Ein orsök minnisleysis

Fólínsýra hefur einskonar vítamínverkun, skortur á henni veldur minnisleysi, vegna þess að tregða verður á frumuskiptingu eggjahvítu- efnaskiptum og brennslu á amínósýrum. Afleiðingin verður m.a. sérstök gerð blóðskorts, sem ekki má rugla saman við venjulegt mergblóðleysi sem stafar af skorti á B 12 vítamíni. Fólínsýra er svo mikilvæg fyrir frumuskiptingu og vöxt, að þörfin fyrir hana vex mjög hjá þunguðum konum og meðan börn eru á brjósti.

Dagleg þörf fullorðinna á fólínsýru eru 400 míkrógrömm, en hjá þunguðum konum 800 míkrógrömm og hjá konum með barn á brjósti 500 míkrógrömm. Í Indlandi hefur tekist að fækka fæðingum fyrir tímann með því að gefa barnshafandi konum 500 míkrógrömm af fólínsýru á dag. Eitt mikilvægt hlutverk fólínsýru er að hún hamlar gegn skaðlegu ensími er nefnist Xanthin-oxidasa og örvar mjög framleiðslu þvagsýru. Næg fólínsýra varnar frunsum en skortur á henni veldur því að fullornir mæðast af elli fyrir tímann og missa minni.

Bestu fólínsýrugjafar eru: lifur, grænmeti, heilkorn og ostrur (þeirra má ekki neyta daglega). Fólínsýra er fáanleg í vítamíntöflum, þannig að ef daglegt mataræði er rýrt af fólínsýru er hægt að auðga það með því að taka hana inn í töflum. Fólínsýruskortur er talinn valda því að algengara er að börn sem getin eru að vetrarlagi, þegar minnst er af grænmeti, fæðist með veikbyggð lungu, en þau börn sem eru getin að sumarlagi þegar nóg er af grænmetisfæði auðugu af fólínsýru.

Stytt og endursagt úr bókinni: Okholms hollráð til langlífis og heilsu. Útg. Fjölvaútgáfan

Ingibjörg Sigfúsdóttir skráði árið 2008



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: