábær fyrir þá sem eiga við einhver hægðavandamál að stríða, því olían mýkir upp harðar hægðir í ristlinum og stuðlar að úthreinsun hans.

Ef um viðvarandi hægðatregðu hefur verið að ræða er gott að taka inn 2 hylki tvisvar á dag, til að koma losun af stað. Svo má taka reglulega 2 hylki á dag, því olían virkar ekki bara losandi, heldur einnig styrkjandi á slímhúð þarma og ristils.

RAKAGEFANDI FYRIR HÚÐ OG HÁR

Bandaríski læknamiðillinn og sjáandinn Edgar Caycy (1877-1945) mælti mikið með laxerolíu til lækninga og styrkingar fyrir húðina.

Laxerolía mjög rakagefandi fyrir húðina, því öflugar fitusýrur hennar ganga vel inn í hana. Því er gott að bera hana á þurra bletti eða húðina almennt til að koma á rakajafnvægi í henni á ný. Laxerolía er einmitt mikið notuð sem grunnur í ýmsar vörurtegundir, einkum þó í húðvörur vegna þess hversu rakagefandi hún er.

Hársekkirnir á höfði okkar eru auðvitað hluti af húðinni. Ef um flösu, exem eða hárlos er að ræða er gott að bera laxerolíuna í hársvörðinn og nudda hana vel inn. Vefja svo handklæði um höfuðið í svona hálftíma, áður en olían er þvegin úr hárinu, eða sofa með olíuna í hárinu yfir nótt. Þegar olían er þvegin úr er best að bleyta aðeins hendur, setja í þær sjampó og nudda því í hárið, áður en hárið er svo bleytt alveg og þvegið.

Olían eykur blóðflæði til hársekkjanna, sem leiðir til aukins hárvaxtar og heilbrigðari hárbotns.

Neytendaupplýsingar: Castor Oil fyrir húðina og Castor Oil hylkin frá NOW fást í öllum helstu verslunum Nettó, í Fjarðarkaupum, hjá Systur og makar og í flestum apótekum.

Greinin er unnin í samstarfi við NowFoods á Íslandi.

Heimildir: www.diamondherbs.com
og wwwstyelcraze.com 

Myndir:  CanStockPhoto / bdspn – og frá NowFoods

Um höfund
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. 


Flokkar:Kynningar, Reynslusögur

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: