Inngangur
Undanfarin ár hefur umræða um umhverfið og almennt heilbrigði vaxið ört. Samfara því hefur viðhorffólks til ýmissa þátta daglegs lífs breyst og skoðanir, sem fyrir örfáum árum þóttu heldur öfgasinnaðar, þykja í dag sjálfsagðar. Þessi umræða tengist mengun umhverfis og matvæla og hefur því snert landbúnað með vaxandi þunga. Umhverfismengun sem rekja má til landbúnaðar er umtalsverð í þéttbýlustu löndum heims og margir þættir framleiðslu hátta í landbúnaði þykja í dag vafasamir í meira lagi. Í mörgum löndum, einkum í Evrópu og Norður Ameríku, er nú hreyfing í þá átt að breyta landbúnaðinum til forms, sem hafi í för með sér minni mengun umhverfis og fram leiðslu heilnæmari matvæla. Undirritaður dvaldi nýlega um fjögurra mánaða skeið í Danmörk til að kynna sér stöðu þessara mála þar og rannsóknir því tengdar með sérstakri áherslu á notkun og nýtingu næringarefna í landbúnaði. Hér á eftir er ætlunin að gera að nokkru grein fyrir því auk almennra vangaveltna.
„Hippar og hugsjónamenn“
Nokkur hópur danskra bænda hefur ekki fylgt þeirri þróun dansks landbúnaðar síðustu áratugi að ná sem mestum afrakstri af hverri stærðareiningu lands (intensivt). Þeir hafa þvert á móti látið umhverfis- og náttúrusjónarmið hafa forgang enda gjarnan álitnir hippar eða sérvitringar „med jord i hovedet“. Þessir bændur hafa þjónað neytendum sér ekki vilja kaupa vörur framleiddar „intensivt-eða á verksmiðjubúum. Þessum neytendum hefur síðan fjölgað undanfarin ár og nú er svo komið að bændur anna ekki eftirspurn.
Ókologiskt, lífrænt eða vistbært?
Danir kalla framleiðsluhætti þessara bændi „ókologi“, sem á íslensku útleggst „vistfræði“ Hér á landi voru nýlega samþykkt lög um framleiðslu sem þessa og í þeim er hún nefnd „lífræn“. „Ókologi“ er þó víðtækara hugtak er svo að orðið „lífrænt“ geti með nokkru mót talist fullnægjandi eins og skýrist vonandi hér á eftir. Auk þess er hefðbundinn landbúnaður „lífrænn“ í flestum skilningi þess orðs. Því ætla ég að rugla lesendur enn meira í ríminu og kalla þessa tegund landbúnaðar „vistbæran“. „Vistbær“ er samsett úr orðunum „vist“ eða „vist-fræði“ og „sjálf-bær“. Orðið „vist“ nær til þess er snýr að búfé og plöntum en orðið „-bær“ vísar til þess að sjálfbær hringrás næringarefna er nauðsynleg ef minnka á eða koma í veg fyrir mengun. „Vistbær“ nær því utan um grundvallarhugsun þessa forms landbúnaðar auk þess að falla vel að íslenskri beygingarfræði. Dæmi svo hver fyrir sig
Markmið vistbærs landbúnaðar
Samtök danskra bænda í vistbæmm landbúnaði (Landsforeningen Ókologisk Jordbmg) hafa sett sér markmið til að stefna að við framleiðsluna (sjá lista). Þar kemur m.a. fram að minnka eigi eða koma alfarið í veg fyrir mengun sem rekja megi til landbúnaðar. Sjónarmið dýravemdar, hollustu, almennrar umhverfisverndar og virðing fyrir náttúrunni eru einnig mjög mikilvæg við vistbæra framleiðslu.
Nokkur markmið vistbœrra framleiðenda í Danmörk.
* Að varðveita náttúrulega frjósemi jarðarinnar.
* Að komast hjá allri mengun, sem rekja má til landbúnaðar.
* Að útbreiða ræktunaraðferðir, sem taka mest mögulegt tillit til umhverfis og náttúru.
* Að framleiða hágæðamatvæli.
* Að minnka notkun landbúnaðarins á óendurnýjanlegum orkugjöfum.
* Að aðbúnaður húsdýra henti sem best þeirra náttúrlega atferli og þörfum.
Lög og reglur
Danskir bændur sem fara út í vistbæran landbúnað skuldbinda sig til að fara eftir reglum sem settar hafa verið þar að lútandi. Varðandi framleiðsluna sjálfa má m.a. finna ákvæði sem sjást í listanum hér að neðan. Reglurnar ná síðan yfir fleiri þætti búreksturs en notkun áburðar og eiturefna og fóðurtegundir, því meðferð dýra skipar einnig stóran sess (sjá lista á næstu síðu).
Hluti laga og reglna sem varða vistbæra framleiðslu.
*Allur rekstur skal vera vistbær og aðlögun yfir í 100% vistbæran rekstur tekur minnst 2 ár.
