Notkun handsótthreinsiefna er hvorki öruggara né betra en venjulegur handþvottur með vatni og sápu

Handsótthreinsar innihalda eiturefni, veikja ónæmiskerfið og eiga stóran þátt í sköpun fjölónæmisbaktería.

Handsótthreinsar innihalda varhugaverð eiturefni sem eru ekki leyfð í sápum. Þar að auki (skv FDA) skila þeir ekki betri árangri en vatn og sápa í að útrýma sýklum en eiga frekar þátt í að skapa fjölónæmar bakteríur (super bugs).

5 ástæður til að forðast að nota handsótthreinsa:

1. Bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum er raunveruleg og vaxandi ógn. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofnotkun á bakteríudrepandi efnum eins og Triclosan eiga stóran þátt í lyfjaónæmi sýkla.

2. Þeir skaða heilsuna – innihalda eiturefni. Flest handsótthreinsiefni innihalda hormónaraskandi efni eins og Triclosan eða triclocarbon. Þessi efni berast auðveldlega inn í líkamann og trufla starfsemi skjaldkirtils, lifrar, vöðva og taugakerfis. Þessi efni hafa víða verið bönnuð í hand- og sturtusápum en ekki í handsótthreinsum. Við notkun verður húðin þar að auki enn móttækilegri fyrir öðrum skaðlegum efnum eins og BPA sem er hormónatruflandi efni sem finnst t.d. í kvittunum/nótum.

3. Veikja ónæmiskerfið. Börn sem eru alin upp í of hreinu umhverfi eru veikari og ofnæmisgjarnari. Til að gera ónæmiskerfið virkt og sterkt þurfum við bakteríur.

4. Þeir skaða húðina. Handsótthreinsar innihalda alkóhól eins og isopropyl, ethanol og n-propanol sem þurrkar og ertir húðina ásamt að fjarlægja náttúrulega og nauðsynlega sýru og húðfitu.

5. Þeir hafa slæm áhrif á umhverfið. Þeir eru yfirleitt seldir í plastbrúsum sem innihalda fjölmörg spilliefni ásamt því að Triclosan finnst mjög víða í vötnum og ám.

Hafdís Arnardóttir endursagði af heimsíðunni Return to now slóðin er: https://returntonow.net/2018/10/15/hand-sanitizer-is-making-us-sicker-not-safer/

 Flokkar:Annað, Ýmislegt

%d