Skemmdir fætur hefta för!

Góðir skór í réttri stærð og þér líður betur
Ef valdir eru skór í rétti lengd og breidd eru litlar líkur á að skórnir særi og valdi fótameinum. Þegar keyptir eru skór, ætti að eyða tíma í að máta báða skóna í búðinni. Betra er að vera í sokkum sem svara til þeirrar þykktar sem á að nota við skóna. Ef valdir eru skór í réttri lengd og breidd eru litlar líkur á að skórnir særi og valdi fótameinum. Velja á skó eftir fótunum en höfuðfat eftir höfðinu! Oft eru fætur mislangir, þá þarf að velja skóna eftir stærri fætinum. Algengt er að fætur þurfi meira rými á fullorðinsárum en oft festist fólk í ákveðnu skónúmeri og afneitar raunverulegri skóstærð. Bein afleiðing skóþrengsla hefur áhrif á líðan almennt og heftir okkur til gangs. Algeng fullyrðing er: ,,Ég var ekki svona, ég hafði góða fætur“.

Eftirtalin fótamein má rekja til skókreppu:
Liðskemmdir, krepptar tær, tábergssig, eymsli, roði, bólga, hörð húð, líkþorn, inngrónar neglu, of þykkar neglur vegna skorts á blóðflæði. Þegar þrengir að fætinum inni í skónum heftir það blóðflæði. Rannsóknir sína að önnur hver kona eftir fertugt er með tábergsig og fimmti hver karlmaður. Ef eymsli eru í tám og liðum og tábergið jafnvel sigið þarf að lyfta undir það með svokölluðum tábergspúðum.
Líkþorn í uppsiglingu! Ef núningssvæði bólgnar og efsta lag húðarinnar er hart eru vaxandi líkur á að líkþorn myndist. Líkþorn er glerhörð húð, oftast keilulaga, sem þrýstir á undirliggjandi vefi eða mjúk húð líkt og soðin, staðsett á botni eða milli táa.

Hvers vegna hafa fætur mínir stækkað ? 
Algengt er að fætur stækki á fullorðinsárum. Má hér nefna að vöðvar, liðir, bein, æðar og húð taka breytingum með aldrinum af ýmsum ástæðum . Þá þarf fóturinn eðlilega meira rými
inni í skónum.

Nokkur atriði sem geta haft áhrif á fætur
Þyngdaraukning
Ólétta
Vökvasöfnun (bjúgur)
Nýrna, hjarta eða æðasjúkdómar
Sykursýki
Gigt
Lyfjameðferð
Hormónabreytingar

Frískir fætur allt lífið
Nútíma lifnaðarhættir draga úr hreyfifærni fólks. Kyrrseta er mesti óvinur nútímamansins. Hreyfingarleysi leiðir af sér stirðleika í stoðkerfi og stuðlar að félagslegri einangrun. Sömuleiðis er aukin hætta á blóðtappa frá fótunum ef við hreyfum okkur lítið. Heilsusokkar eða stuðningssokkar eru sannkallaðir kraftaverkasokkar. Þeir örva blóðflæði í fótum, hindra bjúgsöfnun, draga úr æðasliti og minnka líkur á blóðtappa. Sokkarnir styðja vel við ökkla og gera okkur stöðugri til gangs. Heilsusokka ættu allir að nota sem sitja mikið svo sem við tölvur eða þeir sem standa við vinnu sína. Sokkarnir eru ómissandi í bílinn, bátinn og flugið.Kynnið ykkur fótaæfingar og setjið ykkur markmið
með þeim.

Vissir þú að?!
1. Að meðalmaður gengur um það bil 120 þúsund km yfir ævina, þ.e.a.s. þrisvar sinnum umhverfis jörðina.
2. Að ökklar kvenna eru mun viðkvæmari en ökklar karla, þess vegna er konum hættara við  ökklameiðslum.
3. Að níutíu prósent þeirra sem orðið hafa fyrir ökklameiðslum finna til fimm árum síðar og margir bera skaðann ævilangt.
4. Að tvöhundruð og fimmtíu þúsund svitakirtlar eru sagðir vera í fótunum og gefa þeir frá sér u.þ.b. 2 matskeiðar 
   úrgangsefna (svita) sem fara beint ofan í sokka og skó á degi hverjum.
5. Að örverur svo sem sveppir, bakteríur og veirur lifa best í hita, svita og raka.
6. Að hverskyns örverugróður þrífst því vel í of notuðum og slitnum skóm.
7. Að baðskór eru nauðsynlegir á baðstöðum fyrir almenning, í gufuböðum og á sundlaugarbökkum.
8. Að skórnir verða að fá tíma til að jafna sig á milli notkunar.
9. Að betra er að hafa skó til skiptana.
10. Að skipta þarf út innleggjum út reglulega.
11. Að slitin innlegg skaða.
12. Að innleggjum er ætlað að rétta rangstöðu auka hreyfigetu og draga úr þreytu.
13. Að skoðið þarf skóna reglulega að utan sem innan.
14. Að reglulegt gæðaeftirlit á skónum getur bætt heilsu þína og er góð forvörn gegn fótameinum.
15. Að þörf er á að hvetja fólk til að sinna fótum sínum.
16. Að leita þarf til löggilts fótaaðgerðarfræðings ef viðkomandi ræður ekki við að snyrta fætur sína og er með fótamein.

Í fætinum eru 26 bein sem hjálpa til við að halda líkamanum uppi. Auðvelt er að aflaga bein og liðamót fótarins með röngum skófatnaði.
* Nokkur góð ráð til þeirra sem vilja velja sér góða skó.
* Góðir skór þurfa að vera fótlaga, með góðum stuðningi við ökklann. Tærnar mega ekki vera aðþrengdar.
* Innri sólin dempandi og fjaðrandi og ytri sólin stöðugur og sveigjanlegir.
* Reimaðir skór eða með riflás haldast betur á fæti og gefa frekari möguleika á auknu rými inni í skónum svo og ef
   fóturinn safnar á sig vökva.
* Æskilegt er að efnið í skónum sé úr leðri þar sem það hleypir betur í gegn lofti og frá sér svita.
* Æskilegt er að skipta um skó minnst tvisvar á dag, oftar því betra. Tíð skóskipti fara betur með þínar fætur og skóna
   líka . Sokkum þarf að skipta út daglega.

Það sem allir þurfa að vita!
Fóturinn verður lengri og breiðari undir álagi. Veljið þess vegna útivistarskóna einu til tveimur númerum stærri en aðra skó. Eins er þörf að láta mæla fæturna í hvert skipti sem valdir eru skór. Höfundur er löggiltur fótaaðgerðafræðingur og er með ráðgjöf í Skóversluninni Iljaskinni HáaleitisbrautFlokkar:Líkaminn

%d