NLP og velferð

Aðferðafræði NLP, Neuro Linguistic Programming, undirvitundarfræðsla er í raun hægt að nota við fleiri aðstæður en oftast er gert.  NLP er í raun hægt að nota á allt; ekki bara til að losna út úr neikvæðu vanlíðunar-og/eða hegðunarmynstri heldur leyfi ég mér að fullyrða að einnig er hægt að nota aðferðafræðina við úrvinnslu andlegra og líkamlegra kvilla og sjúkdóma.

Með því að nýta vakandi dáleiðsluform NLP þá er í raun hægt að gjörbylta lífi og tilveru einstaklings til góðs.  Einstaklingurinn fær leiðsögn við að lækna sjálfan sig. Við manneskjurnar erum svo fullkomnar, enda sköpuð í Guðs mynd, að við höfum hæfileika til að koma okkur í besta mögulega ástand – ef vilji er fyrir því, trú er á að það sé hægt og von sé til staðar um að svo megi verða! Þannig getur í raun hver sem er náð sér út úr neikvæðu ástandi eða hugarfari með því að vera leiddur í gegnum eigin undirvitund. Eigin undirvitund, subconsiousness, er samtengd vitund okkar, consiousness, sjálfi okkar og almættinu og þar leynist sannleikur hverrar manneskju.

Með því að gæjast þar inn í meðvituðu vakandi dáleiðsluástandi þá er hægt að kanna hvað veldur togstreitu, fíkn, og andlegri eða líkamlegri vanheilsu. Unnið er úr því sem kemur fram, því eytt eða eyðingarferli komið af stað, og í stað þess innprentað í undirvitundina jákvæðum myndum byggðum á nú-inu (stað og stund) og framtíðaróskum. Minning og viska fortíðar verður þó ávallt til staðar hjá einstaklingnum en sársaukinn er fjarlægður svo einstaklingurinn geti haldið áfram og sé ekki fastur í fortíðarfjötrum.  Það má því segja að erfiðleikar fortíðarinnar verði í raun sambærilegir við það að horfa á bíómynd – við horfum – munum innihaldið, en tilfinningin/upplifunarsársaukinn hverfur. Við aftengjum okkur fortíðarferlinu. Reynslan sem eftir situr gerir okkur síðan kleift að sigrast á hindrunum í lífinu og gerir okkur sterkari manneskjur til að takast á við lífið og jafnvel gefa af okkur til annarra með því að gefa ráð úr viskubrunni okkar!

Einnig er unnið með einstaklinginn þannig að hann læri að elska og virða sjálfan sig og aðra og læri að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum allt sem miður fór í fortíðinni. Unnið er að því að viðkomandi sjái sjálfan sig í réttu ljósi og skilji sjálfan sig en við það eykst skilningur gagnvart öðrum. Þegar skilgreint hefur verið hvernig hann vill að komið sé fram við  sig  er auðveldara fyrir einstaklinginn að koma þannig fram við aðra. Kærleikur gagnvart sjálfum sér og öðrum og gjafir í formi aðstoðar eða einlægra persónulegra gjafa hafa einnig mikilvægan jákvæðan mátt í lífi einstaklingsins. Segja má að undirvitundina sé þannig hægt að núllstilla, vera í nú-inu, og þannig  byrja með hreint borð inn í bjarta og takmarkalausa framtíð.

NLP aðferðarfræði er í raun ótrúlega einföld leið til að hreinsa til í fortíðinni, staðsetja sig í nútíðinni og marka sér framtíð, byggða á því að finna það sem maður elskar að gera og á því sem maður vill hafa í lífi sínu.  Einstaklingurinn öðlast í ferlinu færni til að sá að hann sjálfur getur skapað og borið ábyrgð á eigin hamingju. Einstaklingurinn er alltaf í meðvituðu vakandi ástandi, sitjandi í stól, þegar kafað er ofan í undirvitundina og hafist er til við tiltektina og innsetningu fallegrar framtíðarsýnar.

María Jónasdóttir sjáandi. NLP dáleiðsla, heilun, transheilun og leiðsögn varðandi hugleiðsluaðferðir. Réttindi: NLP practitioner(NLP), NLP master practitioner (MNLP) og diploma í þerapíufræðum frá Kára Eyþórssyni eiganda og stofnanda Skóla Lífsins. Heimasíða: www.allir.is Netfang: maria.jonas@simnet.is
Sími: 858-5900



Flokkar:Hugur og sál

Flokkar/Tögg, , , , ,