Að stöðva mígreni á nokkrum mínútum

Á heimasíðunni Beauty Health Page er stutt grein um ráð til að verjast mígreni á náttúrulegan hátt. Þar er spurt hvers vegna að eitra sjálfan sig með verkjalyfjum og dýrum pillum þegar hægt sé að útbúa drykk með sítrónu og Himalayan salti á 5 mínútum, sem sé ótrúlegt lækningarráð gegn mígreni.

Þeir sem þjáðst hafa af mígreni þekkja þann óþolandi sársauka sem því fylgir og jafnvel að verkjalyf dugi ekki. En eftirfarandi aðferð til að meðhöndla mígreni er einföl. Til þess þarft: Himalayan salt, sítrónusafa og smá sítrónubörk. Þetta er hefðbundin aðferð sem minnkar sársaukann á örfáum mínútum.

Í fyrsta lagi þarf að velja hágæða salt. Besta saltið er Himalayan Crystal salt, vegna þess að það er auðugt af steinefnum. Himalayan salt getur bætt mígreni, höfuðverk og styrkt ónæmiskerfið, aukið magn serótónín í blóði og komið jafnvægi á sýrustig líkamans.

Aðferðin er einföld: Kreista safa úr tveimur sítrónum, bæta í 2 tsk af Himalayan salti og raspa sítrónubörk út í. Hræra blönduna vel saman og bæta einu glasi af vatni út í (2 dl ). Geyma í glerumbúðum. Hræra eða hrista fyrir notkun. Einn gúlsopi af blöndunni gerir ótrúlega mikið gagn á nokkrum mínútum.

Himalayan salt fæst í Heilsuhúsinu og kannski í fleiri heilsubúðum.

Þetta er stytt og endursagt af heimasíðunni Beauty Health Page. Ég bendi á frumgreinina óstytta sem er á slóðinni: http://beautyhealthpage.com/how-to-stop-the-migraine-pain-in-just-3-minutes/?tm_source=nsm&utm_medium=nsm&utm_campaign=nsm

Ingibjörg Sigfúsdóttir  2015Flokkar:Meðferðir

%d