Áhyggjur geta valdið líkamlegum krankleika

Á bls. 35 í bókinni Lífsgleði njóttu, eftir Dale Carnegie er haft eftir dr. Russell L. Cecil sérfræðingi í liðagigt að eftirfarandi fjórar orsakir séu algengustu ástæður liðagigtar.

1. Ófarsælt hjónaband.
2. Fjárhagsáhyggjur.
3. Einstæðingsskapur og áhyggjur.
4. Langvarandi óánægja eða gremja.

Því fari þó fjarri að þetta séu einu ástæðurnar þó að þær séu algengastar. Á sömu blaðsíðu er einnig sagt frá fyrirlestri dr. Williams I. L. McGonigle um hugarvíl sem hann hélt hjá tannlæknasambandinu, um að hugarvíl, sem stafar af áhyggjum, ótta eða nöldri, það geti raskað kalkhlutföllum líkamans og orsakað tannskemmdir. Hann tók sem dæmi mann sem hafði miklar áhyggjur af veikindum konu sinnar. Áður en hún veiktist var hann með allar tennur heilar en nokkrum mánuðum seinna voru komnar skemmdir í margar tennur hans.

I.S.Flokkar:Annað, Ýmislegt

%d bloggers like this: