Alzheimersjúkdómur: Sykursýki í heilanum ?

Úr skýrslu frá 54. Alþjóðaþingi um óhefðbundnar lækningar, sem haldið var í Dearborn, Michigan í Bandaríkjunum 22.-25. september, 2011. Birt í tímaritinu Townsend Letter í jan. 2012 of síðan í Heilsuhringnum í júní 2012.

Inngangur þýðanda

Þegar ég las þessa grein vaknaði strax hjá mér forvitni þegar ég sá orðið sykursýki 3. Það nafn hafði ég aldrei áður heyrt, aðeins sykursýki 1 og 2. Þetta orð verður víst að teljast nýyrði, einnig í ensku.

Sykursýki 3 leggst fyrst og fremst á heilann og miðtaugakerfið, því sjúkdómurinn hindrar taugafrumur í að nýta sér þrúgusykur. Þetta leiðir smátt og smátt til hrörnunar og síðar dauða heilafruma sem deyja úr skorti á réttri næringu. Því er þó til þess að gera auðvelt að ráða bót á. Í ljós kom að fitusýrur af meðallengd, t.d. í kókóshnetuolíu, geta komið þar að gagni, sem orkugjafi fyrir taugafrumur. M.ö.o. komið í stað þrúgusykurs sem orkugjafi fyrir heilafrumur, ef þær hætta að geta nýtt þrúgusykur. Þetta gildir ekki aðeins um alzheimersjúkdóm, heldur um aðra sjúkdóma í miðtaugakerfinu t.d. parkinson-sjúkdóm og nokkra fleiri. Hér læt ég greinina sjálfa taka við. (Þýðandi)

Er Alzheimersjúkdómur þriðja afbrigði sykursýki?

Það telur Mary T. Newport, læknir í Springhill í Florida (www.coconutketones.com) ,,þið verðið að gera ykkur ljóst, að Alzheimer-sjúkdómi hefur verið gefið nafnið sykursýki 3 og verkar fyrst og fremst í heilanum”, segir hún. Persónulegar ástæður neyddu hana til að leysa þau vandamál sem fylgja skorti á insúlíni og taugafrumum með viðtaka fyrir insúlíni. Hvort tveggja merki um að síðar muni þetta leiða til Alzheimersjúkdóms. Annað frumu eldsneyti, ketónar getur viðhaldið eðlilegri heilastarfsemi ef þrúgusykur vantar eða heilafrumurnar geta ekki nýtt hann….. Staðreynd sem sýnt var fram á á árunum milli 1960 og ’70. Ketónar geta fullnýtt allt að tveimur þriðju af orkuþörf ,,sveltandi” heilafruma. Skortur á kolhydrötum (kolvetnum) setur af stað myndun á ketónum í líkamanum (hydroxybutyrat og acetoacetat) innan fárra daga, sem nær hámarki innan nokkurra vikna. Fæða sem myndar ketóna og upptaka á meðallöngum fitusýrum fer beint inn í portæðina og þaðan til lifrarinnar framhjá þrúgusykur – insúlín leiðinni (sem kolhydröt fara).

Áhugaverðar rannsóknir sem gerðar hafa verið síðustu hundruð árin eða svo, á fæðu sem myndar ketóna (meira en 80% hitaeininga koma úr fitu) hafa sýnt að þetta fæði hefur góð áhrif á flogaveiki, alzheimersjúkdóm, parkinsonsjúkdóm, lou gehrig-sjúkdóm (amiotropic lateral schlerosis) alvarlega áverka á heila og heilablæðingar, súrefniseitrun, glioblastoma og þyngdartap. Um 80 % krabbameinstilfella lagast eða læknast sennilega, því að krabbameinsfrumur geta ekki nýtt sér ketóna til orkuframleiðslu. Meðallangar fitusýrur sem þríglyserið hafa reynst bæta ástand fólks með alzheimersjúkdóm líkt og ketonmyndandi fæða, ,,Axona”.

Helsti ókosturinn er sennilega að þannig fæða veldur oft niðurgangi eftir nokkra daga. Aldraður alzheimer-sjúklingur sem Mary Newport segir frá og notaði mataræði hennar ,,sá ljósið” eftir aðeins fáa daga. Titringur og skjálfti í andliti lagaðist, sjóntruflanir hurfu, göngulag varð eðlilegt, minnið batnaði og raunar varð öll framkoman og ástand umtalsvert betra.

Áhugavert er að kókóshnetuolía myndar hámark ketóna í blóði, sem er 1/10 hluti þess sem næst með Axona ester, og 1/50 hluti þess sem verður við sykursýkis-keta-acidosis. Ketónar virðast fækka stakeindum og gera virkt eitthvað sem dregur út bólgum. Sjúklingar með sykursýki sem fengu lyf sem ollu því að blóðsykurinn varð of lítill urðu fyrir langtum minni einkennum ef þeir höfðu áður fengið kókóshnetuolíu. Herpes simplex I eða áblástur er algengari hjá því aldraða fólki sem er með beta amyloid skellur í heilanum. Þetta gæti bent til að amyloid skellurnar séu til varnar sýkingum.

Ný tilgáta segir að nitrat og nitrit í matvælum valdi skorti á insúlíni, ásamt insúlínþoli eða viðnámi í heilanum. Nítrosamin í mat gæti ýtt undir fjölgun á veirum í heilafrumum. Efni í kókóshnetuolíu geta auðveldlega drepið herpesveirur. Það getur einnig veirulyfið acylovir sem allt eins má nota.

Eftirmáli þýðanda

Þessi grein sem að mestu er líklega samin af Mary T. Newport, lækni, hlýtur að vekja þann sem les hana til töluverðrar umhugsunar. Sú hugmynd að alzheimerssjúkdómur sé í raun og veru eitt afbrigði sykursýki og þurfi því að fá meðferð sem slíkur sjúkdómur og að á til þess að gera einfaldan hátt megi komast hjá þeim alvarlegu einkennum sem annars koma í ljós. Einnig telur Mary T. Newport að líklega séu nokkrir aðrir sjúkdómar bein afleiðing sömu orsakar.

Í þessa grein finnst mér að vanti betri upplýsingar um hversu mikið þarf að nota af meðal- löngu fitusýrum á dag og hvaða fitur aðrar en kókóshnetuolíu megi einnig nota. Þar til þær upplýsingar berast myndi ég prófa að nota 40-50 ml á dag í þremur til fjórum skömmtum. Kókóshnetuolíuna má sem best nota til matreiðslu og er reyndar mjög góð matarolía til allra nota nema hún er heldur dýr hér á Íslandi.

Á vef Heilsuhringsins er að finna fræðandi grein sem undirritaður skrifaði um ágæti kókóshnetuolíu árið 2002. Hvet ég alla til að lesa hana. Slóðin er: http://www.heilsuhringurinn.is/index.php? option=com_content&view=article&id=134:kokoshnetuolia-natturleg-oerveruhemjandi- faeea&catid=27:greinar&Itemid=22

Samkvæmt grein Mary T. Newport kemur einhver árangur í ljós að nokkrum dögum eða vikum liðnum við alzheimersjúkdóm. Gaman væri að vita um árangur, ef einhver reyndi þetta.

Höfundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: