Tilurð jurtalyfsins Omni one á sér sérstaka sögu. Höfundur þess Gísli Örn varð fyrir erfiðri lífsreynslu fyrir 30 árum þegar yngsta barnið hans sem þá var tveggja ára, veikist alvarlega og kom í ljós að það var með mislinga. Engin lyf virkuðu og barnið fékk heiftarlega lungnabólgu að lokum þurfi að bíða eftir að barnið kafnaði svo hægt væri að setja það í öndunarvél. Barnið lá síðan milli heims og helju í nítján daga. Gísli Örn fór ekki heim af sjúkrahúsinu í hálfan mánuð en á nítjánda degi kom séra Karl Sigurbjörnsson og bað fyrir barninu. Kraftaverk gerðist. Tveimur tímum seinna var komið jafnvægi milli rauðu og hvítu blóðkornanna og tveimur dögum síðar fór barnið heim. Gísli Örn segist ekki vita hvað gerðist en hann trúir ekki á neinar tilviljanir í þessu lífi.
Nú gefum við Gísla Erni orðið:
,,Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum en líka það dýrmætasta. Eftir þetta kraftaverk spurði ég sjálfan mig að því hvað ég væri að gera við líf mitt? Ég var byrjaður í yoga og ákvað að stokka líf mitt alveg upp. Það tók tíma að brjóta upp munstrið og ég ákvað að vera bara í núinu og þetta hjálpaði mér að skilja að maður verður lifa í deginum í dag. Það er engin trygging fyrir morgundeginu, Í framhaldi fór ég að leita meira inn á við og verðmætamat mitt breyttist. Ég geri mitt besta og bið þess á hverjum degi að ég megi láta gott af mér leiða.
Árið 2002 ákvað ég að opna yogasetur í þeim tilgangi að aðstoða fólk við að bæta lífsstíl sinn, sem ég gerði í London ,,Lotus Lifesyle“ og rak í um fjögur ár. Ég komst að þeirri niðurstöðu að helst þarf 4 vikur til að ná til fólk, en í lágmarki 1 viku. Það þar aftur til náttúrunnar svo að fólk tengist sínum innra manni. Ég vildi deila reynslu minni með öðru athafnafólki. Ég hafði komist að því bæði sem stjórnarmaður SÁÁ þegar við byggðum upp Vog svo af því að stunda daglega yoga lífstíll í um 30 ár, að það eru ekki bara alkar og dópistar sem þurfa að vinna í sjálfum sér. Öll erum við með einhvern fortíðarvanda sem við verðum að takast á við til þess að öðlast jafnvægi. Fíknirnar eru bara ein flóttaleiðin frá þessu. Ef ekki er tekist á við vanamál sem plaga okkur og þau leyst náum við ekki að vaxa sem einstaklingar.
Eitt af fjórum grundvallaratriðum Buddhista ,,The Four Noble Truth. The Key to Growth is Suffering“. Með öðrum orðum öll þjáning og vandamál okkar má rekja til fortíðar okkar. Ef við leysum ekki eða skynjum hver þau eru, þá halda þau áfram að hefta okkur að vaxa sem einstaklingar.
Örlögin gripu í taumana ég greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í ársbyrjun 2013. Það var eiginlega fyrir tilviljun að krabbameinið fannst. Ingvar Karlsson, læknir, er góður vinur minn, hann telur að allir karlmenn yfir 50 ára eigi að fara í almennilegt tékk, ekki bara blóðprufu til að fá svo kallað PSA. próf. Hann hætti ekki fyrr en ég fór til sérfræðings sem fann hjá mér krabbamein í blöðruhálskirtli. Ég ákvað í samráði við lækni að taka mér fjóra mánuði til þess að prufa óhefðbundnar lækningar.
Jurtablanda sem fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum
Eins og ég hef áður getið þá er ég sannfærður um að það er ekkert sem heitir tilviljun í þessu lífi. Viku eftir að yfirlæknirinn á Chelsea Westminster spítala tjáði mér að ég væri með krabbameinsæxli í blöðruhálskirtli, hitti ég vísindamann vin minn frá Portúgal, einn reyndasta ,,therapista“ sem um getur. Hann ráðlagði mér að nota ákveðna jurtablöndu af ævafornum jurtum sem hafa verið notaðar í þúsundir ára til lækning, en aldrei blandað saman. Aldrei fyrr hefur tekist að blanda þessum efnum saman þannig að þau nýtist til inntöku. Uppistaðan er olía sem á sér langa sögu sem náttúrulyfi og nefnist Frankincense olía og var meðal gafanna sem vitringarnir þrír eru sagðir hafa fært Jesús Kristi, nýfæddum, í Betlehem.
Eftir að alþjóðlegt teymi vísindamanna í London hafði rannsakað virkni í blöndunni sem ég notaði unnum við í um 4 fjórar vikur við að aflað staðfestinga, álits og tillagna frá sérfræðingum og alþjóðlegum vísindastofnunum um hvernig ákveðin efni í Frankincense-olíunnum ,,Boswellia Serrata“ hefur eitt krabbameinsfrumum, æxlum og fyrirbyggt krabbamein. Í byrjun ágúst 2013 voru komnar tillögur að grunninum að því hvernig Omni Cure ætti að vera til þess að unnt væri að vinna að því að framleiða blönduna sem læknaði mig.
Læknaðist innan þriggja mánaða
Jurtablönduna setti ég svo á hylki og tók inn fjögur hylki á dag í þrjá mánuði og að þeim tíma liðnum var krabbameinið farið. Ég fór í ,,Bio-Scan“ 29 apríl 2013, sem staðfesti að hvergi væri hægt að finna vott af krabbameini.
Eftir þá staðreynd að mér batnaði af jurtablöndunni tók við þrotlaus vinna sérfæðinga og vísindamanna í þrjú ár.Blandan var prufuð á rannsóknarstofum með tilliti til öryggis, meðal annars prófuð á músum og dýrum. Í ágúst árið 2015 fékk Omni One vottorð og skírteini frá æðstu yfirvöldum í Indlandi um að það uppfyllti allar kröfur sem Ayurveda-lyf. Slíkar gæðakröfur eru afar strangar því að Ayruveda-fræðin og vísindin eru rúmlega 5000 ára gömul og byggja á því að fá líkama og sál til að lækna eigin kvilla. Mér til mikillar gleði hefur komið fram eftir að Omni one kom á markað að þó nokkrir bæði losnað við óþægindi sem fylgja blöðruhálskirtils- og brjóstakrabbameini og einnig hefur það gagnast fólki með þunglyndi og auðveldað og bætt svefn
Ég fékk bréf frá lækninum mínum sem sagðist aldrei fyrr hafa séð aðila með krabbamein í blöðruhálskirtli læknast án hefðbundinnar lyfjameðferðar. Í október 2015 mældist með PSA 1.9 sem er helming lægra en venja er. Nú er ég útskrifaður, en samt ráðlagt að koma á 12 mánaða fresti í tékk.“
Tvö ítarleg viðtöl við Gísla Örn á heimasíðunni Heilsutorg.is þau má finna á slóðunum: http://www.heilsutorg.is/is/frettir-greinar/vidtalid/akafur-athafnamadur-andans0 http://www.heilsutorg.is/is/frettir/gisli-orn-laeknadi-sjalfan-sig-af-krabbameini
Viðtal Sigmundar Ernis við Gísla Lárusson má finna á Hringbraut. Einnig er á hringbraut viðtalið Örlögin sem Sigmundar Ernis tók við Lindu Mogensen sem hefur tekið daglega Omni One og Omni Two eftir að hún greindist með krabbamein í lifur í júni 2016. – Hringbraut 14.09.2016
Dreifingu Omni Cure á Íslandi annast Parlogis sem afgreiðir það samdægurs. Parlogis er á Krókhálsi 14, 110 Reykjavík.
Til sölu hjá: Gló í Fákafeni og Systrasamlaginu, við Seltjarnarneslaug. Einnig má panta það á vefsíðu: Omnicure.com þar má einnig fá Omni Two sem er túrmerik í munnsogstöflum ,,Lozenges“ sem er nýjung á alþjóðlegum heilsumarkaði. Sjá testimonies á: www.omnicure.com
Viðtalið skrifað Ingibjörg Sigfúsdóttir árið 2006
Flokkar:Meðferðir