*Notkun tilbúins áburðar er bönnuð.
*Búfjáráburð má kaupa sem svarar til 25% af köfnunarefnisþörf nytjaplanta sem ræktaðar eru.
*Sáðvörur skulu vera af vistbærum uppruna ef mögulegt er.
*Verksmiðjuframleidd varnarefni gegn illgresi og skordýrum eru bönnuð.
*Vistbært framleitt fóður skal vera minnst 85% fóðurs, þó minnst 75% fyrstu tvö árin.
* Aðkeypt hefðbundið fóður skal vera innlent.
Hluti reglna er varða meðferð dýra í vistbærri framleiðslu.
*Öll dýr skulu hafa aðgang að beit á sumrin (150 daga).
*Dýr má binda skamman tíma í senn. Þó má binda kýr í 6 mánuði ef þær fá daglega hreyfingu
*Öll dýr skulu hafa aðgang að leguplássi með hálmi og hafa aðgang að gróffóðri allt árið.
*Öll dýr skulu hafa dagsljós og fullnægjandi loftræstingu.
* Fyrirbyggjandi lyfjameðhöndlun og hormónastýring á framleiðslu. og vexti eru bönnuð.
* Frestur á nýtingu afurða eftir lyfjameðferð er þrisvar sinnum lengri en staðlar fyrir
hefðbundin bú segja til um.
* Flutningur og slátrun skal hafa minnsta mögulega streitu í för með sér fyrir dýrin.
Mengun vegna köfnunarefnis
Notkun á köfnunarefni er umtalsverð í hefðbundnum búrekstri og veldur það stórum hluta þeirrar umhverfismengunar sem á sér stað í landbúnaði. Það gildir sérstaklega um mengun grunnvatns, sem síðan rennur út í ár og vötn ofauðgar þau og eyðir því lífi sem fyrir er. Sjónum hefur því verið beint að köfnunarefni í ríkari mæli en öðrum næringarefnum með það að augnamiði að meta vægi einstakra þátta í tapinu. Köfnunarefnistap á sér aðallega stað í ferlinu frá dýri til gróðurs, þ.e. úr búfjáráburði og þá oftast með útskolun á nítrati, uppgufun ammoníaks eða afnítrun. Ástæður þessa má rekja til þeirra eðliseiginleika köfnunarefnis að geta verið á margbreytilegu formi (lofttegundir, vatnsleysanlegt og bundið í lífverum). Þetta gerir það að verkum að köfnunarefni er, háð aðstæðum, lífsnauðsynlegt næringarefni eða umhverfismengandi þáttur. Þess vegna er leit ast við að minnka beina notkun á köfnunarefni en bæta heldur nýtinguna á því sem til er á búinu.
Belgjurtir og sáðskipti
Segja má að líffræðilega byggist vistbær landbúnaður í Danmörk á sáðskiptum í ökrum bændanna en með sáðskiptum er átt við að skipt er ört (árlega) um tegundir í ökrunum. Þetta er gert til að nýta betur þau næringarefni sem bundin eru í jarðveginum og jafnframt til að koma í veg fyrir að skortur skapist. Aðkeypt magn næringarefna í formi áburðar er mjög takmarkað með reglum og því verður nýting á tiltækum næringarefnum að vera góð. Auk þess eru sáðskipti æskileg sem vörn gegn plöntusjúkdómum. Til að vega upp þann mun sem skapast vegna köfnunarefnistaps og mætt er með notkun efnafræðilega tilbúins áburðar í hefðbundinni ræktun, eru belgjurtir notaðar í vistbærri ræktun.
Þær búa yfir þeim eiginleikum að geta, í samlífi með bakteríum, bundið köfnunarefni (N2) úr andrúmslofti og nýtt sem næringarefni. Eftir 2-3 ár eru belgjurtaakrarnir plægðir og nýjum tegundum plantað eða sáð í staðinn t.d. komi eða ýmsum tegundum grænmetis. Þegar plöntuleifamar í jarðveginum brotna smátt og smátt niður losnar það köfnunarefni, sem safnast hefur upp í belgjurtunum á ræktunartímanum. Við niðurbrotið verður hluti þessa köfnunarefnis nýtanlegur tegundum sem sáð er næstu ár á eftir. Köfnunarefnisforði jarðvegsins er þannig byggður upp af;belgjurtunum og síðan nýttur af öðrum ræktunartegundum. Algengustu nytjaplöntur í hópi belgjurta í vistbærri ræktun eru lúserna (refasmári), hvítsmári og rauðsmári. Vægi belgjurta í vistbærri ræktun er aukið til muna frá því sem tíðkast í hefðbundinni framleiðslu og eru þær oft í yfir helmingi akranna á vistbærum búum.
Þáttur neytandans
Síðustu áratugi hefur „intensiv“ landbúnaður eða verksmiðjubúskapur skipað sífellt stærri sess í landbúnaðarframleiðslu heimsins. Með því hefur verið hægt að koma til móts við kröfur neytenda um lægra verð á landbúnaðarvörum vegna lægri framleiðslukostnaðar. Verðið hefur þó í raun verið hærra en verðmiðinn segir til um. Mikil notkun áburðar, skordýraeiturs og illgresiseyða, sem er nauðsynleg til að fá næga uppskeru, hefur leitt til gífurlegrar mengunar grunnvatns o.þ.a.l. neysluvatns og eyðingar lífs í ám og vötnum. Mikið álag á búfé leiðir til aukinnar tíðni sjúkdóma og þar af leiðandi meiri lyfjanotkunar og lyfjaleifa í afurðum.
Kynbætur hafa tekið mið af þörfum verksmiðjubúanna og í mörgum tilvikum leitt til óeðlilegs vaxtarhraða og vaxtarlags hjá dýrum s.s. kjúklingum og kalkúnum. Svona mætti lengi telja. Þar til fyrir nokkrum árum virðist hinn almenni neytandi hafa látið sér í léttu rúmi liggja hvernig matvæli væru framleidd ef bara tækist að lækka á þeim verðið. Það má e.t.v. að nokkru leyti rekja til takmarkaðrar vitneskju hans um framleiðsluhætti. Samfara aukinni umhverfisumræðu undanfarin ár hefur þetta þó breyst ört og nú er mikill fjöldi neytenda tilbú inn að greiða hærra verð fyrir vörur framleiddar með aðferðum sem þeir telja æskilegar. Sömuleiðis hefur upplýsingaflæði til neytenda varðandi framleiðsluna aukist. Neytendur eru að verða meira meðvitaðir.
Samantekt
Markaður fyrir vistbært framleiddar afurðir stækkar sífellt og eftirspurnin vex þó að verðið sé all nokkru hærra en fyrir hefðbundna framleiðslu. Neytendur virðast því í auknum mæli tilbúnir að leggja sitt afmörkum til bætts umhverfis og heilbrigðis. Reglur sem mynda rammann utan um vistbæra ræktun gera ekki ráð fyrir efnafræðilega framleiddum varnarefnum eða áburði og takmarka notkun á aðkeyptu fóðri, sem ekki er viðurkennt vistbært. Bændur með búfé þurfa að hafa nægilegt landrými fyrir þann áburð sem gripir þeirra framleiða og jafnframt að vera sjálfum sér nógir um fóður handa þeim að sem mestu leyti. Bætt nýting búfjáráburðar og sáðskipti gera bændum kleift að rækta nytjajurtir með viðunandi uppskeru innan þessa lagaramma og samtímis minnka mengun.
Uppskera nytjaplantna og afurðir dýra minnka samhliða breytingunni yfir í vistbæra framleiðslu en á móti fær bóndinn hærra verð fyrir afurðirnar og kaupir minna inn. Bændur hafa einnig komist upp á lag með að halda sjúkdómum í gripum sínum og ökrum niðri, þrátt fyrir bann við fyrirbyggjandi lyfjameðferð og notkun varnarefna.Vistbær landbúnaður er kominn til að vera, hvort sem hann nefnist vistbær eða lífrænn, en á eftir að þróast mikið á komandi árum með auknum rannsóknum og reynslu. Einnig ráða neytendur miklu um hvaða stefnu sú þróun tekur. Umhverfi okkar krefst breytinga sem verða að eiga sér stað fyrr en seinna.
Helstu heimildir: Hansen, J.R, Olesen, J.E., Munk, I., Henius, U.M., H0y, J.J., Rude, S., Steffensen, M., Huld, T., Guul-Simonsen, F., Danfa A., Boisen, S. & Mikkelsen, S.A., 1990. Kvælstofi husdyrg0dn ing. Statusredeg^relse og systemanalyse vedrftrende kvælstofu dnyttelse. Statens Planteavlsforsóg, Beretning S 2100. Kristensen, E.S. & Kristensen, I.S., 1992. Analyse af kvæ stofoverskud og -effektiviteet pa iftkologiske og konventionelle kvægbrug. Statens Husdyrbrugsfors0g, Beretning 710, 54pp. Kristensen, I.S. & Halberg N., 1995. Markens nettoudbytte, næringsstofforsyning og afgriftdetilstand pa ókologiske og konventionelle kvægbrug. Ókologisk landbrug med udgangspunkt i kvœgbedriften. Bilag til seminar afholdt i Heming Kongrescenter torsdag den 9. februar 1995. Erik Steen Kristensen (red.),Statens Husdyrbrugsforsóg, Intem rapport, 42, 33-51. Tersból, M. & Fog, E., 1995. Status over ftkologisk landbrug. Ókologisk landbrug med udgangspunkt i kvægbedriften. Bilag til seminar afholdt i Heming Kongrescenter torsdag den 9. februar 1995. Erik Steen Kiistensen (red.), Statens Husdyrbrugsforsóg,Intem rapport, 42, 9-23.
Höfundur: Björn H. Bjarkason, búfræðikandidat árið 1996.
Flokkar:Umhverfið