Málþing um húsasótt

Þann 5. september 1992 fjölluðu fjórir fyrirlesarar frá Englandi. Danmörku og Svipjóð um nokkur takmörkuð svið húsasóttar (SBS: Sick Building Syndrom) í Háskóla Íslands. Aðaleinkenni fyrirlestra þeirra var afstaða þeirra til þolenda húsasóttar einkennanna innan fyrirtækja, en um þau var fjallað eins og vandamál, þar sem hins vegar eigendur fyrirtækja/ stofnanna voru gefin góð ráð um hvernig ætti að gera sem minnst og á sem ódýrastan hátt, til þess að halda fullum afköstum.

Dr. David Wyon fjallaði um það hvernig stjórnun á hita og lofti fyrir hvern og einn starfsmann, sé besta ráðið til þess að honum liði sem best. Til þess hefur hann verið með  hönnun hitunar- og loftunartækja, sem eru sett við hvert og eitt skrifborð í atvinnuhúsnæði. Þessi búnaður sparar þar að auki rekstrarkostnað. Án efa sjáum við þetta innan tíðar hér á landi og er það vel. Með nokkrum semingi viðurkenndi hann að tilraunir með jóniserandi tæki (negatífar jónir) í innilofti hefðu borið hvað bestan árangur varbandi velliðan fólks. En hann gaf það í skyn að þarna væri um eins konar sjálfblekkingu að ræða.

Dr. Thomas Schneider fjallaði um hönnun staðals fyrir þrif innanhúss. Hann benti á, að það væri óviðunandi að hreinsifyrirtæki, sem á Norðurlöndunum einum velta 80 milljónum króna, hefðu engan vísindalegan mælikvarða á það hvað væri hreint og hvað ekki. Þessi búnaður er nú til  vegna vinnu hans og annarra. Full ástaða er til þess að gefa þessu gaum.

Dr. Arne Wennber fjallaði um rafsegulsviðsmengun. Í byrjun benti hann á að sannað væri að hún geti valdið krabbameini. sömuleiðis að ýmislegt benti til þess að hún gæti valdið fósturláti. Þetta hvoru tveggja hafði hann þó ekki tíma til að fjalla um heldur tók fyrir svokallað Hypersensitivity against Electricity (HSE) sem mætti kalla segulsviðsóþol. Á vinnustöðum eru það einkum tölvuskjáir, sem valda þessu. Hann taldi of dýrt að gera nokkuð við þessu, en fyrirbærið væri staðreynd. HSE skaðaðir hafa stofnað með sér félög á hinum Norðurlöndunum.

Dr. Heather J. Robertson fjallaði svo um það hvernig staðsetning húsa varðandi ljós og vindáttir getur haft áhrif á óþol fólks.

Eins og áður segir var hér fjallað um mjög takmarkaðan hluta húsasóttar. En það sem það var, var nákvæmt og mikið farið í  smáatriði, enda hér sérfræðingar á ferð, sem vinna fyrir hið opinbera. Ekki mun ég dæma um sérþekkingu þeirra utan það, sem, þeir sögðu um rafsegulmengunina. það verður að segjast eins og er að sænsku niðurstöðurnar eru langt-á eftir niðurstöðum í Bandaríkjunum. Rússlandi og Bretlandi. Í ljósi þess hve kerfið er tregt til þess að viðurkenna rafsegulmengun, en grunur liggur á að það sé m.a. vegna kostnaðar sem af því myndi hljótast, má þetta vera skiljanlegt en langt frá því fullnægjandi á málþingi í Háskóla Íslands.

Höfundur: Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður,  greinin var birt í  Heilsuhringnum árið 1992.



Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: